Morgunblaðið - 20.08.2002, Side 6

Morgunblaðið - 20.08.2002, Side 6
GOLF 6 B ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sigrinum var spáð AÐ morgni sunnudagsins sat Rich Beem fyrir framan tölvu sína og skoðaði tölvupóstinn sinn. Þar var eitt bréf frá Beem-fjölskyldunni í Kansas, fjölskyldu sem hafði verið í sambandi við hann um nokk- urn tíma. „Þar sagði að Beem myndi vinna PGA með einu höggi og næstur yrði Tiger Woods,“ segir Beem, sem tók þetta ekki alvarlega og sendi þeim póst til baka þar sem hann gerði grín að þessu. Nokkrum klukkustundum síðar kom í ljós að fjöl- skyldan í Kansas hafði rétt fyrir sér. „Ég verð að senda þeim golfbolta eða eitthvað, en ég þori varla að kíkja á tölvu- póstinn minn núna. Ég hef stundum áhyggjur af far- símanum mínum, en núna veit ég að ég get í það minnsta borgað næsta reikn- ing,“ sagði Beem. FÓLK Beem lék síðasta hringinn afmiklu öryggi og lét harða at- lögu Tiger Woods undir lok hringsins ekkert á sig fá. Hann lék eins og mað- ur sem hafði engu að tapa. Dró upp dræverinn sinn á flestum brautum og var alls óhræddur að taka áhættu. Eftir fyrri níu holurnar munaði að- eins einu höggi á honum, Woods og Justin Leonard. En Beem hélt áfram ótrauður og hafi einhver efast um taugar hans þá sannfærðist sá hinn sami á 11. braut þegar Beem tók þrjú tré í annað högg og lagði alveg upp að pinna og fékk örn á holuna á meðan Woods varð að sætta sig við par. Þar með skildu tvö högg kappana og eftir það sló Beem ekki feilnótu. Hann rak niður langt pútt á 16. flötinni og þá vissu menn að sigurinn var í höfn. Reyndar eru síðustu tvær holurnar nokkuð snúnar en munurinn var orð- inn það mikill að Beem dugði að leika af öryggi, ekki varnarleik og þurfti ekki heldur að sækja of stíft. Þetta gerði hann snilldarlega og árangur- inn var fyrsti sigur hans á risamóti. Hann er tólfti kylfingurinn sem leikur þetta, að sigra í fyrsta sinn á risamóti á PGA-meistaramótinu. Það sem gerir sigur hans þó öðruvísi en margra forvera hans er maðurinn sem var á hælum hans síðasta dag- inn. Tiger Woods var nokkuð stöðugur framan af síðasta degi, þrjá undir eft- ir níu holur og par á þremur næstu holum, pör þar sem hann var iðulega að pútta fyrir fugli en ekkert gekk upp. Síðan kom nokkuð sem ekki sést á hverjum degi hjá kappanum, tvær holur í röð þar sem hann fékk skolla og á annarri þeirra þrípúttaði hann. Nú héldu margir að hann væri búinn að gefast upp. En það var langur veg- ur frá því. Síðustu fjórar holurnar lék hann af stakri snilld, hvert gullhögg- ið rak annað og fugl varð niðurstaðan á þeim öllum. Glæsilegur endir. Á sama tíma fékk Beem örn á 11., fugl á 13 og skolla á 14. og munurinn var orðinn fimm högg. Það sem eftir var lék hann á pari, fékk einn skolla og eitt par þannig að þegar upp var staðið lék hann á 68 höggum og var í heildina á tíu höggum undir pari. „Markmið mitt, og helsta áhyggju- efni, var að komast í gegnum niður- skurðinn eftir tvo hringi. Það tókst og þar með var ég alsæll. Mig dreymdi ekki einu sinni um að sigra,“ sagði Beem eftir sigurinn. Reuters Tiger Woods átti