Morgunblaðið - 26.04.2002, Blaðsíða 46
FÓLK Í FRÉTTUM
46 FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Mulholland Dr.
Þessi draumlógíska og seiðandi noir-saga
skipast tvímælalaust í flokk bestu mynda
David Lynch. Óræð en þó býr yfir leyndu
merkingarsamhengi. (H.J.) Háskólabíó
E.T.
Enn er aðskilnaður vinanna ET og Elliotts
með hjartnæmari augnablikum kvikmynda-
sögunnar, slíkur er máttur Spielbergs. (Úr
Myndbandahandbók Sæbjarnar Valdimars-
sonar og Arnalds Indriðasonar (’90).)
Amélie
Yndislega hjartahlý og falleg kvikmynd um
það að þora að njóta lífsins. (H.L.) Háskólabíó
Monster’s Ball
Einkar vel gerð kvikmynd um einstaklinga og
lífsviðhorf í Suðurríkjum Bandaríkjanna.
(H.J.) Regnboginn
The Royal Tennenbaums
Ljóðræn, vel gerð gamanmynd um fjölskyldu
í súrrealískri tilvistarkreppu. Frábær leik-
stjórn og leikur með Hackman í fararbroddi.
(H.L.) Sambíóin
Reykjavík Guesthouse
Vel leikin, lágstemmd á yfirborðinu, en með
þungri, tilfinningalegri undiröldu sem ýtir
rösklega við hugarheimi áhorfandans. (S.V.)
Háskólabíó
A Beautiful Mind
Hugvekjandi kvikmynd, þar sem margar
áhugaverðar spurningar um eðli mannshug-
ans eru dregnar fram, en rígskorðun hins
staðlaða hetjuforms Hollywood-smiðjunnar
felur víða í sér einföldun sem dregur úr
ánægjunni. (H.J.) Sambíóin, Háskólabíó.
Black Hawk Down
Harðsoðin, vel leikstýrð og raunveruleg bar-
dagamynd um hlífðarleysi stríðsátaka, í
þessu tilfelli borgarastyrjöldina í Sómalíu
1993. (S.V) Regnboginn.
I Am Sam/Ég er Sam
Sean Penn og Dakota Fanning eru svo stór-
kostleg í aðalhlutverkunum, að þau geta ekki
annað en snert við heimsins mestu harð-
jöxlum. (H.L.) Sambíóin
Kate and Leopold
Tímagatsmynd um breskan aðalsmann sem
dettur inn í nútímann í miðri New York og
verður ástfanginn. Bráðskemmtileg láttu-þér-
líða-vel mynd, vel leikin og skrifuð. (S.V.)
Smárabíó
We Were Soldiers
Vel gerð mynd um frægt blóðbað í Víetnam-
stríðinu. Raunsönn lýsing á stríðsfirringu og
allsherjaróreiðu í óhugnaði návígisins. (S.V.)
Smárabíó
Skrímsli HF
Létt og skemmtileg fyrir alla fjölskylduna.
(S.V.) Sambíóin
Ísöld
Teiknimynd. Ágætis skemmtun, sérstaklega
fyrir börn, þótt sagan sé frekar einföld og
ekki sérlega fersk. (H.L.) Laugarásbíó, Regnboginn, Smárabíó
Iris
Bresk. 2001. Leikstjóri: Richard Eyre. Aðal-
hlutv: Judi Dench, Kate Winslet, Jim Broad-
bent og Hugh Bonneville. Frábær leikur í
fremur slappri mynd, sem er alls ekki nógu
skemmtileg en sýnir engan veginn hvernig
manneskja og heimspekingur Iris Murdock
var. (H.L)
Laugarásbíó, Regnboginn, Smárabíó.
Crossroads
Þessi frumraun poppstjörnunnar Britney
Spears á hvíta tjaldinu er ekki alvond. Leikur
með ímynd Britney í myndinni er athyglis-
verður en handrit klisjuofið. (H.J.) Sambíóin
Aftur til hvergilands –
Peter Pan II
Pétur Pan berst enn við Kaftein Krók og nú
með hjálp Jónu dóttur hennar Vöndu. Ósköp
sæt mynd en heldur tíðindalítil og ófrumleg.
