Morgunblaðið - 25.06.2002, Side 24

Morgunblaðið - 25.06.2002, Side 24
UMRÆÐAN 24 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÓHÆTT er að segja að fylgis- mönnum Falun Gong hafi tekist að vekja athygli þjóðarinnar á málstað sínum í tengslum við opinbera heimsókn forseta Kína hingað til lands og hafa margir sýnt þeim stuðning með ýmsum hætti. Ástæða er þó til að gera fáeinar athuga- semdir við málflutning talsmanna Falun Gong í íslenskum fjölmiðlum undanfarið. Talsmennirnir hafa ítrekað neitað því að hér sé um trúarbrögð að ræða og virðast margir Íslendingar jafnvel halda að starf- semin snúist nær ein- göngu um fáeinar frið- samlegar leikfimi- æfingar á almanna- færi. Þegar betur er að gáð kemur hins vegar í ljós að hug- myndafræðin að baki qigong-æfingunum eins og þær eru út- færðar af Falun Gong er trúarleg, enda mik- ið til grundvölluð á kenningum búddhismans um karmalögmálið, endurholdgun og mikilvægi uppljómunar auk þess sem mikið er gert úr áhrifum illra anda allt í kringum okkur, ekki síst hjá þeim sem náð hafa einhverjum árangri með æfingunum. Markmiðið er að vinna bug á karmanu og efla „supernormal“ hæfileika iðkendanna og gong-kraft þeirra til að þeir verði bæði heil- brigðari og gáfaðri. Um leið og iðk- andinn öðlast nægilegan gong-kraft og nær ákveðnum siðferðilegum styrk hefur hann hlotið uppljómun og líkami hans náð fullkomnun. Sjúkdómar eru þá sagðir hverfa vegna þess að orkan í líkamanum lagfæri allt sem hún nái til og sið- ferðisstyrkurinn eyði karmanu. Li Hongzhi, stofnandi hreyfing- arinnar og leiðtogi hennar, hafnar því að Falun Gong teljist til búddh- ismans þar sem qigong sé ekki iðk- aður innan hans. Qigong eigi þvert á móti rætur að rekja til forsögu- legra menningarsamfélaga og hafi skilað sér til nútímans fyrir tilstilli ýmissa skóla búddha, þ.e. uppljóm- aðra einstaklinga. Það qigong sem Li boðar er sagt runnið frá einum slíkum leynilegum búddhaskóla, en hann segist hafa viljað opinbera það í aðlöguðu formi almenningi til vel- farnaðar. Þeir sem iðki Falun Gong njóti verndar Lis þar sem Fashen (lögmálslíkami hans) fylgi þeim þar til þeir hljóti sjálfir uppljómun. Kröfur eru gerðar um að iðkend- urnir helgi sig Falun Gong ein- göngu því að það bjóði hættunni heim að leita samtímis á önnur mið. Auðvitað er það skilgreiningar- atriði hvað felst í trúarhugtakinu. Það þarf hins vegar að skilgreina það ansi þröngt til að Falun Gong flokkist ekki sem trúarhreyfing og er þá raunar vandséð hvort nokkur slík hreyfing sé til. Í rauninni er Falun Gong nýtrúarhreyfing með dultrúarívafi sem einkum á rætur að rekja til mahayana búddhismans enda hafa trúarbragðafræðingar flokkað hana undir hann. Talsmenn Falun Gong hafa sömu- leiðis neitað því að þeir hafi eitthvað á móti læknavísindum. Vissulega er læknavísindunum ekki hafnað undir öllum kringumstæðum en rit hreyf- ingarinnar eru engu að síður nei- kvæð í garð þeirra og segja þau standa fornum kínverskum lækn- ingum langt að baki. Li Hongzhi segir t.d. í ritinu Falun Gong að læknavísindin hafi ekki enn áttað sig á því að ástæðuna fyrir sjúk- dómum sé að finna í karma hvers einstaklings en æfingar Falun Gong geti unnið bug á rót þeirra. Þeir sem öðlist nægilegan siðferðilegan styrk við iðkunina verði ekki framar sjúkir nema því aðeins að þeir þurfi skyndilega að greiða fyrir misgjörð- ir sínar úr þessu eða fyrri lífum en sjúkrahúsin eru þá oftast ófær um sjúkdómsgreiningu, enda ekki um raunverulega sjúkdóma að ræða heldur aðeins skammvinna prófraun á staðfestu viðkomandi einstaklings. Li bætir því ennfremur við að