Morgunblaðið - 25.06.2002, Blaðsíða 39
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2002 39
FARIÐ verður í kvöldgöngu í Við-
ey þriðjudaginn 25. júní. Viðeyj-
arferja flytur þátttakendur til eyj-
unnar kl. 19.30 og hefst gangan hjá
Viðeyjarkirkju.
Gengið verður meðfram túngarði
Skúla Magnússonar og að norður-
strönd Viðeyjar. Þaðan verður
haldið á slóðir Jóns Arasonar bisk-
ups, á þann stað sem hann háði
baráttu gegn Dönum fyrir því að
endurreisa kaþólskt klaustur frá
13. öld sem hafði verið lagt niður
við siðskiptin. Endar ferðin við
rústir klaustursins, sem fannst við
fornleifauppgröft, og saga þess
sögð í stuttu máli. Áætlað er að
ferðin taki rúmlega klukkutíma.
Eins og alltaf er fólk beðið um að
klæða sig eftir veðri og nauðsyn-
legt er að vera í góðum skóm, segir
í fréttatilkynningu.
Ekkert gjald er tekið fyrir leið-
sögnina, en hins vegar er ferjutoll-
ur, 500 kr. fyrir fullorðna og 250
kr. fyrir börn.
Kvöldganga
um Viðey
ORKUVEITAN efnir til göngu- og
fræðsluferðar í Elliðaárdal undir
leiðsögn Guðmundar Halldórsson-
ar skordýrafræðings og Odds Sig-
urðssonar jarðfræðings í kvöld,
þriðjudagskvöldið 25. júní, kl.
19.30. Gengið verður um mismun-
andi gróðurlendi dalsins og hugað
að þeim smádýrum sem þar búa.
Þátttakendur eru hvattir til að
hafa með sér stækkunargler.
Bókin Dulin veröld – smádýr á
Íslandi eftir þá Guðmund Halldórs-
son, Odd Sigurðsson og Erling
Ólafsson kemur fyrir sjónir al-
mennings í fyrsta sinn þetta kvöld,
segir í fréttatilkynningu. Gangan
mun standa í um tvær klukku-
stundir.
Smádýr skoðuð
í Elliðaárdal
TALSVERT annríki var
hjá lögreglu um helgina.
Tilkynnt var um 36 um-
ferðaróhöpp en engin al-
varleg slys urðu á fólki. Um helgina
voru 10 ökumenn grunaðir um ölvun
við akstur en 42 um of hraðan akstur.
Einn var stöðvaður á Suðurlandsvegi
á leið norður að Vesturlandsvegi á 103
km/klst. og annar á Breiðholtsbraut á
leið vestur að Elliðaám á 111 km/klst
en hámarkshraði er 70 km/klst. á
þessum vegarköflum. Margir voru
stöðvaðir af lögreglu um helgina fyrir
að nota ekki öryggisbeltin og alls 27
eiga von á sekt fyrir að spenna ekki
beltin. Um klukkan 15.30 á föstudag
fór kaldavatnsæð í sundur við Húsa-
smiðjuna í Skútuvogi en þar var öku-
maður á vinnuvél að störfum. Smá-
vægileg óþægindi urðu af völdum
þessa á meðan viðgerð stóð yfir. Á
sama tíma gerði ungur viðskiptavinur
sér lítið fyrir og fékk sér kaffipásu
inni í stórverslun í miðbæ Reykjavík-
ur. Drakk gos og borðaði snakk og
skildi svo áteknar vörurnar eftir inni í
versluninni og fór út án þess að borga.
Starfsmenn verslunarinnar uppgötv-
uðu þessa sjálfsbjargarviðleitni og
eins og endranær var lögreglan köll-
uð til og haft samband við foreldra.
Barnið læst inni
Lögreglan aðstoðaði móður fyrir
utan stórverslun í miðborginni að
komast inn í bifreið sína. Hún hafði
óvart læst bifreið sinni með lyklana í
kveikjulásnum en ungt barn hennar
var bundið í barnabílstól inni í bifreið-
inni. Greiðlega gekk að opna bifreið-
ina. Þá leitaði eigandi bifreiðar eftir
aðstoð lögreglu og sagði að bíl hans
hefði verið stolið af bifreiðastæði við
götu vestur í bæ. Skömmu síðar til-
kynnti hann að bifreiðin væri fundin
en ungir piltar höfðu verið að kaupa
bifreið af öðrum í sömu götu og tekið
óvart ranga bifreið. Misskilningurinn
var því leiðréttur og allir skildu sáttir.
