Morgunblaðið - 25.06.2002, Side 34
MINNINGAR
34 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Sigríður BílddalFreymóðsson
fæddist á Siglufirði
27. febrúar 1930.
Hún lést á Villa
Bella, hjúkrunar-
heimili fyrir Alz-
heimer-sjúklinga í
Santa Barbara, Kali-
forníu, 3. mars síð-
astliðinn. Foreldrar
Sigríðar voru hjónin
Eugenia Guðmunds-
dóttir Bílddal (f. 16.
mars 1904, d. 6. apríl
1967) og Gunnar
Gunnlaugsson Bíld-
dal (f. 4. ágúst 1902, d. 20. apríl
1980), kaupmaður á Siglufirði og
síðar verkstjóri hjá Pípugerð
Reykjavíkurborgar. Eugenia var
dóttir Lovísu (f. 20. maí 1878, d. 2.
desember 1940) Grímsdóttur
læknis og bónda á Minni-Reykjum
í Flókadal og Guðmundar (f. 31.
mars 1871, d. 13. júlí 1950) b. á
Laugalandi í Fljótum, Ásmunds-
sonar , Eiríkssonar bónda í Nes-
koti í Flókadal. Gunnar var sonur
Valgerðar (f. 3. apríl 1877, d. 7.okt.
1952) Sigurðardóttur b. á Þóru-
stöðum í Kaupangssveit Eyjafirði
og Gunnlaugs Daníelssonar (f. 20
júlí 1868, d. 12. júlí 1952) b. í Svarf-
aðardal. Fósturfaðir Gunnars var
Guðmundur Bílddal (f. 1. janúar
1857, d. 22. maí 1946) kennari og
síldarmatsmaður á Siglufirði.
Systkini Sigríðar eru Jóna Ríkey
Bílddal (f. 11. ágúst 1926, d. 11.
mars 1994), Valgerður G. Bílddal
(f. 21. júní 1928), Guðmundur (f. 9.
júlí 1931, d. sama ár), Lovísa B. Ru-
esch (f. 15. desember 1935) og
Katrín Bílddal (f. 21. febrúar 1938)
Eftirlifandi eiginmaður Sigríðar
er Bragi Freymóðsson, f. 27. febr-
úar 1920, rafmagnsverkfræðingur
1985), James Mixen Danley (f. 8.
september 1987) og Sarah Sigrid
Danley (f. 26. október 1989).
Sigríður ólst upp ásamt systrum
sínum í foreldrahúsum á Siglu-
firði. Hún lauk gagnfræðaprófi frá
Héraðsskólanum í Reykholti 1947
og útskrifaðist frá Hjúkrunarskóla
Íslands 1953. Eftir útskrift hóf hún
störf á Fjórðungssjúkrahúsi Akur-
eyrar. Sigríður fór til framhalds-
náms við Presbyterian St. Luke
Hospital í Chicago 1955–56 ásamt
Sigríði Jóhannsdóttur vinkonu
sinni en þangað fóru þær á vegum
American Scandinavian Founda-
tion. Hún lagði stund á sálfræði og
félagsfræði um tíma við háskóla
bæði í Kaliforníu og í Indiana
ásamt því að sækja margvíslega
endur- og símenntun í grein sinni
þ.á m. í barnahjúkrun. Sigríður
var alla tíð meðlimur í Félagi ís-
lenskra hjúkrunarfræðinga. Árið
1990 var hún heiðruð með því að
vera skráð í Who’s who in Americ-
an nursing. Hún starfaði í samtök-
um foreldra og kennara í Riviera
School í Torrance í Kaliforníu í
mörg ár og var virkur félagi í ýms-
um samtökum vestan hafs og lagði
þar m.a. mikla áherslu á að kynna
íslenskar bókmenntir. Hún var í
eðli sínu náttúruverndandi og
dýravinur og var virkur meðlimur
í The Audubon Society og The
Sierra Club.
