Vísir - 02.08.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 02.08.1980, Blaðsíða 3
Laugardagur 2. ágúst 1980. 3 „Fátækt getur aldrei verid einkamál” — segir Guðrún Helgadóttir alþingismaður og telur að verkalýðsfélögin ættu aö endurskoða sína launapólitík Guðrún Helgadóttir, alþingis- maður og borgarfulltrúi hefur verið deildarstjóri I Trygginga- stofnun Rikisins i mörg ár. Við inntum hana eftir þvi hvort það væri fátækt i Reykjavik. „Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem verst eru settir fjár- hagslega eru einstæðar mæður. Fólk lifir ekki á launum einnar fyrirvinnu lengur, þegar við töl- um um að lifa þvi lifi sem við ger- um kröfur til. Það er óraunhæft að tala um að hægt sé að lifa á einum launum, þvi þjóðfélagið gerir ráð fyrir að tveir vinni fyrir fjölskyldu. Það sorglegasta við fátækt er að hdn ber með sér vissan dapur- leika sem er erfiðari en áhyggjur um að hafa i sig á og eru. Fólk gengur með þá hugmynd að það sé enginn vandi að rifa sig upp úr fátækt á Islandi. Fátæktin getur þó drepiö þann neista sem væntir einhvers annars i lifinu en rétt að skrimta. Við höfum séð þessa ,,Verkalýðsbarátta ekki á réttri leið” Guðrún segir að verkalýðsfé- lögin ættu að endurskoða sina launapólitik. Það hefur litið breyst frá i gamla daga. Fjöl- skyldan lifir ekki á launum einnar manneskju i dag. „Segjum svo aö bæði hjón vinni úti sem eiga tvö börn. Þau fá ekki inni á dagheim- ili fyrir þau og þurfa þvi að borga dagmömmu 200 þúsund krónur á mánuði. Þau hafa rúm 300 þúsund i mánaðarlaun hvort og þurfa svo auk þess að leigja eða eru að byggja- Það gefur auga leið að endar nást ekki saman, nema með yfirgengilegri vinnu, sem bitnar mest á börnunum. Það vantar grundvallarpunkt i launapólitikina, það að fólk þrlf- ist. 10-20 þúsund kall á mánuði kemur ekki tilaðbreyta neinu um kjör fólks. Er ekki markmiðiö hjá flestum sem fara út i stjórnmál að vel geti farið um fólk. Ég efast um að verkalýösbaráttan sé á réttri leið. rauninni. Þessi svokallaða vel- ferð alþýðunnar er fölsk. 1 raun- inni eru allflestir svo miklir ein- staklingshyggjumenn. Flestir sem hafa lent í einhverjum telj- andi erfiðleikum hafa orðið varir við hve þjóðfélagslegt öryggi er litið. Samhjálp mætti vera meiri á mörgum sviðum. Allir verða að spara „Fólk spennir bogann allt of hátt. Auglýsingar daðra við fólk til að kaupa hina og þessa hluti sem það þarf svo ekki á að halda, og allt er boðið með afborgunum. Kreditkortin eru t.d. ein ný teg- undin af skuldaböggum. Stjórn- völd geta ekki minnkað verðbólg- una, og þvi verðum viö öll að leggjast á eitt að spara. Þeirsem eiga dapurlega tilveru bæta hana oft upp meö hlutum. Okkur kann að virðast óskynsam- legt að fólk eyöir peningunum i allskyns glys og óþarfa, en þá verðum við að spyrja okkur, hvað hefur þetta fólk i rauninni. Ég man eftir þvi að þegar ég var lltil setti fátækt fólk metnað sinn I að klæða börnin sln vel, svo að þau væru ekki ööru vísi en hinir. Ég bjó i ár i fátækrahverfi I Edinborg og þaö sem mér sveið mest var að sjá uppgjöf fólks fyrir lifinu. Auðvitað er þetta ekki komið svo langt hér, en þó virðist mér þetta vera að þróast hér i Reykjavik. Flestir Islendingar eiga það sameiginlegt að hafa alist upp i eöa kynnst einhverri fátækt og þvl ætti fólk aö geta sett sig I spor þeirra sem hafa