Morgunblaðið - 25.06.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.06.2002, Blaðsíða 16
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 16 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLAND er, ásamt Finnlandi, efst Norðurlandanna í mælingu á efna- hagslegu frjálsræði sem unnin hef- ur verið á vegum Fraser-stofnun- arinnar í Kanada, Cato- stofnunarinnar í Bandaríkjunum og neti 54 óháðra stofnana í öðrum löndum. Þeirra á meðal er Hag- fræðistofnun Háskóla Íslands sem er tengiliður þessa verkefnis hér á landi. Ísland er í 11. sæti á listanum með 7,7 stig og hefur þar með hækkað um sjö sæti á milli áranna 1995 og 2000, en það var í 18. sæti árið 1995. Að meðaltali heldur frjálsræði í efnahagsmálum áfram að aukast í heiminum. Fyrir árið 2000 er meðaltalið 6,39, en var 5,99 fimm árum áður. Frjálsræðið fór minnkandi á áttunda áratug síð- ustu aldar og var komið niður í 5,32 árið 1980, en hefur farið vax- andi síðan. 123 löndum raðað á mælikvarða efnahagslegs frjálsræðis Þessar upplýsingar koma fram í ársskýrslu Fraser-stofnunarinnar, sem ber heitið Frjálsræði í efna- hagsmálum heimsins og kemur nú út í sjötta sinn. Fyrsta skýrslan var gefin út árið 1996 eftir tíu ára rannsóknir sem rúmlega 100 fræðimenn komu að, meðal annars nokkrir nóbelsverðlaunahafar. Í nýjustu skýrslunni er 123 löndum raðað eftir frjálsræði í efnahags- málum og er litið til 37 atriða sem könnuð hafa verið frá árinu 1970. Í tilkynningu frá Hagfræðistofnun segir að frjálsræði byggist á vali einstaklinga, frjálsum viðskiptum, samkeppnisfrelsi og verndun ein- staklinga og eigna. Þetta krefjist laga, séreignarréttar, takmarkana opinberra afskipta, frelsis til við- skipta og heilbrigðs peningakerfis. Litið til fleiri þátta nú en áður Í tilkynningunni segir einnig að í þessari skýrslu sé tekið tillit til fleiri þátta við útreikninga á stiga- fjölda en áður hafi verið gert. Þar muni mestu um að nú hafi verið bætt við þáttum sem taka tilllit til frjálsræðis á vinnumarkaði auk frelsis til að hefja atvinnurekstur. Auk þess hafi mælikvarðar á frelsi varðandi uppbyggingu dómskerfis og öryggis séreignarréttar annars vegar og frelsi til að eiga viðskipti við útlönd hins vegar verið end- urbættir. Samkvæmt skýrslunni eru þeir þættir sem valda bættri stöðu Ís- lands einkum aukið sjálfstæði dómskerfisins og öryggi séreign- arréttar, lægri jaðarskattar, minni lagalegar hömlur á viðskipti við útlönd, aukið eignarhald almenn- ings á bönkum, aukin samkeppni innlendra banka við erlenda, minni miðstýring kjarasamninga, minni áhrif atvinnuleysisbóta og aukið frjálsræði að því er varðar stofnun nýrra fyrirtækja. Staða Íslands hefur versnað með tilliti til nokk- urra þátta. Þeir eru einkum aukin umsvif hins opinbera, aukinn vöxt- ur peningamagns, meiri verðbólga, aukinn breytileiki tollahlutfalla á milli vörutegunda, aukin hætta á neikvæðum raunvöxtum og aukin áhrif lágmarkslauna á markaðs- laun. Hong Kong áfram í efsta sæti Hong Kong er í efsta sæti listans nú eins og áður með 8,8 stig af 10 mögulegum. Næst kem- ur Singapúr með 8,6 stig og Bandaríkin með 8,5 stig. Bretland er með 8,4 stig, Nýja Sjáland 8,2 og Sviss með sömu einkunn. Næstu ríki eru Írland, Ástralía, Kanada og Holland, en Ísland og Finnland eru saman í 11. sæti eins og áður segir. 