(H.L.) Sambíóin
Mean Machine
Bresk útgáfa harðsoðinnar, bandarískrar
myndar um átök fanga og gæslumanna
þeirra í fótboltaleik. Vinnie Jones daufur, út-
koman hvorki fugl né fiskur. (S.V.) Háskólabíó
Showtime
Ólíkar löggur í Los Angeles verða sjónvarps-
stjörnur og samherjar. Hefði getað orðið
smellin satíra. (S.V.) Sambíóin
The Time Machine
Leikurinn slæmur en nokkur tækniatriði eru
þrusugóð auk þess sem stundum tekst að ná
upp spennu. (S.V.) Sambíóin
Long Time Dead
Blóði drifin, drepleiðinleg hrollvekjuómynd.
Efnisrýr og illa gerð í alla staði. (S.V.) ½
Laugarásbíó
Slackers
Enn ein afbökun af American Pie og jafn-
framt sú versta til þessa. (S.V.)0
Smárabíó
BÍÓIN Í BORGINNI
Sæbjörn Valdimarsson/Hildur Loftsdóttir/Heiða Jóhannsdóttir
Meistaraverk Ómissandi Miðjumoð Tímasóun 0 Botninn
Naomi Watts og Laura Harring í
Mulholland Dr. sem Heiða Jóhanns-
dóttir telur tvímælalaust eina af
bestu myndum David Lynch.
THE Notwist byrjuðu ferilinn í
enda níunda áratugarins sem harð-
kjarna-pönksveit. Í dag spila þeir
mjög svo þekkilega blöndu af rokki
og raftónlist, blöndu sem er listi-
lega vel útfærð á fimmtu breiðskífu
sveitarinnar; Neon Golden, sem út
kom snemma á þessu ári.
Tónlist Notwist lýtur áður
óheyrðum og í raun glænýjum lög-
málum. Það er óhætt að segja hana
einstaka, því þó að tilraunir til
þessa hafi vissulega verið reyndar
áður hefi ég ekki heyrt neinn taka
þetta jafn traustum og öruggum
tökum og Notwist. Tónlistin rennur
óhindrað og „eðlilega“ áfram, líkt
og nýbylgjurokk og framsækin raf-
tónlist hafi verið sjálfsagðir rekkju-
nautar frá upphafi. Auk þess koma
til hjálparkokkar eins og strengir
og næmt melódíuinnsæi og gerir
þetta heildarútkomuna í meira lagi
glæsta.
Fyrsta plata sveitarinnar kom út
árið 1990 á Rough Trade merkinu
góða og var dagskipunin þar hrátt
pönkrokk, eins og reyndin varð svo
með næstu plötu Nook (’92). Árið
1995 kom svo 12 út, og það var þar
sem þeir æringjar hófu að róa út á
rafræn mið, tónlistinni til bragð-
auka. Shrink kom svo út 1998 og
þar var hrærivélin sett í gang fyrir
alvöru. Og svo er það Neon Gold-
en...
Fimmtán mánuðir
Til hamingju með ... ég verð bara
að segja það ... einstaka plötu,
Markús minn. Segðu mér, voruð
þið lengi að hnoða snilldinni sam-
an?
„Ó já. Fimmtán mánuði takk fyr-
ir. Við vorum öllum stundum í
hljóðverinu, raðandi þessu saman.
Við ákváðum strax í upphafi að við
myndum taka okkur eins langan
tíma og við þyrftum í þessa plötu –
við nostruðum lengi við hvert lag,
fengum hina og þessa hljóðfæra-
leikara til liðs við okkur. Við hljóð-
rituðum mikið af efni til að finna
einmitt það sem okkur vantaði
(AET: Talandi um þýska ná-
kvæmni!).“
Þið gerðuð þetta semsagt af
stakri kostgæfni...
