Morgunblaðið - 21.08.2002, Qupperneq 2
FRÉTTIR
2 MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.isKR heldur sínu striki
í Símadeild kvenna / B3
Haukur Ingi ætlar að leika kinn-
beinsbrotinn / B1
4 SÍÐUR
Sérblöð í dag
HALLDÓR Ásgríms-
son, utanríkisráðherra
og formaður Fram-
sóknarflokksins, segist
enn vera þeirrar skoð-
unar að ekki eigi að
fórna Þjórsárverum. Á
opnum hádegisverðar-
fundi á Hótel Borg 14.
október árið 1998 lýsti
hann andstöðu sinni við
að Þjórsárverum yrði
fórnað vegna virkjana.
Þegar þessi ummæli
voru borin undir ráð-
herra í gær sagði hann:
„Ég hef ekki skipt um
skoðun í þessu sam-
bandi. Ég er þeirrar
skoðunar að ekki eigi að fórna Þjórs-
árverum.“
Halldór tekur fram að hann telji að
sú miðlun sem var talin hugsanleg í
Þjórsárverum fyrir 20 árum, þ.e.
miðlunarlón sem yrði allt að 581 metri
að hæð, hefði rýrt Þjórsárverin. „Að
mínu mati er alveg ljóst að slík stífla
hefði rýrt verulega gildi Þjórsárver-
anna; hún hefði haft mikil áhrif á um-
hverfið þar. Síðan hefur farið fram
mikil vinna í þessu máli; nýjar tillögur
hafa verið settar fram. Málið hefur
farið í ákveðið ferli, lögum sam-
kvæmt.“
Tillit verði tekið til
allra sjónarmiða
Spurður að því hvort hann telji að
fyrirhuguð Norðlingaölduveita rýri
Þjórsárverin segist hann ekki vilja tjá
sig um það að svo komnu máli. „Ég
ætla að bíða með að tjá mig um það
þar til úrskurður hefur fallið í mál-
inu,“ segir hann.
„Í ljós hefur komið að það er ekki
auðvelt fyrir stjórnmálamenn að tjá
sig mikið í málum sem þessum. Ég
held það sé rétt að virða það. En ég tel
að þau sjónarmið sem ég hef sett fram
í þessu máli séu alveg í
samræmi við það sem
unnið hefur verið að á
undanförnum 20 árum.“
Halldór segir að
stjórnvöld hafi legið
undir miklu ámæli fyrir
að vera sein til svara
varðandi orkuöflun fyrir
stækkun álversins á
Grundartanga. Þeim
spurningum verði hins
vegar að svara. Hann
segir að eftir miklar at-
huganir hafi komið í ljós
að til þess að hægt yrði
að afla orku til stækkun-
arinnar yrði Landsvirkj-
un að fá frekari heimildir
til orkuöflunar, á tilsettum tíma, m.a.
með stíflu við Norðlingaöldu.
Halldór segir ennfremur að í
endanlegum úrskurði um fram-
kvæmdina verði stjórnvöld að taka til-
lit til náttúruverndarsjónarmiða sem
og efnahagslegra sjónarmiða.
Hugsanlegar lagabreytingar
Tekin hefur verið ákvörðun um að
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra
víki sæti verði úrskurður Skipulags-
stofnunar um Norðlingaölduveitu
kærður til umhverfisráðherra. Þegar
Halldór er spurður hvaða ráðherra
verði skipaður í hennar stað leggur
hann áherslu á að úrskurðurinn hafi
enn ekki verið kærður. Hann vill því
ekki tjá sig um það að svo komnu
máli.
„En verði kært liggur fyrir að um-
hverfisráðherra hefur sagt sig frá
málinu af ástæðum sem eru kunnar.
Það vekur hins vegar spurningar um
frelsi stjórnmálamanna til að tjá sig
um mál. Þetta er að mínu mati óvið-
unandi til framtíðar og við hljótum að
taka mið af því í hugsanlegum breyt-
ingum á þeirri löggjöf sem við búum
við,“ segir Halldór Ásgrímsson.
Halldór Ásgrímsson, formaður
Framsóknarflokksins
Halldór
Ásgrímsson
Ekki á að fórna
Þjórsárverum
SÓLVEIG Pálsdóttir frá Svína-
felli í Öræfum varð 105 ára í
gær. Sólveig eyddi afmælis-
deginum á Hjúkrunarheimilinu á
Höfn, þar sem hún býr.
Sólveig er vel ern þótt sjónin sé
farin að daprast og heyrnin að
mestu leyti farin.
Það kemur glampi í augu
hennar þegar hún sér myndina af
þeim Guðlaugi syni sínum í ný-
móðins myndavél ljósmyndarans.
Guðlaugur býr í nágrenni við
hjúkrunarheimilið og heimsækir
móður sína daglega um leið og
hann snæðir í mötuneytinu.
