Morgunblaðið - 21.08.2002, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 21.08.2002, Qupperneq 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2002 19 ORMSTEITI 2002 á Fljótsdals- héraði er nú haldið í tíunda sinn. Þetta er hartnær tveggja vikna hátíð sem er í senn héraðs- og uppskeruhátíð. Að Ormsteiti standa sveitarfélögin á Fljótsdals- héraði, fyrirtæki og stofnanir á svæðinu og fjölmargir einstakling- ar, sem leggja hönd að fram- kvæmd hátíðarinnar. Lára Vil- bergsdóttir listhönnuður er framkvæmdastjóri og aðalskipu- leggjandi Ormsteitis 2002. Í forgrunni Ormsteitisins var starfrækt opin listasmiðja undir stjórn bandarísku fjöllistakonunn- ar Holly Huges. Í smiðjunni var Lagarfljótsormurinn endurskapað- ur og fór fyrir sérstakri Orms- göngu úr miðbæ Egilsstaða yfir í Egilsstaðavík á sunnudagseftir- miðdag. Þar var í víkinni kveikt bál og gerdeigsormar bakaðir yfir hægum eldi. Til meðlætis var græn glassúrídýfa og sérstakur ormadjús. Íbúaþing á Austur-Héraði var hluti af dagskrá Ormsteitis á mið- vikudagskvöld, en hin eiginlega hátíð hófst formlega sl. föstudag. Lára segir mikla úrkomu hafa sett svip sinn á opnunarhátíðina, en á henni var bæjarstjóri Austur-Hér- aðs sl. 4 ár, Björn Hafþór Guð- mundsson, kvaddur með virktum, ef ekki regnvotum tárum, og þakk- að farsælt starf í þágu bæjar- félagsins. Hann flytur sig nú um set í bæjarstjórastöðu á Djúpa- vogi. Lára segir að um kvöldið hafi verið boðið upp á síðsumarsiglingu með farþegaskipinu Lagarfljót- sorminum og rómantíska tónleika í Atlavík sem kölluðust Hríslan og lækurinn. Þar voru ástarvísur Páls Ólafssonar fluttar af Þórarni Hjartarsyni. Tónleikana sóttu um 100 manns og eftir þá upphófst fjöldasöngur við varðeld í blíðu veðri. Möðrudalsættin málar Herðubreið Hver dagur er tileinkaður sér- stöku svæði og laugardagur var tileinkaður Norður-Héraði. Var m.a. opið hús í dýragarði og hand- verkshúsi í Klausturseli á Jökuldal og gestum boðið í opnun viðbygg- ingar við Sænautasel á Jökuldals- heiði. Þá upphófst það sem kall- aðist Möðrudalsgleði og Stórvalsstemmning. „Þar mættu allir listamenn Möðrudælinga,“ segir Lára, „ungir sem aldnir, með olíu- og vatnsliti í farteskinu og máluðu Herðubreið af kappi. Verkin voru hengd upp í Fjalla- kaffi í Möðrudal. Svo var grillað og spilað á harmonikku og dansað á pallinum. Þetta verður endurtekið að ári með enn meiri bravúr. Þarna voru grilluð 50 kg af lamba- kjöti og um 100 manns settust að snæðingi. Það sáust ótvíræðir Stórvalstaktar í myndlistinni og þetta var allt saman ansi hreint skemmtilegt.“ Um helgina var stórt knatt- spyrnumót á Vilhjálmsvelli, dans- leikur með Sálinni í Valaskjálf, fjölbreytt dagskrá á Hallormsstað og fyrsta Íslandsmeistaramótið í skógarhöggi, svo eitthvað sé nefnt. Fegurðarsamkeppni gæludýra var á mánudag haldin í þriðja sinn við mikinn fögnuð yngri kynslóðarinn- ar einkanlega og þriðjudagur var tileinkaður Fellahreppi. Það væri að æra óstöðugan að telja upp alla þá dagskrárliði Orm- steitis sem menn geta tekið þátt í. Þó skal sérstaklega nefnt að í dag er nýbúadagur og er þá öllum þeim sem hafa búið skemur en eitt ár á Austur-Héraði boðið í kynn- isferð um Egilsstaði og að henni lokinni í formlegt kaffiboð, þar sem nýr bæjarstjóri og fjölskylda hans verða meðal gesta, enda nýbúar samkvæmt skilgreining- unni. Útimarkaður verður í Egils- staðabæ frá miðvikudegi og fram á helgina og á föstudag verða haldn- ar hverfahátíðir víðs vegar um bæ- inn, sem enda með allsherjar íþróttamóti milli hverfanna á „Villa-Park“. Á laugardag er svo herleg bæjarhátíð á Egilsstöðum, þar sem