Vísir - 11.07.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 11.07.1980, Blaðsíða 16
VÍSIR Föstudagur 11. júli 1980. Umsjón: Magdalena Schram Nýjar sýningar i Reykjavík Stúdentakjallarinn Kristjana Finnbogadóttir Arndal opnar myndlistarsýn- ingu i Stúdentakjallaranum i kvöld. Kristjana hefur stund- aö nám heima og erlendis, fyrst viö Myndlistarskólann i Reykjavik 1960-63 og síöan viö Listaháskólann i Stokkhólmi 1975-80. Kristjana hefur tekiö þátt i fjölda samsýninga og fengiö styrki, t.d. frá Listaháskólan- um i Stokkhólmi 1979 og I ár frá Listamannanefndinni i Stokkhólmi og Menningarsjóöi Huddinge kommun. Sýning Kristjönu veröur op- in til 31. júli á timunum 11.30- 23.30 alla daga. Ásmundarsalur A morgun, laugardag, opnar Ingólfur Orn Arnarson sýn- ingu I Ásmundarsal, húsi Arkitektafélagsins viö Rreyjugötu. Ingólfur læröi viö Myndlist- arskólann i Reykjavik og Myndlista- og handiöaskólan- um 1976-79. Hann stundar nú nám viö Jan van Eyck Aca- demie i Maastricht i Hollandi. Þetta er hans fyrsta einkasýn- ing, en hann hefur áöur tekiö þátt I samsýningum. A sýn- ingunni i Asmundarsal veröa ljósmyndir meö textum og bækur. Sýningin er opin frá 4-10 virka daga og 2-10 um helgar og henni lýkur 20. júli. Ms Nýtt listasafn Háskóla Islands hefur borist vegleg gjöf frá hjónunum Ingi- björgu Guömundsdóttur og Sverri Sigurðssyni. Er þarna um að ræöa 95 myndverk, 70 myndir eftir Þorvald Skúlason listmálara og 25 myndir eftir 20 aðra Islenska málara. Þessi höföinglega gjöf er fyrsti visir- inn að nýju listasafni Háskólans og þarf ekki aö fjölyröa um það hversu mikill fengur þaö er landsmönnum, að 70 verk eins þekktasta og virtasta lista- manns þjóðarinnar verða nú almenningi aðgengileg og hversu mikil sæmd það er Há- skóla tslands aö veita móttöku slikri gjöf og hafa að dæmi virt- ustu háskóla heims, listasafn innan stofnunarinnar. Ingibjörg og Sverrir hafa um 30 ára skeiö safnaö málverkum og komiö sér upp stóru málverkasafni, sjálf- um sér, fjölskyldu og vinum til langvarandi ánægju. Þau hafa Þorvaldur Skúlason, listmálari. Myndir eftir Þorvald Skúlason á sýningunni i Háskólanum. allan listferil hans sem nú er orðinn ótrúlega langur, elstu myndirnar eru frá árinu 1923 málaðar á æskustöðvunum áður en Þorvaldur hélt utan til mynd- listarnáms. Yngsta myndin er máluð á fyrra ári. Þetta er ekki einungis heil mannsævi heldur einnig merkur kafli i islenskri myndlistarsögu eða öllu heldur evrópskri. Og ekki er listferill málarans enn á enda, Þorvald ur á örugglega eftir aö bæta ár- um aftan viö frjóan 57 ára list- feril. Þar sem ráðið hefur verið að koma verkunum fyrir i réttri timaröö, er áhorfandanum gert kleyft aö fylgjast með þeirri þróun og breytingum sem átt hefur sér stað i verkum Þorvaldar á hinum ýmsu tima- bilum. Mig minnir að Sverrir hafi látiö þess getiö i hógværð sinni i útvarpsviðtali nú á dög- unum, að hann ætti i safni sinu myndir frá öllum árum sem listamaðurinn hefur verið starf- andi myndlistarmaður. Auk þess eru á sýningunni skissur frá ýmsum timum sem sýna frumdrög aö stærri verkum og leita þær áhorfandann enn nær verkunum og sköpun listaverks- ins. Það er erfitt að gera upp á milli verkanna, öll eru þau góö, mörg frábær frá hlutlægu árun- um eins og myndir nr. 44, 45 og 49. I mynd nr. 85 „ölfusá” ris hæst sú ljóðræna afstraktion sem höfundurinn ástundar nú, undirtitill þeirrar myndar gæti vel verið þau orð sem höfundur- inn lét hafa eftir sér I blaðavið- tali fyrir nokkrum árum „Það þýðir ekkert að vera að fást við list nema finna til einhvers sem er miklu stærra en maður sjálf- ur”. Hversu mikill sannleikur felst ekki i þessum orðum. Ekki siður hafa Ingibjörg og Sverrir veriö fundvis á perlur I islenskri myndlist þegar þau hafa valið verk eftir