Um tíma var hún fulltrúi Íslands
í bandaríska Rauða krossinum,
hún var öflugur stuðningsmaður í
Félagi Íslendinga í Suður-Kali-
forníu og The American Scand-
inavian Foundation. Sigríður mat
mikils að geta komið fram í ís-
lenska þjóðbúningnum fyrir hönd
Íslands við margvísleg tækifæri,
og þá ekki síst við setningarhátíð
Ólympíuleikanna 1984 í Los Ang-
eles í hópi 25 stoltra kvenna.
Minningarathöfn um Sigríði fór
fram í Santa Barbara 8. apríl sl. en
útför hennar verður gerð í dag frá
Fossvogskirkju og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
og fv. varaforseti
Magnavox Govern-
ment and Industrial
Electronics Company.
Þau gengu í hjóna-
band 31. desember
1955. Bjuggu þau
fyrstu fimm hjúskap-
arárin í Chicago. Eftir
það áttu þau heimili í
Kaliforníu og Indiana
allt til ársins 1993 að
þau settust að í Santa
Barbara til að vera í
nálægð við dóttur
sína, tengdason og
barnabörn. Heimili
þeirra var alla tíð rómað fyrir
smekkvísi, gestrisni og rausnar-
skap og voru þau þekkt að frænd-
rækni og tryggð við vini sína og þá
Íslendinga er að garði bar.
Móðir Braga var Steinunn Mar-
grét (f. 31. janúar 1894, d. 9. sept-
ember 1982) Jónsdóttir Guðjóns-
sonar bónda á Ytra-Kálfskinni,
Árskógsströnd, kona Jóns og móð-
ir Steinunnar var Arndís Sigvalda-
dóttir. Faðir Braga var Freymóð-
ur Jóhannsson listmálari og
lagahöfundur. Steinunn og Frey-
móður skildu. Systkini Braga eru
Árdís Jóna Freymóðsdóttir (f. 25.
júlí 1922), Fríða Freymóðsdóttir (f.
23. janúar 1925) og Heimir (f. 30.
nóvember 1929, d. 25. janúar
1930). Hálfsystkini Braga sam-
feðra eru Stefán Heimir Frey-
móðsson (f. 1. mars 1948, d. 31.
ágúst 1968) og Berglind Frey-
móðsdóttir (f. 17. október 1951)
Sigríður og Bragi eignuðust tvö
börn, þau Baldur Arnar (f. 28. júlí
1956, d. 9. júní 1979) og Steinunni
Freyju Danley (f. 15. janúar 1958)
BSc í félagsfræði. Steinunn er gift
Michael Danley og eru börn þeirra
Stephen Bragi Danley (f. 27. júlí
Þótt þú langförull legðir
sérhvert land undir fót,
bera hugur og hjarta
samt þíns heimalands mót.
(Steph. G. Steph.)
Elsku Sigga mín. Þú hefur ætíð
verið mikla ljósið í mínu lífi – vitinn
sem brann. Nú ertu horfin frá mér.
Sál þín er komin til himnaríkis; í
nærveru Guðs, ásamt syni okkar
Baldri og foreldrum þínum Eugeniu
og Gunnari.
Þegar ég horfi um öxl og hugsa
um hjónabandsferil okkar rifjast
upp margt sem er mér minnisstætt.
Ég minnist þess að þegar ég var
túlkur fyrir breska herliðið á Siglu-
firði sumarið 1940 tók ég eftir tíu
ára stúlku sem bjó í næsta húsi við
bækistöð Bretanna. Hún var hrædd
við hermennina og leyndi því ekki og
leit hornauga þennan Íslending sem
hafði gengið í lið með innrásarmönn-
unum. Þegar við hittumst í Chicago
snemma árs 1955, þar sem þú stund-
aðir framhaldsnám í hjúkrun við
Presbyterian St. Luke sjúkrahúsið
ásamt vinkonu þinni og bekkjarsyst-
ur Sigríði Jóhannsdóttur, kom í ljós
að þú varst tíu ára stúlkan frá Siglu-
firði 1940. Því var ekki að leyna að í
fyrstu athugaðir þú mig með nokkr-
um fyrirvara en þegar í ljós kom að
við áttum sama afmælisdag – 27.
febrúar – var eins og örlögin hefðu
hér hönd í bagga. Hugarfar þitt
breyttist og í árslok 1955 gengum
við í heilagt hjónaband sem var far-
sælt í nærri hálfa öld.
