Vísir - 24.06.1980, Blaðsíða 14

Vísir - 24.06.1980, Blaðsíða 14
14 Ekkert skrum eða siáifshói 7948 — 7384 skrifar: Nú hafa forsetaframbjóðend- ur komið fram I fyrsta sinni i rlkisfjölmiðli, meö þvl að flytja þjóðinni sinn fyrsta boöskap til kynningar á sjálfum sér vegna væntanlegra forsetakosninga þann 29. júni. Það vakti athygli mina og margra annarra sem ég hef talað við síöan aö ávarp eins frambjóðenda skar sig úr að þvi leyti að það fjallaði á eng- an hátt um eigiö ágæti en var flutt af slíkri hógværð og virðu- leik að nánast var ekki hægt að greina, að það væri flutt i harðri kosningabaráttu. Allir hinir frambjóðendurnir fjölluðu af fjálgleik um eigið ágæti og biöl- uðu ákaft til kjósenda um atkvæði. Þetta hógværa ávarp flutti Guðlaugur Þorvaldsson rikis- sáttasemjari. Kunnugir telja, að ávarpið lýsi þeirri manngerð vel, sem ekki temji sér skrum og sjálfshól en meti meira sanna og prúða framkomu. Vonandi mun meirihluti þjóðar- innarmeta að verðleikum þessa manngerð I komandi forseta- kosningum. Hæpnar forsendur g Kristjón Sævar Pálsson I ■ Bolungarvik skrifar: Margt er rætt og ritað, nú | þessa dagana um væntanlegar « forsetakosningar þann 29. júni. Fólk finnur hvöt hjá sér til að m upplýsa alþjóð, af hverju það I kýs þennan eða hinn frambjóð- ■ andann. ■ Svo eru aðrir sem skrifa ■ greinar af öðrum hvötum, eða ■ andlegri fátækt. Og var ein slik i ■ Vfsi 9. júni s.l. eftir Kára ■ Arnórsson. Hann gefur sér væg- ■ ast sagt hæpnar forsendur fyrir " þvi að vissir frambjóðendur I væru fulltrúar einhverra sér- ■ stakra starfshópa, embættis- I manna, stjórnmálamanna eða a stétta. Það sem ég kalla hæpnar I forsendur, er þegar hann talar um að einn frambjóðandinn sé I fyrst og fremst frambjóöandi _ sjálfs sln, annar sem einhvers- y konar dulbúið framboð stjórn- m málaflokkanna, þeim þriðja ýtt | á flot af embættismönnum. Það er slikt órökstutt gá- ■ leysishjal, sem ég nefni andlega I fátækt. Eins er um þá fullyrð- ■ ingu aö siðasta framboðið væri ■ sérstakt framboð launafólks. ■ siómanna. verkamanna, og ■ bænda. Þetta er alrangt, og tel ■ ég mig fyllilega dómbæran þar ■ um, þarsem ég er bæði launþegi ■ og iðnaðarmaður, og höfðar ® þetta framboð ekki til min og eins er um fjölmarga er ég til þekki, og er það vel. Islenskir kjósendur er sjálfstætt fólk og lætur ekki draga sig i dilka, heldur myndar sér skoðanir og lætur málefnin ráða og kýs eftir sannfæringu sinni. Það eina, sem ég get verið sammála Kára Arnórssyni um, er sameiginleg- ur fundur frambjóðandanna og harma ég það ef frambjóðendur þora ekki, eða vilja ekki taka áskorun Péturs Thorsteinssonar um slikan fund. Hæpnar forsendur gefa ætið hæpnar niðurstöður, eins og berlega kemur fram i nefndri grein, þar sem i niðurlagi er kosið eingöngu um tvo fram- bjóðendur. Þar segir orðrétt: „Hart verður barist á báðum vlgstöðum og tvisýnt um niður- stöður. Hvorugur aðilinn mun þvi slaka á fyrr en hann gefur eftir 29. júni, óskar hinum til hamingju með sigurinn”. Til- vitnun lýkur. Slik niðurstaða er jafn röng forsendunum, þvi eng- in getur neitað þvi að til fram- boðs forseta eru þau fjögur. Ég hef dregið mina niðurstöðu, af þvi að kynna mér frambjóðend- urna, starf