13. sæti verma Dan- mörk og Lúxemborg, þá kemur Austurríki, Belgía, Chile og Þýskaland. Af öðrum löndum má nefna Svíþjóð í 19. sæti, Noreg og Spán í 24. sæti, Taívan í 30. sæti, Ítalíu í 35. sæti, Frakkland í 38. sæti og Grikkland í 45. sæti. Meðal neðstu landa má nefna Alþýðulýð- veldið Kína í 101. sæti og Rússland í 116. sæti, en neðsta sætið hlýtur Alþýðulýðveldið Kongó. Í tilkynn- ingu Hagfræðistofnunar er hins vegar bent á að fyrir fjölda landa séu ekki tiltæk gögn en þar kunni frjálsræði í efnahagsmálum að vera minna, til dæmis í Norður- Kóreu og á Kúbu. G8-ríkin efli frjálsræði í efnahagsmálum heimsins Í tilkynningu Hagfræðistofnun- ar kemur fram að í tilefni af fundi átta stærstu iðnríkja heims, G8- ríkjanna, sem hefjist á morgun í Kanada, segi nóbelsverðlaunahaf- arnir Milton Friedman og Gary Becker að sé G8-ríkjunum alvara í því að berjast gegn fátækt í heim- inum og hryðjuverkum þurfi þau að efla frjálsræði í efnahagsmálum heimsins. Þá er haft eftir Michael Walker, forstöðumanni Fraser- stofnunarinnar, sem ásamt Milton Friedman er upphafsmaður að þessum mælingum á frjálsræði í heiminum, að aukið frjálsræði í heiminum hafi leitt til aukinnar velmegunar, minni fátæktar og verulegrar minnkunar ójafnaðar, eins og margar rannsóknir hafi sýnt. Í tikynningu Hagfræðistofnunar segir að í rannsóknum hafi verið leitast við að svara spurningunni um hvort auður leiði af sér frjáls- ræði í efnahagsmálum eða hvort frjálsræðið leiði af sér auð og hag- vöxt. Þessar rannsóknir hafi sýnt að frjálsræði í efnahagsmálum leiði af sér betri efnahagslega stöðu. Viðvarandi fátækt í Afríku sé ekki til komin vegna skorts á erlendri aðstoð, þjóðir Afríku fái mjög mikla erlenda aðstoð, heldur vegna skorts á frjálsræði í efna- hagsmálum í heimsálfunni. Í tilkynningunni kemur einnig fram að hjá þeim þjóðum sem séu meðal 20% efstu hvað stigafjölda varðar séu meðaltekjur á mann 23.450 Bandaríkjadalir og hag- vöxtur að meðaltali 2,6% á ári. Til samanburðar séu meðaltekjur á mann 2.560 Bandaríkjadalir og hagvöxtur neikvæður um 0,9% að jafnaði á ári hjá þeim þjóðum sem séu meðal lægstu 20% á listanum. Ný skýrsla Fraser-stofnunarinnar um frjálsræði í efnahagsmálum heimsins Ísland hækkar úr 18. í 11. sæti Hong Kong er enn í toppsætinu. Ekk- ert Norðurlandanna ofar en Ísland VALGERÐUR Sverrisdóttir við- skiptaráðherra segir að ráðuneyt- ið hafi vísbendingar um að athuga- semdir yrðu gerðar við það ef Íslendingar settu sérreglu inn í lög þess efnis að hver hluthafi í viðskiptabanka gæti ekki farið með meira en 5% atkvæða en þannig er málum háttað í spari- sjóðunum. Í 37. grein laga um viðskipta- banka og sparisjóði segir m.a.: „Í samþykktum sparisjóðs sem breytt hefur verið í hlutafélag samkvæmt ákvæðum þessarar greinar skal kveðið á um atkvæð- isrétt sem fylgir hlutum í spari- sjóðnum og um meðferð hans. Einstökum hluthöfum er aldrei heimilt, fyrir sjálfs sín hönd eða annarra, að fara með meira en 5% af heildaratkvæðamagni í spari- sjóði. Í samþykktum er þó heimilt að kveða á um að sjálfseignar- stofnun skv. 37. gr. B geti farið með meira en 5% af heildarat- kvæðamagni í sparisjóði.