Morgunblaðið - 30.05.2002, Side 25

Morgunblaðið - 30.05.2002, Side 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2002 25 STJÓRNVÖLD víða um heim, með- al annars á Vesturlöndum, hafa skert mannréttindi í nafni þjóðarör- yggis og baráttunnar gegn hermd- arverkastarfsemi eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september, að því er fram kemur í nýrri árs- skýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International. Stjórnvöld eru þar sögð hafa sett lög, sem skerði mannréttindi, aukið hlutverk herja sinna og kynt undir kynþáttafordómum. Þótt ríkis- stjórnirnar hafi gagnrýnt mannrétt- indabrot óvina sinna, einkum talib- anastjórnarinnar fyrrverandi í Afganistan, gefi þær mannréttinda- brotum bandamanna sinna engan gaum. Í skýrslunni segir að mörg ríki, þeirra á meðal Bandaríkin og Bret- land, hafi sett lög eftir 11. sept- ember þar sem nýir glæpir séu skil- greindir, bannað samtök og fryst eignir þeirra og skert borgaraleg réttindi. Nokkur ríkjanna, meðal annars Jórdanía, Indland og Suður- Kórea, hafi notað skilgreiningar á hryðjuverkastarfsemi sem séu „hættulega víðar og óskýrar“. Kynt undir útlendingahatri Irene Khan, framkvæmdastjóri Amnesty International, segir það ekkert nýtt að ríkisstjórnir vilji skerða mannréttindi í nafni öryggis- hagsmuna. „Breytingin felst hins vegar í því að það eru ekki alræð- isstjórnir heldur rótgróin lýðræðis- ríki sem eru nú í fararbroddi í því að setja ströng lög til skerða borg- araleg réttindi í nafni þjóðarörygg- is.“ Stjórnvöld í nokkrum ríkjum hafa skert réttindi útlendinga með það að markmiði að vernda eigin borg- ara, að sögn Amnesty. Þau hneigj- ast til þess að líta á útlendinga, einkum flóttamenn og fólk sem ósk- ar eftir hæli, sem hugsanlega hryðjuverkamenn. „Alið er á tor- tryggni meðal almennings og það kyndir undir kynþáttafordómum, útlendingahatri, umburðarleysi og ofbeldi.“ „Ráðist var á menn í Bandaríkj- unum, Kanada, Vestur-Evrópu, löndum í Asíu og Afríku, ekki vegna þess sem þeir gerðu, heldur vegna þess sem þeir voru; einfaldlega vegna þess að þeir voru múslímar, arabar eða Asíubúar, eða litu aðeins út fyrir að vera það.“ Amnesty sakar einnig stjórnvöld á Vesturlöndum um tvískinnung. Þau hafi fordæmd mannréttinda- brot gagnvart konum í Afganistan þegar talibanar voru þar við völd en þagað yfir undirokun kvenna í lönd- um eins og Sádi-Arabíu. „Þeir sem fordæmdu mannréttindabrot í Írak mótmæltu ekki mannréttindabrot- um rússneskra hermanna í Tsjetsjníu.“ Í skýrslunni segir að mörg ríki séu nú farin að vefengja alþjóðlega sáttmála, svo sem um meðferð fanga, og skírskotaði meðal annars til aðstæðna meintra talibana og al- Qaedaliða sem haldið er í banda- rískri herstöð á Kúbu. „Meðferðin á föngum í Guantanamo virðast hafa orðið til þess að stjórnvöld í nokkr- um ríkjum telji að ómannúðleg með- ferð á föngum sé nú álitin viðun- andi.“ Mannréttindi skert í nafni þjóðaröryggis Stjórnvöld á Vesturlöndum sæta gagnrýni í ársskýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International London. AFP. TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, skipaði í gær Alist- air Darling samgönguráðherra en Stephen Byers, sem gegndi því embætti, sagði af sér í fyrra- dag. Við af Dar- ling, sem farið hefur með at- vinnu- og eftir- launamál, tek- ur Andrew Smith en hann hefur gegnt ráð- herraembætti í fjármálaráðu- neytinu. Eftirmaður hans þar er Paul Boateng og er hann fyrsti blökkumaðurinn til að gegna ráðherraembætti í Bret- landi. Darling, sem er tæplega fimmtugur að aldri, er sagður náinn bandamaður Gordons Browns fjármálaráðherra en hann vill aftur fara hægar í sak- irnar varðandi evruaðild en Blair. Er þess beðið með nokk- urri eftirvæntingu hvernig Darling reiðir af í starfinu en það er ekki talið mjög öfunds- vert, einkanlega vegna ástandsins á bresku járnbraut- unum. Darling nýr sam- göngu- ráðherra London. AFP. Alistair Darling

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.