Sólveig hefur lifað þrjár aldir
og segist muna vel eftir aldamót-
unum 1900 en þá var hún þriggja
ára. Hún segist hafa alist upp hjá
vandalausum sem reynst hafi
henni mjög vel.
„Ég hef alltaf haft það gott,“
segir Sólveig, „en verst þykir
mér að nú þarf ég að láta þjóna
mér. Ég veit ekki hvað er verið
að láta mann tóra svona lengi.“
Sólveig er ein fjögurra núlif-
andi Íslendinga sem náð hafa svo
háum aldri. Elst Íslendinga varð
Halldóra Bjarnadóttir en hún
náði 108 ára aldri.
„Ég hef alltaf
haft það gott“
Morgunblaðið/Sigurður Mar
Sólveig ásamt Guðlaugi Gunnarssyni, elsta syni sínum, sem fæddur er 1924. Sjö börn Sólveigar eru öll á lífi.
Hornafirði. Morgunblaðið.
Sólveig Pálsdóttir frá Svínafelli í Öræfum 105 ára
NÝTT olíufélag, Atlantsolía, áformar
að hefja starfsemi hér á landi um
næstu áramót. Félagið er í eigu sömu
aðila og standa að flutningafyrirtæk-
inu Atlantsskipum ehf. Að sögn Sím-
onar Kjærnested, stjórnarformanns
Atlantsskipa og framkvæmdastjóra
Atlantsolíu, er ætlunin fyrst í stað að
selja olíu til skipa og stórnotenda en
síðar verða möguleikar kannaðir á
annarri þjónustu, s.s. sölu á bensíni
og olíu til einstaklinga og fyrirtækja.
Tilboð verða opnuð í dag í fram-
kvæmdir vegna stöðvarhúss og
þriggja olíutanka sem eiga að rísa á
suðurbakka Hafnarfjarðarhafnar.
Hafnarstjórn hefur samþykkt lóðar-
úthlutun Atlantsolíu og líklegt er að
bæjarstjórn Hafnarfjarðar geri slíkt
hið sama á næstu dögum.
Símon sagði við Morgunblaðið að
undirbúningur að stofnun olíufélags-
ins hefði staðið yfir síðustu mánuði.
Ætlunin væri að selja olíu á hag-
kvæmara verði en olíufélögin hafa
boðið útgerðum og stórnotendum til
þessa. Því mætti vonandi búast við
harðnandi samkeppni á markaðnum.
Kaupa ætti olíuna þar sem hún byðist
ódýrust hverju sinni á heimsmark-
aðnum.
Aðspurður sagði hann erlend olíu-
félög ekki eiga hlut í Atlantsolíu, eig-
endurnir væru á þessu stigi hinir
sömu og ættu Atlantsskip. Sagðist
hann eiga lítinn hlut á móti Guðmundi
Kjærnested, syni sínum, og Banda-
ríkjamanninum Brandon Rose.
Mikill áhugi
Hann sagði yfirvöld í Hafnarfirði
hafa sýnt áformum Atlantsolíu mik-
inn áhuga og viljað greiða fyrir því að
aðstaða skapaðist fyrir starfsemina á
nýju landfyllingunni við suðurbakka
hafnarinnar. Búið er að fergja land
undir tankana og næsta skref er að
jafna fargið út, útbúa þró og byggja
stöðvarhús. Tankarnir hafa verið for-
smíðaðir af vélsmiðju í Garðabæ og
bíða senn flutnings á framtíðarstað í
Hafnarfirði.
Símon sagði að meiri áhugi hefði
verið á framkvæmdunum en félagið
reiknaði með en alls urðu hátt í 20
fyrirtæki sér úti um útboðsgögn.
Tilboð opnuð í dag vegna framkvæmda fyrir nýtt olíufélag, Atlantsolíu
Olía seld til skipa og
stórnotenda fyrst í stað
NÍTJÁN ára íslenskur piltur
sem búsettur var í Noregi lét líf-
ið í hörðum árekstri skammt
fyrir utan Osló á laugardag.
Hinn látni hét Sigurður Bogi
Steingrímsson, fæddur 8. febr-
úar 1983, til heimilis á Skole-
vegen 46 í Lærdal. Hann var
einhleypur. Foreldrar hins látna
eru Guðrún Inga Sigurðardóttir
og Steingrímur Bogason.
Að sögn ættingja Sigurðar
voru tildrög slyssins með þeim
hætti að flutningabifreið og
fólksbíll sem Sigurður ók skullu
saman með fyrrgreindum af-
leiðingum. Hann var einn í bif-
reiðinni.
Sigurður Bogi hafði síðastlið-
in 14 ár verið búsettur í Noregi
ásamt fjölskyldu sinni.
Sigurður Bogi
Steingrímsson
Lést í
bílslysi í
Noregi