„Já (hlær). Lögin tóku margoft
breytingum, urðu hraðari og hæg-
ari á víxl. Þetta gat verið erfitt á
stundum.“
Er þetta í fyrsta skipti sem þið
beitið þessum aðferðum?
„Umm ... á síðustu plötu beittum
við svipuðum aðferðum. Hún tók
líka langan tíma og þá vorum við að
eltast við snarstefjaða tónlist, svo
og mistök sem hljóðfæraleikarar
gera. Á Neon Golden fórum við
með þetta út í öfgar. En um leið
reynum við að passa upp á það að
halda góðu flæði gangandi – þetta
má ekki hljóma eins og saman-
pússlaðir bitar.“
Af hverju stafar þessi víða sýn
sem þið hafið á tónlistarsköpunina?
„Ja ... plötusöfnin okkar endur-
spegla tónlistina okkar ágætlega.
Eftir því sem ferill okkar þróaðist
urðum við æ forvitnari um fleiri
tegundir af tónlist. Við fórum að sjá
að krafturinn og ákafinn sem við
leituðum eftir í pönki var einnig í
annarri tónlist.“
Svo virðist sem Þjóðverjar séu
mikið að blanda og bæta í dag. Ein-
hver sérstök ástæða fyrir því?
„Ætli það hafi ekki komið í kjöl-
far tæknósins og allrar raftónlist-
arinnar sem lifir einkar góðu lífi
hér í Þýskalandi. Rokksveitir hafa
sannarlega orðið fyrir áhrifum af
þessu (AET: Sjá bara „evró-popp“
tilhneiginguna hjá Rammstein, sem
mætti kalla Aqua þungarokksins.
Og trúið mér þegar ég segi að ég er
ekki að setja sveitina niður með
þessu. Ég dýrka Rammstein!)“
Talk Talk mikilvægir
Horfið þið til einhverra eldri
sveita frá Þýskalandi?
„Við komumst frekar seint í
kynni við súrkálsrokkið (Can, Neu!,
Faust) en við erum mjög hrifnir af
því í dag. Ég verð líka að nefna
„óþýskar“ sveitir eins og Talk Talk,
Flaming Lips og Sonic Youth sem
hafa verið okkur mikill innblástur.“
Vinnuferli ykkar minnir einmitt á
aðferðir Mark Hollis (Talk Talk) er
hann vann að „Spirit of Eden“ (’88)
og „Laughing Stock“ (’91)?
„Já, rétt er það. Laughing Stock
vakti mikla hrifningu hjá okkur og
við rákumst einnig á viðtal við Holl-
is þar sem hann lýsti því hvernig
hann byggði upp þessar plötur.
Okkur fannst mikið til koma, er
óhætt að segja. Þetta var eitthvað
sem við vildum reyna líka.“
Við endum viðtalið á að spjalla
um íslenska tónlist og Markus
kannast mæta vel við Björk og Sig-
ur Rós. Nafn múm kemur svo upp
og tekur Markus við það andköf,
segir plötu þeirra (Yesterday
was...) hreint út sagt frábæra.
Neon Golden á að vera til úti í
næstu plötubúð. Og að lokum ráð-
legg ég þeim sem eru nettengdir að
athuga opinbera heimasíðu sveitar-
innar. Slóðin er hér að neðan. Þetta
er sannarlega fallega steikt síða!
Spjallað við Markus Acher í Notwist
Úr pönki í pjátur
Þýskt rokk er í bullandi
grósku um þessar
mundir, hefur í raun
ekki haft það eins gott
síðan Can var og hét.
Arnar Eggert Thor-
oddsen ræddi við Mark-
us Acher, söngvara og
gítarleikara í München-
arsveitinni Notwist, um
lífið og tilveruna og
sitthvað fleira.
TENGLAR
.....................................................
www.notwist.com
arnart@mbl.is
Meðlimir Notwist kæla sig eftir erilsaman dag í hljóðverinu…