aðra islenska listamenn. Þarna er frábær mynd eftir Júliönu Sveinsdóttur góð verk eftir Kristinu Jónsdóttur, Snorra Arinbjarnar og fl. Sýningar- skrá, upphenging verka og allur umbúnaður sýningarinnar i aðalbyggingu háskólans er hinn. vandaðasti og ber þess vitni að háskólinn mun um ókomin ár fóstra þessa frumgjöf (fleiri myndir munu bætast i safnið frá gefendum) og hlúa aö henni með vanda og virðingu gefend- um hennar til sóma. myndlist haft þá gfu til að bera að góður smekkur og skilningur á góðri list hefur þar verið fyrir hendi. Þar hafa skammtlmafyrirbæri i listmarkaði viðskiptaþjóðfé- lagsins ekki glapið fyrir við val og kaup á verkum. Og nú hafa Ingibjörg og Sverrir ráðstafaö safni sinu þannig, að þjóðin fær að njóta þess einnig. Svo fróð- leiksfús var Sverrir að hann settist á skólabekk hjá Birni Th. Björnssyni listfræðingi I lista- sögufyrirlestrum hans I Háskól- anum og þar fæddist reyndar hugmyndin um Listasafn Há- skóla Islands sem nú er orðin að veruleika. Á þessu ári verður byrjaö að byggja hiö fyrirhug- aða Hugvlsindahús Háskólans. A þriðju hæð hússins er ætlunin aö listasafn háskólans fái sýn- ingarrými, þar til sérstakt safn- hús háskólans verður byggt. Langur listferill Myndir Þorvaldar spanna yfir Hrafnhildur Schram skrifar Perlur ísienskrar myndlistar Draugasaga ur bokunni Gamla BIó: Þokan Leikstjóri: John Carpenter Höfundar handrits: John Carpenter og Debra Hill Kvikmyndataka: Dean Cundey Aðalleikarar: Adrienne Barbeau, HalHolbrook, Tommy Atkins og Jamie Lee Curtis „Þokan” fjallar um hundrað ára gamla bölvun sem hvflir á þorpi nokkru, aövaranir sem ekki er hlýtt, stolna fjársjóði, draugaskip og hiuti sem færast úr staö að næturlagi. Kvik- myndin hefst á þvi aö gamall og Isvlkmyndir veðurbitinn sjómaður segir hópi skólabarna draugasögu um svik og hefndir. Skömmu siðar leggst þoka yfir bæinn og ýmsir óhugnanlegir atburðir taka að gerast. Draugasögur eru að mati flestra heldur ósennilegar og i „Þokunni” er litiö hirt um trú- veröuga frásögn, heldur allt kapp lagt á að gera áhorfandan- um bilt viö I tima og ótima. Þaö tekst alveg ljómandi vel og þeim sem finnst gaman aö hrökkva viö eða hræðast um stund ættu sist aö láta „Þok- una” óséða. John Carpenter er ungur leik- stjóri en nokkuö mikilvirkur. Hér á landi hafa áður veriö sýndar tvær myndir hans, „Elvis — the Movie” og „Assault on Precinct 13”. Carpenterhefur fengist viö gerö hryllingsmynda og má nefna myndirnar „Halloween” um barnungan morðingja og „Eyes of Laura Mars” sem fjallar um óhugnað tengdan skyggnigáfu ungrar stúlku. Carpenter virðist svo sannar- lega kunna lagið á að skjóta áhorfendum skelk I bringu, oft með sáraeinföldum brellum sem koma algerlega á óvart og þegar þeirra er sist von. Carpenter vinnur hratt og myndir hans hafa verið ódýrar I framleiöslu. Kostnaðurinn við „Þokuna hefur heldur varla verið aukinn óhóflega við val leikaranna þvi fæstir b.eírra geta kallast þekktir. Þeir skila þó hlutverkum sinum þokkalega ef frá eru skilin atriði á borð viö lok mikils bardaga við draug- ana f kirkju. Aö bardaganum loknum minna leikararnir ekki á fdlk nýsloppið úr háska. Þeir lita heldur kindarlegir i kring- um sig og blása ekki úr nös þrátt fyrir þann darradans sem á undan er genginn. Þó „Þokan” sé heldur fárán- leg frásögn, svona eftir á aö hyggja, er það ekki auöfundið á meðan á sýningu stendur. Elnkunn: 7,0 Tæknileg hlið myndarinnar er vel af hendi leyst, þó þokan sé á stundum heldur reykkend sem von er. En hver veit hvað býr i sjálflýsandi reykþokunni og áhrif myndarinnar veröa þau sem til er ætlast, taugar áhorf- andans strikka og slakna á vixl i sjö stundarfjórðunga. —SKJ Framliðnir reyna að ná tökum á lifendum I „Þokunni

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.