Morgunblaðið - 30.05.2002, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 30.05.2002, Qupperneq 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga MUNUR á hæsta og lægsta verði körfu með um það bil 35 tegundum af grænmeti og ávöxtum er 88%, sam- kvæmt nýrri verðkönnun ASÍ. Bónus er með lægsta verðið og hæsta verðið er í Sparkaupum á Seyðisfirði. Bónus er eina verslunin þar sem karfan kostar undir 2.000 krónum, eða 1.799 krónur. Sparkaup.is kemur næst, en þar kostar karfan 2.151 kr., eða 20% meira en í Bónus. Nettó er í þriðja sæti, þar kostar karfan 2.205 krónur, og er munurinn því 23% í samanburði við Bónus. Karfan í Krónunni kostar 2.297 krónur, sem er 28% meira en í Bónus. Karfan kostar undir 2.500 krónum í fimm verslunum, það er fyrrgreindum fjór- um búðum og Kaskó í Keflavík, þar sem hún kostar 2.381 krónu. Dýrasta karfan í könnuninni var í Sparkaup- um á Seyðisfirði, þar sem hún kostaði 3.388 krónur, samkvæmt niðurstöð- um ASÍ. Verðlagseftirlit ASÍ fram- kvæmdi verðkönnun á 62 tegundum á grænmeti og ávöxtum og hnetum á öllu landinu 24. apríl síðastliðinn og er verð í fyrsta skipti vegið eftir neyslu á viðkomandi tegundum, sam- kvæmt skiptingu Hagstofu, segir ASÍ. Verð var kannað í Bónus Holta- görðum og á Ísafirði, 10–11 í Glæsibæ og á Akureyri, Nýkaupum í Kringl- unni, Hagkaupum í Skeifunni og á Akureyri, Krónunni í Skeifunni og á Selfossi, Nóatúni í Nóatúni og í Keflavík, 11–11 á Laugavegi og í Vestmannaeyjum, Nettó í Þöngla- bakka og á Akranesi, Sparkaupum í Stigahlíð og á Seyðisfirði, versluninni Strax í Hófgerði og á Siglufirði, Spar- verslun.is í Bæjarlind, Samkaupum við Miðvang og á Egilsstöðum, Fjarð- arkaupum í Hafnarfirði, Úrvali á Dal- vík og á Húsavík, Kjarvali í Hvera- gerði og í Vík í Mýrdal, Kaskó í Keflavík, Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðárkróki og KÁ á Selfossi. Fjarðarkaup 11% ódýrari en Hagkaup Ávaxta- og grænmetiskarfan kost- ar frá 2.503 krónum og upp í 2.900 krónur í sex verslunum. Er þar um að ræða Fjarðarkaup, Úrval, Hagkaup, Samkaup Hafnarfirði, 10–11 og KÁ á Selfossi. „Fjarðarkaup og Hagkaup hafa lengi barist á Stór-Reykjavíkur- svæðinu og er munurinn þar á milli 11%, Fjarðarkaupum í hag. Karfan í Fjarðarkaupum kostar 2.503 en 2.702 í Hagkaupum,“ segir ASÍ. Níu verslanir eru í dýrasta flokkn- um, þar sem karfan kostar 2.900 krónur eða meira, og er um að ræða verslanirnar Nóatún, Kaupfélag Skagfirðinga á Sauðárkróki, Sam- kaup á Egilsstöðum, 11–11, Kjarval, Strax, Sparkaup í Stigahlíð og Spar- kaup á Seyðisfirði. Fimmtán prósent- um munar á dýrustu og ódýrustu versluninni í þessum flokki. Nýkaup var enn starfandi þegar könnunin var gerð og kemur fram að karfan hafi mælst 12% dýrari þar en í Hagkaupum, sem tekið hafi við af Nýkaupum. Sú breyting virðist því neytendum í hag. Borið var saman verð milli versl- ana í sömu verslanakeðju á tveimur mismunandi stöðum að þessu sinni og mældist marktækur munur á verði hjá Samkaupum Hafnarfirði og á Eg- ilsstöðum en þar munar 322 krónum á körfunni, eða 12%. Munurinn á Sparkaupum í Stigahlíð og á Seyð- isfirði er nokkru minni, 234 krónur, eða 7%. Er verð í báðum tilfellum hærra úti á landi. ASÍ gerir verðkönnun á ávöxtum og grænmeti í 18 verslunum víða um land Um 88% munur er á hæsta og lægsta verði  Verðkönnun /28–29 BOÐAÐ verður til hluthafafundar í SR-mjöli hf. í kjölfar kaupa Síld- arvinnslunnar hf. í Neskaupstað og Samherja hf. á Akureyri á ráð- andi hlut í félaginu fyrr í vikunni. Síldarvinnslan og Samherji eign- uðust fyrr í vikunni samtals tæp- lega 42% í félaginu, Síldarvinnslan um 29% hlut og Samherji hf. tæp 13%. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að orðið hefði samkomulag um að boða til hluthafafundar í SR-mjöli eftir eignarhaldsbreytingarnar, en end- anleg dagsetning lægi þó ekki fyr- ir. Þorsteinn Már segir ljóst að fiskmjölsverksmiðjum hér á landi eigi eftir að fækka í nánustu fram- tíð. „Það eru mjög margar bræðslur á Íslandi miðað við ná- grannalöndin. Þeim fylgir mjög dýr endurnýjun á búnaði og við- hald er sömuleiðis mjög kostnað- arsamt. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að verksmiðjunum muni fækka og þær sem eftir verði muni stækka. Ég er hins vegar ekki tilbúinn til að segja til um það á þessu stigi málsins hvaða verk- smiðjum verður lokað.