Morgunblaðið - 20.08.2002, Page 15

Morgunblaðið - 20.08.2002, Page 15
ÚRSLIT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2002 B 15 KNATTSPYRNA Efsta deild kvenna, Símadeild: Stjörnuvöllur: Stjarnan – KR ...................19 Grindav.völlur: Grindavík – Breiðablik....19 Kaplakrikavöllur: FH – ÍBV.....................19 Úrslitakeppni 1. deildar kvenna: Eskifjarðarvöllur: Fjarðabyggð – Haukar Í KVÖLD Hlynur G. Hjartarson, GOS ......................74 Sigeir Vilhjálmsson, GSE..........................76 Eyjólfur Kolbeins, Gkj...............................76 Golfmót Hraðfrystihúss Eskifjarðar Byggðarholtsvöllur, punktakeppni: Kristinn J. Ragnarsson, GE......................37 Jóhannes Pálsson, GE ...............................36 Bragi B. Karlsson, GHH ...........................34 BM Vallár- mótið Öndverðarnes, par 70: Karlar: Hörður M. Gylfason, GÖ............................75 Guðmundur Hallsteinsson, GÖ.................81 Viðar Guðmundsson, GÖ ...........................85 Opna Húsasmiðjumótið Ekkjufellsvöllur, punktakeppni: Jón Ingvar Axelsson, GHH.......................39 Hafsteinn Jónasson, GFH.........................39 Huginn R. Arnarson, GFH........................38 Nancy Lopez kvennamót: Hvaleyrin, punktakeppni: Kristín Þorvaldsdóttir, GSE .....................39 Herdís Sigurjónsdóttir, GSE....................39 Hildur Harðardóttir, GSE ........................38 Danskir dagar Víkurvöllur, punktakeppni: Haukur Lárusson, GR ...............................45 Pétur Pétursson, GJÓ................................41 Sigtryggur B. Jónatansson, GMS ............39 Opna Black & Decker-mótið Kiðjabergsvöllur, punktakeppni: Hilmar H. Eiríksson, GK...........................38 Andrés I. Guðmundsson, GKG .................37 Sigurður R. Óttarsson, GOS .....................37 Bikarkeppni FRÍ 100 m hlaup kvenna: Emma Ania, FH ....................................11,50 Sunna Gestsdóttir, UMSS....................11,91 Sigurbjörg Ólafsdóttir, Breiðab. .........11,96 200 m hlaup kvenna: Emma Ania, FH ....................................23,70 Sunna Gestsdóttir, UMSS....................24,42 Sigurbjörg Ólafsdóttir, Breiðab. .........25,10 400 m hlaup kvenna: Silja Úlfarsdóttir, FH ...........................57,54 Sunna Gestsdóttir, UMSS....................58,49 Unnur A. Eiríksdóttir, Breiðabl. .........60,09 800 m hlaup kvenna: Birna Björnsdóttir, FH .....................2.14,24 Arndís M. Einarsdóttir, UMSS ........2.21,13 Fríða Rún Þórðardóttir, ÍR...............2.24,81 1.500 m hlaup kvenna: Fríða Rún Þórðardóttir, ÍR...............4.43,11 Eygerður I. Hafþórsdóttir, FH ........4.47,08 Arndís M. Einarsdóttir, UMSS ........4.48,58 3.000 m hlaup kvenna: Fríða Rún Þórðardóttir, ÍR.............10.17,26 Eygerður I. Hafþórsdóttir, FH ......10.38,31 Hólmfríður Ó. Samúelsd., Bbl.........11.33,16 100 m grindahlaup kvenna: Sigurbjörg Ólafsdóttir, Breiðabl. ........14,48 Sunna Gestsdóttir, UMSS....................14,53 Silja Úlfarsdóttir, FH ...........................14,78 400 m grindahlaup kvenna: Silja Úlfarsdóttir, FH Gunnhildur Hinriksdóttir, UMSS Anna Jónsdóttir, Breiðabl.  Tímatökutækin biluðu og því er enginn tími í þessari grein. 