þeirra og reynslu. Og hún er sú, að það sé Pétur Thorsteinsson sem hefur mest til brunns að bera, að öðrum fra mb jóðendum ólöstuðum, enda liggja nú straumarnir til PÉTURS. Ofund, ósléllvfsl og lafnréitisbaráiia Revkvikingur skrifar: Að gefnu tilefni langar mig að koma skoðunum minum á fram- færi varðandi karla og konur, sem gefa >ost á sér til starfa fyrir land og þjóð, hvort sem er i smáum eða stórum stil, i borg, bæ eða sveit. Jafnréttisbaráttan er á viö- kvæmu stigi. Konur eru að vakna til meövit- undar um eigin getu en þróunin veröur að fá að taka sinn tfma. Breytingin getur ekki oröið á einum degi. Viö konur verðum aö gæta þess að vera vandanum vaxnar. Við veröum að vaxa upp i „hið aukna hlutverk”, ef svo má að oröi komast, á heiðarlegan hátt og sýna heiminum. að við getum unnið á, standandi við hlið karta. Viö megum um fram allt ekki leyfa öðrum konum að brigsla okkur um öfund og „óstéttvisi” gagnvart kynsystr- um okkar, þótt við hugsum mál- efnalega og tökum afstöðu sam- kvæmt þvi. Það á ekki að ögra konum og vekja hjá þeim sam- viskubit að ástæöulausu. Þá er i rauninni verið aö sigrast á gömlum fordómum meö þvi að skapa nýja. Látum konur hvorki njóta þess né gjalda, aö þær eru fædd- ar kvenkyns. Við sýnum hver annarri óvirðingu meö þvi að láta annað stýra vali okkar en mat á menntun og starfs- reynslu. Ætfð er karlmenn og kvenmenn gefa kost á sér til ábyrgðarstarfa, ber okkur skylda til að byggja ákvöröun okkarog matá einstaklingum á menntun, reynslu og hæfileikum viökomandi með tilliti til þess starfs, sem menn bjóða sig fram til hverju sinni. Við konur erum þeim vanda vaxnar að standa við hliö karla i öllum störfum, ef við sleppum þessum tilnnningahita og vinn- um nu-ðköHum og meööðrum konum að þvi að skapa betra umhverfi og þá um leiö rikara og hamingjusamara mannlif. Með jafnréttiskveðjum til allra karla og kvenna. Tll soma fyrlr al- bvðu bessa lands Sigríður L. Einarsdóttir frá Mýnesi skrifar: Sú sögulega staðreynd, að kona býður sig fram til forseta- kjörs hlýtur að vekja stolt og gleði hjá öllum þeim sem að- hyllast frelsi, jafnrétti og bræðralag, og allar þær ómerki- legu dylgjur I garö Vigdisar Finnbogadóttur, sem komið hafa á prent að undanförnu, munu afla henni fylgis og falla þar með dauðar um sjálfar sig. Sem betur fer er það i höndum hins almenna kjósanda hver sit- ur Bessastaði um sinn, en ekki i höndum flokksvélar einhvers stjórnmálaflokks, ekki heldur i höndum einhverra menningar- vita, sem telja það heilaga skyldu sina, að hugsa og fram- kvæma fyrir okkur óbreytta alþýöuna. Við erum sjálf fylli- lega fær um að velja okkur for- seta. Að velathuguðu máli bera flestir svo mikla virðingu fyrir framlagi formóður okkar til menningar og sjálfstæöis- baráttu þjóðarinnar, að sá dag- ur er runnin upp, að forseta- embættið sé fullt eins vel skipað I höndum konu og það eins gáfaðri og glæsilegri konu og Vigdis Finnbogadóttir hefur sýnt og sannað, að hún er. — Það veröur til sóma fyrir alþýðu þessa lands, ef Vigdis Finnbogadóttir verður forseti Islands. Frá ströndinni á Lignano á ítaliu. „Svo vel siendur Olsýn vlé orð sin” Ritstjórn Visis hefur borist þetta bréf frá les- anda i