Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 16
 ÚRÚGVÆSKI markvörðurinn Fabian Carini mun ekki ganga til liðs við Arsenal eins og til stóð þar sem félaginu tókst ekki að semja við Carini um kaup og kjör. Carini held- ur því aftur til Ítalíu þar sem hann er samningsbundinn Juventus, en ítalska liðið hafði ætlað að lána Ars- enal markvörðinn í eitt ár. Ensk dag- blöð greina hins vegar frá því að Carini muni í staðinn ganga til liðs við Manchester United þar sem Fabien Barthez, aðalmarkvörður liðsins, sé meiddur og ekki vitað hvenær hann muni ná sér.  FRANSKI sóknarmaðurinn Lilian Laslandes er að öllum líkindum á leið frá enska liðinu Sunderland eftir heldur dapurt ár hjá félaginu þar sem hann skoraði aðeins eitt mark í 13 leikjum. Franska liðið Bastia mun vilja fá leikmanninn lánaðan út tíma- bilið með það fyrir augum að kaupa hann í lok þess standi hann sig vel. Laslandes gekk til liðs við Sunder- land frá Bordeaux í fyrra en hafði hótað að hætta að leika knattspyrnu ef hann kæmist ekki burt frá enska liðinu á þessu sumri.  NÍGERÍUMAÐURINN Taribo West kom í gær til Manchester á Englandi þar sem hann mun æfa næstu 10 dagana með Manchester City og reyna að fá Kevin Keegan, knattspyrnustjóra liðsins, til að gera við sig samning. West hefur verið samningslaus frá því hann var rekinn frá þýska liðinu Kaiserslautern í apr- íl fyrir að fara ekki að fyrirmælum lækna liðsins. Gangi hann til liðs við City verður það í annað sinn sem hann leikur í ensku úrvalsdeildinni, en hann lék með Derby County stærstan hluta keppnistímabilsins 2000–2001.  ÞÝSKI framherjinn Oliver Bier- hoff gekk um helgina til liðs við ítalska liðið Chievo. Bierhoff, sem er 34 ára, gerði eins árs samning við ítalska liðið en hann lék á síðustu leik- tíð með franska liðinu Mónakó. Chievo er fjórða ítalska liðið sem Bierhoff leikur með, því hann hefur áður leikið í framlínu Ascoli, Udinese og AC Milan.  LANDI Bierhoffs, sóknarmaður- inn Marco Bode, ákvað hins vegar á sunnudag að leggja knattspyrnus- kóna á hilluna eftir að honum mis- tókst að semja við nokkur lið í Lund- únum, þ.á m. Fulham. Bode, sem er 33 ára, lék með þýska liðinu Werder Bremen í 14 ár en í vor hafnaði hann nýjum fjögurra ára samningi við fé- lagið þar sem hann vildi ljúka ferl- inum á Englandi. Bode varð Evrópu- meistari með Þjóðverjum árið 1996 og var í þýska landsliðinu sem lenti í öðru sæti á HM í sumar.  ÚKRAÍNSKI sóknarmaðurinn hjá AC Milan á Ítalíu, Andriy Shevch- eko, gæti þurft að fylgjast með fé- lögum sínum af áhorfendabekkjun- um næstu tvo mánuðina. Hann er meiddur á vinstra hné og fer líklega í aðgerð í Belgíu í vikunni.  KÖRFUBOLTASTJARNAN Shaquille O’Neal hjá LA Lakers lét ekki sjá sig á körfuboltahátíð í Or- lando sem bar hans eigið nafn. Hátíð- in stóð í tvo daga með námskeiði og leik þar sem stjörnur á borð við Vince Carter mættu til leiks. Þátttakendur borguðu yfir tuttugu þúsund krónur fyrir herlegheitin en Shaq þáði hins vegar um fjórar milljónir króna fyrir viðvikið sem aldrei varð. Ekki hefur fengist skýring á fjarveru O’Neals.  