4x100 m boðhlaup kvenna: FH...........................................................48,18 UMSS .....................................................48,76 Breiðablik...............................................50,17 1.000 m boðhlaup kvenna: FH........................................................2.15,51 UMSS ..................................................2.18,67 Breiðablik............................................2.19,14 Hástökk kvenna: Vala Flosadóttir, ÍR................................1,65 Dagrún I. Þorsteinsdóttir, Á..................1,60 Ágústa Tryggvadóttir, HSK ..................1,55 Langstökk kvenna: Sunna Gestsdóttir, UMSS......................5,80 Sigurbjörg Ólafsdóttir, Breiðabl. ..........5,75 Jóhanna Ingadóttir, ÍR...........................5,37 Þrístökk kvenna: Kristín B. Ólafsdóttir, ÍR .....................11,97 Sunna Gestsdóttir, UMSS....................11,78 Hilda G. Svavarsdóttir, FH..................11,56 Stangarstökk kvenna: Þórey Edda Elísdóttir, FH ....................4,41 Vala Flosadóttir, ÍR................................4,00 Vilborg Jóhannsdóttir.............................3,20 Kúluvarp kvenna: Vala Flosadóttir, ÍR..............................12,99 Auður Aðalbjarnardóttir, UMSS.........12,25 Ásdís Hjálmsdóttir, Á ...........................11,57 Kringlukast kvenna: Halla Heimisdóttir, FH ........................41,52 Ásdís Hjálmsdóttir, Á ...........................39,22 Vilborg Jóhannsdóttir, UMSS .............37,42 Spjótkast kvenna: Vigdís Guðjónsdóttir, HSK ..................49,57 Sigrún Fjeldsted, FH ...........................43,53 Ásdís Hjálmsdóttir, Á ...........................41,72 Sleggjukast kvenna: María K. Lúðvíksdóttir, FH.................45,83 Guðleif Harðardóttir, ÍR ......................42,55 Guðbjörg Viðarsdóttir, HSK................34,71 Kvennakeppnin: FH ........................................................89 stig UMSS ..........................................................78 ÍR.................................................................67 Breiðablik....................................................55 HSK.............................................................50 Ármann .......................................................34 100 m hlaup karla: Reynir Logi Ólafsson, Á .......................10,61 Bjarni Þór Traustason, FH..................10,94 Andri Karlsson, Breiðabl......................11,11 200 m hlaup karla: Jón Arnar Magnússon, Breiðabl..........21,69 Reynir Logi Ólafsson, Á .......................21,94 Sveinn Þórarinsson, FH .......................22,54 400 m hlaup karla: Björgvin Víkingsson, FH .....................49,93 Ragnar F. Frostason, UMSS...............50,07 Albert Þ. Magnússon, ÍR......................51,41 800 m hlaup karla: Sigurbjörn Á. Arngrímsson, UMSS.1.55,93 Björgvin Víkingsson, FH ..................1.56,97 Burkni Helgason, ÍR..........................2.00,77 1.500 m hlaup karla: Stefán M. Ágústsson, UMSS.............4.04,49 Burkni Helgason, ÍR..........................4.10,19 Finnbogi Gylfason, FH......................4.22,31 5.000 m hlaup karla: Sveinn Margeirsson, UMSS............15.29,78 Stefán Á. Hafsteinsson, ÍR..............16.29,00 Stefán Guðmundsson, Breiðabl. .....16.30,10 110 m grindahlaup karla: Jón Arnar Magnússon, Breiðabl..........14,51 Ingi Sturla Þórisson, FH......................14,93 Unnsteinn Grétarsson, ÍR....................15,45 400 m grindahlaup karla: Sveinn Þórarinsson, FH .......................55,47 Unnsteinn Grétarsson, ÍR....................56,49 Sigurbjörn Á. Arngrímsson, UMSS....56,93 3.000 m hindrunarhlaup karla: Sveinn Margeirsson, UMSS..............9.27,90 Daníel S. Guðmundsson, FH.............9.53,69 Stefán Guðmundsson, Breiðabl. .....10.07,56 4x100 m boðhlaup karla: