Vísir - 11.07.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 11.07.1980, Blaðsíða 1
Blaðamaöur Vlsis var iflugvél ómars Ragnarssonar yfir Gjástykki þegar gosið hófst þar og tók þá þessa mynd. Hrauniö beljaði áfram eins og stjórfljótf vorleysingum. Visismynd: SV.G. Föstudagur 11. júlí 1980/ 162. tbl. 70. árg. „Bálnum hvoltdi á nokkrum sekúndum" sagðl tflafur Guðjónsson. skipstlðrl. sem biargaðist ásamt öðrum skipverla „Við fengum á okkur brotsjó og báturinn lagðist strax á hliðina. Nokkrum sekúndum siðar fór hann á hvolf og það mátti engu muna að við næðum að kasta björgunarbátnum og okkur sjálfum fyrir borð”. Þetta sagði Ólafur Guðjónsson, skipstjóri á Skuld VE 263, i samtali við Visi i morgun, en Skuld fórst út af Selvogsbanka um eittleytið i gærdag og með henni tveir menn. Nöfn þeirra er ekki unnt að birta að svo stöddu. Aðrir tveir sluppu lifs og er ólafur annar þeirra. Að sögn Ólafs bar þetta svo snöggt að að þeir höfðu ekki tima til þess aö taka meö sér neyöar- talstööina sem geymd er i stýrishúsi bátsins. Báturinn sökk siðan svo fljótt, aö hann var farinn aö toga i linuna, sem tengir hann viö gúmbátinn áöur en timi gafst til að skera á hana. Þeir sem björguöust voru i brúnni þegar brotsjórinn reið yfir, en mennirnir sem fórust voru staddir frammi i lúkar og hefur auösjáanlega ekki gefist timi til aö koma sér upp þvi Ólafur sagöi aldrei hafa orðiö var við þá. ,,Um hálftima eftir aö viö fór- um i gúmbátinn urðum viö varir viö bát nálægt okkur og skutum þá upp einni rakettu og tveimur blysum, en þeir uröu okkar ekki varir,” sagöi ólafur. Slysavarnafélaginu barst tilkynning um aö neyöarblys heföu sést um klukkan tuttugu minútur yfir tólf i nótt og tuttugu minútum siöar tilkynnti Bifröstin aö hún heföi bjargaö tvéimurmönnum úr gúmbát um þrjár og hálfa milu út af Hóps- nesi. Þeir tvimenningar höföu þá verið i gúmbátnum um ellefu klukkustundir en til Vestmannaeyja komu þeir um klukkan hálf sex i morgun. Þeim varö ekki meint af volk- inu. Skuld VE 263 var fimmtán tonna eikarbátur smiöaöur i Danmörku 1921. Hún var aö veiðum þegar brotsjórinn reiö yfir hana. Skuld frá Vestmannaeyjum: fórst með tveim mönnum. Sjá fréttir af gosinu og mynflír í opnu og á baksíðu Skíid’ipiivésimánííáéyjúm ] tórst með tveim mðimum i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.