Ég minnist þess að sem móðir
barna okkar, Baldurs og Steinunn-
ar, sýndir þú einstaka umhyggju
þegar þú varst að ala þau upp, fyrst í
Chicago og síðar í Kaliforníu og In-
diana. Allir þeir sem umgengust
okkur voru einróma um hve prúð
börnin væru í allri framkomu sinni
og hversu snyrtilega þau væru ein-
att klædd og það sem var meira
virði, hve mikla aðgætni þú sýndir
við að varðveita heilsu þeirra.
Þessi umhyggjusemi var endur-
tekin þegar barnabörnin okkar
komu í heiminn. Þá fór öll þín orka í
að aðstoða dóttur okkar Steinunni
við að ala upp börn hennar. Margar
voru flugferðirnar milli Fort Wayne
í Indiana og Santa Barbara í Kali-
forníu sem þú fórst á þessum árum.
Ég minnist þess að enda þótt hlut-
verk þitt sem móður sæti ætíð í fyr-
irrúmi sinntir þú hjúkrun og hjúkr-
unarmálum eins lengi og heilsa þín
leyfði. Þú starfaðir um nokkurn
tíma hjá „The Little Company of
Mary Hospital“ í Kaliforníu við góð-
an orðstír. Eftir það sóttir þú end-
urhæfingarnámskeið og stóðst við-
eigandi próf til að halda réttindum
þínum sem „Registered Nurse
(RN)“.
Mér er sérstaklega minnisstæð
þrautseigja þín þegar þú stóðst
strembið endurhæfingarpróf með
ágætum enda þótt önnur hönd þín
væri í fatla vegna beinbrots.
Árið 1990 varstu heiðruð með því
að vera skráð í „Who’s who in Am-
erican nursing“. Það var viðurkenn-
ing sem þú mast mikils. Hjúkrunar-
mál á Íslandi voru þér ætíð
hugleikin. Þú varst meðlimur í Fé-
lagi íslenskra hjúkrunarfræðinga
alla þína ævi. Einnig hélst þú traust-
um tengslum við bekkjarsystur þín-
ar sem útskrifuðust frá Hjúkrunar-
skóla Íslands 1953. Góð vinkona þín
og bekkjarsystir, Sigríður Jóhanns-
dóttir, fv. skólastjóri Hjúkrunar-
skóla Íslands, var tíður milligöngu-
liður, því hún kom við og við til
Bandaríkjanna og heimsótti okkur
þá oftast. Þá minnist ég þess að í
einni heimsókn okkar til Íslands
vorum við gestir á heimili Hjördísar
Briem, bekkjarsystur þinnar frá
Hjúkrunarskólanum. Þar voru
mættar allar bekkjarsystur þínar
með mökum sínum. Þetta var rausn-
arlegt gleðisamkvæmi, haldið þér til
heiðurs.
Ég minnist þess að hárfínn
smekkur þinn með listræna blænum
setti sinn sérstaka svip á sambúð
okkar. Á heimili okkar í Kaliforníu
og Indiana tókst þér að sjá um að
réttir hlutir væru ætíð á réttum
stað. Hvort sem um var að ræða út-
saum þinn, borðbúnað, blóma-
skreytingar eða val á forngripum og
listmunum voru merki smekkvísi
þinnar í augsýn. Alla ævi sýndir þú
mikinn næmleika fyrir dýralífi, nátt-
úrunni og umhverfinu. Þegar fugl
var á flugi greindir þú á augnabliki
hvaða tegund var um að ræða. Svan-
urinn var sá fugl sem þú hafðir
mestar mætur á. Hann prýddi alltaf
heimili okkar á einn veg eða annan.
