Vísir - 02.08.1980, Blaðsíða 20

Vísir - 02.08.1980, Blaðsíða 20
» S f C l vtsm Laugardagur 2. ágúst 1980. hœ krakkar! * » í f»t. u 20 Umsjón: Anna BrynjúlfsdöUir Krakkar á Varmalandi Guðný Matthíasdót+ir er 6 ára. Ég hitti hana í sundlauginni í Varma- landi nýlega. Guðný var í viku í sumarbústað í Borgarf irði. „Ég fór tvisvar í laug- ina meðan ég var í sveit- inni", sagði Guðný, þegar ég talaði við hana í sím- ann eftir að hún var kom- in heim til sín í Samtún 12 í Reykjavík. „Bróðir minn, sem er 2 ára, fór bara einu sinni i laugina. Hann heitir Ólafur Hjört- ur. Ég passa hann stund- um. Mér finnst skemmti- legast af öllu að hjóla á hjólinu minu. Það er nú ekki alveg nýtt samt. Það var önnur stelpa búin að eiga það á undan. En það er svolitið langt síðan ég fékk það, ég var þá fimm ára. Stundum, þegar ég er að fara til vinkonu þá er hann rétt hjá húsinu okkar. Ég á tvær góðar vinkonur, þær heita María og Sólveig. Ég var í sex ára bekk í Laugarnesskólanum í vetur og ég er orðin læs. Mér finnst mest gaman að lesa krakkabækur, t.d. Kalli og Kata, öddu- bækurnar, (ég á Adda og litli bróðir) og Tíu litlir Negrastrákar. Mér fannst auðvelt að læra að lesa. i fyrra höfðum við tvo kennara, Bergljótu og Iðunni. Ég hef átt heima á mörgum stöðum. Fyrst átti ég heima í Ásgarði, svo í Kópavogi, svo í Breiðholti, svo í Vest- mannaeyjum og svo hér í Samtúninu. Mér finnst skemmtilegt að flytja. Það er svo skemmtilegt Guðný Matthíasdóttir, 6 ára. Þad var gaman I sveitinni Frásögn Guönýjar Matthíasdóttur ,sem er 6 ára minnar á hjólinu, þá vill bróðir minn koma líka á hjólinu sínu. En hann dregur það, því að hann kann ekki alveg að hjóla enn þá. Svo þegar ég er komin til vinkonu minnar að flytja dótið út í sendi- ferðabílinn og í nýtt hús. Við áttum heima í tveim- ur húsum í Vestmanna- eyjum. Þegar við f luttum í seinna húsið þar, var það bróðir hennar Þorbjörg Aibertsdóttir sat hin ánægðasta í kerr- unni sinni á sundlaugarbakkanum og mauiaði salthorn. mömmu sem keyrði sendiferðabílinn. Þegar ég verð stærri, langar mig kannske til að vinna í sjoppu. Frændi minn á búð og pabbi og mamma hafa verið að hjálpa honum. Mamma vinnur heima en pabbi vinnur á Stapafellinu. Ég hugsa að ég fari ekki meira upp í sveit í sumar, því að pabbi fer bráðum á sjóinn. Ég á tvo afa og tvær ömmur og þau eiga heima í Reykjavík. Þau voru öll með okkur í sveitinni og líka bróðir hennar mömmu, sem heitir Hjörtur. Það var mjög skemmti- legt í sveitinni. Það var gaman að sjá dýrin en mest gaman var að f ara í sund". A leið i sundlaugina. Hún Katrin Garðarsdóttir býr í Kaliforniu. Hún er nú í heimsókn hjá ætt- ingjum sínum á islandi. Katrin fór í Borgarfjörð- inn með afa sinum og ömmu og þau komu við á Varmalandi, þar sem farið var í sund.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.