lyfja- notkun samhliða iðkuninni sé aðeins til marks um trúarskort á lækn- ingamætti hennar. Þeir sem trúi því að iðkunin geti unnið bug á sjúkdómum geti því óhræddir hætt lyfjaneyslu, enda sé trúin forsenda árang- urs. Í sama riti segir Li t.d. frá roskinni konu úr hreyfingunni sem var á leið á námskeið hjá honum en varð þá fyrir bíl á mikilli ferð og dróst með honum marga metra. Í stað þess að viðurkenna meiðsl sín og leita til læknis ákvað konan að fara rakleiðis á nám- skeiðið, enda hefði ástæða slyssins verið karma hennar og eftirmálinn yrði enginn ef hún sætti sig við það. Ef konan hefði hins vegar látið fara með sig á sjúkrahús hefði farið illa fyrir henni þar sem það hefði verið til marks um rangt hugarfar. (Sjá www.falundafa.org/eng/- books.htm.) Enda þótt gagnrýni kínverskra stjórnvalda á Falun Gong sé ekki með öllu tilefnislaus réttlætir það samt ekki meðferð þeirra á fylgis- mönnunum sem fangelsaðir hafa verið þúsundum saman og beittir miklu harðræði. Það hlýtur að vera réttur sjálfráða einstaklinga að hafna tiltekinni læknismeðferð alls óháð því hvort þeir hafi á réttu eða röngu að standa. Gera verður þó þá kröfu til trúarhópa að þeir fari að lögum og brjóti ekki gegn almennu siðferði og allsherjarreglu. Bann við umdeildum trúarhreyfingum leysir þó sjaldnast neinn vanda enda er al- menn uppfræðsla og samræður við fylgismennina mun vænlegri til árangurs þegar til lengri tíma er lit- ið. Tjáningarfrelsið er hornsteinn lýðræðisins og ber að tryggja rétt manna til að skipuleggja friðsam- legar mótmælaaðgerðir. Áhyggjur stjórnvalda yfir því að fjölmennur þrýstihópur skuli hafa ákveðið að koma til landsins til þess eins að hafa áhrif á opinbera heimsókn er- lends þjóðarleiðtoga verða hins veg- ar að teljast skiljanlegar. Hvað svo sem sagt verður um einstakar ákvarðanir stjórnvalda í þessu máli er það grundvallaratriði að farið sé að lögum. Heimsókn forseta Kína hingað til lands veitti íslenskum ráðamönnum kjörið tækifæri til að ræða við hann um ástand mannréttindamála í landi hans. Ég vænti þess að það hafi verið gert með viðeigandi hætti. Falun Gong Bjarni Randver Sigurvinsson Höfundur er í doktorsnámi við guð- fræðideild HÍ og hefur starfað þar sem stundakennari samhliða námi. Mótmæli Heimsókn forseta Kína hingað til lands veitti íslenskum ráðamönnum kjörið tækifæri, segir Bjarni Randver Sigurvinsson, til að ræða við hann um ástand mannréttinda- mála í landi hans. ÞEGAR ég var ung- lingur og fékk fyrstu sumarvinnuna, svona fyrir utan það að vinna í síld á plani, vann ég hjá Pósti og síma. Ég var aðallega að bera út póst og hann var alltaf bor- inn út strax og hann barst. Tilkynningar um stærri sendingar voru líka sendar út sam- stundis eða jafnvel hringt og sagt frá þeim. Hinum megin í húsinu var Ritsíminn og ef skeyti bárust voru þau borin út samstundis. Að vísu brá út af því á stór- afmælum eða fermingum, þá var skeytum safnað saman og farið með bunka nokkrum sinnum yfir daginn. Nú eru liðnir einir fjórir áratugir og tæknin hefur breyst mikið og þjón- ustan er sífellt að vaxa og batna – ef tekið er mark á auglýsingum Pósts og Síma, sem nú eru orðin tvö aðskilin fyrirtæki þótt þau séu enn að mestu undir sama þaki. Lítum á splunkuný dæmi um þessa meintu góðu þjón- ustu: Menntaskólanum á Akureyri var slitið að vanda 17. júní og þjóðhátíð- ardaginn bar upp á mánudag að þessu sinni. Fóstursonur minn var að ljúka stúdentsprófinu sínu og ég vissi að von var á kveðjum frá vinum hans heima og erlendis. Þegar pakki sem átti að berast var ekki kominn á föstudag hringdi ég í póstdreifinguna og