“ Valgerður segir að líklegt sé að athugasemdir yrðu gerðar af hálfu Evrópusambandsins eða EFTA við slíka sérreglu sem myndi hindra frjálsa för fjármagns ef settar yrðu hömlur á hámarksat- kvæðavægi í viðskiptabanka. „Við höfum vísbendingar um að slíkt gæti gerst. Í Noregi eru takmörk við 10% og við vitum að Eftirlits- stofnun EFTA [ESA] hefur haft þessar takmarkanir Norðmanna til skoðunar í nokkuð langan tíma. ESA hefur gefið út þá skoðun að þetta ákvæði Norðmanna brjóti í bága við EES-samninginn. Norska fjármálaráðuneytið hefur núna ákveðið að leggja til að þess- ar takmarkanir verði afnumdar frekar en að málið fari fyrir EFTA-dómstólinn,“ segir Val- gerður. Hún segir að athugasemdir hafi hins vegar ekki verið gerðar af hálfu Evrópusambandsins eða EFTA við takmarkanir á at- kvæðavægi í sparisjóðum. „Í sparisjóðum í ESB-löndum eru sparisjóðir hlutafélög og þar eru þessi ákvæði án þess að gerðar séu athugasemdir við það. Það kemur til af því að sparisjóðir eru annars eðlis en viðskiptabankar almennt. Sparisjóðir eru yfirleitt litlir og staðbundnar fjármála- stofnanir sem leggja mesta áherslu á heimili og lítil og meðal- stór fyrirtæki. Það eru mestar lík- ur á að það sé ástæða þess að ekki eru gerðar við þetta athugasemd- ir.“ Lækkun á markaðsverði Nú stendur fyrir dyrum hluta- fjárvæðing SPRON og ljóst er að þetta lagaákvæði hafði áhrif til lækkunar á því markaðsverði sem SPRON var metinn á af Deloitte & Touche. Þess má geta að Delo- itte & Touche mat markaðsverð SPRON 4,2 milljarða króna og er það allt að 20% lægra en ef áð- urnefnd ákvæði væru ekki fyrir hendi. Markaðsverðið hefði þá verið metið á 5,2–5,3 milljarða samkvæmt því. Guðmundur Hauksson, spari- sjóðsstjóri SPRON, segir að þetta ákvæði geti að sjálfsögðu átt við um banka. „Spurningin er hvað eigandinn vill gera og það er undir löggjafanum komið hvaða mark- miðum hann vill ná fram í einka- væðingu. Þá er hægt að setja ákvæði af þessum toga í sam- þykktir. Ég hygg að það sé eðli- legt að láta almennar reglur um hlutafélög gilda um viðskiptabank- ana að svo miklu leyti sem við verður komið. Ef ríkissjóður sem eigandi hefði viljað ná fram mark- miðum um dreifða eignaraðild með hliðstæðum hætti og gert er í tilfelli sparisjóðanna hefði honum að sjálfsögðu verið í lófa lagið að haga framkvæmdinni með þeim hætti. Að mínu mati hefði þá þurft að huga að því strax því að það er erfitt að víkja frá upphaflegu fyr- irkomulagi eftir að lagt er af stað. Það er þó alveg ljóst að takmark- anir af þessum toga hafa áhrif á markaðsverð hlutabréfa. Af þess- um ástæðum var áætlað markaðs- verð SPRON lækkað til að koma til móts við þessi sjónarmið,“ segir Guðmundur. Hver hluthafi í sparisjóði má mest fara með 5% atkvæða Athugasemdir ef 5% hámark væri í viðskiptabanka Á MORGUN verður undirritaður fríversl- unarsamningur á milli EFTA og Singapúr. Af þessu tilefni hélt Verslun- arráð Íslands, í sam- vinnu við utanríkis- ráðuneytið, kynn- ingarfund í gær um fríverslunarsamn- inga EFTA. William Rossier, fram- kvæmdastjóri EFTA, sagði samn- inginn við Singapúr lið í því að EFTA vildi tryggja að minnsta kosti