Morgunblaðið - 25.06.2002, Page 31

Morgunblaðið - 25.06.2002, Page 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2002 31 höfum fengið þau forréttindi að kveðja hinn látna svo okkur ber, og ekki síst sem virðingu við hinn látna, að nýta og njóta þess tíma sem við fáum en hinum látna var ekki gefið. Anna kvaddi okkur á besta aldri. Það var henni erfitt að þurfa að horf- ast í augu við það að fá ekki bót á sín- um sjúkdómi á þeim tíma þegar við búum yfir allri þessari þekkingu í læknisfræði. En vísindin nægja ekki ein til. Hinn mannlegi þáttur er ekki síður mikilvægur. Starfsfólk heil- brigðiskerfisins þarf líka að kunna að hlusta á sjúklinginn. Þroski okkar að hlusta er að dvína og við sjáum afleið- ingarnar alls staðar, ekki bara í heil- brigðiskerfinu heldur í samskiptum hvort sem er í fjölskyldunni, vinnunni eða meðal vina. Einstaklingurinn er meira og meira einn í þessu jarð- neskja lífi því það eru of fáir sem rækta okkar ómetanlega skilningar- vit að hlusta. Hvað er sjúklingurinn að segja mér? Anna minnti mig mikið á pabba sinn. Hún tók sínum sjúkdómi með ótrúlegu æðruleysi fram á síðasta dag. Hún óttaðist dauðann en var orð- in sátt við að takast á við hann undir lokin. Það var greinilegt að hún fékk stuðning til þess. Ég leyfi mér að segja það vegna þess að Anna kom við hjá Dóru, mömmu sinni og kvaddi hana þegar hún yfirgaf okkur og gaf henni frið. Að Anna skyldi gera það staðfestir einnig það sem ég vissi, að Anna og Dóra hafa alla tíð verið tengdar órjúfanlegum böndum og milli þeirra ríkti gagnkvæm væntum- þykja og virðing sem fáum er gefið að upplifa. Mín veraldlega ástæða til að geta haldið því fram að Anna hafi ver- ið sátt er sú að á þeirri stundu sem hún kvaddi okkur í því herbergi sem hún fæddist i, sátu hjá henni þær per- sónur í lífi hennar sem hún elskar af öllu sínu hjarta, Dísa og Grjóni, og héldu í höndina á henni og hjálpuðu henni að kveðja. Ég fékk Önnu í vöggugjöf sem vin- konu en að auki erum við systkina- dætur. Við bjuggum í sama húsi og fylgdumst meira og minna að fram yf- ir menntaskóla. Það voru mjög merki- leg bönd sem bundu okkur Önnu. Ég valdi yfirleitt að vera með henni fram yfir það að fara upp í „sumó“ með mömmu og pabba og fékk oft ákúrur fyrir það. Anna dró mig til sín og það var alltaf líf og fjör og mikið að gera þar sem Anna var, enda átti Anna mikið af vinum. Anna var eldri en ég svo hún kynnti mig snemma fyrir heimi unglinganna. Hún ákvað hvaða hljómsveit væri best og var dýrkun okkar þvílík á Bítlunum að á níu ára afmælinu mínu var okkar aðal skemmtiatriði að við lékum Bítlana í fullum skrúða, með gítara úr pappa og trommu úr Machintosh-dollu. Anna var Paul, ég var Georg, Magga Sveins var John og Ásdís Gísla var Ringó. Það verður ósagt látið hvað aðrir skemmtu sér en okkur fannst við vera æðislegar. Siðastliðið rúmt ár færðu veikindi Önnu okkur saman aftur. Það var alltaf gott að vera nálægt Önnu, hún hafði einstaklega þægilega nærveru. