Morgunblaðið - 25.06.2002, Blaðsíða 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
12 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BREYTING verður á fyrir-
komulagi sorphreinsunar í
Kópavogi á næsta ári, nái til-
lögur framkvæmdadeildar
bæjarins fram að ganga. Er
lagt til að sorp frá heimilum
verði hirt með tíu daga milli-
bili í stað sjö frá og með 1. apr-
íl 2003. Þá er lagt til að bærinn
hætti að hirða sorp frá fyrir-
tækjum og stofnunum í bæn-
um frá næstu áramótum og
þeim bent á að snúa sér til
einkafyrirtækja með sorp-
hirðumál.
Í bréfi framkvæmdadeild-
arinnar, sem lagt var fram í
bæjarráði í síðustu viku, kem-
ur fram að samningur við
Gámakó, sem hefur annast
sorphirðu fyrir bæinn síðast-
liðin fimm ár, rann út 1. maí
síðastliðinn og fyrirtækið
sagði honum formlega upp. Í
dag er heimilissorp hreinsað
vikulega eða 52 sinnum og er
lagt til að það verði óbreytt
fram til 1. apríl árið 2003 en þá
verði tekin upp sorphreinsun
með tíu daga millibili sem ger-
ir 39 hreinsanir á ári.
Í greinargerð með tillögun-
um er bent á að í nágranna-
sveitarfélögunum Garðabæ,
Seltjarnarnesi, Hafnarfirði og
Mosfellsbæ sé hreinsað eftir
slíku tíu daga kerfi og hafi það
gefist vel. „Ljóst er að fækkun
á hreinsunum mun valda ein-
hverri óánægju meðal íbúa til
að byrja með, en miðað við
reynslu nágrannasveitarfélag-
anna eru íbúar sáttir í dag.“
Segir að þessi breyting
muni leiða til betri nýtingar
íláta á fámennari heimilum og
auka flokkun frá heimilum. Í
einhverjum tilfellum muni
íbúar kjósa að kaupa auka-
tunnu en samkvæmt reynslu
nágrannasveitarfélaganna
verði sú fjölgun óveruleg.
Bæjarstofnunum verði
skylt að flokka sorp
Þá er lagt til að hætt verði
að hreinsa sorp frá fyrirtækj-
um og stofnunum í bænum um
næstu áramót og þeim beint til
þeirra aðila sem sinna þessari
þjónustu á almennum markaði
en fyrirtækin hafi hingað til
átt kost á að kaupa þessa þjón-
ustu af bænum. Að auki verði
stofnunum á vegum Kópavogs
gert skylt að flokka sorp.
Í greinargerðinni kemur
fram að í dag hreinsi Kópa-
vogur aðeins frá hluta fyrir-
tækja og stofnana í bænum.
Segir að við það að hætta
þjónustu við fyrirtæki verði
frekar litið á sorphreinsun
sem hluta af rekstri þeirra.
„Eins og sorphreinsun er
háttað hjá Kópavogsbæ er
ekki fjárhagslegur ávinningur
fyrir fyrirtæki af að flokka
sorp en eftir breytinguna
bjóðast fleiri valkostir og hag-
kvæmara verður fyrir fyrir-
tæki og stofnanir að minnka
sorpmagn og flokka.“
Þá kemur fram að við sam-
anburð á gjaldskrá Kópavogs
og fyrirtækja, sem veita þessa
þjónustu, komi í ljós að gjald-
skrá Kópavogs sé mun lægri
„og er því hægt að fullyrða að
Kópavogsbær niðurgreiðir
þessa þjónustu til þeirra fyr-
irtækja og stofnana sem hann
hreinsar hjá,“ segir í greinar-
gerðinni.
Bæjarráð frestaði af-
greiðslu málsins til næsta
fundar, sem haldinn verður í
byrjun júlí.
Tillögur um breytt fyrirkomulag sorphirðu lagðar fram í bæjarráði
Sorp verði hreinsað
á tíu daga fresti
Kópavogur
ÞAÐ vantar ekki stórhug í
íbúana við Jörfabakka 2–16
því að árlega efnir hús-
félagið þar til ólympíuleika
í garðinum hjá sér. Er þar
keppt í ýmsum íþrótta-
greinum en ólíkt öðrum ól-
ympíuleikum enda þeir
jafnan á því að allir sem
keppa fá verðlaunapening
og viðurkenningarskjal.