litið. Fátækt er ekki neitt feimnismál og það er hættulegt að loka aug- unum fyrir þvi sem betur mætti fara”. Fátækt, allra óhagur Guðrún segir aö peningar séu ekki til þess að vinna fyrirbyggj- andi starf að einhverju ráði. Það er reynt aö leysa vandamál lið- andi stundar, en ekki litið mikið fram á veg”. „Það er ekki um skort ávilja um að ræða, heldur er ekki nóg fólk né nægir peningar til þess að vinna fýrirbyggjandi starf. Það er verið að vinna að úttekt á Félagsmálastofnun og veröa gerðar tillögur um skipulags- breytingará stofnunni. Ný lög um Húsnæðismálastofnun rikisins sem samþykkt voru á siðasta þingi eiga vonandi eftir að bæta úr miklu. Oll fræðsla um samfélagið er nauðsynleg. Böm verða aö læra að við erum ekki ein I heiminum heldur berum við ábyrgö hvert á ööru. Fátækt getur aldrei verið einkamál, þvi hún er allra óhag- ur. Alla heildarsýn yfir lif fólksins I landinu vantar i stjórnmálaum- ræðu. Stjórnmálamennirnir llta á lifið sem töludálka alltof oftl Fólki er haldiö á tilverulág- marksstigi, það sveltur ekki en það getur veitt sér fátt. Meðan svo er þá er fátækt og fullkomið andlegt svelti og það er stéttaskipting”. Guðrún Helgadóttir. þróun 1 ákveðnum hverfum borgarinnar þar sem stéttaskipt- ing hefur skapast. Þar eru meiri erfiðleikar, sýnt hefur verið fram á lélegri málþroska barna, náms- erfiðleikar barna og svo er al- menn umgengni öðruvlsi. Astæð- ur má kannski upphaflega rekja til skipulags borgarinnar. Það er óeðlilegt að húsnæði borgarinnar sé á ákveðnum blettum. Þvl ætti að vera dreift og sömuleiðis þurf- um við meira af þvl. Fyrir flestar einstæðar mæður er hinn almenni leigumarkaður óhugsandi. Flest af húsnæði er I þokkalegu lagi. Heilsuspillandi húsnæði hefuraðmestu leyti verið útrýmt. Þó er oft ekki gert meira fyrir þetta húsnæöi en það nauðsynleg- asta og þvl ber það oft með sér aö ibúarnir þar hafa ekki afgangs orku til að gera það meira aölað- andi. Vegna vinnuálags og fjár- skorts eru margir sem ekki hafa afgangs orku til að lifa menn- ingarlifihvað varðar umhverfi og andlegt lif”. Dagvistun, vandamál númer eitt Um 70% giftra kvenna vinna úti og gifurlega erfitt er að fá inni á dagheimilum fyrir börnin. „I Reykjavlk er allt of mikið af börnum sem ganga sjálfala. Það væri kjarabót ef þjóðfélagið sæi um þessi börn, I stað þess að staglast á einhverri 5 aura hækk- un. A vinnumarkaöinum er ekki tekið tillit til barna. Verslunar- fólk f lest þarf að vinna til 6 eða 7 á kvöldin og dagvistunarstofnanir eru opnar til 5. Þaö er ekki fæð- ingarorlof i kjarasamningum nema hjá opinberum starfsmönn- um. Margir lifa við algert öryggis- leysi ef eitthvað ber upp á. Sjúkrapeningar og dagpeningar eruekki til að lifa af. Flestar fjöl- skyldur hafa tekið á sig miklar skuldbindingar vegna kaupa á húsnæði og svo frv. Ef eitthvað ber Ut af, slys, eða veikindi, þá er allt ótrúlega fljótt að hrynja. Það er svo litið félagslegt öryggi I „Þú œttir aö próía að sitia í þeim” Björksaga húsgagnalínan einkennist af þæg- indum, léttu yfirbragði, ásamt styrkleika og góðri endingu. Komdu og prófaðu Björksaga línuna — þú getur valið úr 14 mismunandi gerðum borða og stóla í Ijósum eða dökkum viði með tau- eða skinnáklæði. KRISTJPfl SIGGEIRSSOn HF LAUGAVEG113, REYKJAVÍK, SÍMI 25870 argus

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.