jafngóðan aðgang fyrirtækja innan EFTA að mörk- uðum og fyrirtæki innan Evrópu- sambandsins hefðu. Rossier sagði að samningurinn við Singapúr væri 19. fríverslunarsamningur EFTA og fleiri væru í burðarliðnum. Með- al annars væri unnið að undirbún- ingi á samningi við Japan og Suð- ur-Kóreu. Bee Kim, deildarstjóri í við- skipta- og iðnaðarráðuneyti Singa- púr, hefur unnið að samningnum milli EFTA og Singapúr fyrir hönd Singapúr og kallaði hún samning- inn ESFTA. Hún sagði gerð slíkra samninga tiltölulega nýlega í Singapúr, en auk þess samnings sem nú lægi fyrir til undirritunar hefði verið gerður samningur við Japan og Nýja-Sjáland. Sagði hún reynsluna af þeim góða og viðskipti við Nýja-Sjáland hefðu til að mynda aukist um 10% eftir gerð samningsins. Sagðist hún binda miklar vonir við ESFTA-samning- inn og þó að ekki væri um stórar viðskiptablokkir að ræða væri hann mikilvæg tenging á milli Evrópu og Suð- austur-Asíu og gæti opnað dyr fyrir enn frekari viðskipti. Ole Lundby, aðal- samningamaður Nor- egs hjá EFTA, ræddi um eðli fríverslunar- samninga EFTA og sagði þá ganga lengra en samningur Alþjóða- viðskiptastofnunarinn- ar, WTO, gerði. Frí- verslunarsamningar væru í eðli sínu til þess fallnir að mismuna, en slíkt væri þó leyft innan ramma WTO-samningsins, enda væri um algera niðurfellingu tolla að ræða. Meðaltal tolla á iðnaðar- vörur væri hins vegar 3–4% innan WTO. Talið væri jákvætt að lönd gengju með þessum hætti lengra og ryddu þannig brautina fyrir enn frekari fríverslun. Samningarnir mættu þó ekki fela í sér vernd- arstefnu gagnvart öðrum ríkjum. Lundby sagði ákveðna erfiðleika hafa komið upp varðandi reglur um uppruna vara í sambandi við samn- inginn við Singapúr, því svo mikið af þeim vörum sem lögð væri loka- hönd á í Singapúr væri í raun að stórum hluta framleiðsla frá nálæg- um landsvæðum. Þetta vandamál hefði þó tekist að leysa á endanum. Lundby sagði menn oft líta frek- ar til möguleika á útflutningi en innflutningi þegar fríverslunar- samningar væru gerðir, en hann taldi að þetta væri á misskilningi byggt. Ekki væri síður þýðingar- mikið að fá ódýrar vörur frá Singa- púr en að eiga aukna möguleika á útflutningi þangað. Fríverslunarsamn- ingur milli EFTA og Singapúr Bee Kim NORSKA sjávarútvegsráðuneytið mun að öllum líkindum gefa út leyfi til útflutnings á hvalkjöti til Íslands, hið fyrsta í 14 ár. Eftir að hvalveiðar hófust að nýju í Noregi árið 1993 hef- ur krafa hvalveiðimanna um að hefja útflutning verið endurtekin árlega, að því er fram kemur á fréttavef Da- gens Næringsliv. Í byrjun síðasta árs aflétti norska ríkið banni við útflutningi á hvalkjöti en hingað til hefur útflutningurinn ekki orðið að veruleika. Japanir eru stærstu kaupendur hvalkjöts en út- flutningur þangað er enn ekki haf- inn. Norskir hvalveiðimenn eru ánægðir með áhuga Íslendinga á að kaupa hvalkjöt sem og líklegt sam- þykki norskra yfirvalda. „Þetta er stór dagur. Að endurvekja hvalkjöts- útflutning er stórt skref í átt að því að koma hvalveiðum í eðlilegt horf,“ segir Ole Mindor Myklebust, hval- veiðimaður og verðandi hvalkjötsút- flytjandi. Norskt hval- kjöt til Íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.