Rétt fyrir sjö á föstudag hafði lög-
regla afskipti af bifreiðastjóra á flutn-
ingabifreið þar sem hann var bæði að
reykja undir stýri og tala í farsíma án
handfrjáls búnaðar. Rætt var við öku-
manninn en ekkert aðhafst frekar í
málinu þar sem engin sektarheimild
er fyrir hendi. Hættan sem af þessari
háttsemi stafar er augljós.
Ölvaður og rammvilltur
Um hálfellefuleytið á föstudag
þurfti lögreglan að hafa afskipti af
ölvuðum manni í vesturborginni sem
bankaði stöðugt á hinar og þessar dyr
í götunni. Hafði maðurinn þá farið
bæði húsa- og götuvillt, var honum
ekið til síns heima. Um hálftvöleytið
aðfaranótt laugardags var ekið á konu
í Hafnarstræti og stakk ökumaður
bifreiðarinnar af. Lögregla ók kon-
unni á slysadeild Landspítalans
vegna eymsla í fæti og mjöðm. Skrán-
ingarnúmer bifreiðarinnar náðist og
er málið í rannsókn. Lögreglan stöðv-
aði mann undir morgun á laugardag
en maðurinn var að gangsetja trillu
ölvaður, var hann handtekinn vegna
brots á siglingalögum. Honum var
sleppt eftir að tekið hafði verið úr
honum blóðsýni. Talsvert var óskað
eftir aðstoð frá lögreglu vegna ölvun-
ar um helgina, tilkynnt var um nokkr-
ar minniháttar líkamsárásir og að
venju fór lögregla í fjölmörg hávaða-
útköll og sem fyrr enduðu sumir gleð-
skapinn með því að gista fanga-
geymslur lögreglu. Nokkur innbrot í
bifreiðar voru um helgina og vill lög-
reglan enn minna fólk á að skilja ekki
sýnileg verðmæti eftir í bifreiðum
sínu. Í sumum tilfellum virtist sem
um ólæstar bifreiðar hafi verið að
ræða þar sem engar skemmdir voru
sjáanlegar og slíkt býður hættunni
heim.
Úr dagbók lögreglu 21.–24. júní
Reykti og talaði í farsíma
meðan hann ók flutningabíl
FARIÐ verður í hina árlegu
sumarferð kvennadeildar Reykja-
víkurdeildar Rauða kross Íslands
fimmtudaginn 27. júní. Mæting í
Umferðarmiðstöðinni kl. 8.30 og
lagt af stað kl. 9.
Að þessu sinni verður ekið til
Skagastrandar. Hressing verður í
Kántrýbæ og síðan verður Skaga-
strönd skoðuð. Frá Skagaströnd
verður haldið að Heimilissafninu
á Blönduósi og Halldórustofa
skoðuð. Frá Blönduósi verður ek-
ið til Þingeyrarkirkju og hún
skoðuð.
Boðið verður upp á léttar veit-
ingar í Hamarsbúð og síðan ekið í
Bifröst og snæddur kvöldverður.
Verð fyrir ferðina er 3.900 kr.
og tilkynna þarf þátttöku.
Sumarferð kvennadeildar
RKÍ í Reykjavík
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá Grétari
Berndsen, framkvæmdastjóra Óðals
við Austurvöll:
„Vændi, eiturlyfjasala, rekstur
spilavíta og margs konar önnur ólög-
leg starfsemi þrífst á Íslandi. Kyn-
ferðislegt ofbeldi og misnotkun þeirra
sem minna mega sín þrífst því miður
einnig hér á landi. Stundum er slíkt
gert samkvæmt lögum, sbr. spila-
kassarekstur góðgerðarfélaga og
fleiri aðila en oftast er eymdin í undir-
heimum og neðanjarðarhagkerfi höf-
uðborgarsvæðisins. Mannréttindi eru
fótum troðin og það er ánægjulegt að
kastljósi sé um þessar mundir beint
að aðstæðum þeirra kvenna sem mis-
rétti eru beittar hér á landi sem ann-
ars staðar í heiminum. Alhæfingar á
borð við þær að vændi þrífist í
Reykjavík í skjóli næturklúbba eru
hins vegar út í hött og enn á ný vilja
forsvarsmenn næturklúbbsins Óðals
við Austurvöll mótmæla slíkum mál-
flutningi harðlega. Eðlilega erum við
einungis í stakk búnir til þess að full-
yrða um okkar eigin rekstur en ekki
annarra, enda geta næturklúbbar
væntanlega verið jafn mismunandi
eins og til dæmis ólíkir veitingastaðir
eða mismunandi bílategundir, án þess
að hér sé sérstaklega gert ráð fyrir að
svo sé um næturklúbba á Íslandi.
