Morgunblaðið - 26.04.2002, Side 43

Morgunblaðið - 26.04.2002, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2002 43 DAGBÓK OPNUN austurs á sterku grandi markar leiðina í fjórum hjörtum suðurs: Vestur gefur; enginn á hættu. Norður ♠ D72 ♥ G743 ♦ Á64 ♣Á106 Suður ♠ Á93 ♥ ÁK10965 ♦ G ♣853 Vestur Norður Austur Suður Pass Pass 1 grand * 2 hjörtu Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass * 15-17 punktar Útspil vesturs er tígul- þristur. Hvernig er best að spila? Vörnin á tvo slagi á lauf og að minnsta kosti einn á spaða, kannski tvo, því það er vitað að spaðakóngurinn liggur á eftir drottningunni í austur. Áætlun sagnhafa tekur mið af því og snýst um það að neyða vörnina til að hreyfa spaðann í enda- stöðunni. Fyrst þarf að hreinsa upp hliðarlitina. Sagnhafi tekur á tígulás og trompar strax tígul. Spilar svo ÁK í hjarta (drottningin er önn- ur í austur) og svo laufi á tíuna: Norður ♠ D72 ♥ G743 ♦ Á64 ♣Á106 Vestur Austur ♠ G64 ♠ K1085 ♥ 2 ♥ D8 ♦ 108753 ♦ KD92 ♣G973 ♣KD4 Suður ♠ Á93 ♥ ÁK10965 ♦ G ♣853 Austur spilar væntanlega tígli um hæl, sem suður trompar og spilar laufás og meira laufi. Ef austur er vakandi hendir hann lauf- kóng undir ásinn og lætur makker sinn taka slaginn á gosann. Vörnin er þá enn á lífi. Eina von vesturs er að spila spaðagosa. Nú þarf sagnhafi að gera upp við sig hvoru megin tían er. Ef hann metur það svo að vestur sé með tíuna verður hann að dúkka, en í þessari legu er nauðsynlegt að stinga upp drottningunni. Ekkert er öruggt í þess- um heimi, en samkvæmt líkindafræðinni er senni- legra að vestur sé með gos- ann stakan en G10, auk þess sem hann hefði hugs- anlega spilað út spaðagosa frá G10x í upphafi frekar en smáum tígli. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake NAUT Afmælisbörn dagsins: Þú er sjálfstæð manneskja, jafnvel einangruð. Engu að síður finnst þér rétt að efla sambönd þín við aðra, eink- um fjölskyldu og vini. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Í dag er fullt tungl og það get- ur valdið ruglingi varðandi fjármálin. Þú ert ekki viss um hvar þú eigir að draga mörkin milli eigin peninga og peninga einhvers sem er þér náin(n). Naut (20. apríl - 20. maí)  Nú er fullt tungl í andstæðu stjörnumerki. Þetta þýðir að þú þarft að vera sérstaklega háttvís í samskiptum þínum við maka þinn og allan al- menning. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það ríkir spenna á vinnu- staðnum. Hún nær hámarki í dag sem leiðir til lausnar á næstu dögum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Vinur þinn gæti gagnrýnt rómantískan áhuga þinn á til- tekinni manneskju. Þú þarft ekki að réttlæta áhuga þinn á þessari manneskju fyrir nein- um. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú finnur til togstreitu í dag varðandi hvort þú eigir að sinna fjölskyldu og heimili annars vegar og frama þínum hins vegar. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Val þitt í dag stendur á milli þess að framkvæma venju- bundin verk eða ýta þeim til hliðar svo þú getir gert eitt- hvað sem er framandi og óvenjulegt. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þátttaka þín í sameiginlegu eignarhaldi mun taka eigin fjáröflunargetu fram í dag. Ýttu persónulegum hags- munum þínum til hliðar uns þetta sameiginlega verkefni hefur verið leyst. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er fullt tungl í stjörnu- merkinu þínu í dag. Það þvingar þig til að taka erfiða ákvörðun um það hvort þú eigi að einbeita þér að eigin hagsmunum eða setja hags- muni annars í forgang. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Sýndu samstarfsfólki þínu og vandamálum á vinnustað þol- inmæði í dag. Fullt tungl or- sakar spennu í vinnunni en hún hverfur fljótt. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú ert tvístígandi um það hvort þú eigir að eyða pen- ingum í skemmtanir í dag. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Einkalíf þitt og allt sem teng- ist heimili þínu krefst athygli þinnar í dag. Þú verður að biðja yfirmann þinn að sýna þér biðlund. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Frestaðu ferðalögum svo þú getir sinnt daglegum skyld- um þínum. Eftir nokkra daga getur þú skoðað ferðaplönin á ný. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 70 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 26. apríl, er sjötugur Magnús Eydór Snæfells Þorsteinsson, fyrrverandi sjómaður og bílstjóri. Hann dvelst nú á Landakoti. Í tilefni dagsins tekur Magnús á móti gest- um í Efstalandi, Ölfusi, milli kl. 16-18 í dag. 60 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 26. apríl, er sextugur Jóhannes Jón- asson, Hrauntungu 1. Af þessu tilefni mun hann taka á móti ættingjum og vinum í Þinghól, Hamraborg 11, Kópavogi, sunnudaginn 28. apríl milli kl. 16 og 18. LJÓÐABROT ÚR FJÓSARÍMU Karlamagnús keisari dýr kenndi trúna hreina. Aldrei hann fyrir aftan kýr orrustu háði neina. Þórður hreða þegna vo, þessi bjó að Ósi. Breytti aldrei bóndinn svo, að berði menn í fjósi. Rollant hjó með dýrumdal, drjúgum vakti hildi. Bardagann í Baulusal byrja aldrei vildi. Þórður Magnússon á Strjúgi 1. c4 Rf6 2. Rf3 c6 3. b3 d5 4. Bb2 Bg4 5. e3 e6 6. Be2 Bd6 7. h3 Bxf3 8. Bxf3 Rbd7 9. Rc3 O-O 10. O-O De7 11. a3 Hac8 12. d3 Hfd8 13. g3 Bb8 14. d4 a6 15. Bg2 b5 16. De2 dxc4 17. bxc4 Rb6 18. c5 Rc4 19. f4 Rd5 20. Rd1 f5 21. Bc1 Kh8 22. Ha2 g5 23. Kh1 Hg8 24. Bf3 gxf4 25. gxf4 Dh4 26. Bg2 Staðan kom upp á Amber mótinu sem lauk fyrir skömmu í Mónakó. Boris Gelfand (2.703) hafði svart gegn Ljubomir Ljubojevic (2.548). 26...Hxg2! 27. Dxg2 27. Kxg2 gekk ekki upp vegna 27...Hg8+ 28. Kh1 Dxh3+ 29. Dh2 Dxf1+. Í fram- haldinu reyndist hvíta staðan einn- ig töpuð. 27...Hg8 28. Dh2 Hg3 29. Rf2 Rcxe3 30. Bxe3 Rxe3 og hvítur gafst upp enda fátt til varn- ar eftir 31. Hg1 Hf3. Klúbba- keppni Hellis og Taflfélags Reykjavíkur hefst kl. 20 26. apríl. Keppnin verður haldin í Faxafeni 12. Sérstök verðlaun verða veitt til þeirra sveita sem hafa minna en 1.800 skákstig að meðaltali. Borðaverðlaun verða veitt fyrir 1.-4. borð, bæði fyrir hina stigahærri og stigalægri! Keppt verður í fjögurra manna sveitum og tefldar verða 9 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Meðlimir skákklúbba sem að jafnaði taka ekki þátt í opinberum mótum eru sér- staklega hvattir til að taka þátt. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. GLEÐILEGT SUMAR! Glæsilegt úrval af sumarfatnaði. Kringlunni, sími 588 1680 V/Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680. iðunn tískuverslun Aðalfundur Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga verður haldinn á Radisson SAS Hótel Sögu, í sal D, föstudaginn 3. maí 2002 kl. 16.00. Dagskrá: Hefðbundin aðalfundarstörf. Stjórn FVH. AÐALFUNDUR Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga Pétur Tyrfingsson sálfræðingur hefur opnað sálfræðistofu í Síðumúla 13, Reykjavík. Tímapantanir í síma 697 5522 eða 588 0975 Áhugasvið: Þunglyndi og kvíði - Vandamál vegna neyslu áfengis eða vímuefna - Spilafíkn Aldurshópar: Unglingar og fullorðnir. Lokað í dag Föstudaginn 26. apríl verður lokað vegna árshátíðarferðar starfsfólks Við óskum þér gleðilegs og sólríks sumars MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Ég hef ákveðið að koma ekki með. Segðu þeim að ég sé með mislinga eða eitthvað. FRÉTTIR ÞREKMEISTARAMÓT Reykjavík- ur verður haldið á laugardaginn 27. apríl kl. 16 í Austurbergi í Breiðholti. Þetta er í fyrsta skipti sem keppni af þessu tagi er haldin á höfuðborg- arsvæðinu en alls eru skráðir 85 keppendur til keppni. Þrekmeistarakeppnin felst í því að keppendur fara í gegnum tíu æfing- ar í kapphlaupi við klukkuna. Æfing- arnar eru allar kunnuglegar fyrir þá sem stunda líkamsræktarstöðvarn- ar. Keppt er í einstaklingsflokki karla og kvenna, einstaklingsflokki karla og kvenna eldri en 39 ára og einnig í liðakeppni og eru fimm keppendur í hverju liði. Miðaverð er kr. 1000 fyrir áhorf- endur, segir í fréttatilkynningu. Þrekmeist- aramót Reykjavíkur SJÁLFBOÐALIÐASAMTÖK um náttúruvernd (SJÁ) efna til fyrstu göngu sumarsins laugardaginn 27. apríl. Lagt verður af stað kl. 11 frá strætisvagnaskýlinu í Mjódd og eru allir velkomnir. Rabbfundur verður á Lækjar- brekku sunnudaginn 28. apríl kl. 3. Fjallað verður um vinnuferðir sum- arsins, segir í fréttatilkynningu. Gönguferð á vegum SJÁ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.