Vísir - 11.09.1980, Side 1
Gamla flugstööin á Keflavfkur-
flugvelli.
Kefiavíkurflugvöllur:
Hanna áfram
nýju stöðlna
„Það er unnið áfram aö hönnun
nýrrar flugstöðvarbyggingar á
Keflavikurflugvelli,” sagði Ólaf-
ur Jóhannesson utanrikisráð-
herra er Visir spurði hvort
nokkrar breytingar hefðu orðiö á
þvi máli.
Nýja flugstöðin á aö vera um
sjö þúsund fermetrar að stærð.
Meðal breytinga sem gerðar hafa
veriðfrá upphaflegri áætlun er að
flugstöðvareldhúsið verður i
aðalbyggingunni, en áður var
gert ráö fyrir sérbyggingu fyrir
eldhúsið. Byggingarnefnd
stöðvarinnar mun skila skýrslu
um hönnun hennar i næsta mán-
uöi. —SG
í " "vTö’r æbur nar"vl ö luxemdörgapT ákveönar" " 1
STEINGRlMUR TIL !
i LUX X MffiVIKUUAG I
- viðræðurnar verða aifarlð á ríkisstiórnarplani
„Skýrsla eftirlitsmanna rikisins hefur þvi miður ekki enn borist okkur,
en ég vona þó, að hægt verði að ákveða umræðugrundvöllinn fyrir viðræður
minar við Luxemborgarmenn á rikisstjórnarfundi nú á eftir”, sagði Stein-
grímur Hermannsson, samgönguráðherra, i samtali við blaðamann Visis i
morgun.
Viðræður Steingrims og Luxemborgarmanna fara fram i Luxemborg i
næstu viku, og hafa fundardagarnir verið ákveðnir miðvikudagur og
fimmtudagur, en einnig er gert ráð fyrir að hafa föstudaginn upp á að
hlaupa, ef með þarf.
Að sögn Steingrims er pað
bagalegt, aö skýrslan skuli ekki
liggja fyrir, þvi að timinn sé
naumur og umræðugrundvöll-
urinn veröi að liggja fyrir i siö-
asta lagi á þriðjudaginn.
„Það er gert ráö fyrir þvi, aö
þessar viðræður verði alfarið á
rikisstjórnarplani, en hvort
Flugleiðamenn veröi staddir i
Luxemborg á sama tima, skal
ég ekkert segja um”, sagði
Steingrimur. aðspurður.
Hann sagöist lita svo á, að
Fiugleiðamenn heföu lokið sin-
um viðræðum viö aöila i
Luxemborg, enda hefði félagið
sent tilkynningu þess efnis ti!
yfirvalda þar i landi.
„Það er ekki nema ef út úr
minum viðræðum kæmi eitt-
hvaö jákvætt, að Flugleiðir
kæmu inn i þær aftur”, sagði
Steingrimur.
Milljónatjón varö, þegar bifreiðaverkstæði brann til kaldra kola I Árskógshreppi í gær, og er myndin tekin þegar unnið er að slökkvistarfi. Nánar segir frá brunanum ifrétt
ábaksiöu. Visismynd: JS-Dalvik.
„Undirboð Skipaútgerðarinnar
drepa vðruflutninga á landi”
- seglr Stefán Pálsson, tramkv.slj. Landvara
„Við höfum sent forsætisráð-
hera bréf, af illri nauðsyn, þar
sem við teljum, að með undir-
boðum sé Skipaútgerð rikisins
að drepa niöur alla vöru-
fiutninga á landi”, sagði Stefán
Pálsson, framkvæmdastjóri
Landvara, félags vörubifreiöa-
eigenda á flutningsleiðum, i
samtali við Vfsi. t umræddu
bréfi beinir Landvari þeirri
kröfu til rikisstjórnarinnar, að
málefni þessi veröi þegar tekin
til alvarlegrar umræöu og þvi
svarað, hver sé stefnan i
flutningamálum.
„Þeir hjá Skipaútgeröinni
hafa að undanförnu unnið þrot-
laust aö þvi að fá flutningskaup-
endur úti á landi til að flytja
vörur með skipum félagsins og
hefur orðið töluvert ágengt,
enda hafa þeir undirboðiö
flutningana”, — sagöi Stefán
ennfremur. „Flutningsstarf-
semi þessi er rekin með bull-
andi tapi og Skipaútgerðin fær
ekki krónu upp i flutnings-
kostnaöinn fyrir siglingu með
vöruna, enda gert i trausti þess,
að tapið sé greitt úr ríkissjóði.
Okkur hefur reiknast til, að
rikissjóöur greiði um 20 þúsund
krónur með hverju tonni að
meðaltali, sem Skipaútgerðin
flytur. En meö þessu teljum viö,
aö þaö sé visvitandi verið aö
drepa þá niöur, sem annast
skipulagsbundna flutninga með
bilum”, sagöi Stefán.
Stefán sagöi, að vöru-
flutningabilar hefðu um árabil
veitt flestum byggðarlögum
veigamikla þjónustu og tryggt
reglubundnar feröir til og frá
Reykjavik. Hefðu flutningsað-
ilar fjárfest i dýrum vöru-
flutningabifreiðum og byggt
vöruafgreiðslur bæði i Reykja-
vik og i heimabyggöum sinum,-
vegna verðlagsþróunar og verö-
lagshafta hefði reksturinn stað-
ið i járnum. Afkomumöguleikar
heföu einkum veriö tryggöir
með flutningum á stærri vöru-
tegundum, vegna undirboða
Skipaútgeröarinnar heföu
margir flutningsaðilar færst
yfir á skipin. Viö það hefði
rekstrargrundvöllur bifreiðaút-
geröar nokkurra aöila i Land-
vara brostiö og fyrirsjáanlegt,
að þeir muni hætta flutningum
aö óbreyttu ástandi. —Sv.G.