Morgunblaðið - 30.05.2002, Side 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2002 65
MYNDIN heitir P.S., er hálftíma
löng og höfundur hennar er Árni
Ólafur Ásgeirsson, íslenskur kvik-
myndagerðarmaður sem stendur á
þrítugu. En í Cannes er myndin sögð
pólsk. Ástæðan? Árni stundaði nám
við Pólska kvikmyndaskólann í
Lodz, myndin er útskriftarverkefni
hans, fjármögnuð af skólanum, allt
samstarfsfólkið pólskt, að undan-
skildum leikmyndahönnuðinum
Eggerti Ketilssyni, og myndin er á
pólsku. Hún er í hópi 16 stuttmynda
sem taka þátt í sérstakri skóla-
myndakeppni sem heitir Cinéfonda-
tion og hefur verið við lýði síðan
1998. Fyrstu verðlaun í keppninni
eru peningaverðlaun að verðmæti
rúmlega 1,2 milljóna króna, önnur
verðlaun 960 þúsund krónur og þar
að auki skuldbindur hátíðin sig til
þess að sýna fyrstu mynd sigurveg-
arans í fullri lengd. Og það er dóm-
nefnd skipuð valinkunnum kvik-
myndagerðarmönnum, með Martin
Scorsese í broddi fylkingar, sem vel-
ur sigurmyndina.
Árni sendi mynd sína inn í febrúar
og var hún valin úr hópi einna 750
sem sendar voru inn. Myndin er orð-
in ársgömul og hefur þegar verið
sýnd í kvikmyndahúsi á Íslandi.
„Cannes er fyrsta hátíðin sem ég
sendi myndina á og þessi tilnefning á
örugglega eftir að greiða leið hennar
á aðrar enda verða útsendarar frá
þeim viðstaddir sýninguna,“ segir
Árni í samtali við blaðamann í garði
Norrænu kvikmyndastofnananna, á
annarri hæð húsbyggingar sem
stendur við La Croisette breiðgöt-
una í Cannes.
Árni brautskráðist sem kvik-
myndagerðarmaður frá Pólska kvik-
myndaskólanum síðasta vor, eftir
fimm ára nám. „Ég byrjaði í skól-
anum 1995. Fyrsta árið nam ég
pólsku og kvikmyndagerðarnámið
varði í fjögur ár.“
Í sama skóla og Kieslowski
og Polanski
– Hvers vegna Pólski kvikmynda-
skólinn?
„Ævintýraþrá. Mig langaði í aust-
urátt, til að kynnast nýju fólki. Hafði
kynnt mér skólann, leist vel á og sótt
því bara um.“
– Hafa einhverjir nafntogaðir
kvikmyndagerðarmenn stundað þar
nám?
„Já, Kieslowski og Polanski m.a.“
– Var inntökupróf í skólann?
„Já ég sendi inn fyrstu stuttmynd
sem ég gerði ásamt félaga mínum
Róberti Douglas (Íslenski draumur-
inn). Hún hét Gaddavír í gelgjunni
og fékk á sínum tíma 3. verðlaun á
Stuttmyndadögum í Reykjavík. Ég
var alveg pottþéttur á því að skóla-
yfirvöld myndu falla fyrir þessari
snilld en þau rifu hana gjörsamlega í
tætlur. Ég var þó tilbúinn að viður-
kenna mistökin og það réð trúlega
úrslitum um að mér var boðin inn-
ganga í skólann samt sem áður.“
– Hvernig var að búa í Póllandi?
„Ég bjó í Lodz sem er milljón
manna borg, sú næststærsta í Pól-
landi á eftir Varsjá. Hún er iðnaðar-
borg og hafði upp á voðalega lítið að
bjóða þegar ég kom þangað fyrst. Þá
voru t.d. bara tvö kaffihús þar, sem
voru ekki einu sinni þétt setin því
fólk fór yfirhöfuð voðalega lítið út úr
húsi. Síðan þá hefur borgin skánað
mjög mikið.“
– En þú hefur samt ekkert hugsað
þér að setjast þar að til frambúðar?
„Nei, borgin hefur ekkert upp á að
bjóða eftir að náminu lýkur. Það fara
allir til Varsjár en mig langaði ekki
þangað. Ég er fluttur heim.“
Draumur og Maður
– Um hvað fjallar svo P.S.?
„Hún er mynd um unga pólska
konu sem hefur búið í Lundúnum í
tvö ár og hefur ákveðið að ganga að
eiga breskan mann. En áður verður
hún að snúa aftur til heimalandsins, í
litla þorpið sem hún ólst upp í til að
uppfylla fjölskylduhefð sem er í því
fólgin að allar konur í fjölskyldunni
hafa gifst í sama brúðarkjólnum. Svo
kemur í ljós hvers vegna hún fór og
hún neyðist til að gera upp fortíð
sína.“
– Þú átt handritið einn eða hvað?
