Morgunblaðið - 01.08.2002, Page 41

Morgunblaðið - 01.08.2002, Page 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2002 41 N O N N I O G M A N N I | Y D D A / s ia .i s N M 0 6 7 2 3NÝJAR VÖRUR: Kjölur kvenflíspeysa Verð 7.990 kr. Flísskyrta Verð 7.490 kr. A B X /S ÍA 9 0 2 0 9 0 8 NOKKUR ár eru nú liðin síðan ég tók að fylgjast með umræðunni um tengsl Íslands og Evrópusam- bandsins (ESB) og ég hef einnig heimsótt land ykkar í því skyni að fræðast betur um þau ólíku rök sem sett hafa verið fram í þeim efnum. Þó að lönd okkar tvö séu engan veginn nágrannar í landfræðilegu tilliti finnst mér við eiga ýmislegt sameiginlegt. Bæði Íslendingar og Möltubúar eru eyjarskeggjar. Löndin marka ytri landamæri Evrópu, Ísland í norðri og Malta í suðri. Báðar telja þjóðirnar færri en 400.000 manns. Og bæði lönd eru álitin mikilvægar brýr til ann- arra heimshluta, Ameríku í ykkar tilfelli en Norður-Afríku í okkar. En eitt atriði til viðbótar er líkt með okkur: sú staðreynd að bæði á Íslandi og á Möltu er að finna fólk sem haldið er þráhyggju um það, að ganga í ESB, og skirrist ekki við að að blekkja kjósendur og raunar landsmenn alla um jafnvel einföldustu atriði. Það er best að ég útskýri af- stöðu mína. Ég er Evrópubúi. Mér finnst að ég tilheyri Evrópu. Ég tel tilkomu Evrópusambandsins jákvæða þróun. En ég tel ekki að aðild að Evrópusambandinu sé for- gangsatriði fyrir Möltu. Við ættum fyrst að taka okkur saman í andlit- inu og vinna að nauðsynlegum um- bótum. Besta leiðin til að gera það felst að mínu mati í því að þróa sem best samband við Evrópusam- bandið, án þess þó að ganga inn í það. Hér á Möltu köllum við þetta „samstarfsvalkostinn“. En víkjum aftur að þeim stað- reyndum, hálf-staðreyndum og hreinræktuðu ósannindum sem borin hafa verið á borð um þann samning sem náðst hefur milli rík- isstjórnar Möltu og Evrópusam- bandsins um fiskveiðar. Fyrst verð ég þó að taka annað skref aftur á bak. Ég get þó upplýst ykkur um það að sjómenn á Möltu hafa þeg- ar gert ríkisstjórninni ljóst, og þeir hafa sannarlega ekki talað óskýrt, að þeir séu algerlega mót- fallnir þessum samningi og að þeir hyggist ekki hlíta skilmálum hans, sama hvað gerist. Þetta kemur fram í bréfi sem Sjómannasam- bandið – en það talar fyrir hönd næstum allra sjómanna á Möltu – hefur sent ríkisstjórninni. Rétt er að rifja upp að staðan í dag er sú að Malta hefur 25 mílna lögsögu þar sem aðeins sjómenn frá Möltu mega veiða og það án nokkurra takmarkana. Margir er- lendir sjómenn, einkum ítalskir, hafa í gegnum tíðina reynt að fara með ólöglegum hætti inn á þetta svæði en þeim hefur verið vísað á brott. En um hvað snýst þessi samn- ingur þá? – Samningurinn felur í sér að í raun hafa yfirráð yfir maltversku lögsögunni verið færð í hendur Evrópusambandinu, þannig að rík- isstjórn Möltu fer með stjórn þar fyrir hönd Evrópusambandsins. – Einungis fiskibátar skráðir á Möltu, allt að tólf metrar á lengd, mega veiða fyrir innan fyrstu tólf mílurnar. Kaupi útgerðarmenn frá löndum ESB báta skráða á Möltu af starfsbræðrum sínum