Vísir - 11.07.1980, Blaðsíða 4
I
VtSIR Föstudagur
11. júll 1980.
„Frambjóöandi kvenfélagsins”
örnólfur Thorlacius/ kunnur fyrir þættina //nýj-
ustu tækni og vísindi", var nýlega settur rektor
Menntaskólans viö Hamrahlíð. Opnuviðtalíð er
við örnólf, um námsár hans, kennsluna í MH,
hlut vísindanna í nútímaþjóðfélagi og loks „litlu,
Hvað myndir þú gera ef þú værir staddur —
stödd á skrifstofu eða í opinberri byggingu og
þangað komí maður i vinnugalla sem færi að
bera út húsgögnin og ýmislegt fleira verðmætt?
Helgarblaðið kannaði viðbrögð fólks við slíkri
„Kæruleysi aðalorsök flugsiysa”
Með vissu millibili berast fréttir af mannskæð-
um flugslysum. Hvers vegna verða flugslys?
Bandarískur blaðamaður telur kæruleysi og mis-
skilning aðalástæðurnar.
erkomln!
„Draugar, mannabein og
bryggjur á burru”
Gisli Gíslason heitir maður og býr á Hreggsstöð-
um á Baröaströnd. Gísli er maður fróður og
skemmtilegur og kann frá mörgu að segja. I við-
tali í blaðinu á morgun fjallar hann m.a. um
drauga, mannabein og bryggjur á þurru...
Grabam Parker, bestamóf og fleira
Fast efni er á sínum stað þar sem allir geta
gengið að því. Helgarpoppið fjallar að þessu
sinni um Graham Parker og í Mannlífi er frá-
im af fjór
4
aö utan
ðttast reiöi
yfirnáttúru-
legra anda
Tilraunir rikisstjórnar Astraliu
til a& hefja nýtingu oliulinda og
námavinnslu ýmiss konar þar I
landi eiga mjög erfitt uppdráttar
um þessar mundir, vegna slvax-
andi andstö&u frumbyggja lands-
ins gegn sliku athæfi. A andstaöa
frumbyggjanna einkum rót aö
rekja til ótta þeirra um, a& boran-
ir og a&rar framkvæmdir, sem
nauösynlegar eru I tengslum viö
væntanlega vinnslu, gætu valdiö
óhóflega mikilli röskun á bústöö-
um anda látinna dýra, klettum og
hólum, og oröiö öndunum til
óþæginda á margan hátt.
Þrjátíu fyrirtæki vilja bora
Frumbyggjarnir eru þeirrar
skoöunar, aö nærvera og velliöan
anda ákveöinna dýrategunda,
geti tryggt aö hinir fyrrnefndu
muni aldrei liöa skort, séu and-
arnir látnir í friði, heldur veröi
þeim ávallt séö fyrir nægum mat-
arforöa. Helgi hefur hvilt yfir
umræddum bústööum í árþús-
undir, og frumbyggjarnir gæta
þess vandlega enn i dag, aö ekki
sé rótaö viö þeim.
Rikisstjórn landsins og for-
stööumönnum oliu- og náma-
vinnslufyrirtækja er á hinn bóg-
inn ekki nærri eins sárt um vellið-
an andanna, enda gifurlegir fjár-
munir I veöi, og þess meiri, sem
eftirspurn eftir oliu, málmum og
eöalsteinum úr jörö eykst jafnt og
þétt. Rúmlega þrjátiu fyrirtæki
hafa látiö i ljósi áhuga á aö kanna
möguleika á vinnslu au&lindanna.
Rikisstjórnin þykist þess fullviss,
aö auölindirnar geti tryggt efna-
hagslegt öryggi Astraliu um
ókomna framtiö, veröi þær nýtt-
ar.
Starfsmenn reknir burt
með dansi og söng
Togstreitan milli vinnslu auö-
linda og næöis dýraanda er eink-
um bundin viö svæöi á stærö viö
Bretlandseyjar i norövesturhluta
Astraliu. Deilan hófst, þegar
Kamax fyrirtækiö, sem Banda-
rikjamenn reka I Astraliu, hóf aö
framkvæma rannsóknir á
hrjóstrugu þurrkasvæöi skammt
frá hafnarborginni Broome, meö
oliuboranir i huga.
Nokkrir ættflokkar frum-
byggja, búa þar I kring og héldu á
vettvang I sameiningu og áöu aö
kvöldlagi i nánd viö starfsmenn
fyrirtækisins, sem hömuöust viö
undirbúningsvinnu. Þvi næst upp-
hófu frumbyggjarnir söng og
dans eftir öllum helgisi&anna
reglum, og héldu áfram þar til
undir morgun, aö starfsmennirn-
ir sáu sér ekki annaö fært en aö
foröa sér.
