Vísir - 24.06.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 24.06.1980, Blaðsíða 5
vlsm Þrlöjudagur 24. júnf 1980. 'Umsjdn: Axel Ammendrup Olfjðigunarvanda- málið leyst með neðanjarðarhíhýlum RUmlega 1000 fulltrilar 56 landa eru samankomnir i Stokkhólmi til aö ræöa, hvernig heimurinn geti sparaö meiri orku, hvernig megi vernda umhverfiö og hvernig megi leysa offjölgun meö neöan- jaröarhibýlum. Kurt Waldheim, aöalritari Sameinuöu þjóöanna, sendi ráö- stefnunni i Stokkhólmi skeyti, þar sem hann fór ljúfum oröum um forgöngu Svia á þessu sviöi. Ráöstefnumenn vilja reyna leysa vandamáliö m.a. meö þvi, aö setja iönaðartæki, sem valda mikilli mengun, upp neöanjarðar, aö þvi er talsmaöur fundarins, Magnus Bergmann, sagöi i dag. I UIIIUII ekkl með I Moskvu Tilkynnt var I dag, að Taiwan tæki ekki þátt I Olympiuleikunum i Moskvu. Stenchia-Ming, formaöur Olympiunefndar Taiwan sagöi, aö nefndin heföi tekiö þessa ákvöröun þar sem ekki þótti viö hæfi, að Taiwan tæki þátt I leikun- um undir þeirri stjórn, sem Al- þjóöa Olympiunefndin er. Kurt Waldheim M'örg f Ijót stífluðust þegar við fyrstu goshrinuna í St. Helenu i Washingtonfylki í Bandaríkjunum.Tré félluí árfarvegi svo árnar flæddu yfir bakka sina og ollu miklu tjóni. Á þessari mynd má sjá tvö tveggja hæða hús/ umkringd eðju, nálægt Spirit Lake. Dellur á hollenska hlnglnu vegna næsta forseta Efnahagsbandalagsins Mikil reiði greip um sig á hollenska þinginu i dag er þingmenn kröfðu stjórnina sagna, hvers vegna ekki hefði verið tilnefndur Hol- lendingur, sem næsti forseti Efnahags- bandalagsins. Stærstu flokkarnir tveir, kristilegir demókratar, og Verkamannaflokkurinn hafa fariö fram á, aö stjórnin skýri I siöasta lagi á morgun, hvers vegna Hollendingar sameinuö- ust Belgum og Luxemborgurum i útnefningu utanrikisráöherra Luxemborgar, Gaston Thorn, I stööuna. Talsmaöur hollensku stjórnarinnar sagöi i gær, aö Andreas van Agt, forsætisráö- herra, ásamt forystumönnum áöurnefndra landa heföi sam- þykkt útnefningu Thorn I kjölfar velheppnaös fundar i Brussel fyrir skömmu. Hann sagöi jafn- framt, aö sameiginlegur fulltrúi heföi meiri likur til aö sigra breska fulltrúann, Roy Jenkins, i kosningu um forseta Efna- hagsbandalagsins, sem fer fram i janúar 1981, heldur en ef hvert land heföi tilnefnt sér full- trúa. Rúmenfa: Lánveitingar til ávaxtaframleiðslu Alþjóöabankinn tilkynnti ný- lega lánveitingu til Rúmeniu, til aö auka framleiöslu á ávöxtum þar I landi. Lániö sem er aö upphæö 50 milljónir doliara og er til 15 ára veröur sett I áætlun sem hljóöar uppá 324 milljón dollara og er ætlaö aö koma á fót ávaxtaekr- um, þar sem ræktaöir yröu ávextir s.s. epli, plómur, perur, ferskjur, aprlkósur og kirsuber. Bankinn sagöi aö litlar birgöir af ferskum ávöxtum væru til I land- inu vegna of litillar framleiöslu, skorts á geymslurými auk tak- markana á innflutningi. Gekk berserksgang a slysadelld Sex ára gamall drengur var drepinn á slysadeild sjúkrahúss I Massachusetts I gær, er maöur gekk berserksgang á deildinni. Hann særði einnig sex aöra menn, þar á meöal móöur litla drengsins. Maöurinn, Willy Robinson, haföi veriö aö blöa eftir meöferö á slysadeildinni. Hann var brunninn I framan eftir hreinsi- efni sem konan hans haföi skvett framan i hann. Manniaii Miklir bardagar uröu miUi hers Marokkóog Polisario-skæruliöa á sunnudaginn. Aö sögn marokkönsku fréttastof unnar MAP, létust um 600 skæruliöar I þessum átökum og 16 stjórnar- hermenn. Átökin uröu I Guelta Zemmour, fjalllendi nærri landamærum Mauritaniu. Amln elskaður og dáður I uganda? BBC haföi viötal viö Idi Amin, fyrrverandi forseta og einræöis- herra Uganda fyrr i þessum mánuöi. Þaö hefur fariö dult, hvar forsetinn hélt sig eftir aö hann var kurteislega beöinn aö yfirgefa Lýbiu þegar skvettist upp á vinskap hans og Gaddafis. „Ég er ennþá elskaöur og dáöur heima”, sagöi Amin i viötalinu, en vildi sem minnst annað segja. Þegar sjónvarpsmenn fundu Amin, var hann staddur á hóteli I Jedda i Saudi Arabiu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.