Morgunblaðið - 26.04.2002, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2002 49
Hverfisgötu 551 9000
Síðast barðist hann við mestu óvini sína. Nú munu
þeir snúa bökum saman
til að berjast við nýja ógn! Ótrúlegar tæknibrellur og
brjálaður hasar!!!
Sýnd kl. 5.30, 8 og
10.30. B.i. 16 ára
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
kvikmyndir.com
MBL DV
Sýnd kl. 10.15. B.i 16.
1/2Kvikmyndir.com
1/2HJ. MBL
RadioXÓ.H.T. Rás2
Yfir 3
0.000
áhorf
endu
r
Sýnd kl. 6. Ísl. tal.
FRUMSÝNING
www.regnboginn.is
Til að eiga
framtíð saman
verða þau að
takast á
við fortíð
hennar
Ýmislegt
á eftir að koma
honum á óvart
Mögnuð mynd
með hinni frábæru
Nicole Kidman
Ef þú fílaðir American
Pie og
Road Trip þá er þetta
mynd fyrir þig!
Sýnd kl. 8 og 10.
Sýnd kl. 5.45 og 8.
Sýnd kl. 10. B.i.16. Vit 366.
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Vit nr. 367.Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i.12 ára Vit nr. 376.
ANNAR PIRRAÐUR.
HINN ATHYGLISSJÚKUR.
SAMAN EIGA ÞEIR AÐ
BJARGA ÍMYND
LÖGREGLUNNAR
kvikmyndir.is
Sýnd kl. 4. Ísl tal. Vit 338
DV
Sýnd kl. 6 og 8. Vit 357.
Sýnd kl. 4. Ísl tal. Vit nr. 358.
„Splunkunýtt framhald af
ævintýri Péturs Pan!“
HL. MBL
Sýnd kl. 10. Vit . 351
ÓSKARSVERÐLAUNAMYNDIN
Jim Broadbent hlaut að auki Golden Globe verðlaunin fyrir besta
aukahlutverk karla. Óskarsverðlaunahafinn Judi Dench ("Shakespeare in
Love") og Kate Winslet ("Sense & Sensibility", "Titanic") voru báðar
tilfnefndar til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sín í "Iris
enda sýna þær stjörnuleik í myndinni.
Hér er á ferðinni sannkölluð kvikmyndaperla sem enginn má missa af.
Sýnd kl. 6 og 8. Vit 357.
Sýnd kl. 6, 8 og 10. Vit 357.
Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i.12. Vit nr. 356
Eitt magnaðasta ævintýri
samtímans eftir sögu H G Wells
Frábær grín/spennumynd með þeim Eddie Murphy,
Robert De Niro og Rene Russo í aðalhlutverki. Hérna
mætast myndirnar “Lethal Weapon” og “Rush Hour”
á ógleymanlegan hátt.
Ekki missa af þessari!
Epísk stórmynd byggð á
sannsögulegum atburðum með
Óskarsverðlaunaleikkonunni,
Hilary Swank („Boys Don’t Cry“).
Frá leikstjóra „Father of the Bride.“
FRUMSÝNING
DV
„Stórkostleg
mynd“
FYRSTU kynni mín af dívunni
berfættu voru fyrir allnokkrum ár-
um er ég til skamms tíma starfaði
sem gengilbeina á Café Sóloni Ís-
landusi. Þá átti samstarfsfólk mitt
til að spila hljómdiskana hennar og
eins og fleiri heillaðist ég strax af
sérstakri söngrödd Cesariu og takt-
fastri og munúðarfullri tónblönd-
unni þar sem afrískra áhrifa gætir í
suðrænu sveiflunni. Hins vegar áttu
starfsfélagarnir það til að spila ekk-
ert nema Cesariu allan daginn út og
inn, og þegar stuttum starfsferli
mínum lauk á kaffihúsinu, gat ég
ekki heyrt hennar seiðandi söng-
rödd án þess að finna lykt af flötum
bjór eða heyra frekjuóp frá íslensk-
um fyllibyttum. Það var því löngu
kominn tími til að taka Cesariu aftur
í sátt, og það ákvað ég að gera síð-
asta vetrardag.
