Vísir - 21.07.1980, Qupperneq 11
yiaiii Mánudagur 21. júll 1980
Sðmu laun ffyrlr
sama starf og
mlnna vinnuálag
- er það sem fiugumferðarstjórar
á Akureyri fara fram á
Undanfarnar vikur hafa flug-
umferöarstjórar á Akureyrar-
flugvelli veriö i yfirvinnubanni til
aö leggja áherslu á kröfur sínar.
Vilja þeir fá sama kaup fyrir
sömu vinnu og kollegar þeirra i
Reykjavik. Ennfremur telja þeir
fulla þörf á aö fjölga flug-
umferöarstjórum viö flugvöllinn
vegna vaxandi umferöar á
undanförnum árum.
Sá háttur var tekinn upp fyrir
15 árum aö hafa þrjá flugum-
feröarstjóra á Akureyrarflugvelli
og er svo enn. Þá var tiltölulega
litil umferö um völlinn. T.d. var
eina útgeröin frá vellinum á
vegum Tryggva Helgasonar og
var hann meö eina vél. Ar frá ári
hefur umferöin aukist. Flugfélag
Noröurlands er meö fimm vélar
og reglubundiö áætlunarflug.
Feröum Flugleiöa hefur fjölgaö
ár frá ári, auk þess sem flug
einkaflugvéla hefur stóraukist.
Ekki annað fært en
árétta kröfurnar
Af þessuni ástæöum telja flug-
umferöarstjórarnir aö vinnu-
álagiö sé oröi of mikiö á þrjá
menn, mælirinn sé oröinn fullur.
Sérstaklega á þetta viö um
sumartimann, þegar umferö
eykst, vinnutimi lengist og
sumarfri byrja. Sagöi Húnn aö
langt sé um liöiö siöan fyrst var
vakiö máls á þessu atriöi. Hins
vegar hafi ekki bólaö á úrlausn.
Þess vegna hafi flugumferöar-
stjórarnir ekki séö sér annaö fært
en aö árétta kröfur slnar meö
yfirvinnubanni.
Flugumferöarstjórarnir á
Akureyri hafa sama grunnkaup
og kollegar þeirra I Reykjavlk, en
hafa hins vegar ekki fengiö sama
álag fyrir yfirvinnu. Þessu vilja
þeir ekki una, sem i sjálfu sér
getur tæpast talist óeölilegt.
Sl. sumar var mesta álaginu
létt af flugumferöarstjórunum á
Akureyri meö þvl aö senda mann
,,aö sunnan” til aö vera meö þeim
yfir hádaginn. Sllkt er dýrt, eins
og Agnar Kofoed Hansen, flug-
málastjóri oröaöi þaö, og getur
■■■»■■■■■■■■
fréttaauki
Gísli Sigurgeirsson,
blaðamaður Visis á
Akureyri, skrifar um
yfirvinnubann flug-
umferðarstjóra á Ak-
ureyri.
ekki talist framtiöarlausn. Þar
viö bætist, aö þó aö maöurinn sé
læröur flugumferöarstjóri, eru
aöstæöur viö flugvelli svo óllkar,
aö starfsþjálfun þarf á hverjum
staö til aö viökomandi flug-
umferöarstjóri geti veitt full-
komna þjónustu.
Viöbótarmenn veröa þvi ekki
„gripnir upp af götunni” og það
vita flugumferöarstjórarnir á
Akureyri manna best. Hins vegar
vilja þeir fá eitthvað haldbært I
hendurnar, um aö þetta mál veröi
leyst á næstunni.
„Harma að þessl
della er komln upp”
Agnar Kofoed sagöi aö flug-
málastjóraembættiö væri ekki
aöili aö þessari deilu, þaö væri
viökomandi ráöuneyti sem væri
samningsaöili viö flugumferðar-
stjórana, þ.e.a.s. viö Félag Is-
lenskra flugumferöarstjóra. „Viö
höfum átt mjög gott samstarf viö
flugumferöarstjórana á Akur-
eyri. „Þaö eru hæfir menn I
starfi, sem hafa staöiö sig með
einstakri prýði. Þvl harma ég aö
þessi deila er komin upp”, sagöi
Agnar.
Brynjólfur Ingólfsson, ráöu-
neytisstjóri I samgönguráöu-
neytinu, sagöi I viötali i VIsi á
þriöjudaginn, aö ekkert væri I
gangi af hálfu ráöuneytisins I
þessu máli. Hann lét jafnframt
hafa eftir sér aö hann sæi ekki
ástæðu til aö viöhalda þessari
„leiöbeiningaþjónustu yfir
hásumartlmann”.
Þetta veröa aö teljast einkenni-
leg ummæli frá hátt settum
embættismanni. Ef að ráöamenn
samgönguráöuneytisins hafa ekki
meiri skilning á starfi flugum-
feröarstjóranna en þessi ummæli
lýsa, þá er vart aö búast viö lausn
á þessu máli aö þeirra frum-
kvæði, sagöi einn flugmaöur, sem
mikil viöskipti hefur viö Akur-
eyrarflugvöll, I samtali viö
blaöiö.
veígamestí þátturinn
að „taka vélar niður”
Vegna þess er rétt aö fræöast
örlitiö um eöli starfsins. Hér er
vissulega um leiöbeininga-
þjónustu aö ræöa, en þó gefur
starfsheitiö „flugumferöar-
stjórn” réttari mynd af eöli þess.