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að vera með henni þetta erfiða ár. Ég virði það mikils því það hefur gefið mér skilning sem ég hefði ekki getað öðlast annars staðar en með Önnu á þessu ári. Ég hef ekki bara öðlast skilning heldur hef ég einnig öðlast stolt. Ég er stolt af því að vera hjúkr- unarfræðingur því að sú óendanlega nærgætna umhyggja, en þó fyrst og fremst traust sem hjúkrunarfræðing- ar gáfu Önnu í hennar veikindum, var henni ómetanlegt. Ég vil þakka Dóru á göngudeild 11-E en hennar stuðn- ingur við Önnu verður aldrei full- þakkaður eða metinn. Hjúkrunar- fræðingar og læknir heima- hlynningar Krabbameinsfélagsins veittu Önnu styrk og líkn sem gerði henni kleift að að takast á við hvern dag þrátt fyrir veikindin. Þeirra fag- mennska er einstök og færi ég ykkur öllum mínar hjartans þakkir og ásamt Dóru mína dýpstu virðingu. Öllum öðrum sem veittu Önnu stuðn- ing í veikindunum færi ég mínar inni- legustu þakkir. Elsku Grjóni, ég vil fá að segja við þig að á mínum tuttugu ára ferli í hjúkrun hef ég ekki séð þvílíka natni, nærgætni, skilning og elju eins og þú sýndir Önnu. Elsku Dísa, þú varst mömmu þinni hennar stærsta og mikilvægasta gjöf og aðaltilgangur í lífinu. Elsku Dóra, það er ekkert rétt- læti í því að hafa þurft að lifa við þau veikindi og verki sem þú hefur gert og að auki að þurfa að horfa á barnið sitt kveðja þennan heim, en það er vonandi huggun harmi gegn að þið Anna eruð tengdar órjúfanlegum böndum. Elsku Kiddi, Fjóla og börn, og Þórdís, ég votta ykkur öllum mína dýpstu samúð og bið Guð að veita okkur öllum, fjölskyldu, ættingjum og vinum, styrk til að takast á við sorgina og læra af henni og þroskast. Þín Ragnheiður frænka og fjölskylda. Það var kátur hópur stelpna sem hóf nám í Gaggó Aust eða Gagn- fræðaskóla Austurbæjar árið 1967. 29 stelpur í einum bekk og engir strákar. Mörgum okkar fannst það mikil forréttindi að vera í hreinum stelpubekk og andrúmsloftið bar keim af því. Mikið pískrað og flissað í tímum og oft var athyglin meiri við eitthvað annað en námsefnið. Flestir kennararnir umbáru okkur og sumir þeirra virtust jafnvel hafa gaman af fjörinu og léttu kæruleysinu. Í þessum hópi hafði Anna sterka nærveru. Hún var prakkarinn í hópn- um og hreif hinar með sér með sinni léttu lund og dillandi hlátri. Anna var einstaklega örlát og sat aldrei ein að því sem hún gat deilt með öðrum, hvort sem það var skólanestið sem pabbi hennar smurði handa henni og aðrir nutu góðs af eða hvað annað sem hún átti og aðrir gátu haft not af. Þó liðin séu meira en þrjátíu ár síð- an stelpurnar í 4-K útskrifuðust úr Gaggó Aust hefur þráðurinn ekki slitnað. Nokkrum sinnum hefur hóp- urinn komið saman og rifjað upp gamlar minningar frá skólaárunum og þá svífur gamli bekkjarandinn yfir vötnum. Önnu verður sárt saknað í þessum hópi. Að leiðarlokum viljum við kveðja Önnu með eftirfarandi ljóði. Í dag felldu blómin mín blöðin sín. Og húmið kom óvænt inn til mín. Ég hélt þó að enn væri sumar og sólskin. Og sál mín hlustaði, sál mína bar yfir sumar og haust inn í landið þar sem dagarnir sofna og draumarnir vakna. Að augum mér bar eina bernskusýn – úr blámanum hófust æskulönd mín, fjarlægar strendur fjarlægra daga – Og nú kom haustið! Á kné ég kraup. Að köldum veggnum ég höfði draup og kyssti blómin, sem bliknuð lágu – (Tómas Guðmundsson.) Fjölskyldu Önnu og vinum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Hvíl í friði kæra vinkona. Fyrir hönd 4-K Anna Dóra Guðmunds- dóttir, Kristín Axelsdóttir. Elsku hjartans Anna mín. Hinn 13. júní sofnaðir þú þínum síðasta svefni, þá