á Möltu þá er þeim kleift að veiða innan þessa svæðis. – Á svæðinu frá 13 til 25 mílna verður öllum sjómönnum, hvort heldur þeir koma frá Möltu eða ESB, heimilt að veiða, að því gefnu að bátar þeirra séu minna en 24 metrar á lengd, auk þess sem takmarkanir verða settar er tengjast vélarafla bátanna. Hvaða þýðingu hefur þetta? Þetta þýðir að fiskibátar frá ESB-ríkjunum munu hafa lagalegan rétt til þess að fara inn í landhelgi Möltu og þaðan verður þeim ekki vísað á brott. Þetta þýðir einnig að malt- neskir sjómenn, sem eiga báta sem eru stærri en 24 metrar, verður ekki heimilt að veiða innan land- helginnar! Í staðinn munu þeir að- eins geta stundað veiðar á alþjóð- legum hafsvæðum. Svo allrar sanngirni sé gætt hefur ríkis- stjórnin lagt til að þessir bátaeig- endur fái 5,8 milljón evrur [tæp- lega 500 milljónir ísl. króna] í eingreiðslu vegna breytingarinnar. Þeir fjármunir munu ekki koma frá ESB heldur verða þeir teknir af skattfé Möltubúa. Sjómanna- sambandið hefur þegar sagt að þessar greiðslur geti ekki bætt þá staðreynd að sjómönnum úr ESB- ríkjunum verður nú heimilt að veiða innan landhelgi Möltu á sama tíma og um 50 mikilvæg maltnesk fiskiskip verða gerð það- an brottræk. – Öllum fiskibátum, hvort sem þeir eru frá ESB-ríkjum eða Möltu, verður heimilt að sækja um að eitt þeirra 130 veiðileyfa sem gefin verða út á höfrungs- fiskveiðitímabilinu [e. dolphin-fish eða lamp- uki]. Höfrungsfiskur er sú tegund sem maltneskir sjómenn veiða mest af. Þetta þýðir því að maltnesk- ir sjómenn munu þurfa að keppa við ítalska og spænska sjómenn, eða frá hvaða ESB-ríki svo sem þeir koma, um þessi fáu veiðileyfi. Engin mismunun verður leyfð við úthlutunina og veiðireynslureglan mun því vænt- anlega aðeins gagnast sjómönnum frá Möltu fyrstu árin. Það sem máli skiptir í þessu sambandi er að sjómenn frá Möltu munu ekki lengur sitja einir að þessum gæðum. Ninu Zammit, land- búnaðar- og sjávarút- vegsráðherra, hefur sagt að næstum úti- lokað yrði fyrir sjó- menn frá ESB-ríkjun- um að veiða innan 25 mílna lögsögunnar. Ekki þarf að koma á óvart að hann haldi þessu fram enda talar hann fyrir hönd ríkisstjórnar sem skrifaði undir þetta samkomulag og vill ganga í ESB hvað sem það kostar. Hann hefur hins vegar ekki fært nein rök fyrir staðhæf- ingum sínum. Eftir stendur að orðalag samn- ingsins, sú gagnrýni sem Verka- mannaflokkurinn hefur sett fram og það sem mestu máli skiptir, al- ger andstaða sjómanna, segir allt sem segja þarf. Kæru íslensku vinir, Möltubúar hafa ekki bitið á öngulinn og ég er viss um að það munið þið ekki gera heldur. Ísland og malt- neska beitan Joseph Muscat Samningar Á svæðinu frá 13 til 25 mílna verður öllum sjómönnum, hvort heldur þeir koma frá Möltu eða ESB, segir Joseph Muscat, heimilt að veiða. Höfundur sinnir menntamálum fyrir Verkamannaflokk Möltu. Hann er ritstjóri maltastar.com, eins af helstu netdagblöðum Möltu. Hann hefur háskólagráðu í stjórn- unarfræðum og stefnumótun og framhaldsgráðu í evrópskum fræð- um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.