Morgunblaðið - 21.08.2002, Síða 18
SUÐURNES
18 MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
meistar inn. is
ÁBYRGÐ ÁREIÐANLEIKI
ÚTSÖLUNNI LÝKUR Í DAG
KOMDU STRAX!
HREPPSNEFND Vatnsleysu-
strandarhrepps mun í dag veita
völdum íbúum Voga sérstök um-
hverfisverðlaun fyrir snyrtilega
garða og góðan frágang lóða. Með-
al verðlaunahafa í ár eru Hafrún
Marísdóttir og Helgi Samsonarson
fyrir lóðina við Aragerði 18. Verð-
launin hljóta þau fyrir glæsileika
lóðarinnar, gott samræmi, nútíma-
legan stíl og snyrtimennsku í hví-
vetna.
Þá fá eigendur Hvammsdals 13,
þau Guðbjörg Þórarinsdóttir og
Bjarni Antonsson, verðlaun fyrir
að ljúka nánast framkvæmdum við
lóð og leggja drög að mjög falleg-
um garði á ótrúlega skömmum
tíma, en þau fluttu inn í nýbyggt
húsið sl. vetur.
Einnig mun hreppsnefnd veita
Guðrúnu Kristmannsdóttur og
Klemens Sæmundssyni á Hólagötu
4, verðlaun fyrir árangur í garð-
rækt við erfið veðurskilyrði.
Úti á verönd
þegar vel viðrar
„Það er aðallega maðurinn minn
sem sér um garðinn,“ sagði Hafrún
Marísdóttir er Morgunblaðið náði
tali af henni í gær. Lóðin við Ara-
gerði 18, þar sem hún og eiginmað-
urinn Helgi Samsonarson búa, hlýt-
ur verðlaun fyrir glæsileika, gott
samræmi, nútímalegan stíl og
snyrtimennsku í hvívetna. Þar hafa
þau hjón búið síðan árið 1979 svo
garðurinn er vel gróinn.
„Helgi nýtur þess að vera úti,
hefur mjög gaman af garðrækt og
gefur sér góðan tíma í að sinna
garðinum,“ segir Guðrún.
Við Aragerði 18 er stór verönd
og þar er heitur pottur. „Við erum
mikið úti á veröndinni, sérstaklega
þegar það er gott veður,“ segir
Hafrún. Hún segir að verðlaunin
séu hvatning um að halda áfram að
halda garðinum vel við.
Klöpp í garðinum
Hjónin Guðrún Kristmannsdóttir
og Klemens Sæmundsson hafa búið
í Vogum í 61 ár og líkar vel. Und-
anfarna þrjá áratugi, og þremur
árum betur, hafa þau búið á Hóla-
götu 4. Þau fá í dag Umhverfis-
verðlaun Vatnsleysustrandar-
hrepps fyrir árangur í garðrækt
við erfið veðurskilyrði.
Guðrún segist hafa verið hissa
þegar hún frétti af því að þau hjón-
in ættu von á viðurkenningu fyrir
garðinn. Hún viðurkennir að veð-
urskilyrði þar sem hús þeirra
hjóna stendur séu slæm, það sé
vindasamt og þá sé hluti lóðarinnar
á klöpp sem þau hafi ekki látið
brjóta niður heldur leyft að halda
sér. Þó hefur garðurinn náð að
blómstra og er snyrtilegur og vel
viðhaldið.
„Það er aðallega sonur okkar
sem hjálpar okkur við garðinn
núna,“ sagði Guðrún í samtali við
Morgunblaðið í gær. „Við hjónin
erum orðin lélegri við það. En hér
áður fyrr vorum við duglegri og þá
helst ég, því bóndinn var auðvitað
meira frá vegna vinnu.“
Guðrún segir að hún hafi gaman
af því að sjá fallega garða, en telur
sig ekki vera meiri áhugamann-
eskju um garðrækt en gengur og
gerist.
Vildu hefta mold- og sandrok
Guðbjörg Þórarinsdóttir og
Bjarni Antonsson fá allsérstök
verðlaun, en þau hljóta þau fyrir að
ljúka nánast framkvæmdum við lóð
hússins við Hvammsdals 13 og
leggja drög að mjög fallegum garði
á ótrúlega stuttum tíma. Þau fluttu
inn í nýbyggt húsið í nóvember á
síðasta ári og sagði Guðbjörg að
þau kynnu vel við sig í Vogum.
