Morgunblaðið - 21.08.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.08.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ráðstefna ofnæmisfræðinga Ofverndun og ofnæmi SAMNORRÆN ráð-stefna um ofnæmis-fræði, NCA, verður haldin í Háskólabíói dag- ana 21.–24. ágúst. Björn Árdal, sem sæti á í ráð- stefnustjórn, sagði Morg- unblaðinu nánar frá ráð- stefnunni. – Hver er saga ráðstefn- unnar? „Ráðstefnan er haldin á vegum Félags íslenskra ónæmis- og ofnæmisfræð- inga og er í samstarfi við samsvarandi félög á hinum Norðurlöndunum og sam- norrænt félag á þessu sviði. Þetta er í fyrsta sinn sem ráðstefna samtakanna er haldin hér á landi. Hún er haldin á þriggja ára fresti.“ – Hvernig er dagskráin skipulögð? „Dagskráin er mjög fjölbreytt og metnaðarfull, og má á henni finna erindi um nýjustu rannsókn- ir á sviði ónæmis– og ofnæmis- fræða. Á fyrsta deginum er til dæmis farið í stöðu rannsókna á grundvallaratriðum fræðanna, um ónæmiskerfið og svörun þess. Á fyrirlestrum og málstofum verður rætt um tíðni ofnæmis, faralds- fræði, asma og aðra ofnæmissjúk- dóma svo eitthvað sé nefnt. Rætt verður um gagnsemi erfðafræði í ofnæmisrannsóknum og mögu- leika á virkjun ónæmiskerfisins til góðra verka. Einnig verður rætt um góð áhrif lýsis á ónæmiskerf- ið.“ – Geturðu nefnt okkur nokkra fræðimenn sem koma á ráðstefn- una? „Já, við eigum von á einvalaliði sérfræðinga á sviði ofnæmis hing- að til lands á ráðstefnuna. Þar má nefna Bengt Björkstén frá Sví- þjóð, sem er mörgum ofnæmis- fræðingum hér heima að góðu kunnur. Hann ræðir um hvernig sýklar geta haft hvetjandi áhrif á ónæmiskerfið í frumbernsku. Rannsóknir sýna að börn sem kynnast sýklum og sýkingum snemma hafa lægri tíðni ofnæmis en önnur börn. Thomas Platts- Mills frá Bandaríkjunum hefur einnig fjallað mikið um þessi mál, en er ekki alveg á sömu skoðun og Björkstén, svo að það verður spennandi að fylgjast með viðræð- um þeirra. William W. Busse, einn- ig frá Bandaríkjunum, er mjög þekktur fyrir rannsóknir sínar á bólgusvörun í asma. Marga fleiri erlenda fræðimenn mætti nefna, en einnig er fjöldi íslenskra sér- fræðinga sem kynna munu rann- sóknir sínar, sem margar hafa vak- ið mikla athygli. Dagskráin státar af fremstu fyrirlesurum á þessu sviði, og erum við í undirbúnings- nefnd mjög ánægð með árangur- inn.“ – Ráðstefnan hlýtur að vera mikilvæg fyrir stétt ofnæmisfræð- inga hérlendis. „Já, sannarlega. Þegar fyrst var nefnt við okkur að halda þessa ráð- stefnu vorum við mjög fá hér heima, og færð- umst undan því um skeið. Við hófum undir- búning ráðstefnunnar fyrir tveimur til þremur árum og hefur hann gengið mjög vel. Fyrirlesurum þykir spennandi að koma hingað til lands og feng- um við jákvæð viðbrögð við beiðni um að fá færustu fræðimenn á ráð- stefnuna.“ – Hver er staða ofnæmisrann- sókna um þessar mundir? „Mikið er nú rætt um orsakir aukningar ofnæmis á Vesturlönd- um. Vakið hefur athygli að hættan á að börn Vesturlandabúa fái of- næmi og asma hefur aukist miðað við börn í öðrum löndum. Kenn- ingar eru uppi um að of mikið hreinlæti hafi bælt ónæmiskerfið að vissu leyti. Að sjálfsögðu hefur greining ofnæmissjúkdóma orðið mun nákvæmari á síðari árum, en rannsóknir hafa líka sýnt að um raunverulega aukningu er að ræða.