Grindavik: Ég óska, að þér birtið eftirfar- andi lesendabréf i þakkarskyni til Ferðaskrifstofunnar Otsýn. Ég undirritaður fór ásamt konu og þrem börnum með Ferðaskrifstofunni Otsýn til Lignano Sabbiadoro á Italiu hinn 24. mai sl. i þrjár vikur. Þessi ferð verður okkur ógleymanleg, svo margt hefur þessi staður að bjóða gestum sinum. Allt einkennist af fegurð, hreinlæti og frábærri snyrti- mennsku, og Útsýn hefur náð bestu aðstöðunni á staðnum fyr- ir fjölskyldufólk og fólk á öllum aldri. Við þurfum ekki að hugsa okkur um tvisvar, hvert og með hvaða ferðaskrifstofu við ferð- umst i framtiðinni, þegar utan- landsferð verður næst ákveðin, svo vel stendur Otsýn við orð sin, skipulag allt með ágætum og þjónusta starfsfólksins sér- stök, bæði hér heima og erlend- is. Það er sérstök ástæða til að þakka, þegar þjónustan fer langt fram úr þvi, sem hægt er að ætlast til. Erling Kristinsson, Leynisbrún 5, Grindavlk. „I.átum konur hvorki njóta þéss né gjalda að þær eru fæddar kven- kyns", segir bréfritari. sandkorn Sveinn Guð- jdnsson skrifar. Kvikip veTlu-" fjármunir? Embættismönnum og sér- fræðingum er oft legiö á hálsi fyrir að nota fiókið mál yfir tiltölulega einfalda hiuti. Ekki er ljóst hver tiigangurinn er en ýmsir hallast að þvi, að hér sé um að ræða tilraunir viðkom- andi til að varpa virðulegri blæ á störf sin með þvi að nota flókið orðalag. Aðrir hafa hins vegar bent á, að uppskrúfað orðalag sé I mörgum tilfellum notað i þeim tilgangi að viila um fyrir aimenningi enda sé honum holiara að skipta sér ekki af þvi sem honum kemur ekki viö. Þetta rifjaðist upp eftir lest- ur greinar i Morgunblaðinu um heigina en þar kemur fram, að ákveöinn embættis- maður virðist hafa notaö orða- lagið „kvikir veltufjármunir” yfir hið einfalda hugtak „handbært reiðufé” I greinar- gerð sinni um fjármál borgar- innar. Nú skal engum getum að þvi leitt hver tilgangurinn með þessu er og má vera, að handbært reiöufé sé almennt og yfirleitt kallað „kvikir veltufjármunir” i skýrslum frá hinu opinbera... Sigur Kvikmynd Hrafns Gunn- laugssonar, „óðal feðranna" var frumsýnd um siðustu helgi og ber flestum saman um, að myndin sé bæði mikill sigur fyrir Hrafn persónulega svo og sigur fyrir islenska kvik- myndagerö. Verk Hrafns hafa löngum verið umdeild og hafa ýmsir fundið honum það tii foráttu að velta sér upp úr ljótleikan- um I fari manna. Ljótleikinn i samskiptum manna kemur vissulega fram I „óöali feðr- anna” en menn eru þó sam- mála um, að I þetta skipti hafi Hrafni tekist að gera efninu þau skii, að útkoman verður verk, sem á erindi tii allra... Hæg helmaiöK Hestamenn hafa nú fengið inngöngu i iþróttasamband ts- lands og þar með er Gisli Halidórsson orðinn leiðtogi islenskra hestamanna. GIsli á að baki langt og óeigingjarnt starf i þágu isienskrar iþróttahreyfingar og er ekki að efa, að hann mun reynast hestamönnum haukur I horni. Eitt brýnasta hagsmunamál reykviskra hestamanna er út- vegun á góðum bilhögum i ná- > grenni borgarinnar. Hafa menn bent á, að nú sé fundin lausn þar sem að óneitaniega séu hæg heimatökin fyrir Gisla að hieypa hrossunum á Iþróttaveiii borgarinnar...

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.