FH...........................................................42,91 Breiðablik...............................................42,99 ÍR............................................................43,79 1.000 m boðhlaup karla: FH........................................................1.59,00 ÍR .........................................................1.59,55 UMSS ..................................................2.00,52 Hástökk karla: Einar Karl Hjartarson, ÍR.....................2,00 Bjarni Þór Traustason, FH....................1,90 Tómas G. Gunnarsson, Á ........................1,85 Langstökk karla: Jón Arnar Magnússon, Breiðabl............7,26 Bjarni Þór Traustason, FH....................6,75 Theodór Karlsson, UMSS ......................6,63 Þrístökk karla: Theodór Karlsson, UMSS ....................13,58 Kristinn Torfason, FH..........................13,45 Einar Karl Hjartarson, ÍR ...................12,92 Stangarstökk karla: Jón Arnar Magnússon, Breiðabl............4,40 Sverrir Guðmundsson, ÍR ......................4,20 Sigurður T. Sigurðsson, FH...................4,20 Kúluvarp karla: Óðinn Björn Þorsteinsson, FH ............16,05 Jón Arnar Magnússon, Breiðabl..........15,49 Ólafur Guðmundsson, UMSS...............14,00 Kringlukast karla: Magnús Aron Hallgrímss., Breiðabl. ..59,95 Óðinn Björn Þorsteinsson, FH ............46,30 Þorsteinn R. Þórsson, UMSS...............39,30 Sleggjukast karla: Guðmundur Karlsson, FH....................55,98 Bjarki Viðarsson, HSK.........................47,26 Stefán R. Jónsson, Breiðabl. ................42,69 Spjókast karla: Jón Ásgrímsson, FH.............................60,96 Guðmundur H. Jónsson, Breiðabl. ......56,19 Ólafur Guðmundsson, UMSS...............51,41 Karlakeppnin: FH ........................................................97 stig Breiðablik.................................................80,5 UMSS ..........................................................80 ÍR.................................................................68 Ármann .......................................................41 HSK..........................................................30,5 SAMTALS: FH..............................................................186 UMSS ........................................................158 Breiðablik...............................................135,5 ÍR...............................................................135 HSK..........................................................80,5 Ármann .......................................................75 HJÓLREIÐAR Íslandsmótið í götuhjólreiðum á Þingvöll- um. Hjólaðir voru samtals 68 km í þjóð- garðinum í öllum flokkum nema í pilta- flokki þar sem vegalengdin var helmingi styttri. Úrslit: Karlar: Haukur M. Sveinsson.........................1.58,00 Marinó Sigurjónsson .........................1:58,04 Óskar Örn Jónsson.............................1.59,09 Garpaflokkur 34+: Óskar Örn Jónsson.............................1.59,09 Unglingar 16–18 ára: Haukur M. Sveinsson.........................1.58,00 Piltar 13–15 ára: Anton Örn Elfarsson..........................1:10’23 Leikurinn í byrjaði fjöruglega áValbjarnarvelli í rjómablíðu og þurftu Mosfellingar að bjarga tví- vegis á marklínu í sömu sókn er Björgólfur Take- fusa gerðist at- gangsmikill uppi við mark þeirra strax á 4. mínútu. Að- eins mínútu síðar slapp svo Boban Ristic í gegnum Þróttaravörnina en Fjalar Þorgeirsson gerði vel að verja. Þróttarar voru ekki alls kostar ánægðir með undirbúning- inn