var ég stödd á pæjumóti í Vest- mannaeyjum. Þegar þú verður kvödd í hinsta sinn verð ég komin til Dóm- iníska lýðveldisins vegna vinnu minn- ar. Ég kvaddi þig áður en ég fór til Eyja því við vissum öll að hverju stefndi þótt við værum ekki sátt við það. Samband okkar fjölskyldna hefur alltaf verið náið og við höfum litið á okkur öll sem systkini. Þegar við vor- um yngri brölluðum við margt saman og það var ótrúlega gaman að fá að flækjast með þér, þú þekktir svo marga „fræga“ hljómsveitargæja og ýmsa skrýtna náunga sem þú kallaðir ýmsum nöfnum; það var alltaf eitt- hvað spennandi í gangi hjá þér. Lífsförunaut þínum kynntist þú eitt sinn þegar við vorum að bralla eitthvað og hafið þið tvö brallað ým- islegt saman síðan þá. Þið eignuðust Dísu dóttur ykkar og samband ykkar allra var mjög náið og gott þótt þið hafið oft verið aðskilin vegna vinnu Sigurjóns. Gagnkvæm virðing, vin- átta og ást fór ekki fram hjá neinum sem var í návist ykkar, enda hefðir þú aldrei valið þér eiginmann sem væri ekki góður og hjartahlýr eins og þú sjálf. Umhyggja og væntumþykja sem var þér svo mikilvæg hefur kom- ið svo vel fram hjá ykkur síðasta árið, Sigurjón og Dísa hafa ekki bara hugs- að vel um þig í veikindum þínum heldur hafið þið öll hugsað vel um Dóru frænku sem hefur misst svo mikið núna þegar þú ert farin. Við skulum, elsku Anna, hugsa vel um mömmu þína þótt enginn komi í stað- inn fyrir þig í lífi hennar. Ég leit alltaf upp til þín þótt stærðarmunur á okk- ur hafi verið mikill, þú varst af mörg- um kölluð Anna litla, en í veikindum þínum hefur þú verið Anna stóra í mínum huga. Þinn litli líkami er búinn að þola mikið álag og ganga í gegnum miklar þrautir. Þú hefur sýnt mikinn and- legan styrk og kennt okkur hinum að vera sterk eins og þú sjálf, sjá mik- ilvægu hlutina í lífinu og sleppa þeim sem skipta ekki máli. Ég ætla að reyna að tileinka mér lífssýn þína og njóta alls hins besta sem lífið hefur uppá að bjóða. Ég kveð þig elsku Anna frænka, hugur minn er hjá ykkur öllum, hvar sem ég er stödd, ég bið góðan Guð að styrkja Sigurjón, Dísu, Dóru, Kidda og fjölskyldu. Missir okkar allra er svo mikill af Önnu, hún var lítil en samt svo stór. Katrín G. Alfreðsdóttir. Ég kynntist Önnu vinkonu minni fyrir 17 árum þegar ég byrjaði að vinna á Hagstofunni. Hún var opin, skemmtileg og lífsglöð og tók mér strax sem einni af hópnum þrátt fyrir að nokkur aldursmunur væri á okkur. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning S. 555 4477  555 4424 Erfisdrykkjur Erfisdrykkjur 50-300 manna Glæsilegir salir Bræðraminni ehf., Kíwanishúsinu, Engjateigi 11, sími 588 4460.                             !   " ##!   $# !        % "    "  ""   ! "  #$  % & ' ()  ( *++ ,  - & ' ( ! ! "    )  ""  *+  , ! " "-"(   .#'   *  //+ 0 "  " '  "  !    ' "        /1(/(++2/344!  "   # ' ( !  ! "      .#   / .#   .#   .#  0.# 1   .# 1   23 1 2 23  5   "    "  ""  "" 4! 5!678  "  9$  . $), & ' (2 :+     ! "## !    1$)! &(  4 /8' 1  ! &2#3 ! &(  8 ;'  #3)! &(  ! & ! &(  5$ (1   & ! &(   11  2 23 1 2 2 23  %  ""  !"      3 <  #       *  $# !         *2#3  1 ,    " = 5   "  '    $ '    (  *  //+ &)!    ,1  ! 1  8>/& '     !"5=   2  =  ?4 &'1 (   6! 6    *  8 5$1   5$1  ! &(  5$1   5$

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.