Vísir - 28.07.1980, Page 13

Vísir - 28.07.1980, Page 13
I vtsm Mánudagur 28. júli 1980 hæsta stigi aö vilja sporna gegn byggingu nýrrar flugstöBvar, þvl þaB ætti aB vera búiö fyrir löngu,” heldur Ari áfram og bætir viö: ,,þaö er til skammar fyrir okkur aö þurfa aö fara inn á herstöB, ef viö ætlum til útlanda, og eins, þegar komiö er frá útlöndum, aö herbraggar skuli veröa þaö fyrsta, sem fyrir augu ber.” „Þaö er algert rugl, aö meö nýrri flugstöövarbyggingu sé veriö aö reisa minnismerki um horfna tlö flugsins á Islandi. Þetta hlýtur aö vera spurning um sjálfsagöa þjónustu viö farþeg- ana, en margir þeirra eru þreyttir á aöstöðuleysinu hér. E.t.v. má segja, aö Flugleiöir séu ekki verri en sumir aörir ef nú væri bara aðstaða til aö gera betur. Eitt stærsta vandamáliö hér er seinkanir. Stundum blöa nokkur hundruö manns eftir flugi, en I biösalnum eru aöeins nokkrir tugir stóla, þannig aö meiri hluti hópsins þarf þá annaö hvort aö standa upp á endann, nú eöa hreinlega liggja á gólfinu. Sé þetta aö næturlagi er þjónusta viö þessa farþega nánast engin, þvi flestar verslanir og aörar stofn- anir innan flugstöðvarinnar eru lokaöar þá,” sagöi Ari Sigurös- son. Hjá hinum ýmsu starfs- mönnum flugstöövarinnar fengust þær upplýsingar, aö kaffiterían er opin milli kl. 7.15 og 20.30, bankinn er opinn milli kl. 7.00 og 19.00, en eftir þann tlma má skipta peningum hjá Póst- inum sem hefur örlitla lúgu til umráöa og einn starfsmann. Frf- höfnin, sem á ab vera opin allan sólarhringinn, og mun vera gert ráö fyrir þvi I sambandi viö mannaráöningar, er iöulega lokuö aö næturlagi, og svona mætti lengi telja. í samtalinu við Ara barst nú talið aö Frlhöfninni sjálfri. Ari, sem vinnur I þeirri deild Frl- hafnarinnar, sem er fyrir brott- fararfarþega sagöi, aöþeir væru I 200 ferm. sal. Um 500 farþegar væru þar oft I einu;þaö gæfi þvl auga leiö aö iöulega fengju ekki nærri allir afgreiöslu. Hann sagði, aö e.t.v. mætti rekja rýrnun Frihafnarinnar aö ein- hverju leyti til einmitt þessa aöstöðuleysis. Þaö mætti útiloka eöa allavega draga úr þessari rýrnun meö meiri hagræöingu, en eins og ástatt væri' nú væri óhægt um vik vegna þrengsla. Ari benti einnig á, að ef að- staðan yrði bætt, mætti gera vöruúrvalið mun fjölbreyttara, en vegna þrengsla nú yröi oft að kasta út vöru fyrir nýja. En aukið vöruúrval og þar með meiri sala, gæti vegið upp á móti fækkun far- þega. „Þaö er ákveðinn uppgjafa- tónn, sem hefur einkennt starf- semina hér, hvert sem litið er,” sagöi Ari Sigurösson, starfs- maður Frlhafnarinnar. Viðtöl viö fleiri starfsmenn I flugstööinni birtast á næstunnni en allir voru sammála um aö núverandi flug- stöö gæti engan veginn gegnt slnu hlutverki. —KÞ. Farþegar veröa aö ganga eftir flugvallarhlaöinu til og frá boröi og þótt það komi ekki aö sök I sumarbliðunni gegnir ööru máli I vetrarveðrum. (Visism. GVA). VOLUMI ■ STUDLÖG

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.