Vísir - 27.08.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 27.08.1980, Blaðsíða 16
Umsjón: Magdalena Schram vtsm Miðvikudagur 27. ágúst 1980 DR. HALLGRIMUR HELGASON HEIÐRAÐUR „VísindamaDup. tónskáld. píanóleikari. tiðluieikari. stjórnandi og kennari. sem hetur getið sér trægðarorð víða um heim”, segir í pýskri trétt at verðlaunaafhendingunni Dr. Hallgrimur Helgason hlaut nýlega þýsk verðlaun, kennd við Henrik-Steffens, en þau eru ár- lega veitt Norðurlandabúa sem skarað hefur fram úr á listasvið- inu og þykir mikill heiöur að þess- ari viðurkenningu. Gunnar Gunnarsson rithöfundur varð fyrstur Islendinga til að hljóta þessi verðlaun og var það árið 1937. Afhending verðlaunanna, sem eru á vegum Kielarháskóla, fór fram við mikla viðhöfn i ráöhúsi Lubeck þ. 27. júni s.l. Viðstaddir voru m.a. stofnandi verðlauna- sjóðsins, Hamborgar-iðjuhöldur- inn Dr. Alfred Toepfer, forseti Kielar-háskólans, sendiherra íslands i Þýskalandi og margir fleiri ráðamenn. Grundvöllur nýrrar tón- listarhefðar. Aöalræðuna hélt yfirmaður tón- listardeildar Kielarháskóla, Professor Friedrich Krummacher. Ræddi hann um fjölhæfni dr. Hallgrims og sagði að vinna hans bæði sem fræði- manns, og skapandi jafnt og túlk- andi listamanns hefði lagt grund- völl að nýrri tónlistarhefð á Islandi. Ræðumaðurinn lagði áherslu á tryggð dr. Hallgrims við þjóölegan arf, sem væri grunntónninn i verkum hans. Tónsmiðar hans, með traustu og séreiginlegu höfundarbragði markaðar stileinkennum ný- klassiskrar stefnu, hafi brotið is- inn fyrir möguleika alþjóðlegrar frammúrstefnu 1 tónsköpun. Professor Krummacher benti einnig á, að guðfeður ný- klassisma dr. Hallgrfms hefðu verið þeir Hindemith og J.N. David, en að hefð heimalandsins i söng hefði sett sitt mark á tón- sköpun hans. Um visindastarf dr. Hallgrims sagði prófessorinn að með kerfis- bundinni greiningu á lagaforða rimnakveðskapar, hafi hann lagt fram veigamikinn skerf rann- sókna, sem væntanlega myndu reynast mikilvæg stoð fyrir við- komandi sérfræðinga. Með hljómsveitarstarfi siðan á æsku- árunum og með aðild sinni að stofnun margra félagasamtaka, kóra og útgáfufyrirtækja hafi hann stuðlað verulega að upp- byggingu islenskt músiklifs, auk starfa sinna sem ritstjóri, rithöf- undur, gagnrýnandi og háskóla- prófessor i Evrópu og Ameriku. Þýska blaðið Lubecker Nachrichten segir frá afhendingarathöfninni og vitnar m.a. til ræðu dr. Hallgrims. Dr. Hallgrimur ræðir þar um Jón Leifs, tónskáld, sem lést fyrir 12 árum og segir hann vera braut- ryðjanda og upphafsmann islensks músikskóla. Þá ræddi Hallgrimur um islenska tóniistarhefð og ber hana saman við evrópska, þar sem efnaðar yfirstéttir hafi styrkt list- greinarnar. A Islandi aftur á móti, sagði ræðumaður, var það fólkið sjálft, sem skapaði og túlkaði. ,,Margbrotinn persónu- leiki” Hátiðarathöfninni lauk með þvi,að,,Diie6dener Trio” lék verk eftir dr. Hállgrim, trio fyrir fiðlu, cello og pianó, kammerverk i þremur köflum sérstaklega til- einkaö trióinu, en i þvi eru Gerhard Berge, Helga Rötscher og Hans Werner Rötscher Lubecker Nachrichten segir, að verk þetta sé hlaöið „miklum lifs- krafti og fullt af sjálfstæðri og persónulegri tjáningu.” Lýkur blaðið miklu lofsorði á dr. Hall- grim Helgason — „Tónlistar- manninn úr hánorðri — sem er margbrotinn persónuleiki, og hefur gert garðinn frægan langt út fyrir landsteina heimalands sins” Hlaut dvalarstyrk 