Morgunblaðið - 26.04.2002, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 26.04.2002, Qupperneq 41
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2002 41 Í STAÐ sunnudagsguðsþjónustu 28. apríl verður bæna-, tónlistar- og íhugunarguðsþjónusta við kertaljós í kvöld, föstudagskvöldið 26. apríl, kl. 20.30. Ástandið fyrir botni Miðjarð- arhafs þar sem Ísraelar og Palest- ínumenn takast á, virðist fara versnandi með hverjum degi sem líður. Öfgar og ofstæki, hatur og hefndir virðast ráða ferðinni og hafa æ ríkari áhrif á fréttaflutning og afstöðu fólks almennt til þess- ara mála og alger óvissa virðist ríkja um framvindu mála. Í Fríkirkjunni í kvöld verður beðið fyrir því að sannur friður raungerist og ríki um framtíð á þessu stríðshrjáða svæði. Tónlist verður í umsjón Önnu Sigríðar Helgadóttur og Carls Möllers tónlistarstjóra. Anna Sig- ríður mun syngja einsöng en auk þess mun hún leiða almenna til- beiðslu og bænagjörð í söng. Guðsþjónusta sunnudaginn 28. apríl fellur því niður vegna þessa. Safnaðarstarf Fríkirkjunnar í Reykjavík. Ensk messa í Hallgrímskirkju ENSK messa verður haldin sunnu- daginn 28. apríl nk. kl. 14. Prestur verður sr. Bjarni Þór Bjarnason og organisti Hörður Áskelsson. Guð- rún Finnbjarnardóttir mun leiða almennan safnaðarsöng og syngja einsöng. Léttar veitingar að messu lokinni. Á þessu ári er boðið upp á enska messu í Hallgrímskirkju síðasta sunnudag hvers mánaðar. Service in English SERVICE in English at The Church of Hallgrímur (Hallgríms- kirkja). Sunday April 28th at 2 pm. Holy Communion. The Fifth Sunday of Easter. Celebrant and Preacher: The Revd Bjarni Thor Bjarnson. Org- anist: Hörður Áskelsson. Soloist: Guðrún Finnbjarnardóttir. Refreshments after the service. Aðalsafnaðarfundur Hjallasóknar AÐALSAFNAÐARFUNDUR Hjallasóknar verður haldinn sunnudaginn 28. apríl strax að lok- inni messu sem hefst kl. 11. Á fund- inum verða tekin fyrir venjuleg að- alfundarstörf sem og önnur mál, löglega fram borin. Allt safn- aðarfólk er hvatt til að mæta. Hvenær veit ég hvort ég er alkóhólisti? OPIÐ verður á Ömmukaffi í Aust- urstræti 20 (gamli Hressingarskál- inn) á laugardagsmorguninn 27. apríl kl. 11. Þangað mætir Guð- bergur Auðunsson áfengis- og fíkniefnaráðgjafi og flytur fyr- irlestur um alkóhólisma. Guð- bergur hefur langa og góða reynslu og menntun í ráðgjöf fyrir alkóhólista og aðstandendur þeirra. Guðbergur hefur starfs- aðstöðu í Austurstræti 20 (efri hæð) þar sem hann tekur meðferð- arviðtöl. Einnig heldur hann nám- skeið og fyrirlestra. Það eru allir velkomnir á þennan fyrirlestur meðan að húsrúm leyfir og það er hægt að kaupa sér ljúfar veitingar á afar sanngjörnu verði á Ömmu- kaffi sem er bjart og reyklaust kaffihús í hjarta borgarinnar. Fræðslan er öllum að kostn- aðarlausu. Ömmukaffi og miðborgarstarf KFUM&K. Morgunblaðið/ÓmarFríkirkjan í Reykjavík. Fríkirkjan í kvöld – beðið fyrir friði Háteigskirkja. Samverustund eldri borgara kl. 13 í umsjón Þórdísar þjónustufulltrúa. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45– 7.05 alla virka daga nema mánudaga. Mömmumorgunn kl. 10–12 í umsjá Hrund- ar Þórarinsdóttur djákna. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir börn. Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í Var- márskóla kl. 13.15–14.30. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkom- ur alla laugardaga kl. 11–12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédikun og biblíufræðsla. Barna- og unglingadeildir á laugardögum. Létt hressing eftir samkomuna. Allir vel- komnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5. Hvítasunnukirkjan á Akureyri. Unglinga- samkoma í kvöld kl. 21. Landakirkja, Vestmannaeyjum. Kl. 14.30 helgistund á Heilbrigðisstofnun, heimsókn- argestir velkomnir. Kl. 17 sameiginleg æf- ing fyrir alla hópa Litlu lærisveinanna í safn- aðarheimili. Sjöundadags aðventistar á Íslandi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíu- fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Jón Hj. Jónsson. Biblíurannsókn og bænastund á miðviku- dagskvöldum kl. 20. Allir hjartanlega vel- komnir. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði: Guðsþjónusta/biblíufræðsla kl. 11. Ræðu- maður Björgvin Snorrason. Biblíurann- sókn/bænastund á miðvikudagskvöldum kl. 20. Allir hjartanlega velkomnir. Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðs- þjónusta kl. 11. Ræðumaður Einar Valgeir Arason. Samlestrar- og bænastund á föstudags- kvöldum kl. 20. Allir hjartanlega velkomnir. Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjón- usta kl. 11. Ræðumaður Brynjar Ólafsson. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vestmanna- eyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Eric Guðmundsson. Samlestrar og bænastund í safnaðarheim- ilinu á fimmtudögum kl. 17.30. Allir hjart- anlega velkomnir. Safnaðarstarf ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Orgelleikarar — organistar Organisti óskast í hálft starf að kirkjum Kirkju- bæjarklaustursprestakalls. Hæfniskröfur eru a.m.k. 7. stig í orgelleik/hljómborðsleik, þekk- ing á uppbyggingu messu í lútherskri kirkju og nokkur reynsla af kórstjórn, auk þess að eiga auðvelt með að vinna með fólki, jafnt ungu sem öldnu. Launakjör skv. samningi Félags ísl. orgelleikara. Möguleiki er fyrir hæfan tón- listarmann á allt að hálfu starfi á móti organ- istastarfinu við stofnanir Skaftárhrepps. Í Kirkjubæjarklaustursprestakalli eru 4 sóknarkirkjur. Í Prestsbakka- kirkju er 8 radda pípuorgel en í hinum kirkjunum eru allgóð harmoní- um. Við kirkjurnar starfa 2 kórar sem æfa að jafnaði einu sinni í viku hvor yfir vetrarmánuðina. Í prestakallinu eru nálægt 550 manns. Nánari upplýsingar veitir formaður sóknar- nefndar Prestsbakkasóknar, Guðmundur Óli Sigurgeirsson, í síma 487 4664 milli kl. 19.00 og 22.00 á kvöldin og formaður fræðslunefndar Skaftárhrepps, Jóna Sigurbjartsdóttir, í síma 487 4636. R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Hjallasókn Aðalsafnaðarfundur Aðalsafnaðarfundur Hjallasóknar verður hald- inn sunnudaginn 28. apríl nk. að lokinni messu sem hefst kl. 11.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál, löglega fram borin samkvæmt samþykktum Hjallasóknar. Sóknarnefnd. Aðalfundur Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar hf., fyrir reikn- ingsárið frá 1. sept. 2001 til 31. des. 2001, verð- ur haldinn í Akógeshúsinu í Vestmannaeyjum föstudaginn 10. maí 2002 og hefst hann kl. 16. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 14. gr. sam- þykkta félagsins sbr. bráðabirgðaákvæði í samþykktum félagsins. 2. Önnur mál löglega upp borin. Stjórn Vinnslustöðvarinnar hf. NAUÐUNGARSALA Nauðungarsala Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Suðurgötu 1, Sauðárkróki, fimmtudaginn 2. maí 2002, kl. 14.00, á eftirtöldum eignum: Austurgata 6, Hofsósi, þingl. eign Lúðvíks Bjarnasonar. Gerðarbeið- andi er Vátryggingafélag Íslands hf. Giljar, Sveitarfélaginu Skagafirði, þingl. eign Önnu Lisu Wiium og Hlyns U. Jóhannssonar. Gerðarbeiðandi er Lánasjóður land- búnaðarins. Hótel Varmahlíð, Sveitarfélaginu Skagafirði, þingl. eign Hótels Varma- hlíðar ehf. Gerðarbeiðendur eru Byggðastofnun og Ferðamálasjóður. Kringlumýri, Akrahreppi, þingl. eign Sigurðar Hansen. Gerðarbeið- endur eru Lánasjóður landbúnaðarins og Íbúðalánasjóður. Lambeyri, Sveitarfélaginu Skagafirði, þingl. eign Lambeyrar hf. Gerð- arbeiðandi er Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis. Lindargata 15, n.h., Sauðárkróki, þingl. eign Ingu Jónu Helgadóttur. Gerðarbeiðendur eru Íbúðalánasjóður og Samvinnulífeyrissjóðurinn. Messuholt, verkstæði, Sveitarfélaginu Skagafirði, þingl. eign Gunnars Ágústssonar. Gerðarbeiðandi er Lánasjóður landbúnaðarins. Vatnsleysa, Sveitarfélaginu Skagafirði, þingl. eign Jóns Friðrikssonar og Björns F. Jónssonar. Gerðarbeiðendur eru Lánasjóður landbúnað- arins og Íslandsbanki hf. Vélaverkstæði, Ljótsstöðum, Sveitarfélaginu Skagafirði, talin eign Trausta Fjólmundssonar. Gerðarbeiðendur eru Verkfærasalan ehf., Bændasamtök Íslands og Sandblástur og málmhúðun hf. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki, 24. mars 2002. TIL SÖLU Verslunin Öryggi á Húsavík er til sölu Verslunin Öryggi, Garðarsbraut 18a á Húsavík, er til sölu. Í versluninni eru seld heimilistæki, ljós, sjón- vörp, málning, úr, símar, perur, garðvörur og margt fleira. Einnig er veslunin umboðsaðili fyrir Stöð 2 og Sýn ásamt símafyrirtækinu Tal. Um er að ræða lager verslunarinnar ásamt inn- réttingum og viðskiptavild, en verslunin er í leiguhúsnæði. Allar nánari upplýsingar gefur Kristinn í símum 464 1600 og 863 3900. TILKYNNINGAR Frá yfirkjörstjórn í Mosfellsbæ Framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosn- inga, sem fram skulu fara 25. maí 2002, er til kl. 12.00 laugardaginn 4. maí 2002. Yfirkjörstjórn verður til viðtals á skrifstofum bæjarstjórnar, 4. hæð í Kjarna, Þverholti 2, frá kl. 11.00 til 12.00 þann dag. Mosfellsbæ 23. apríl 2002. Yfirkjörstjórn í Mosfellsbæ, Leifur Kr. Jóhannesson, Þorbjörg Inga Jónsdóttir, Pétur Hauksson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.