Kisa – síamski heimiliskötturinn
okkar – hafði sálartengsl við þig sem
unun var að skynja. Áhugi þinn á
bókmenntum og hljómlist var smit-
andi.
Eitt sinn er við vorum stödd í Pet-
oski, í norðurhluta Michigan-ríkis-
ins í Bandaríkjunum, hafðir þú upp
á götunni, húsinu og herberginu þar
sem Ernest Hemingway ritaði
„Vopnin kvödd“ (A Farewell to
Arms).
Hjálpsemi var þér í blóð borin.
Hjálparhönd þín var ætíð til reiðu
öllum í fjölskyldunni. Hún teygði sig
einnig til nágranna og vina, til að-
stoðar við verk sem þörf var á að
vinna, eða til ráðlegginga varðandi
heilsugæslu og mataræði. Það er því
ekki að undra að þeir sem umgeng-
ust þig segðu oft að frá þér geislaði
innri og ytri fegurð.
Ég minnist þess að þegar við
misstum Baldur son okkar skyndi-
lega, 23 ára að aldri, voruð þið Stein-
unn dóttir okkar máttarstólparnir í
fjölskyldunni. Þetta lagðist sérstak-
lega þungt á mig, vegna þess að mér
varð þá ljóst að ég hafði glatað tæki-
færi til að móta eins farsælt jafn-
vægi milli föðurhyggju og starfs og
ég hafði óskað. Þá kom skýrt í ljós
jákvæða eðlið sem ætíð hefur búið í
þér – að styrkja fremur en að álasa –
að kveikja á kertum í stað þess að
amast yfir myrkrinu.
Ég minnist þess að þrátt fyrir
nærri hálfrar aldar dvöl í Vestur-
heimi var Íslendingurinn í þér ætíð
glaðvakandi. Þú notaðir hvert tæki-
færi sem gafst til að halda nafni Ís-
lands á loft hvort sem það var með
fyrirlestrum á félagsfundum eða í
samtölum við einstaklinga. Þar fjall-
aðir þú um sögu þjóðarinnar, bók-
menntir, listir og þjóðarhag. Þú
varst ötul við að styðja Íslendinga-
félagið í Suður-Kaliforníu og Amer-
ican Scandinavian Foundation þeg-
ar íslensk málefni voru á dagskrá.
Engir voru þér meiri aufúsugestir
en Íslendingar; ættingjar, vinir eða
aðrir sem staddir voru á okkar slóð-
um. Þá er mér sérstaklega minnis-
stætt hve stolt þú varst þegar þú
mættir í íslenskum þjóðbúningi sem
einn af fulltrúum Íslands við setn-
ingarathöfnina á Ólympíuleikunum í
Los Angeles árið 1984.
Ég minnist þess hve sárt það var
fyrir dóttur okkar Steinunni, systur
mína Árdísi og mig að horfa á þig
vanmáttuga í klónum á alzheimer-
sjúkdómnum á Villa Bella sjúkra-
heimilinu í Santa Barbara. Þú barð-
ist á móti eins og kraftar þínir
leyfðu, en ekkert dugði, og engin lyf
gátu bætt meinið. Jafnt og þétt
rændi alzheimer-sjúkdómurinn frá
þér hæfileikanum til að tjá þig.
Fyrst lamaðist minnið. Þar næst
glataðist fallega rithöndin þín. Þá
hvarf tak þitt á enskri tungu sem þú
hafðir rækt með ágætum. Síðasta
virkið sem féll var íslenska tungan
þín sem þú hafðir haldið ómengaðri
þrátt fyrir nærri hálfrar aldar fjar-
veru frá Íslandi. En eitt gat alzheim-
er-sjúkdómurinn ekki tekið frá þér
– það var brosið þitt ljúfa.
Það hvarf aldrei.