að eina marki leiksins. Aftur- elding átti hornspyrnu sem Páll Einarsson skallaði frá en meiddist í kjölfarið og lá eftir á vellinum. Afturelding hélt sókninni til streitu og skoraði Þorvaldur með hnitmið- uðu skoti úr teignum framhjá Fjal- ari. Í kjölfar marksins sóttu Þrótt- arar án afláts. Brynjar Sverrisson komst tvívegis einn innfyrir vörn Aftureldingar. Í fyrra sinnið var hann of lengi að athafna sig og það síðara varði besti maður Aftureld- ingar, Axel Gomez, með tilþrifum. Í síðari hálfleik var það sama upp á teningnum. Þróttarar sóttu stíft en vörn Aftureldingar var föst fyrir. Spil Þróttara var mjög gott úti á vellinum og náði Brynjar að kom- ast einn í gegn í þriðja skiptið í leiknum án árangurs. Axel varði í þrígang meistaralega, fyrst skalla frá Daða Árnasyni, síðan skot Björgólfs og loks þrumuskot Hall- dórs Hilmissonar. Afturelding átti aðeins eina markverða sókn í síðari hálfleik en þá skaut Þorvaldur í stöng. Þróttarar léku vel úti á vellinum þar sem boltinn gekk vel manna á milli. Hins vegar náðu þeir ekki að nýta marktækifæri sín í leiknum þrátt fyrir að vera greinilega sterkari aðilinn allan tímann. Aft- urelding lék afar agaða og vel skipulagða knattspyrnu og náðu út úr því hámarksárangri og geta leikmenn unað vel við niðurstöðu leiksins. „Sigurinn gulltryggir okkur sæti í deildinni. Það er búið að taka langan tíma að komast yfir 20 stiga múrinn og ég er feginn að það tókst í dag. Nú þurfum við að setj- ast niður og setja okkur ný mark- mið,“ sagði Sigurður Þórir Þor- steinsson, þjálfari Aftureldingar, eftir leikinn. „Með sigri hefði Þróttur stungið okkur af. Við vor- um búnir að endurskipuleggja okk- ar leik og kortleggja leik Þróttar og njótum stöðunnar meðan hún stendur. Það eru fjórir mjög erfiðir leikir eftir og það er ljóst að við verðum að berjast í efri hluta deildarinnar,“ sagði Sigurður. Maður leiksins: Axel Gomez, Aftureldingu. Víkingar sýndu styrk sinn Víkingar sýndu styrk sinn þegarleikmenn Sindra frá Horna- firði komu í heimsókn í Víkina á laugardaginn. Víkingar höfðu leik- inn í hendi sér frá upphafi og sigr- uðu örugglega, 2:0, en bæði mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. Að- stæður til knattspyrnuiðkunar voru ákjósanlegar og nýttu Víkingar sér það vel og léku á köflum skemmtilega knattspyrnu. Daníel Hjaltason gaf tón- inn með marki strax á 15. mínútu og Víkingar litu aldrei um öxl eftir það. Daníel fékk knöttinn í miðjum vítateig Sindra og skoraði með föstu skoti. Stefán Örn Arnarson bætti við marki á 25. mínútu er hann fékk boltann á auð- um sjó og renndi honum í fjær- hornið úr dauðafæri. Aðeins and- artaki áður átti Stefán þrumufleyg utan vítateigs sem hafnaði í sam- skeytunum á marki Sindra. Vík- ingar léku leikmenn Sindra grátt í fyrri hálfleik enda fengu þeir næg- an tíma til þess að athafna sig með knöttinn á vallarhelmingi gestanna. Sóttu Víkingar iðulega upp vinstri vænginn þar sem nafnarnir Daníel Hjaltason og Hafliðason voru eitr- aðir. Í síðari hálfleik sóttu Vík- ingar áfram en þó ekki af sama krafti og í fyrri hálfleik enda gerðu Hornfirðingar sig aldrei líklega til þess að ógna sigri heimamanna. Þjálfari Sindra, Hajrudin Cardak- lija, var yfirburðamaður í liði þeirra og varði mjög vel í leiknum. Sigur Víkinga hefði vafalaust orðið stærri ef hans hefði ekki notið við í markinu. Besta færi Sindra í leikn- um fékk Júlíus Valgeirsson í stöð- unni 1:0 en góður skalli hans fór rétt fram hjá. Eins og fyrr segir voru Daníel og Daníel góðir í liði