1 lok þýsku greinarinnar um afhendingu verðlaunanna er þess getið að á sama tima hafi Guðrúnu Sigrfði Friðbjörnsdótt- ur frá Reykjavik, verið veittur styrkur til námsdvalar i Þýska- landi. Guðrúnu var veittur styrk- urinn að uppástungu dr. Hallgrims sjálfs. Ms Forseti háskólans I Kiel, próf. dr. Gerd Griesser, les upp skrautritað heiðursskjal til handa dr. Hall- grimi við athöfnina i ráðhúsinu I Lubeck. Agúst Guðmundsson, kvikmyndagerðarmaður Ágúst með ðtal lárn í eldinum Agúst Guðmundsson, kvik- myndagerðarmaður, hefur I mörgu að snúast þessa dagana og varla að hann hefði tóm til að segja mér frá öllum þeim járnum, sem hann er með i eld- inum. Frá Eskifirði „Var að koma frá Eskifirði, þar sem við höfum verið að filma barnamynd fyrir sjón- varpið. Sú mynd er hluti af nor- rænnisamvinnu, á’sama hátt og „Saga úr striðinu” var á sinum tima.Handritiðer unnið úrsögu Jónasar Arnasonar, „Undir eggtið” og myndin verður að öllum likindum sýnd á næsta ári. í Borgarfjörð. ,,Er að fara upp i Borgarfjörð, eða öllu heldur upp i Hitardal. Þar er verið að byggja tvo sögu- aldarbæi vegna töku kvikmynd arinnar um Gisla Súrsson. Já við vorum sko búin að leita viða á landinu, einkum á Vestfjörð- um og á Snæfellsnesi. Sagan gerist jú i Haukadal við Arnar- fjörð en þar eru allt orðið fullt af skurðum og staurum. Svo það varð úr að nota Hitardal og þar er nú verið að byggja Hól og Sæ- ból, bæi Gisla og þeirra Þorkels og Þorgrims goða, þar sem drápin fara fram, sem verða til útlegöar Gisla. En útlegðin sjálf verður kvikmynduð i Geirþjófs- firði, sem er viðArnarfjörð. Það er góður dalur. Sögua ldarb ær inir. Það er nú einkum hann Jón Þórisson, sem hefur séð um bæjarbygginguna — samráð eru höfð við ýmsa fræðimenn á þessu sviði. Nei, sögualdarbær- inn i Þjórsárdal, hann er a.m.k. einni og hálfri öld yngri en okk- ar timabil og ýmislegt hafði breyst á þeim tima, t.d. hafði þá bæst við stofa — á timum Gisla var einn stór skáli. Jú, þetta er afskaplega spennandi og erfitt að standa i svona löguöu. Til Noregs með Land og syni. „Annars er ég nú á förum til Noregs, nánar tiltekið til Skien, sem er smábær rétt hjá Oslo. Þar fer fram kvikmyndahátið um næstu helgi, þar sem bió- stjórar alls staðar að i Noregi koma saman til að skoða og kaupa inn myndir til vetrarins. Veistu það, að i Noregi eru flest bióhúsin i eigu bæjarfélaganna, það er dálitið merkilegt. Land og synir veröa sýndir þarna 1. september og búið er að setja norskan texta við myndina — ég er nú dálitið spenntur að vita hvernig þetta gengur i Norð- mennina” sagði Agúst að lokum og þar með var hann hlaupinn til að ná I ferjuna upp á Akra- nes. Ms Stuðmannaplöturnar endurútgefnar - Tvær saman í albúmi og kosta sama og eín Stuðmenn, árið 1976. Steinar hf. hefur nýlega endur- útgefið báðar plötur Stuðmanna, „Sumar á Sýrlandi” og „Tivoli”, en þær komu út á árunum 1975 og 1976. Báðar plöturnar hafa verið ófáanlegar um nokkurt skeið og þvi þótti við hæfi að endurútgefa báðar plöturnar saman i einu al- búmi á fimm ára afmæli fyrri plötunnar. Plöturnar fást fyrir sama verð og ein. Stuðmenn eru óumdeilanlega ein merkilegasta islenska hljóm- sveit siðasta áratugar og plöturn- ar báðar meðal gullkorna islenskrar rokktónlistar. Stuð- menn skipuðu Egill Ólafsson, Þórður Arnason, Tómas Tómas- son, Valgeir Guðjónsson og Jakob Magnússon. —Gsal

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.