markaðir, tívolí, skraut- sýningar, tónlist og gamanmál krauma allan liðlangan daginn og menn geta undir kvöldið snætt heilgrillað hreindýr í miðbænum. Ormsteiti endar á sunnudag með fjölbreyttri dagskrá í Fljótsdal. Sjá nánar um Ormsteiti á vefslóð- inni www.egilsstadir.is. Tíunda Ormsteitið teygir anga sína um allt Fljótsdalshérað Ormadjús og heilgrillað hreindýr Egilsstaðir Morgunblaðið/Steinunn Ármannsdóttir Héraðs- og uppskeruhátíðin Ormsteiti er nú haldin í tíunda sinn á Fljótsdalshéraði. Svo dögum skiptir verður mikið um dýrðir og ýmislegt óvenjulegt stendur fólki til boða. Heldur var þungt í lofti á opnunarhá- tíðinni sl. föstudag, en þó hýrt yfir mannskapnum. UM HELGINA hefur einhver átt í erfiðleikum með sjálfan sig og látið það bitna á Námafjalli. Þannig hef- ur sá böðlast um mjúkar leirhlíðar fjallsins á bíl sínum og skilið eftir ljótar slóðir sem ekki hverfa nema á mörgum árum sé ekkert að gert. Þetta sáu árvökulir landverðir Náttúruverndar eins og aðrir og rökuðu á mánudag yfir sárin í fjalls- hlíðinni. Fyrir þá sem borga fyrir að skoða og njóta íslenskrar nátt- úru er það mikilvægt að þvílíkur sóðaskapur sjáist ekki, því slíkt er vörusvik. Aðspurðar sögðu þær landverðir Elva og Hildur að þessu líkt sjái þær sjaldan hér í sveit, sem betur fer. Morgunblaðið/BFH Subbulegur akstur Mývatnssveit Á ARNARSTAPA hafa verið miklar framkvæmdir við höfnina í sumar. Grjótgarðurinn var lengdur um 35 metra og eldri hluti hans lagaður til. Er þeirri framkvæmd að mestu lok- ið, aðeins á eftir að ganga frá þar sem garðurinn kemur að Hafnarhús- inu. Á næstunni verður lokið við að steypa þekjuna en hún mun breikka nokkuð. Samhliða þessum breytingum á garðinum hefur verið unnið að dýpk- un hafnarinnar, en höfnin þótti mis- djúp eða allt frá nokkrum tugum sentimetra niður á u.þ.b. tvo metra. Eftir dýpkun verður dýpið í innsigl- ingunni orðið 2,5 metrar og höfnin sjálf orðin tveggja metra djúp. Til að þetta gæti orðið varð að fjarlægja á milli 4.500 og 5.000 rúmmetra af efni upp úr höfninni og er það bæði sand- ur og eins klappir sem sprengja þurfti úr botninum. Eins og gefur að skilja hefur ekki verið hægt að hafa báta í höfninni meðan á framkvæmdunum hefur staðið og hafa þeir dreifst á hafn- irnar í Rifi og í Ólafsvík auk þess sem bátar af Skaganum hafa farið á Akranes. Þessa dagana er verið að hefja framkvæmdir við að minnka brekk- una niður að höfninni, stórvirkar vél- ar munu vinna við að rífa niður klöppina og að því loknu verður lagt bundið slitlag á veginn. Ekki er nokkur vafi á að aðkoman að hafn- arsvæðinu verður mun meira aðlað- andi eftir breytingu en verið hefur. Björn Arnaldsson, hafnarstjóri Snæfellsbæjar, sagði að vonir stæðu til að hægt yrði að klára þessar fram- kvæmdir allar fyrir 1. september. Stapahöfn stækkar Morgunblaðið/Alfons Finnsson Ólafsvík UNNIÐ er nú af fullum krafti við skólalóð Grunnskólans í Borg- arnesi. Framkvæmdir hófust um mitt sumar og á þeim að vera lok- ið þegar skóli hefst 27. ágúst. Það er HH vélaleiga sem sér um verk- ið en búið er að helluleggja bæði með stein- og gúmmíhellum, verið að setja upp ný leiktæki og körfur og auk þess að malbika. Kristján Gíslason skólastjóri segir þetta bæta úr brýnni þörf, því síðasta vetur hafi nánast ekki verið nein aðstaða fyrir nemendur til útivist- ar. Þetta sé þó einungis fyrir yngsta stig og miðstig, en á næsta ári er ætlunin að útbúa upphit- aðan gervigrasvöll við skólann. Á árinu þar á eftir verður svo lokið við lóðina unglingamegin. Morgunblaðið/Guðrún Vala Unnið við skólalóðina Borgarnes

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.