“ Sterk eignarhaldstengsl Síldarvinnslan og Samherji tengjast sterkum eignarhalds- böndum. Fjórir hluthafar eiga meira en 10% hlutafjár í Síldar- vinnslunni, en þeir eru Snæfugl ehf., sem á 18,86% hlut, Burðarás ehf., sem á 18,05% hlut, og Sam- vinnufélag útgerðarmanna, sem á 15,8% hlut. Samherji keypti í gær hlutabréf í Síldarvinnslunni fyrir um 38 milljónir króna að nafnverði og á því nú um 16,3% hlut í félag- inu. Fimmti stærsti hluthafi Síld- arvinnslunnar er Kaldbakur fjár- festingarfélag hf., sem á 5,7% hlut. Samherji á ríflega helmingshlut í Snæfugli og um 17% hlut í Kald- baki. SR-mjöl hefur á undanförnum árum fjárfest mikið í útgerðar- félögum til að tryggja fyrirtækinu hráefni og kvótastaða félagsins í uppsjávartegundum hefur aukist mikið í kjölfar þessara fjárfest- inga. Fyrirtækið ræður nú beint eða óbeint yfir um 11% loðnukvót- ans, rúmum 20% kolmunnakvót- ans, 12% kvótans í norsk-íslensku síldinni og ríflega 4% kvótans í Ís- landssíld. Með ráðandi hlut í SR- mjöli má því ætla að Síldarvinnsl- an og Samherji, sem fyrir voru tvö af öflugustu uppsjávarútgerðarfyr- irtækjum landsins, ráði nú beint eða óbeint yfir mjög stórum hluta af veiðiheimildum í uppsjávarfiski. Hluthafafundur verður haldinn hjá SR-mjöli  Síldarvinnslan/C1 KYLFINGAR landsins flykkjast nú út á golfvelli til að sýna tilþrif á teigum og flötum á gaddaskóm með kylfur sínar af öllum gerðum. Golf- íþróttin er ein útbreiddasta íþróttin í heiminum og nýtur gríðarlegra vinsælda á Íslandi, enda eru góðir vellir víða. Kylfingarnir, sem voru á Graf- arholtsvelli, nutu sín til hins ýtrasta, léttklæddir í ágætisveðri en ekki fylgdi sögunni hvort og þá hver þeirra hafi verið undir vallarpari og þaðan af síður hvort púttarinn hafi verið að ná erni eða skolla. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Púttað í Grafarholti TILKYNNT var í gær að Ólafur Stefánsson, handknattleiksmaður hjá Magdeburg, hafi verið kjörinn besti leikmaður þýsku deilda- keppninnar ann- að árið í röð af þjálfurum og fyrirliðum liða í úvalsdeildinni þar í landi en einnig taka landsliðsþjálf- arar Þjóðverja í karla- og kvennaflokki þátt í valinu. Líkt og í fyrra hafði Ólafur nokkra yfirburði í kjörinu en á eftir honum komu tveir fremstu handknattleiksmenn Svía, Stefan Lövgren og Peter Gentzel. Það er þýska handknatt- leikstímaritið Handball Magazin sem stendur fyrir valinu og þykir nafnbótin vera mesti heiður sem handknattleiksmanni hlotnast í Þýskalandi ár hvert. Ólafur var hógværðin uppmáluð þegar Morgunblaðið náði tali af honum í gærkvöldi, þar sem hann var staddur í Grikklandi í æfingabúð- um með íslenska landsliðinu. „Þetta hjálpar manni ekkert í leikjum,“ sagði Ólafur sem þá hafði nýlokið við að skora ellefu mörk í 28:25 sigri Íslendinga á Grikkjum í vináttulandsleik í bænum Kolindros skammt frá Saloniki í Grikklandi. Vildi sem minnst úr þessu gera og sagðist hafa heyrt af þessari niðurstöðu fyrir hálfum mánuði. Enginn ann- ar íslenskur handknattleiksmaður hefur hlotið þessa nafnbót. Ólafur bestur annað árið í röð Ólafur Stefánsson  Ólafur Stefánsson bestur / B1 FYRIRHUGAÐ er að opna þrjár til fjórar verslanir í nýrri verslanakeðju á lágvöruverðsmarkaði á höfuðborg- arsvæðinu í sumar, með áherslu á sérvöru og matvöru. Matthías Sig- urðsson, fyrrverandi framkvæmda- stjóri Nóatúns, stendur á bak við verslanakeðjuna, ásamt fleiri at- hafnamönnum. Að sögn Matthíasar verður í versl- ununum kynnt ný viðskiptahugmynd á íslenskum markaði og þannig sé samkeppni ekki beint að einstökum verslunum sem fyrir eru á markaðn- um. Hann segir að viðbrögð mark- aðarins og viðtökur viðskiptavina muni ráða endanlegum fjölda versl- ana. Verslanakeðjan verður rekin í samvinnu við erlenda verslanakeðju, sem byggist á svipuðum hugmynd- um, en Matthías vill ekki upplýsa að svo stöddu hver hún er. Hann segir að málin skýrist á næstu vikum og að fyrstu verslanirnar verði opnaðar fyrrihluta sumars. Ný verslana- keðja opnuð í sumar GENGI bréfa deCODE, móður- félags Íslenskrar erfðagreiningar, lækkaði um 27 sent á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær, eða um 4,65%, og stendur hluturinn í 4,65 Bandaríkjadölum og hefur aldrei farið lægra. Lægst fór gengi bréf- anna í 4,44 dali á hlut í gær. Fyrir daginn í gær var lægsta gengi bréfa í deCODE 4,78 dollarar á hlut en á síðustu 12 mánuðum hefur gengið farið hæst í 15,15 dollara á hlut. Gengi deCODE aldrei lægra ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.