Óðal hefur starfað sem næturklúbbur
í u.þ.b. sex ár án þess að viðskiptavin-
ir, starfsfólk, dansmeyjar eða yfirvöld
hafi nokkru sinni gert athugasemdir
við rekstur staðarins eða þjónustu.
Staðurinn grundvallar starfsemi sína
að öllu leyti í takt við íslensk lög og
reglugerðir. Ekkert vændi fer fram á
Óðali og engin þeirra stúlkna sem þar
hefur dansað á undanförnum árum
hefur komið þar á öðrum forsendum
en sínum eigin. Flestar þeirra hafa
komið til landsins á fullgildum at-
vinnuleyfum íslenskra stjórnvalda og
notið um leið allrar þeirrar trygginga-
verndar og öryggis sem atvinnuleyf-
um fylgja. Með einni undantekningu
hefur engin stúlka frá Eistlandi né
öðrum baltneskum ríkjum dansað á
Óðali á undanförnum árum. Gagnvart
u.þ.b. 35 íslenskum starfsmönnum
Óðals og metnaðarfullum dansmeyj-
um staðarins sem margar hverjar eru
í fremstu röð á sínu sviði, er alhæfing
um tengsl næturklúbba á Íslandi við
vændi afar ósanngjörn. Fullyrðingar
um að svokallaður einkadans sé enn
frekari ávísun á vændi innan nætur-
klúbba eru sömuleiðis byggðar á al-
hæfingum sem afar erfitt er að sitja
þegjandi undir. Forsvarsmenn Óðals
munu gera allt sem í þeirra valdi
stendur til þess að hreinsa staðinn af
þeim álitshnekki sem hann og starfs-
fólk hans hefur beðið af umræðu und-
anfarinna daga.“
Yfirlýsing frá Óðali
SUNNUDAGINN 23. júní kl. 14
var opnuð sýning sem ber titilinn
„Sauðfé í sögu þjóðar“ í félags-
heimilinu Sævangi sem stendur 12
km sunnan við Hólmavík á Strönd-
um. Þar er sagt frá sauðfjárbú-
skap fyrr og nú í máli og myndum.
Margvíslegar minjar sem tengjast
sauðfjárbúskap eru einnig til sýn-
is. Sýningin er opin frá kl. 10–18
alla daga vikunnar frá 15. júní til
31. ágúst.
Fyrir framtakinu stendur Félag
áhugamanna um Sauðfjársetur á
Ströndum og sýningin er sett upp
í samstarfi við Byggðasafn Hún-
vetninga og Strandamanna á
Reykjum í Hrútafirði.
Á sýningunni er lögð áhersla á
að allir aldurshópar fái nokkuð
fyrir sinn snúð og töluvert er gert
til þess að höfða til fjölskyldufólks.
Til að mynda verða heimalningar í
girðingu utan við Sævang og þeim
verður gefið tvisvar sinnum á dag
með hjálp gestanna (kl. 10.15 og
17.30). Þá er sérstakt barnahorn á
sýningunni og einnig svokallað vís-
indahorn, þar sem meðal annars
má fræðast um aðskiljanlegustu
hluti sem snúa að sauðkindum og
skoða tölvuforrit.
Jafnhliða sýningunni verður
opnuð kaffistofa í Sævangi þar
sem svangir ferðalangar geta sop-
ið á kaffi eða mysudjús og gætt
sér á heimilislegu meðlæti, óháð
því hvort þeir skoða sýninguna eða
ekki, segir í fréttatilkynningu.
Kaffihlaðborð verður með reglu-
legu millibili í sumar og ýmsar
uppákomur. Eins verður hand-
verksbúð í Sævangi þar sem á boð-
stólum verða margvíslegir munir
sem tengjast svæðinu og sauð-
fjárbúskap yfirleitt.
Sýning um
sauðfjárbú-
skap Stranda-
manna