Ólympíuleikar Jörfa-
bakka voru að þessu sinni
haldnir síðastliðinn laug-
ardag í blíðskaparveðri. Að
sögn Guðmundar Ólafs-
sonar, gjaldkera húsfélags-
ins, er þetta ellefta árið
sem leikarnir eru haldnir.
„Þetta er bundið við Jörfa-
bakkann en aðrir krakkar
úr nágrenninu koma svo-
sem líka. Þetta hefur oft
vakið stormandi lukku.“
Guðmundur bætir því við
að að þessu sinni hafi mæt-
ingin verið sérlega góð
enda hafi veðurguðirnir
verið íbúunum hliðhollir.
Á leikunum nú var keppt
í hefðbundnum íþrótta-
greinum á borð við sprett-
hlaup og langstökk, sem og
öðrum óhefðbundnari eins
og pokahlaupi. Þá var
hoppkastali á svæðinu og
fleiri leiktæki til að hafa
ofan af fyrir yngstu þátt-
takendunum. Að lokinni
keppninni var svo grillað í
boði Jörfabakka þannig að
íbúar gátu horfið saddir og
ánægðir heim að leikunum
loknum.
Morgunblaðið/Jim Smart
Einbeitingin skín úr andliti þessa keppanda þegar hann
reynir að koma boltanum í dekk sem liggur á jörðinni í
dágóðri fjarlægð frá honum.
Krakkarnir í Jörfabakka og vinir þeirra úr hverfinu kunna vel að meta Ólympíu-
leikanana og hið sama má segja um fullorðna fólkið í blokkinni.
Ólympíuleikar
í ellefta sinn
Breiðholt
LÍF og fjör var á sum-
arhátíð krakkanna á leik-
skólanum Sólborg sem
haldin var í Nauthólsvík á
dögunum í glimrandi góðu
veðri. Leikskólinn er stað-
settur í Suðurhlíðunum og
var gengið fylktu liði yfir
Öskjuhlíðina og niður í
víkina þar sem börnin
sungu og síðan léku smáir
og háir sér í góða veðrinu.
Foreldrafélag Sólborgar
afhenti leikskólanum um-
ferðaröryggisvesti að gjöf
sem sjálfsagt á eftir að
koma að góðum notum á
vetri komandi.
Morgunblaðið/Jim Smart
Kátir krakkar
á sumarhátíð
Sólborgar
Suðurhlíðar
RÚMLEGA 90 fleiri hafa sótt
um vinnu hjáVinnuskóla Mos-
fellsbæjar í ár en á sama tíma í
fyrra. Um 200 manns starfa
því hjá vinnuskólanum í sumar
sem ætlaður er nemendum 8.,
9. og 10. bekkjar grunnskóla.
Að sögn Eddu R. Davíðs-
dóttur tómstundafulltrúa er
aukningin mest hjá eldri nem-
endum sem margir voru í ann-
arri vinnu í fyrrasumar. Þá var
skortur á starfsfólki hjá skól-
anum en í ár fá allir vinnu sem
sækja um.
Bæjarráð samþykkti á dög-
unum beiðni um aukafjárveit-
ingu vegna ráðningar á fjórum
flokksstjórum til viðbótar við
þá átta sem fyrir eru.
Edda segist aðspurð álíta að
næg verkefni séu fyrir hendi í
sumar handa svo stórum hópi.
Krakkarnir vinna bæði á golf-
völlunum og hesthúsasvæðinu
og þá eru 8. bekkingar í skóg-
ræktarvinnu í Helgadal.
Fjölmargar
umsóknir
hjá Vinnu-
skólanum
Mosfellsbær
♦ ♦ ♦
FISKBÚÐIN Vör við Höfða-
bakka hefur tekið upp á þeirri
nýjung að bjóða viðskiptavin-
um sínum upp á svokallaða
„gleðipinna“ – fiskpinna á
grillið með
allrahanda
fisktegundum
á borð við
keilu, rauð-
sprettu og
steinbít.
Að sögn Eiríks A. Auðuns-
sonar, annars rekstraraðila
verslunarinnar, er fiskurinn
marineraður í ólíkum sósu-
tegundum og honum síðan
raðað upp á „gleðipinnana“.
Hann segir skemmtilegt til
þess að hugsa að keilan skuli
vera jafn vinsæl og raun ber
vitni þar sem hún sé vannýtt-
ur fiskur sem venjulega sé
saltaður og fluttur út. Með
þessu hafi sala á keilu hins
vegar tífaldast í versluninni á
stuttum tíma.
Gleðipinnar
á grillið
Ártúnshöfði