Vísir - 11.07.1980, Blaðsíða 15

Vísir - 11.07.1980, Blaðsíða 15
Föstudagur 11. jiill 1980. 19 HOFATAK Gæðingakeppni I Um tima hafa atvikin hagað þvi svo aö þessir þættir hafa falliö niður, þvi miöur. Nú hafa aðstæður breyst aftur i þá veru, að liklegt er að litlar eða engar truflanir verði og vonandi tekst að hafa þá vikulega eins og upp- haflega var ætlað. Nú er stefnt að þvi, að Hófatak verði fastur þáttur i föstudagsblaði Visis og svo verðum við bara að sjá hvað Bleikur ber og vona það besta. Svolítil saga Siðast fjölluðum við litillega um almennarútreiðar og þá var á það minnst að þar væri besta undirbúninginn að fá undir hvers konar keppni. Við skulum lita svolitið á gæðingakeppnina i þessum þærri. Gæðingakeppni á sér ekki langa sögu á íslandi. Að sjálf- sögðu hafa menn keppt á hest- um sinum um aldir, þar sem þeir hittust og metist á um hver sæti besta gæðinginn. En form- leg gæðingakeppni, með dóm- nefnd og dómreglum verður ekki til hér fyrr en á þessari öld, og varla hægt að segja að veru- legur skriður komist á slika keppni, fyrr en með fyrsta landsmótinu, sem háð var á Þingvöllum árið 1950. Gömul sjónarmiö t fystu réö það sjónarmið að finna alla kosti, sem i hestinum bjuggu, hvort sem hann var taminn til að nýta þá eða ekki. Einnig var þá tekið tillit til byggingar hestsins og þá var al- gengt i reglum félaga að sá hestur, sem sigraði mátti ekki keppa aftur næsta ár og jafnvel aldrei. Sennilega hefur legið að baki sú hugmynd að búið væri að leggja endanlegt mat á kosti hestsins og það mundi ekki breytast þótt hann kæmi aftur til dóms. A þeim árum var tamningu háttað mjög á annan veg en nú er. Reiðhesturinn var þá fyrst og fremst samgöngutæki og tamn- ingmiðaðistviöþað. Það verður lika að segjast að þekking manna á tamningum og þróaðri reiðlist var þá almennt mjög takmörkuð. Nýjar hugmyndir Það er ekki fyrr en um 1970 að tekið er upp dómkerfi gæðinga, Sigfinnur Pálsson á Skúm I keppni á siðasta landsmóti, þar sem Skúmur var dæmdur bestur aihliða gæðinga. Laus staða við Iðnskólann i Reykjavik: Laus er til umsóknar staða aðstoðarskólastjóra við Iðnskól- ann I Reykjavík. Umsóknir sendist menntamálaráðuneytinu fyrir 20. júll. næstkomandi. Menntamálaráðuneytið Laus staða Staða lektors i munn- og kjálkaskurðlækningum I tannlækna- deild Háskóla tslands er laus til umsóknar. Staðan verður veitt til þriggja ára. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf sin, ritsmiðar og rannsóknir svo og námsferil sinn og störf. Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavlk fyrir 10. ágúst 1980. Menntamálaráðuneytið, 7. júli. 1980. Matsveinn óskast strax til sumarafleysinga í mötuneyti Hafnarhússins. Upplýsingar hjá Reykjavíkurhöfn, sími 28211 Hópreið á hestamannamóti. sem kallað hefur verið „Spjald- dómar”. Að baki þvi lágu gjör- breyttar hugmyndir um eðli gæðingadóma. Þá var lögð á hilluna hin sérfræðilega úttekt á hvað i hestinum kann að búa, en Istaðinn tekinn upp leikur, i ætt við t.d. fimleikakeppni eða danskeppni, þar sem dómarar meta hver leikur best i dóm- hring, án tillits til hver gæðing- anna er gæddur bestum eðlis- kostum. Auðvitaö eru mestar likur á að það fari saman, að sá sem býr yfir mestum kostum leiki best. Það er þó engan veg- inn öruggt og þar veldur tamn- ing og hæfni knapa miklu. Með tilkomu þessa sjónar- miðs, má segja að reiðlistin hafi verið viðurkennd sem iþrótt, enda hafa geysimiklar framfar- ir orðið á henni siðan. Þvi er þó ekki að leyna, þessar hug- myndir hafa mætt andstöðu margra manna og enn i dag finnast margir, sem eiga mjög erfitt með að sætta sig við hið breytta viðhorf. Breytingar Siðan spjaldadómakerfið var tekið upp, hefur það legið undir stöðugri gagnrýni og fyrir um tveim árum voru gerðar á þvi gagngerar breytingar. Og enn er það I endurskoðun, og verður svo vafalitið enn um sinn, enda er mikill almennur áhugi á keppninni og margir hafa til málanna aö leggja. Um þessar mundir eru eink- um þrjár greinar dómanna til endurskoðúnar. Tvær þeirra miða að einföldun á dómstörf- um og jafnframt að gera keppn- ina skemmtilegri fyrir áhorf- endur. Gera má ráð fyrir að þær verði samþykktar án verulegra umræðna, þar sem þær hafa verið reyndar af hæfum mönn- um og gefa góða raun. Hin þriðja er öllu liklegri til að valda miklum deilum. Þar er átt við aðferðina til að dæma vilja og mýkt hestsins. Umdeild aðferð Ýmsir telja útilokað að koma nokkru raunhæfu mati á þessa eiginleika með öðr- um hætti en að fara á bak hestinum og finna viðbrögð hans. Þeir sem þessa skoöun hafa fengu þvi framgengt að sett var i reglur að sú aðferð skyldi viðhöfð. Sá ókostur fylgir þessari aðferð að hún er mjög timafrek, og auk þess skapar hún ýmis vandkvæöi við út- reikning stiga. Aðrir, þar á meðal flestir dómarar, telja að nægilega öruggt sé að meta þessa eiginleika með sjónskyni, enda liggja fyrir kannanir sem benda til að ekki sé marktækur munur á einkunnum hesta sem dæmdir hafa verið með báðum aðferðum. Hinir siðarnefndu vilja breyta reglunum i samræmi við skoðun sina, enda er það mjög til ein- földunar á dómstörfum og skrif- finnsku i sambandi við þau. En hér er á ferð mál, sem nær til tilfinninga margra, og þvi má búast við átökum um það á næsta ársþingi Landssambands hestamanna. SV Texti og myndlr: Sigurjón Valdimarsson Höfuóledur Kr. 10.600.- Sta/lmú/l ekta /eður Kr. 7.500.- tygjum Útilíf Glæsibæ — Simi 82922. Höfuð/eður m/mú/ Kr. 18.800.-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.