“ – Hvar má helst sjá framfarir á þessu fræðasviði? „Miklar framfarir hafa orðið í lyfjagjöf við ofnæmi og asma á undanförnum árum. Bæði virka lyfin betur og hafa minni auka- verkanir. Skilningur fræðimanna á samvirkni mismunandi ofnæmis- einkenna hefur einnig aukist til muna, og er nú tekið mun heild- rænna á ofnæmissjúkdómum. Það hefur sýnt sig að mikilsvert er að meðhöndla bæði nefeinkenni og asma samtímis. Ef ekki er gefin meðferð við nefeinkennunum tekst ekki að halda asmaeinkennunum í skefjum. Meðhöndlunin verður því að ná yfir öll ofnæmisvandamálin. Framtíðin ber ýmislegt í skauti sér, sérstaklega á sviði erfðafræð- innar og rannsókna á virkni ónæm- iskerfisins. Rannsóknir beinast einkum að því að sporna við aukn- ingu ofnæmissjúkdóma. Samt sem áður getur liðið langur tími frá því að rann- sóknir leiða nýjungar í ljós þar til að meðferð í samræmi við nýjustu niðurstöður getur haf- ist. Ofnæmisfræðin horfir nú upp á gríðarlega fjölgun tilfella og sann- arlegan farald ofnæmis um hinn vestræna heim. Það er skylda greinarinnar að leita allra leiða til þess að bregðast við vánni, og er ráðstefna sem þessi hér á landi kjörinn vettvangur til að kynnast því nýjasta og sjá hvert stefnir á næstu árum, öllum ofnæmissjúk- lingum vonandi til heilla.“ Björn Árdal  Björn Árdal fæddist í Reykja- vík árið 1942, lauk stúdentsprófi frá MR árið 1962, stundaði nám í efnafræði í München í Þýska- landi 1964–65, og lauk embættis- prófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1970. Hann stundaði framhaldsnám í Bandaríkjunum og lauk prófi í barnalækningum 1977 og í ofnæmis- og ónæmis- fræðum árið 1979. Björn hefur starfað að barnalækningum og ofnæmislækningum hjá Barna- spítala Hringsins frá 1977, ásamt störfum á eigin stofu. Hann hef- ur unnið að rannsóknum og birt greinar í innlendum og erlendum fagritum. Björn er kvæntur Kol- brúnu Sæmundsdóttur píanó- kennara og eiga þau þrjár dætur og fimm barnabörn. Mikil aukning ofnæmis meðal barnaMapeifinish Sími 525 3000 • www.husa.is Þéttimúr 24 kg poki og 6 lítra brúsi 3.995 kr. ÞÓRÓLFUR Sveinsson, formaður Landssambands kúabænda, sagði á aðalfundi sambandsins í gær að fjárhagslegt þanþol flestra kúa- bænda væri mjög takmarkað en helsta mál fundarins varðar hugs- anlegan nýjan samning við stjórn- völd um mjólkurframleiðslu. Aðalfundurinn hófst að Laugum í Sælingsdal í gær og honum lýkur í dag. Í setningarræðu sinni sagði Þórólfur að gengju spár eftir þyrfti innanlandsmarkaðurinn prótín úr 109 milljónum lítra mjólkur á næsta verðlagsári en greiðslumarkið hefði verið hækkað í 106 milljónir lítra. Við það væri miðað að næsta leið- rétting á mjólkurverði yrði um næstu áramót. „Hafa ber í huga að við verðlagn- ingu undangengin misseri hefur mjólkuriðnaðurinn ekki fengið uppi bornar allar hækkanir sem fram- reikningur á verðlagsmódeli iðnaðarins hefur mælt. Afkoma iðn- aðarins hefur aftur á móti verið það góð að hægt hefur verið að láta hann taka á sig hluta af hækkunar- þörfinni. Ekki liggur fyrir samræmt upp- gjör iðnaðarins fyrir árið 2001, en telja verður líklegt að það sýni versnandi afkomu frá árunum 1999 og 2000 sem nemur hundruðum milljóna. Því er ólíklegt að við næstu verðlagningu verði hægt að ganga miklu lengra í að láta mjólk- uriðnaðinn taka á sig verðhækkan- ir. Viðhorf gagnvart verðbreyting- um hefur breyst talsvert síðastliðna mánuði og því ekkert gefið um hvernig gengur með leiðréttingar á mjólkurverði um næstu áramót. Það er hins vegar ljóst að kúa- bændur lenda í miklum erfiðleikum ef mjólkurverð verður ekki leiðrétt í samræmi við kostnaðarhækkanir. Fjárhagslegt þanþol flestra kúa- bænda er mjög takmarkað.