þar kom í ljós að þar væri einn pakki sem borinn yrði heim seinna um daginn. Ég spurði hvenær það væri og var sagt að borið væri út milli 17 og 20. Nú vill svo til að ég komst ekki heim úr vinnunni fyrr en upp úr klukkan 18 og ég beið skilvíslega við dyrnar fram undir klukkan 21 og ekkert kom. Ekki einu sinni miði eða viðvörun um að reynt hefði verið að bera út. Ég veit að hjá nágrannaþjóðum eins og Dönum eru smá- pakkar bornir út en ef viðtakandi er ekki við- látinn er skilinn eftir miði þar sem segir að reynt hafi verið að bera út þennan dag klukkan þetta, enginn verið heima en vitja megi pakkans á vísum stað og stund. En hér er ekki verið með svoleiðis vesen, ég veit ekki hvort reynt var að koma með pakk- ann og hafi það verið reynt var örugg- lega ekki reynt aftur. Síðan kom laugardagur, honum fylgdi sunnu- dagur og mánudagurinn var 17. júní. Það vildi til að ég gat skotist heim undir hádegi þriðjudaginn 18. júní og þá var komin tilkynning um að pakki væri á Pósthúsinu. Hefði ég komið heim eins og venjulega um kvöldmat- arleytið hefði ég ekki getað nálgast pakkann fyrr en á miðvikudag, tæpri viku eftir að hann kom til Akureyrar. Má ég þá frekar biðja um að fá að sækja pakkann minn á pósthúsið strax. Hitt fyrirbærið, Síminn, virðist líka hafa „bætt“ sína þjónustu eins og sést á því að fóstri minn fékk inn um bréfalúguna hér á níunda tímanum þriðjudagskvöldið 18. júní heillaóska- skeyti sem send höfðu verið á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Þau voru ekki borin út þá. Nei. Og ekki morguninn eftir – eða um miðjan næsta dag. Nei. Þeim var skotið orðalaust inn um bréfalúguna hér sólarhring eftir að þau voru send. Einu sinni voru skeyti hraðboð. Nú má segja sem svo að þetta hafi ekki verið mikið tjón, í venjulegum skilningi þess orðs, fóstri minn slas- aðist ekki og varð ekki fyrir fjárhags- legum skakkaföllum. En það er ekki einasti mælikvarðinn í lífinu. Hið til- finningalega tjón, til dæmis að fá vís- bendingu um að bestu vinir manns gleymi stóratburðum í lífi manns, er eitthvað sem svíður undan og gleym- ist ekki. Slíku óbætanlegu tjóni valda Póstur og Sími meðal annars með þessari svokölluðu þjónustu sinni. Hegða sér eins og sá sem beðinn er fyrir áríðandi skilaboð, stingur þeim í vasann og man ekki eftir að koma þeim til skila fyrr en eftir dúk og disk. Koma í veg fyrir að boð berist milli fólks. Og þetta er hvorki í fyrsta skipti né eina sinn sem þetta hefur komið upp. Svona framferði kallast á mannamáli dónaskapur og það er lág- markskrafa að forstöðumenn þessara fyrirtækja biðjist afsökunar, bjóði bætur fyrir skaðann, breyti verkhátt- um sínum og taki upp almennilega þjónustu á þessu sviði án tafar. Meint þjónusta Pósts og Síma Sverrir Páll Erlendsson Þjónusta Svona framferði, segir Sverrir Páll Erlends- son, kallast á manna- máli dónaskapur. Höfundur er menntaskólakennari. FJÖLMÖRG fyrir- tæki og stofnanir hafa nú þegar tengst hag- kvæmu og staðbundnu ljósleiðaraneti sem Lína.Net hefur byggt upp á höfuðborgar- svæðinu. Þannig hefur netið þegar sannað gildi sitt en tengingar fyrirtækjanna inn á ljósleiðaranetið svara kröfum þeirra um gagnaflutningshraða. Þær kröfur munu í framtíðinni jafnframt aukast enn með til- komu nýrra þjónustu- þátta en ljósleiðaranet Línu.Nets er byggt upp með það fyrir augum. Þann 21. maí sl. ritaði Þór Jes Þór- isson, framkvæmdastjóri hjá Lands- símanum, grein í Morgunblaðið und- ir fyrirsögninni: „Viðskiptahugmynd regnbogans.