Þegar hún brosti blítt til mín
breiddist ljómi um andlit og hár
þó var ei hulið augnasýn
að skuggi sveif yfir sál sem bar sár
en brosið mótaði ljúfa mynd, ljósa mynd
sem geymist ár eftir ár
hún var, hún er, hún verður ætíð stúlkan mín
sem brosti í gegnum tárin.
(J. B. F.)
Nú ert þú alkomin heim, eftir 47
ára útivist, til að aska þín megi
leggjast í þá mold sem þér er helg-
ust.
Í Guðs friði.
Þinn ætíð
Bragi.
Elskuleg systir mín, hún Sigga, er
látin. Við systurnar vorum fimm og
ólumst við upp á Siglufirði hjá ást-
ríkum foreldrum okkar þeim Euge-
níu og Gunnari Bílddal. Einn bróður
áttum við sem dó á fyrsta ári. Elst
okkar var Jóna Ríkey sem lést árið
1994, næst er svo Valgerður, sú er
þetta ritar, Sigríður sem við kveðj-
um nú í dag, Lovísa og Katrín.
Æskuárin liðu alltof fljótt við
glens og grín, störf og leik. Við
Sigga deildum alltaf herbergi sam-
an. Árið 1947 fluttu foreldrar okkar
til Sauðárkróks og þaðan aftur um
haustið 1949 til Reykjavíkur ásamt
föðurömmu okkar. Sigga fór þá að
vinna á vöggustofu Thorvaldsen við
Langholtsveg eða þangað til hún hóf
nám í Hjúkrunarskólanum í upphafi
árs 1951. Að námi loknu vann hún á
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
en fór síðan til framhaldsnáms til
Chicago ásamt Sirrý vinkonu sinni.
Þær sigldu með Helgafellinu og tók
ferðin níu daga.
Sigga kynntist fljótlega Braga
Freymóðssyni og giftu þau sig 30.
desember 1955. Þau eignuðust tvö
börn, Baldur Arnar, sem er látinn,
og Steinunni Freyju sem sjálf á nú
þrjú börn.
Sigga mín, það var alltaf svo mikil
eftirvænting þegar þú varst að
koma heim til landsins sem þú þráð-
ir svo mikið, þá var nú gaman. Aldr-
ei get ég fullþakkað þér öll gæðin
þín og gjafir eða öll fínu fötin sem þú
sendir börnunum mínum þegar þau
voru lítil og efnin voru minni. Eða
hve vel þið Bragi tókuð á móti okkur
Halla þegar við komum að heim-
sækja ykkur. Hve natin þið voruð
við að sýna okkur umhverfi ykkar og
keyra með okkur út og suður. Það
var líka svo gaman þegar við ferð-
uðumst saman um Ísland.
Þú varst alltaf svo hress og sást
það góða í öllum. Það var svo sárt
hvernig alzheimer-sjúkdómurinn
tók hugsun þína sem alltaf hafði ver-
ið svo virk og ljúf.
Síðast þegar þú komst heim sum-
arið 1998 varstu orðin veik og gast
lítið tjáð hug þinn, en þó stundum.
Við ferðuðumst þá norður á Akur-
eyri og í fjörðinn okkar kæra, Siglu-
fjörð. Þegar við vorum komin í
gegnum Strákagöngin reistir þú þig
upp í sætinu og sagðir: ,,Þetta er sko
bærinn minn.“ Við löbbuðum um
bæinn og skoðuðum bernskuslóðir
okkar. Þú hittir gamla skólabræður
þína og varst svo glöð að tala við þá.
Nú er Bragi kominn heim með
öskuna þína svo þú getir hvílt í ís-
lenskri mold eins og þú vildir, hjá
Baldri þínum og foreldrum okkar.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Bragi minn, þakka þér hvað þú
hugsaðir alltaf vel um Siggu mína.
Guð veri með þér, systir góð.
Valgerður.
Fallega rósin okkar hefur lagt
saman blöðin sín, en opnar aftur
krónu sína á móti eilífðarljósinu á
æðra tilverustigi, þar sem áður
gengnir ástvinir, sonur, foreldrar,
systir og nánir ættingjar og vinir
breiða út faðminn og bjóða hana vel-
komna.
