Morgunblaðið - 30.05.2002, Qupperneq 39
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2002 39
MARGIR Íslendingar muna þá tíð
þegar farið var með farþegaskipi til
Evrópu, með Gullfossi eða Heklunni,
afslöppun í þægilegu umhverfi þar
sem farþegar gátu viðrað sig á sól-
dekki í sjávarloftinu, notið veitinga
og góðrar þjónustu um borð. Sofið í
þægulegum klefum meðan skipin
liðu áfram á öldum hafsins. Hvern
þyrstir ekki í að þetta gæti orðið að
veruleika á ný?
Það var því afar ánægjulegt að
vita til þess að Katrín Fjeldsted
skyldi vekja þetta mál upp á Alþingi,
þá að merkilegt að engar undirtektir
skuli vera af hálfu annarra þing-
manna.
Um alllangt skeið hefur erlent
skipafélag siglt frá Færeyjum til
Austfjarða yfir hásumarið, en þar er
um erlent skipafélag að ræða þar
sem allar ákvarðanir um siglingar
eru teknar erlendis, og þar hafa ís-
lensk yfirvöld ekkert að segja, nema
kosta móttökuaðstöðu, hve lengi og
hvernig þeim siglingum er og verður
háttað er alfarið í höndum Færey-
inga, og byggist á þeirra áætlunum.
Við Íslendingar eigum að eiga
okkar ferju og farþegaskip, sem siglt
gæti allan ársins hring, með breyti-
legu rekstrarplani, þar sem yfir
sumarið yrði siglt frá Reykjavík
vikulega til austurstrandar Bret-
lands, þaðan til Hollands eða Norð-
ur-Þýskalands, þarna er gert ráð
fyrir ekjuskipi með farþegarými og
sölum sem gerði ferðir áhugaverðar,
skip sem hefði siglingahraða um 20
sml á klst, með vikulegar ferðir til
áðurnefndra staða. Þannig sparaðist
mikill akstur innanlands til Aust-
fjarða,og langur akstur frá Hirtshals
eða Bergen.
Miðað við að fjölskylda fari með
bíl sinn og eyði sínu fríi í Suður-Evr-
ópu, u.þ.b. 3 vikum, með skipi frá
Reykjavík til Mið-Evrópu tæki ferð
til Suður-Evrópu um 4 daga hvora
leið og hafi þar með 13 daga til ráð-
stöfunar í fríi.En með ferju frá Aust-
fjörðum til Danmerkur að meðtöld-
um akstri frá Rvík til Austfjarða
tæki þessi ferð 6 daga hvora leið þá
hafi sama fjölskylda eingöngu 9 daga
til ráðstöfunar á áfangastað.
Á vetrum gæti þetta skip með auk-
inni nýtingu siglt með flutningabíla
og gáma fram og til baka.
Þar gætu útflutningsfyrirtæki og
fiskvinnslustöðvar sent afurðir sínar
á markað með eigin bílum, og nýtt þá
í bakaleið til innflutnings á vörum til
eigin nota og annarra. Þarna eru
miklir möguleikar á lækkun flutn-
ingskostnaðar með kældar vörur,
s.s. ferskan fisk og fiskafurðir, svo
og ferskt grænmeti og ávextir í bíl-
um með hita- og kælibúnað.
Þá er möguleiki á svokölluðum
innkaupaferðum, þar sem innkaup
gætu átt sér stað í fleiri en einni
borg. Þar yrði hver ferð með lengri
viðverum í hverri höfn fyrir sig, og
gætu verið 10–14 daga ferðir. Þar
gæti verið um að ræða ferð til Ed-
inborgar og/eða New-
castle, Amsterdam/
Rotterdam og Ham-
borgar, þar sem svona
ferð væri í senn inn-
kaupaferð og afslöppun
á haustmánuðum. Ekki
má gleyma því öryggi
sem þessu fylgir, s.s ef
flug legðist af tíma-
bundið af einhverjum
ástæðum sem gætu
verið s.s.í líkingu við
það sem gerðist í New
York og Washington
11. sept sl.
Í dag hvílir allur okk-
ar farþegaflutningur
frá Íslandi á einum þræði eins og
Katrín nefndi réttilega, sem er Flug-
leiðir, hvað ef það leggst niður, Eim-
skip með farþegarými fyrir 4 far-
þega á tveggja vikna
fresti.
Ferja u.þ.b. 120 til
150 metra löng kostar
sitt, en nýtist allt árið
þar sem við sjálfir Ís-
lendingar tökum
ákvörðun um tilhögun
þess. Nýja ferju-
bryggjan á Seyðisfirði
kostaði mikið en nýtist
aðeins nokkra mánuði
á ári. Það hlýtur að
verða að vera for-
gangsverkefni stjórn-
valda að tryggja að
ferju- og farþegasigl-
ingar verði hafnar á ný
frá Reykjavík til Evrópu í samvinnu
við Eimskip eða Samskip eða ein-
hverja þá aðila sem hefðu til þess
burði og áhuga enda verði verkefnið
styrkt fyrstu árin til þess að tryggja
framgang þess. Þetta myndi auka
verulega straum farþega sem fara
fram á þægindi um borð, sem ekki
eru fyrir hendi í þeirri erlendu ferju
sem stundar sumarsigliningar og er
okkar eina sjóleið frá Íslandi í dag.
Með þessu er ég ekki að kasta rýrð á
ferjusiglingar Færeyinga til Aust-
fjarða, en eingöngu að bæta við þess-
um möguleika, og að tryggja sigling-
ar allt árið, og þar með þá möguleika
sem felast í sjóleiðinni til Evrópu. Ég
vil hvetja alla alþingismenn til þess
að veita þessu framtaki Katrínar
Fjeldsted brautargengi. Katrín
Fjeldsted reifaði þetta svo vel í grein
sinni sem birtist í Mbl. 24. febrúar sl.
Og á hún þar miklar þakkir skilið.
Sjóleiðin
til Evrópu
Guðjón Jónsson
Siglingar
Við Íslendingar, segir
Guðjón Jónsson, eigum
að eiga okkar ferju og
farþegaskip, sem siglt
gæti allan ársins hring.
Höfundur er fyrrverandi
skipstjórnarmaður.
M O N S O O N
M A K E U P
lifandi litir