“ Í máli Þórólfs kom fram að sala nautakjöts hefði gengið vel á verð- lagsárinu en verðið væri of lágt. Í kjölfar ráðstefnu um málefni nauta- kjötsins hefðu verið teknar upp við- ræður við landbúnaðarráðuneytið um hvernig hægt væri að greiða götu atvinnuvegarins og tryggja neytendum aðgang að íslensku kjöti en ekki væru komnar niðurstöður. Mjólkursamningur verði framlengdur óbreyttur Þórólfur sagði að óskað hefði ver- ið eftir að viðræður um næsta mjólkursamning hæfust sem fyrst og er stefnt að því að ljúka samn- ingagerð fyrir áramót. Í því sam- bandi greindi hann frá því að stjórn LK legði tillögu fyrir aðalfundinn þess efnis að lögð yrði áhersla á að samningurinn yrði framlengdur óbreyttur hvað varðar stuðning við mjólkurframleiðslu og tollvernd. Sama gilti um leikreglur fram- leiðslustýringar en viðskiptahættir með greiðslumark yrðu teknir til endurskoðunar, sveigjanleiki við verðlagsáramót aukinn og heimilað- ur samrekstur greiðslumarkshafa þannig að hægt væri að nýta greiðslumark eins lögbýlis að hluta eða öllu leyti með framleiðslu á öðru lögbýli. Formaðurinn sagði að fram- leiðsla mjólkur til útflutnings væri ekki skynsamleg. Því virtist óhjá- kvæmilegt að viðhalda kvótakerfinu og nauðsynlegt væri að leita arð- gæfra markaða erlendis fyrir sér- vöru úr íslenskri mjólk. Núverandi form á stuðningi við mjólkurfram- leiðsluna væri skynsamlegt, því það tryggði að hver króna sem til verk- efnisins væri varið kæmi til lækk- unar á vöruverði til neytenda. ESB-aðild myndi kollvarpa forsendum nautgriparæktar Þórólfur sagði að mikil óvissa ríkti um framtíðina og í Danmörku væri t.d. spurning hve mikilli fram- leiðniaukningu væri mögulegt að ná í búrekstri og hversu mikilli hag- ræðingu væri hægt að ná í mjólkur- iðnaði. Aðeins þeir bændur sem væru nokkuð góðir fyrir og héldu áfram að bæta sig gætu átt von um viðunandi afkomu. „Í framhaldi af þessu er óhjá- kvæmilegt að minna á þá miklu um- ræðu sem orðið hefur í síðastliðnum mánuði um hugsanlega aðild Ís- lands að Evrópusambandinu. Eng- inn vafi er á því að slík aðild myndi kollvarpa núverandi forsendum nautgriparæktar á Íslandi og liggur þá í augum uppi hver hlýtur að vera afstaðan til málsins. Hitt hefur raunar farið miklu hljóðar að í samningnum um Evrópska efna- hagssvæðið sem Ísland er aðili að kemur fram vilji til þess að ræða frekari tollalækkanir í viðskiptum með landbúnaðarvörur milli aðila samningsins. Því má segja að þótt okkur gangi heldur vel nú sé óvissa um framtíðina.“ Formaður Landssambands kúabænda á aðalfundi Morgunblaðið/Guðrún Kristinsdóttir Mikið fjölmenni var á aðalfundi Landssambands kúabænda að Laugum í Sælingsdal í gær. Fjárhagslegt þanþol flestra kúabænda takmarkað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.