KAJSA Bergqvist, Evrópumeist- ari í hástökki kvenna frá Svíþjóð, stökk 2,05 m á alþjóðlegu móti í Pos- nam í Póllandi á sunnudag. Þetta er þriðji besti árangur sem náðst hefur í hástökki kvenna í sex ár. Bergqvist gerði síðan þrjár árangurslausar til- raunir til að bæta heimsmetið um einn sentimetra, stökkva 2,10. FÓLK BJÖRN Þorleifsson og Auður Anna Jónsdóttir unnu til gullverðlauna á opnu móti í taekwondo sem fram fór í Kaupmannahöfn um helgina. Auður sigraði Norðurlandameistarann, Christinu Rasmussen frá Danmörku, 7:3 í úrslitum en þá hafði hún þegar unnið Söru Hassles frá Svíþjóð, 9:3. Björn sigraði á mótinu annað árið í röð en í -78 kg flokki í ár, í fyrra sigraði hann hins vegar í -72 kg flokki. Muhamed Dahmani frá Dan- mörku gaf úrslitaviðureignina vegna meiðsla en áður hafði Björn sigrað Andreas Lefort, 11:4. Ragnhildur Bjarnadóttir vann silfurverðlaun í sínum flokki á mótinu og Ásdís Kristinsdóttir hlaut brons. Björn fékk einnig verðlaun fyrir drengilega keppni og framúrskar- andi tækni. Þjálfari hópsins er Jón Ragnar Grímsson yfirþjálfari úr Ármanni og Björk. Landslið Norðmanna fór með sigur af hólmi í liða- keppninni. Aðalástæðan fyrir uppsögninni ersú að ég bý í Svíþjóð, þar á ég fjölskyldu en ég vinn að hluta til á Íslandi. Þetta geng- ur ekki upp til lengdar og því miður eru ekki forsendur fyrir hendi að ég flytji hingað heim og sinni starfi landsliðsþjálfara í fullu starfi eins og upphaflega var áætlað,“ segir Vésteinn. Vésteinn hefur verið landslið- þjálfari undanfarin tvö ár en hafði í þrjú ár á undan verið umsjónarmað- ur með afrekshópi FRÍ, svokölluð- um Syndey-hópi. Vésteinn hefur undanfarin ár búið í Svíþjóð, en það- an er eiginkona hans. Þau hafa kom- ið sér fyrir í Helsingborg ásamt börnum sínum tveimur. Vésteinn segir að gríðarlegt álag sé á fjöl- skyldunni vegna tíðra ferðalaga vegna starfsins og m.a. hafi hann undanfarna þrjá mánuði aðeins ver- ið heima hjá sér í 15 daga. Nú sé mælirinn fullur, hann geti ekki verið svona mikið fjarri fjölskyldunni, það sé einfaldlega ekki hægt að bjóða upp á það. Hann hyggist nú róa á önnur mið. Ætlaði að flytja heim Þegar hann var ráðinn landsliðs- þjálfari fyrir tveimur árum stóð til að hann flytti heim þannig að auð- veldara væri að halda utan um starf- ið. „Til stóð að ég kæmi heim með fjölskylduna í ársbyrjun 2001 og færi í fullt starf sem landsliðsþjálf- ari. Með starfinu var mér ætlað að fylgja eftir afreksstefnu FRÍ, sem samþykkt var eftir Ólympíuleikana. Unnið var í að fá peninga til þess að fylgja stefnunni eftir, það lánaðist ekki og þar með voru forsendurnar fyrir ráðningu minni, og ekki síst flutningi heim, brostnar. Málin tóku því aðra stefnu en ég, fjölskyldan og fleiri höfðum ætlað. Eftir nokkurn tíma var ég spurður hvort ég væri tilbúinn að fylgja afreksstefnunni úr hlaði í hálfu starfi og búa þar með áfram í Svíþjóð. Ég skrifaði upp á samning um það til sex mánaða. Síð- an eru liðin hart nær tvö ár og samningurinn hefur verið fram- lengdur munnlega með reglulegu millibili,“ segir Vésteinn sem segist hafa tekið þessa ákvörðun að vel at- huguðu máli. „Margt hefur gengið ágætlega en annað miður. Mér hefur tekist að halda í horfinu. Metnaður minn er hins vegar meiri en bara að halda í horfinu. Ég vil gera meira þannig að við getum sótt fram á veginn og hlúð betur að afreksmönnum framtíðar- innar en nú er gert. Það verður á hinn bóginn ekki mögulegt nema til komi mun meiri peningar í sjóði Frjálsíþróttasambandsins um leið og landsliðsþjálfari þarf að vinna mun meira en ég hef þó gert í hálfu starfi. Ég geri mér grein fyrir að maður þarf alltaf að vinna meira en maður fær greitt fyrir, það þekki ég frá fornu fari. En hins vegar tel ég að lengra verði ekki komist með landsliðþjálfara í hálfu starfi sem búsettur er í Svíþjóð og um leið fyrir mann sem