Vísir - 24.06.1980, Blaðsíða 15
VISIR Þriðjudagur 24. júnl 1980.
S.A.A. efnir til opins
Dorgarafunúar:
Frumvarp að nýiu messuformi kirkjunnar:
Er hægt
að lækna
áfengissýki?
Samtök áhugafólks um áfengis-
vandamálið efna til opins borg-
arafundar i Súlnasal, Hótel Sögu.
i kvöld þriðjudaginn 24. júni
klukkan 20.30.
A fundinn mætir meðferðar-
stjóri Freeport Hospital i Banda-
rikjunum Joseph Pirro en hann
hefur verið sæmdur hinni
islensku fálkaorðu fyrir störf sin
aö áfengismálum i þágu islensku
þjóðarinnar.
Joseph Pirro er 58 ára gamall
Bandarikjamaður og hefur sér-
hæft sig i málefnum áfengis-
sjúkra. Hann var fyrsti félags-
ráðgjafi U.S.A. ráðinn til þjálfun-
ar annarra félagsráðgjafa til
starfa að áfengismálum og naut
hann til þess styrks frá rikisstjórn
Bandarikjanna.
—AS
Nýsiofnað Kennara-
samband hvetur
til samstöðu
Nýstofnað Kennarasamband
tslands hefur sent frá sér tilkynn-
ingu þar sem harðlega er mót-
mælt seinagangi. sem verið hefur
á samningamálum opinberra
starfsmanna og skorar á rikis-
valdið að ganga beint til samn-
inga viðB.S.R.B. um kröfur þess.
Þá er m.a. hvatt til órofa sam-
stööu opinberra starfsmanna um
aðgerðir þær sem samtökin
kunna að telja óhjákvæmilegt að
gripa til.
—AS
„Endur og
hendur”
- ný tískuversiun
fyrir börn
Fyrir nokkru opnaði i Reykja-
vik ný barnafataverslun ..Endur
oghendur”. Versluninertilhúsa i
Miðbæjarmarkaðnum að Aðal-
stræti 9.
„Endur og hendur” verslar
með alhliða fatnað fyrir börn frá
fæðingu til fermingar og leggur
áherslu á sem fjölbreyttast vöru-
val með tilliti til veðurfars og
hátiðabrigða. Einnig verður
kynnt það nyjasta úr tiskuheimi
barnanna hverju sinni.
A meöan móðirin verslar hafa
„Endur og hendur” ofan af fyrir
börnunum.
Eigandi hinnar nýju verslunar
er Guðrún V. Bjarnadóttir,—K.Þ.
Guðrún V. Bjarnadóttir eigandi
verslunarinnar „Endur og hend-
ur".
Otvarp
á kosn-
inga-
nóttina
Vegna kosninga til embættis
forseta tslands, sem fram eiga a'
fara 29. júni n.k. ver'.ur dagskr.
Rikisútvarpsins send ut á stuP
bvlgju frá kl. 18.30 29 juni — 13.t«»
30. júni, eða þar til talr.ingu lýkur
Otvarpað verður á eftirtöldum
bvlgjulengdum:
13950 kHz eða 21,50 m
12175 kHz eða 24,64 m
9181 kHz eða 32,68 m
7673 kHz eða 39,10 m
Þátstaka safnaöarins
í messunni verði aukin
„Þetta messuform sem nú
liggurfyrir i frumvarpi að nýrri
handbók byggir á hinni sistæðu
hefð kirkjunnar og þar er gert
ráð fyrir að auka mikið þátttöku
safnaöarins i messunm”, sagöi
dr. Einar Sigurbjörnsson
prófessor i samtali við Visi en á
prestastefnu sem hefst i dag
verður m.a. fjailað um þetta
nýja messuíorm.
Dr. Einar sagði að i þessu
frumvarpi væri einnig gert ráð
fyrir að altarisgangan yrði
algengari við guöþjónustur en
nú væri og að auki væri rikari
áhersla lögð á lofgjörð og til-
beiðslu en áður. Þetta frumvarp
yrði nú lagt fyrir prestastefnu
sem tæki afstöðu i grundvallar-
atriðum til þess en siðan yrði
það lagt fyrir kirkjuþing næsta
vetur.
Dr. Einar var spuiður hvort
eining væri rlkjandi meðal
presta um þetta nýja ii umvarp
að handbók og kvað h.mn enga
ástæðu til að ætla a.. miklar
deilur sköpuðust um það á þess-
ari prestastefnu.
-HR
VIÐ VILJUM PÉTUR
Stórfundur i Háskólabíói fimmtudagskvö/d ki. 21.15
DAGSKRÁ: , h Fundarstjóri:
Avarp:
Hannibal Valdimarsson
• Pétur J. Thorsteinsson
• Oddný Thorsteinsson
• Matthías Bjarnason
• Erna Ragnarsdóttir
• Davíð Sch. Thorsteinsson
• Karl Sigurbjörnsson
Skemmtia triði:
• Sigurður Björnsson
• Sieglinde Kahmann
• Baldvin Halldórsson
• Hornaflokkur Kópavogs
Stjórnandi Björn
Guðjónsson
leikur frá kl. 20.30
UNGIR KJÖSENDUR
VIÐ VILJUM PÉTUR
Hljómsveit Björns R. Einarssonar
Hittumst í Sigtúni
miðvikudagskvöld kl. 9.15
Pétur og Oddný koma í heimsókn
STUÐNINGSFÓLK PÉTURS
Gunnar Hauksson
Sveinn Guöjónsson
kynnlr:
Egill ólafsson
Pétur Hafslein
Lárusson
Hermann
Gunnarsson
Baldvin
Halldórsson