“ Í greininni fer hann hörðum orðum um Línu.Net en fer ekki með rétt mál þegar hann líkir fyrirtækinu við nokkur erlend stór- fyrirtæki sem hafa offjárfest í ljós- leiðarastrengjum. Þór nefnir til að mynda til sögunn- ar bylgjufléttunartæknina, en í henni felst að hægt er að margfalda flutningsgetu ljósleiðara með því að skipta út endabúnaði á hvorum enda ljósleiðarastrengs. Bylgjufléttunar- tæknin er ágæt til síns brúks milli símstöðva og landsvæða, enda verð- ur Landssíminn oft uppiskroppa með ljósleiðaratengingar. En bylgju- fléttutæknin ein og sér er ekki nægj- anleg því án hagkvæmra aðgangs- leggja verður fátt um tengingar. Styrkur Línu.Nets felst í öflugu ljós- leiðaragrunnneti og stuttum, hag- kvæmum aðgangsleggjum. Raflínan eða ADSL? Þá minnist Þór einnig á Raflínuna sem byggist á því að spennistöðvar eru tengdar saman með ljósleiðara og ná svo til heimila í gegnum rafmagnslögnina. Þór fullyrðir að hún sé „komin til Orkuveit- unnar og markaðssett undir nafninu Fjöl- tengi“. Ég finn mig knúinn til að leiðrétta þann misskilning Þórs, þar sem það hefur frá upphafi legið ljóst fyrir að Orkuveitan (OR) muni sjá um uppsetn- ingu og rekstur PLC (PowerLine Comm- unications) hluta kerf- isins, m.a. vegna reglugerða um að- gang að dreifistöðvum OR. Í ljósi þess er ekkert óeðlilegt að OR annist markaðssetninguna líka. Hlutverk Línu.Nets í Raflínunni er að annast gagnaflutning til og frá dreifistöðv- um OR yfir grunnnetið. Þór heldur því jafnframt fram að „blikur séu á lofti“ varðandi Raflínuna. Það er hins vegar alrangt því hún er í stór- sókn um heim allan. Á hinn bóginn er það rétt hjá honum að ADSL og kapalmótöld eru enn útbreiddari en Raflínan. Raflínan er hins vegar mun hraðvirkari enda gagnaflutnings- hraði sá sami til og frá notanda ólíkt ADSL. Því er spáð að aðgangskerfi yfir ljósleiðara, örbylgju og raflínu muni veita ADSL og kapalmótöldum mikla og verðuga samkeppni (Yan- kee Group, nóv/2001) og er það enn ein staðfesting þess að Lína.Net er á réttri leið, enda veitir fyrirtækið við- skiptavinum sínum aðgang að öllum þessum kerfum, sbr. ljóslínu-, loft- línu- og raflínukerfin. Skýr stefna Línu.Nets Að lokum býsnast Þór yfir áform- um Línu.Nets um ljósleiðaralausn fyrir heimili en því verkefni þurfti að fresta, aðallega vegna þess að sam- starfsfyrirtækið Gagnvirk miðlun, sem átti að útvega sjónvarpsefnið, lagði upp laupana. Hjá Línu.Neti eru hins vegar enn uppi langtímaáform um stafrænt gagnvirkt sjónvarp til heimila og ljóst er að tæknilegar for- sendur fyrir þjónustunni eru til stað- ar í dag. Auk þess eru efnis- og höf- undarréttarmál að skýrast en þau hafa m.a. staðið í vegi fyrir því að hægt væri að hrinda þjónustunni í framkvæmd. Ýmsar leiðir eru mögu- legar til að tengja áskrifendur staf- rænu gagnvirku sjónvarpi og verið er að skoða hver þeirra leiða er hag- kvæmust í hverju tilviki fyrir sig. Nokkur fyrirtæki og einstaklingar hafa haft aðgang að stafrænu gagn- virku sjónvarpi um nokkurt skeið, en hvenær stafrænt gagnvirkt sjónvarp verður sett á almennan markað ræðst þó af því hvenær neytendur eru tilbúnir til að kaupa þjónustuna og á hvaða verði. Lína.Net hefur markað sér skýra stefnu, að byggja upp og reka stað- bundið öflugt ljósleiðaranet á höfuð- borgarsvæðinu sem mun nýtast ein- staklingum og fyrirtækjum um langa framtíð. Framtíðin er komin í ljós. Ljósleiðaranetið – lausn til framtíðar Ásbjörn Torfason Ljósleiðari Lína.Net hefur markað sér skýra stefnu, segir Ásbjörn Torfason, að byggja upp og reka staðbundið öflugt ljósleiðaranet á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er forstöðumaður kerfissviðs hjá Línu.Neti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.