hefur ríkan metnað fyrir hönd frjálsíþrótta á Íslands. Ég er ósáttur við að sinna starfi sem ég get ekki tekið þeim tökum sem ég vil taka það,“ segir Vésteinn en jafn- hliða starfi sínu hér er hann þjálfari nokkurra kringlukastara, er um- boðsmaður fyrir frjálsíþróttamenn auk þess að halda reglulega fyrir- lestra um íþróttaþjálfun víðsvegar í Svíþjóð. Að þessu hyggst hann ein- beita sér ennfrekar nú. „Það eru ekki kröfur mínar um laun sem gera það að verkum að ekki er hægt að framfylgja þeirri stefnu sem við hjá FRÍ settum okk- ur. Það vantar einfaldlega peninga til þess að gera virkilegt átak og halda betur utan um allt starfið þannig að við fáum fleiri afreks- menn,“ segir Vésteinn og nefndi sem dæmi að allir unglingar í af- rekshópum unglinga innan FRÍ yrðu að standa straum af regluleg- um æfingabúðum sem eru þó haldn- ar á vegum FRÍ. Svoleiðis gangi hreinlega ekki nú um stundir þegar samkeppni íþróttagreina er mikil. Sama eigi við afrekshópa þeirra eldri þótt nokkuð hafi verið hægt að koma til móts við þá. „Undanfarin ár hafa verið skemmtileg, þá sérstaklega árin fyr- ir Ólympíuleikana í Sydney. Síðast- liðin tvö ár hefur ýmislegt gengið vel, t.d. eru landsliðsmálin í betri farvegi en áður. Einingin innan hópsins er meiri en áður. En þrátt fyrir allt dugir það mér ekki, ég hef miklu meiri kröfur og síðast en ekki síst vilja til að gera ennþá meira en gert hefur verið til þess að við get- um stigið stærri skref en til þessa hafa verið stigin. Eins og staðan er núna sé ég ekki að það verði hægt að gera svo mikið meira, því miður, nema að eitthvað mikið komi til. Þrátt fyrir að ég sé að hætta sem landsliðsþjálfari vil ég að sjálfsögðu halda áfram að vinna fyrir íslenska frjálsíþróttamenn, þótt það verði ekki á þeim vettvangi sem ég hef verið á síðustu ár. Ég er allur af vilja gerður til þess að greiða götu frjálsíþróttamanna, það hefur ekki breyst og breytist ekki þrátt fyrir vistaskiptin,“ segir Vésteinn sem hyggst ennfrekar halla sér að þeim störfum sem hann hefur sinnt í Sví- þjóð og fyrr er getið um. Vésteinn hættir sem landsliðsþjálfari Morgunblaðið/Sverrir Vésteinn Hafsteinsson, landsliðsþjálfari í frjálsíþróttum, t.h., ásamt lærisveini sínum Magnúsi Aroni Hallgrímssyni kringlukastara. Vésteinn hættir nú með landsliðið en ætlar eigi að síður að halda áfram þjálfun Magnúsar, en þeir hafa verið búsettir í Svíþjóð undanfarin ár. „ÉG hef sagt upp starfi mínu sem landsliðsþjálfari í frjáls- íþróttum og hætti 1. október næstkomandi,“ sagði Vésteinn Hafsteinsson, landsliðsþjálfari frjálsíþrótta, er Morgunblaðið hitti hann að máli um helgina, en Vésteinn lagði fram uppsögn sína á fundi með stjórn Frjáls- íþróttasambandsins (FRÍ) á dög- unum. Vésteinn segir að fjöl- skylduaðstæður ráði mestu um uppsögn sína en einnig fjár- skortur FRÍ sem geri að verkum að ákaflega erfitt sé að fylgja eftir afreksstefnu þess. Ívar Benediktsson skrifar Fern verðlaun í Kaupmannahöfn Evrópuliðið í vandræðum ÖLL spjót beinast nú að Sam Torrance, fyrirliða Ryders- liðs Evrópu í golfi, sem mætir því bandaríska á Belfry- vellinum í lok september. Kjarni liðsins, sem nú þegar hefur verið valið, náði ekki að komast í gegnum niður- skurðinn á PGA-meistara- mótinu um síðustu helgi. Má þar nefna Colin Montgomer- ie, Darren Clarke, Lee Westwood og Thomas Björn. Torrance hefur sagt að ekki verði gerðar breytingar á lið- inu úr þessu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.