„Já en ég naut mikillar aðstoðar
aðalkennara míns Andrzej Mellin
sem er minn lærifaðir. Hann kenndi
mér allan grunninn á fyrsta ári og
síðan valdi ég hann til að leiðbeina
mér við gerð lokaverkefnisins.“
– Hefur hann átt marga nemendur
sem náð hafa þessum árangri?
„Nei, þetta er fyrsta myndin sem
kemst til Cannes sem hann er list-
rænn leiðbeinandi að en Pólski kvik-
myndaskólinn hefur samt átt full-
trúa í Cinéfondation-keppninni öll
árin sem hún hefur verið haldin.“
– Eru allir þátttakendur í mynd-
inni nemendur í skólanum?
„Nei, nei. Leikararnir eru allir at-
vinnuleikarar. Reyndar voru aðal-
leikararnir í sama skóla og ég en auk
þeirra lék í myndinni eldri kona sem
er búin að vera í bransanum í 30 ár.“
Kvikmyndagerð er hópvinna
– Hvað gerist svo næst hjá þér?
„Í haust er ég að fara að gera
stuttmynd í Danmörku fyrir danskt
fyrirtæki og svo er ég farinn að
skrifa handrit að mynd í fullri lengd
ásamt skólafélaga mínum úr Pólska
kvikmyndaskólanum, Denijal Has-
anovic.“
– Það á vel við þig að skrifa með
öðrum.
„Já, nú orðið get það bara ekki
einn, missi hreinlega geðheilsuna ef
ég sit einn lengur en í tíu daga fyrir
framan tölvu. Þess vegna verð ég að
hafa einhvern með mér. Við Hasan-
ovic erum reyndar að vinna tvö
handrit saman í einu, eitt fyrir mig
og eitt fyrir hann og við skiptumst á
að skrifa þau og eyðum viku í hvort.
Það virkar mjög vel.“
– Eftir nám í Póllandi er stílinn
þinn þá ekki afgerandi pólskur?
„Pólska kvikmyndahefðin er nátt-
úrlega mjög sterk, en grundvallar-
heimspeki hennar er að maður verð-
ur að geta sagt sögur með myndum.
Í skólanum megum við til dæmis
ekki búa til myndir með tali fyrstu
tvö árin. Spennan felst ekki í hvað
leikarinn segir heldur hvað hann
gerir á meðan hann segir það. Þetta
gerir pólsku hefðina mun mynd-
rænni en t.d. þá bresku sem á rætur
sínar að rekja til leikhússins og bók-
menntanna.“
Árni Ólafur Ásgeirsson á mynd í stuttmyndakeppni í Cannes
P.S. frá Póllandi
Árni Ólafur Ásgeirsson nam kvikmyndagerð í Póllandi og nú er út-
skriftarverkefni hans, stuttmyndin P.S., tilnefnd til verðlauna í sér-
stökum skólamyndaflokki í Cannes. Skarphéðinn Guðmundsson
kynntist þessum efnilega kvikmyndagerðarmanni nánar í Cannes.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Árni Ólafur Ásgeirsson í veðurblíðunni á kvikmyndahátíðinni í Cannes.
skarpi@mbl.is
Sýnd kl. 6, 8 og 10. Vit 384.
Stærsta
bíóupplifun
ársins er
hafin!
1/2 kvikmyndir.is
1/2 kvikmyndir.com
Tímaritið Sánd
SV Mbl
Hasartryllir ársins
kvikmyndir.is
Sýnd kl. 8 og 10. Vit 377.B.i 16.
kvikmyndir.is
Sýnd kl. 6. Ísl tal. Vit 358.
150 kr. í boði VISA ef greitt er með VISA kreditkorti
Sýnd kl. 6. Vit 379.Sýnd kl. 8. Vit 367
Mögnuð margverðlaunuð mynd í anda PulpFictionsem er það
ófyrirsjáanleg að það er hreint unum að horfa á hana.
Sýnd kl. 7.15.
B.i. 12. Vit 335.
Sýnd kl. 7, 8.30 og 10.
Stranglega bönnuð innan 16. Vit 381.
Sýnd kl. 6.55.
B.i. 16.Vit nr. 360.
DV
ÓHT Rás 2
DV
Kvikmyndir.is
Mbl
Kvikmyndir.com
The
ROYAL TENENBAUMS
Sýnd kl. 9.30.
Vit 337.
Hverfisgötu 551 9000
Sýnd kl. 5.30,
8 og 10.30. B.i. 10.
1/2kvikmyndir.is
1/2RadióX
kvikmyndir.com
DV
Yfir 35.000
áhorfendur!
fi 42.
f !
SándStærsta
bíóupplifun
ársins er
hafin!
1/2 kvikmyndir.is
1/2 kvikmyndir.com
Tímaritið Sánd
SV Mbl Rás 2
Sýnd kl. 5, 8 og Powersýning kl. 10.40. B. i. 10.
www.regnboginn.is
Sýnd kl. 6. Ísl. tal.
SV Mbll
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
SV Mbl
HK DV
Sýnd kl. 10.30. B. i. 16.
Yfir 25.000
áhorfendur
Power-
sýning
kl. 10.40