Mágkona mín, Sigga, eins og hún
var ávallt kölluð, hefur lokið jarðvist
sinni og er nú laus úr höftum hins
óvægna sjúkdóms alzheimers, sem
fór um hana ómjúkum höndum.
Sigga og Bragi kynntust í Chi-
cago í Bandaríkjunum og bjuggu
þau vestan hafs öll sín hjúskaparár.
Fyrst í Chicago, síðan fluttu þau til
Kaliforníu, þar sem þau bjuggu í
Hollywood Riviera, sem er suður af
Los Angeles. Síðar fluttu þau, vegna
vinnu Braga, til Fort Wayne í Indi-
ana, komu síðan aftur til Kaliforníu
og áttu þá heima í Palos Verdes,
sem er einnig suður af Los Angeles.
Aftur fóru þau til Indiana, þar til
Bragi lauk sínum starfsferli, en þá
fluttu þau til Santa Barbara í Kali-
forníu, en þar hafði Steinunn dóttir
þeirra sest að eftir sitt háskólanám.
Við mamma bjuggum skammt frá
heimili þeirra í Kaliforníu, enda
mikill samgangur.
Á heimili þeirra var alltaf gest-
kvæmt, hvort sem litið var inn að ís-
lenskum sið eða heimboð, Siggu til
mikils sóma. Hún hafði mikla
ánægju af og kunni að taka á móti
gestum, enda vinsæl með afbrigðum
og sérlega skemmtileg.
Henni var svo margt til lista lagt,
hún gat gert hvað sem hún vildi. Eitt
sinn er við mamma vorum staddar
uppi í húsi, en það kölluðum við
heimili þeirra, hafði Sigga séð til-
kynningu í blöðunum um keppni í
borðskreytingum. „Það væri gaman
að taka þátt í þessu,“ sagði hún. Við
hvöttum hana til þátttöku, enda
hæfileiki fyrir hendi. Sigga tilkynnti
þátttöku og nú hófst undirbúning-
urinn, hún átti matar- og kaffistell
sem á voru málaðar baldursbrár.
Ákvað hún að nota það. Að hennar
áliti myndu flestir leggja á borð fyr-
ir kvöld- eða hádegisverð, svo hún
ákvað að leggja á borð fyrir morg-
unverð. Sigga valdi hvítan borðdúk,
teiknaði og saumaði baldursbrár í
hornin og einnig í munnþurrkurnar,
síðan bjó hún til hettu yfir brauð-
ristina og gerði sömuleiðis baldurs-
brár á hana og þetta var ljómandi
fallegt. Keppnin stóð yfir helgi.
Laugardagsmorguninn var aðeins
fyrir dómnefndina að sinna sínum
störfum.
Um kvöldið að minni vinnu lokinni
fórum við mamma að skoða, þetta
var stór salur með um eða yfir 60
borðum, það var gaman að sjá hvað
smekkur manna er misjafn. Við
fundum borð Siggu, á því var við-
urkenningarborði, sem á stóð önnur
verðlaun. Fyrstu verðlaun hlaut
þekkt fornmunaverslun, Castens La
Tienda, sem Sigga og fleiri höfðu
miklar mætur á. Við flýttum okkur
upp í hús til að samgleðjast Siggu
með þennan góða árangur af mikilli
vinnu. Hún var að vonum ánægð og
ákvað að vera með að ári liðnu. Nú
hafði hún meiri tíma til undirbún-
ings.
Að ári liðnu fórum við mamma að
skoða keppnina, sem mér fannst
ennþá betri en sú fyrri. Við sáum
gamalt sérkennilegt borð eða elsk-
hugasæti með kringlóttum borðum
á báðum endum, en sófinn var eins
og S í laginu, sá endi sem við komum
fyrst að var með borða sem á stóð
SIGRÍÐUR BÍLDDAL
FREYMÓÐSSON