Víkinga, ásamt Stefáni Erni sem var ógnandi í framlínunni. Eins var Sumarliði Árnason duglegur að dreifa spilinu á miðjunni. Víkingar léku vel í þessum leik og létu bolt- ann ganga manna á milli. Hins veg- ar var hraðinn í leiknum ekki mik- ill og hefðu leikmenn Sindra mátt reyna að setja meiri pressu á heimamenn. Víkingar lyftu sér frá botnsvæðinu með þessum sigri og hafa 18 stig en Sindra bíður hörð fallbarátta en þeir hafa 12 stig. Maður leiksins: Daníel Hafliða- son, Víkingi. ÍR-ingar í vondum málum Gríðarlega mikilvægur slagur íbotnbaráttu 1. deildar var á Dalvík á laugardaginn þegar Leift- ur/Dalvík og ÍR áttust við. Heima- menn unnu öruggan og sanngjarn- an sigur, 3:0, og þokuðu sér þar með lengra frá fallsæti en ÍR-ingar sitja á botninum. Leikurinn var ekki nema tæplega fimm mínútna gamall þegar fyrsta markið kom. Her- mann Albertsson gerði það með glæsilegu þrumu- skoti langt utan vítateigs, óverj- andi fyrir Símon í marki ÍR. Held- ur voru heimamenn sterkara liðið í fyrri hálfleik eftir þessa óskabyrj- un en mikilvægi leiksins endur- speglaðist í mikilli baráttu og markfæri voru fá. Áður nefndur Hermann var reyndar tvívegis að- gangsharður við ÍR-markið undir lok hálfleiksins en Símon sá við honum. Í síðari hálfleik var komið að gestunum að leika undan norð- angolunni og áttu flestir von á að þeir myndu sækja öllu meira en í fyrri hálfleik. Reyndar komst Sig- urður Steinsson í gott færi strax í upphafi hálfleiksins en Þorvaldur í markinu varði vel. En mínútu síðar urðu ÍR-ingar fyrir áfalli er víta- spyrna var réttilega dæmd á þá og Þorvaldur S. Guðbjörnsson kom heimamönnum í tveggja marka for- ystu. ÍR-ingar náðu sér ekki al- mennilega á strik eftir þetta og flestar sóknarlotur þeirra strönd- uðu á sterkri vörn norðanmanna eða Þorvaldi í markinu. Undir lok leiksins lögðu svo ÍR-ingar allt kapp á sóknina til að freista þess að skora og skyndisóknir heima- manna urðu hættulegar þegar fáir ÍR-ingar voru á eigin vallarhelm- ingi. Nokkrum mínútum fyrir leikslok klúðraði Pétur Kristjáns- son algjöru dauðafæri fyrir Leift- ur/Dalvík eftir skyndisókn en bætti fyrir það á síðustu mínútunni þeg- ar hann skoraði örugglega, eftir að hafa fengið góða sendingu inn fyrir fáliðaða vörnina. Sigur Leifturs/ Dalvíkur var sanngjarn, þeir léku skynsamlega, vörnin var þétt og skyndisóknirnar hættulegar. ÍR- ingar virtust einhvernveginn ekki hafa trú á að ná einhverju út úr leiknum eftir að þeir lentu undir, auk þess sem þeir eyddu allt of mikilli orku í að tuða út af smáat- riðum í dómgæslu. Slíkt bætir aldrei frammistöðu manna á vell- inum og borin von að liðið nái að bjarga sér frá falli nema hugarfar- ið breytist. Maður leiksins: Gunnar Guð- mundsson, Leiftri/Dalvík Morgunblaðið/Jim Smart Það var hart barist um knöttinn í viðureign Reykjavíkur Þrótt- ara og Aftureldingar á Valbjarnarvelli á laugardaginn. Seiglan skil- aði árangri MOSFELLINGAR unnu á laug- ardag 1:0 sigur á Þrótti í 1. deild karla í knattspyrnu þar sem þeirra markahæsti leikmaður, Þorvaldur Már Guðmundsson skoraði úrslitamarkið á 16. mín- útu. Þar með hafa þeir náð markmiðinu sem þeir settu sér fyrir tímabilið, að halda sér í deildinni með því að næla í a.m.k. 20 stig. Afturelding gerði reyndar gott betur og kom sér í 2. sætið og í 22 stig. Liðið held- ur því baráttunni um sæti í efstu deild galopinni. Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Kristján Jónsson skrifar Valur Sæmundsson skrifar KNATTSPYRNA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.