Flugumferöarstjórarnir stjórna
umferö aö og frá flugvellinum og
veita aö auki veöurþjónustu fyrir
allar flugvélar, sem leiö eiga um
flugstjórnarsvæöiö. Veigamesti
þátturinn er þó að „taka vélar
niöur”, sem fljúga blindflug
þegar veðurskilyröi krefjast þess.
I raun stjórnar þá flugumferöar-
stjórinn meö radar. A Akureyrar-
flugvelli eru vélarnar teknar
niöur úr norðri. Aöstæöur viö
völlinn eru þaö þröngar, aö flug-
maðurinn veröur aö geta tekiö viö
og hafiö sjónflug I 1000 feta hæö.
Þá er hann oftast út viö Sval-
baröseyri og I mörgum tilfellum á
hann þá eftir erfiöa bakka inn á
völlinn, sérstaklega ef hann þarf
inn fyrir hann til lendingar. I slik-
um tilfellum þarf oft aö hringsóla
yfir bænum og þaö getur oft veriö
„taugastrekkjandi” tlmi eins og
Húnn Snædal oröaöi þaö. I slíkum
tilfellum getur veriö tiltölulega
bjart yfir bænum, þó völlurinn sé
lokaöur og ekki hægt aö lenda.
Þarf ekki nema eitt
lágskýjaö súldarkvðld
Vegna hagstæös veöurs fyrir
noröan hafa ekki oröi verulear
truflanir á flugi aö og frá vell-
inum, þrátt fyrir yfirvinnu-
banniö. Flugleiðir hafa sent menn
frá flugumsjón noröur meö eftir-
miödagsvélunum. Þeir hafa siöan
gefiö kvöldvélinni leiöbeiningar
um vindátt og vindstyrk og upp-
lýst um aðrar aöstæöur á vell-
inum. Þaö þarf hins vegar ekki
annaö en eitt lágskýjaö súldar-
kvöld til aö setja allt flug úr
skoröum.
I stuttu máli er hægt að fljúga
um landiö þvers og kruss án þess
aö spyrja kóng eða prest. Flestar
„plana” þó til flugstjórnar til
öryggis. Blindflug er tilkynnt til
flugumferöarstjórnar I Reykja-
vlk, en á meðan yfirvinnubann
flugumferöarstjóra á Akureyri
stendur er ekki hægt aö komast
þar niöur til lendingar I blind-
flugi.
Þaö er algengt erlendis, aö eng-
in flugstjórn sé á stórum fjölförn-
11
Flugumferöastjórarnir á Akureyri hafa staöiö sig meö einstakri prýöi, aösögn Agnars Kofoed Hansen,
flugmálastjóra. Hér er Húnn Snædal viö radartækin.
um flugvöllum. Þar nota menn
augu og eyru og heilbrigöa skyn-
semi og talast viö, eins og Agnar
Kofoed oröaði þaö. Hann bætti þvi
við, aö til Akureyrar væri ekki
hægt aö halda uppi reglubundnu
flugi án flugumferðarstjórnar.
Auglýst efftir manni.
Sl. haust var auglýst eftir
manni, sem heföi áhuga á aö læra
til flugstjórnar á Akureyri, ef til
starfsins yröi stofnað. Samkvæmt
upplýsingum blaösins bárust á
milli 20 og 30 umsóknir, en ekki
hefur veriö rætt viö umsækj-
endur. Agnar Kofoed sagöi aö
ekki hafi orðiö úr þessu, þar sem
fjármagn hafi ekki veriö fyrir
hendi. Hann átti þó von á aö úr
rættist eftir áramót.
1 lokin er rétt aö geta þess, aö á
döfinni hefur verið aö setja upp
blindflugstæki á Akureyrarflug-
velli til aöflugs úr suöri. Sllk tæki
ykju verulega öryggi i aöflugi,
spöruöu orku i hringsóli og
fækkuöu þeim dögum, sem ófært
er til Akureyrar. Framkvæmd
hefur strandaö á fjárveitingum,
sem ekki hafa fengist.
Tjöld 2ja, 3ja
4ra, 5 og 6
manna.
Göngutjöld.
Hústjöld.
borgar-Felíi
tjaldiö.
Tjaldhimnar
miklu úrvali.
Sóltjöld, tjald-
dýnur, vind-
sængur, svefn-
pokar, gassuðu-
tæki, útigrill,
tjaldhitarar,
tjaldljós, kæli-
töskur, tjaldborð
og stólar, sól-
beddar, sólstól-
ar og fleira og
fleira.
Kaupmenn — Innkaupastjórar
„SOFTBALL"
TENNISSPAÐAR
með mjúkum boltum
s
mMw.i
í öllum helstu leikfanga- og sportvöruverslunum
INGVAR HELGASON
Vonarlandi v/Sogaveg — Sími 33560