góðan endasprett, en hann kom of seint. Reuters Rich Beem með bikarinn góða, sem hann fékk fyrir sigur á PGA-mótinu. Beem stóðst atlögu Woods BANDARÍKJAMAÐURINN Rich Beem fagnaði ógurlega á 18. flötinni á Hazeltina National-golfvellinum á sunnudaginn þegar hann tryggði sér sigur á PGA-meistaramótinu, tíu höggum undir pari og einu höggi á undan Tiger Woods. Hann hljóp og kyssti bikarinn góða og dansaði síðan á flötinni. „Ég var örugglega eins og fáviti þarna, en veistu hvað: Ég vann!“ sagði Beem alsæll nokkru eftir að hann hafði tekið við bikarnum. Richard Michael Beem PGA-MEISTARINN Rich Beem er fæddur 24. ágúst 1970 í Phoenix. Hann býr í El Paso í Texas. Faðir hans, Larry Beem, er golfkennari og því fékk Rich golfið beint í æð, en hann hafði ekki sérlega mikinn áhuga, sneri sér frekar að hinu ljúfa lífi og hætti í golfi rétt um tví- tugt. Þá flutti hann til Seattle þar sem hann gerðist sölumaður og naut lífsins ásamt unnustu sinni. Það eina sem hann kom nálægt golfi næsta árið var að slá af svölunum á íbúð sinni, yf- ir nokkur hús og út í tjörn sem var þar ekki langt frá. Um páskana sá hann fyrrum félaga sinn úr háskóla, Paul Stankowski, vinna golfmót og þá fékk hann áhugann á ný, fór frá kærustunni og flutti til El Paso þar sem hann gerðist að- stoðarmaður golfkennara.  RICH Beem vann við það fyrir sjö árum að selja hljómflutningstæki og farsíma fyrir sjö dollara á tímann. Núna heldur hann örugglega veg- lega upp á afmæli sitt, en kappinn verður 32 ára á laugardaginn.  FYRIR sigurinn fékk hann um 85 milljónir króna og fyrir tæpum mán- uði sigraði hann á International mótinu þar sem hann fékk rúmar 40 milljónir króna. Góð mánaðarlaun það!  BEEM fær einnig fimm ára boðs- kort á PGA mótaröðina.  ÞETTA er í fyrsta sinn sem Tiger Woods verður í öðru sæti á risamóti í golfi.  FAÐIR Beem, Larry Beem, er golfkennari og hann var meðal áhorf- enda. „Ég var ekki í rónni fyrr en síðasta púttið datt,“ sagði faðirinn.  HANN sagði Rich fæddan á loka- degi PGA meistaramótsins 1970. Þá var lokadeginum frestað fram á mánudag og hann fæddist á mánu- deginum.  BEEM fagnaði ógurlega þegar hann setti langt pútt niður fyrir fugli á 16. flötinni. Tók boltann upp úr hol- unni og grýtti honum til áhorfenda.  JUSTIN Leonard hafði þriggja högga forystu fyrir síðasta hring. Þar gekk allt á afturfótunum og hann lauk leik á fimm yfir pari og endaði í fimmta sæti.  FIMM efstu sætin gefa rétt til að leika á Masters næsta ár þannig að Leonard náði því.  TOM Watson bætti sig um 16 högg á sunnudeginum. „Það er hræðilegt að koma inn á 83 höggum og ég var ákveðinn í að sanna fyrir sjálfum mér í dag að ég gæti leikið betur,“ sagði Watson eftir að hann lauk síð- asta deginum á 67 höggum.  HINN 26 ára gamli Pat Perez lék einn síðasta hringinn og hann var snöggur að því. Hann lauk leik á einni klukkustund, 53 mínútum og 30 sekúndum. „Ég hefði getað verið fljótari en tafðist á síðustu flötinni,“ sagði kappinn, sem lauk leik á fjór- um yfir síðasta daginn og 21 yfir í heildina. Næstneðsta sætið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.