Ég sit spennt í sætinu mínu á 9.
bekk í stúku. Tónleikarnir byrja.
Fyrst kemur hljómsveitin hennar og
spilar eitt fínt lag. Gaman. Síðan
birtist hún í kastaraljósinu á sviðinu,
berfætta dívan. Og byrjar að syngja.
Það er alveg gaman. Tónlistin er ljúf
og falleg, ég þekki sum lögin, ekki
önnur. Uppi við sviðið hefur strax
myndast hópur af fólki sem getur
ekki annað en hrifist með tónlistinni
og dansar. Þar á meðal virðast vera
samlandar hennar frá Grænhöfða-
eyjum sem veifa fána sínum. Ég
vildi að ég væri að dansa.
Lögin líða hjá og ég horfi á Ces-
ariu sem einhvern veginn er ekkert
dívuleg. Tilfinningaleg túlkun er í
lágmarki. Eins og hún sé svo óör-
ugg. Hún dansar heldur ekki. Það er
eins og hún sé hissa á því að vera
þarna. Að tilviljun ein hafi ráðið því
að hún er söngkona sveitarinnar en
ekki konan sem býr við hliðina á
henni. Ég verð að sjá hana betur.
Ég verð líka að dansa.
Það er mun líflegri stemning niðri
og ég geng á milli borða og upp að
sviðinu. Eiginlega alveg upp að Ces-
ariu. Og það fyrsta sem mér dettur í
hug, þegar ég sé hana standa þarna,
vel greidda og syndsamlega hóg-
væra í allri sinni framkomu er: „Hæ,
amma!“ Hún er svo vel til höfð með
fínu armböndin sín á sverum hand-
leggjunum. Ef þeir hefðu verið
nokkrum þrepum ljósari, hefðu þeir
alveg eins getað verið að steikja
kleinur, eins og að halda á hljóð-
nemanum sem hún syngur í og
heillar alla heimsbyggðina. Nú er
gaman.
Og drengirnir hennar eru í sól-
skinsskapi, meira en til í að
skemmta Íslendingum og færa þeim
sumarið með bros á vör og hnykk í
mjöðmum. Þetta er tónlist til að
finna í öllum líkamanum, ekki bara
til að heyra. Ég dansa við alla í
kringum mig og við alla í hljómsveit-
inni. Amma er hins vegar að sinna
löndum sínum sem nú eru komnir
upp á svið til hennar í hita leiksins.
Rétt eins og þau væru öll stödd á
aðalkránni í Praia.
Á sjálfumglaðri tölvuöld á tónlist-
arfólk til að kúra yfir tölvum á sviði,
reka framan í mann rassinn og
reykja meðan á tónlistarflutningi
stendur. Líka leika tónlist þar sem
allt felst í svo djúppersónulegri tján-
ingu að enginn nema flytjandinn
skilur neitt, hvað þá heyrir lag. Þá
er yndislegt að fara á tónleika þar
sem tónlistin er ennþá ætluð áheyr-
endum, og tónleikarnir eru fyrir þá.
Ég nýt þess til hins ýtrasta. Þvílík
leið til að kveðja veturinn! Manni
hitnar í maganum, eins og sólin sé
strax komin þangað. Hún sendir
geisla upp í hjartað sem sér um að
dæla þeim út um allan líkamann.
Ahhhh... Þetta er æðislegt. Mér líð-
ur vel, það er gaman, ég er svo glöð.
Elsku amma Cesaria! Þú þarft
ekkert að vera svo hissa á þessu öllu
saman. Þú ert bara alveg dásamleg.
Komdu aftur til okkar.
Þín einlæg.
Hæ, amma!
Morgunblaðið/Ómar
Cesaria Evora – berfætta dívan
frá Grænhöfðaeyjum – í Laug-
ardalshöllinni með hljóðnema í
hendi en ekki að steikja kleinur.Hildur Loftsdóttir
Tónlist
Laugardalshöllin
Tónleikar síðasta dag vetrar, 24. apríl,
með Cesaria Evora frá Grænhöfðaeyjum
og hljómsveit hennar. Geirfuglarnir hit-
uðu upp.
Cesaria Evora