„Við urðum eiginlega að drífa
okkur í því að standsetja lóðina
samfara húsbyggingunni því það
var svo mikið sand- og moldarfok
inn um gluggana,“ segir Guðbjörg
hlæjandi. „Því reyndum við að
drífa þetta af.“
Garðurinn er að mestu tilbúinn
og búið er að gróðursetja fjölda
trjáa og blóma. „Við eigum eftir að
gera sólpallinn fyrir framan stof-
una og klára að girða í kringum
garðinn. Þá eigum við eftir að
helluleggja bílaplanið, nú er möl
þar í,“ segir Guðbjörg. Hún segir
að þau Bjarni séu mikið áhugafólk
um garðrækt, en Bjarni sé þó held-
ur meiri garðáhugamaður. „Við
skipulögðum garðinn gróflega fyr-
irfram, en í raun höfum við gert
þetta jafnóðum.“
Umhverfisviðurkenningar Vatnsleysustrandarhrepps 2002 verða afhentar í dag
Glæsilegir garð-
ar verðlaunaðir
Hvammsdalur 13. Guðbjörg Þórarinsdóttir og Bjarni Antonsson drifu í
því að koma lóðinni í stand til að minnka moldrokið.
Hólagata 4. Þar hafa hjónin Guðrún Kristmannsdóttir og Klemens Sæmundsson ræktað garðinn sinn í rúma
þrjá áratugi, en þau fá umhverfisverðlaun fyrir góðan árangur í garðrækt við erfið veðurskilyrði.
Aragerði 18. Hafrún Marísdóttir og Helgi Samsonarson fá verðlaun
fyrir glæsilega lóð, nútímalegan stíl og snyrtimennsku í hvívetna.
Vogar
VERIÐ er að skoða samgöngumál
milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar
og Reykjanesbæjar auk annarra
samgönguleiða en ferðamenn hafa
kvartað yfir því að ekki sé hægt að
komast á milli þessara staða nema
með leigubílum. Erlingur Hannes-
son, sem rekur tjaldstæðið Stekk í
Reykjanesbæ, sagði í Morgun-
blaðinu á laugardag að Reykjanes-
bær væri ekki sá ferðamannavæni
bær sem hann var fyrir nokkrum
árum. Undanfarin ár hafi ferða-
menn ekki getað komist milli flug-
stöðvarinnar og bæjarins nema í
leigubílum sem er kostnaðarsamt.
Þá séu ekki skipulagðar ferðir frá
bænum og í Bláa lónið líkt og áður
var. Benti Erlingur á að með þessu
væri bærinn að missa ferðamenn
upp í rútur á leið til höfuðborgar-
svæðisins.
Breytinga þörf
Ólafur Kjartansson, fram-
kvæmdastjóri Markaðs- og atvinnu-
málaskrifstofu Reykjanesbæjar,
MOA, segir að ljóst sé að breytinga
sé þörf og verið sé að skoða hvernig
best sé að standa að þessum málum.
„Við höfum verið að ræða hvaða
leiðir eru vænlegar. Við viljum sjá
gott skipulag á ferðum til og frá
bænum. Við höfum verið að skoða
hvaða möguleika við höfum og hvað
þeir kosta. Það er augljóslega mjög
mikilvægt atriði að þetta sé í lagi.“
Reykjanesbær hefur verið með
átak í ferðamálum undanfarið. Ólaf-
ur segir því mikilvægt að koma sam-
göngum í gott horf samfara átakinu.
„Ferðalangar hafa kvartað yfir að
komast ekki á ódýran hátt til
Reykjanesbæjar. Það gengur ekki.
Samningar um almenningssam-
göngur eru til endurskoðunar og
tenging við Flugstöðina er á dag-
skrá.“
Ólafur telur að atvinnu- og ferða-
málaráð Reykjanesbæjar muni taka
málið fyrir er það komi saman eftir
sumarleyfi á næstunni.
Verið að skoða
alla möguleika
Reykjanesbær
Morgunblaðið/Þorkell
Engar skipulagðar rútuferðir eru milli Bláa lónsins og Reykjanesbæjar.
Við það eru ferðamenn ósáttir, svo og ferðir til og frá flugstöðinni.
Ferðamenn ósáttir við samgöngur
Í MORGUNBLAÐINU í gær var
rangt farið með uppruna Ásmundar
Valgeirssonar, höfundar Ljósanæt-
urlagsins 2002, og hann sagður úr
Keflavík. Hið rétta er að Ásmundur
er Njarðvíkingur. Þá var félags-
heimilið Stapinn, þar sem keppnin
um Ljósanæturlagið fór fram sl.
föstudagskvöld, einnig kennt við
Keflavík en það rétta er að það er í
Njarðvík. En þar sem sveitarfélögin
Keflavík og Njarðvík voru sameinuð
í bæjarfélagið Reykjanesbæ fyrir
nokkrum árum má vitanlega kenna
bæði Ásmund og Stapann við hið
nýja bæjarfélag.
LEIÐRÉTTING
Njarðvík