Þó haföi yfirstjórn svæöisins,
sem um er aö ræöa, veitt leyfi til
rannsókna og borana. Vill hún
ólm, aö borunum veröi haldiö
áfram, og hefur lagt til aö menn-
irnir búi sig undir a& taka söng og
dansi meö jafnaöargeöi, og leggi
siðan að bragöi i aöra för. í milli-
tiöinni hefur yfirvöldunum borist
bréf frá forystumönnum frum-
byggja, þar sem þeir segja meöal
annars, aö ef þau hvetji til áfram-
haldandi borana, stefni þau lifi
ibúanna i bráöan voöa. „Okkur
gæti reynst erfitt aö vernda llf
starfsmanna viö boranirnar jafnt
og frumyggja”, segir I bréfinu.
Þetta var fyrsta visbendingin um,
aö frumbyggjarnir myndu ef til
vill ekki vila fyrir sér aö beita of-
beldi til aö koma i veg fyrir
vinnsluna, sæju þeir sig til-
neydda.
Demantarnir verði látnir
eftir hinum sofandi fiski
Hingað til hafa ættflokkarnir þó
haldiö sig innan ramma laganna,
og leitaö til dómstóla um stu&n-
ing. Nýlega hófu þeir málsókn
gegn einu öflugasta fyrirtæki i
Astrallu, sem hefur fest kaup á
landssvæöi skammt frá Broome,
þar sem mun vera þrisvar sinn-
um meira magn demanta I jörö
en á nokkru einu svæöi annars-
staöar.
Ættflokkar frumbyggjanna þar
hafa lagt fram beiöni fyrir rétti
um aö bann veröi lagt viö fyrir-
hugu&u demantanámi, sökum
þess, aö skammt frá eigi andi
hins sofandi Barramundi fisks
heima. A öörum staö er áformaö
aö hefja leit aö úranium, en frum-
byggjarnir þverneita aö láta þaö
viögangast, af tillitssemi viö anda
sléttuhundsins, sem lengi hefur
veriö viðlo&andi þar um sló&ir.
Fá stuðning Verkamanna-
flokksins
Þeir, sem flust hafa til Astraliu
eftir aö land byggöist, skiptast
mjög i hópa um deilumál þetta.
Margir eru reiöubúnir aö játa, a&
framkoma innflytjenda i garö
frumbyggjanna hafi alla tiö veriö
til skammar. Hins vegar væri
ranglátt aö veita frumbyggjum af
þeirri ástæöu sérstök réttindi til
Frumöyggjar
Ástralíu
berjast gegn
oliu- og
námavinnslu:
aö skipa fyrir um framkvæmdir.
Aörir halda þvi fram, að sllk af-
staöa beri vott um tóma eigin-
girni. Frumbyggjarnir séu beittir
órétti meö ýmsum hætti. Þeir
hljóti slæma menntun og læknis-
þjónustu, og ættu þvi aö minnsta
kosti aö mega ráöa einhverju
þarna úti i eyðimörkinni.
Ættflokkarnir hafa hlotiö stuön-
ing I baráttunni frá Verkamanna-
flokknum, sem er I stjórnarand-
stööu, og nokkrum verkalýösfé-
lögum. Einnig er þess aö gæta, aö
frumbyggjarnir á þessu svæöi eru
allmargir aö tölu, og geta þeir þvi
lagt nokkuö þungt lóö á vogar-
skálarnar i kosningum.
Landið ekki til sölu
Til eru þeir, sem staöhæfa, aö
deilan snúist I raun um hlutdeild
frumbyggjanna i þeim gróöa,
sem fengist af náma- og oliu-
vinnslu. Foringjar ættflokkanna
játa, aö jafnvel örlitill hluti gróö-
ans myndi stórbæta lifskjör
frumbyggja. Hins vegar eru þeir
allir samhljóöa um, aö hugsan-
legur gróöi skipti þá engu, enda
sé landiö þeirra ekki til sölu.
Malcolm Fraser, forsætisráö-
herra Astraliu, skrapp I heimsókn
á umdeilda svæöiö nýlega, og
ræddi þá viö nokkra lei&toga
frumbyggja. Sagöi hann, aö
„enda þótt nauðsynlegt sé aö
vernda heilaga staöi, er engu siö-
ur nauösynlegt aö bora fyrir oli-
unni. Frumbyggjar myndu njóta
gó&s af þvi eins og aörir, og þvi
ætti þaö aö vera sameiginlegt
markmiö okkar allra”.
„Nauðsynlegt er að vernda heilaga bústaði andanna,
en engu síður nauðsynlegt að bora fyrir olíunni. Nýt-
ing auðlindanna ætti að vera sameiginlegt markmið
allra Astralíumanna", sagði Malcolm Fraser for-
sætisráðherra Ástralíu, þegar hann ræddi við forystu-
menn ættflokka frumbyggja landsins. Fraser er
þarna til hægri á myndinni.