Morgunblaðið - 21.08.2002, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 21.08.2002, Qupperneq 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 20 MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÁKVEÐIÐ hefur verið að sameina fjarskiptafyrirtækin Íslandssíma hf. og Halló-Frjáls fjarskipti undir merkjum Íslandssíma. Í kjölfarið verður farið í hlutafjármögnun hins sameinaða félags með frekari sam- runa á fjarskiptamarkaði að mark- miði. Við samruna Íslandssíma og Halló eignast hluthafar í Halló ný hlutabréf í Íslandssíma að nafn- verði 414 milljónir króna. Í lok júní sl. nam hlutafé Íslandssíma 1.024 milljónum króna en verður með þessu 1.438 milljónir. Núverandi hluthafar í Halló munu því eignast sem nemur 28,7% af heildarhlutafé Íslandssíma. Sé miðað við lokaverð hlutabréfa í Íslandssíma í Kauphöll Íslands í gær (1,65) er hlutaféð í Halló alls metið á 683 milljónir króna í samrunanum. Tryggja aukið hlutafé Samrunasamningur félaganna tryggir hinu sameinaða félagi enn- fremur fjármögnun til frekari sam- runa og markaðssóknar. Columbia Ventures Corporation (CVC), sem er aðaleigandi Halló og í eigu Ken- neth Peterson, mun samkvæmt honum leggja fram nýtt hlutafé í kjölfar sameiningarinnar auk Landsbanka Íslands, Búnaðar- banka Íslands, Talsímafélagsins og Frumkvöðuls, sem er í eigu Eim- skipafélagsins. Viðmiðunargengi hlutafjár í þessari fjármögnun verður 1,85 eða 12% yfir skráðu gengi félagsins í gær. Þessi aukning er í tilkynningu sögð tryggja fjármögnun til frekari útrásar Íslandssíma á fjarskipta- markaði en gangi frekari samruna- áform ekki eftir er Íslandssíma samt sem áður tryggt verulegt fé til öflugrar markaðssóknar. Ekki einungis íslensk félög Óskar Magnússon, forstjóri Ís- landssíma, segir samrunann í sam- ræmi við yfirlýst markmið Íslands- síma. Viðræðurnar hafi tekið skamman tíma og það sé vísbend- ing um eindreginn vilja til að búa til öflugri einingu í samkeppninni við Landssíma Íslands. „Samhliða þessu höfum við tryggt okkur fjármagn til þess að verja í hugsanleg kaup á öðru fjar- skiptafélagi eða félögum, eftir at- vikum. Á hinn bóginn er það svo, að ef ekki verður af slíku, verðlagning verður of há eða ekki næst sam- komulag um áhugaverða kosti í þeim efnum, þá höfum við fjármagn til að sækja fram á markaðnum og ná til okkar viðskiptavinum með þeim hætti í stað þess að fá þá í gegnum samruna.“ Hann segist ekki geta gefið upp hversu mikið fé hið sameinaða félag mun hugsanlega hafa til umráða enda veiki það samningsstöðu fé- lagsins í hugsanlegum samrunavið- ræðum við aðra. Óskar segir aðspurður að sam- runaviðræður hafi ekki átt sér stað við Tal ennþá. Um önnur félög seg- ir hann að ekki sé sjálfgefið að um verði að ræða íslensk fjarskipta- félög. „Það er alveg hugsanlegt að félag eins og Íslandssími geti starf- að með erlendu fjarskiptafélagi,“ segir Óskar og staðfestir að þeir möguleikar hafi verið athugaðir samhliða öðru en segir engar við- ræður í gangi um slíkt. Hlutfallsskipting lykillinn að árangri Bjarni Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs CVC, aðaleiganda Halló-Frjálsra fjar- skipta, segir CVC alltaf opið fyrir góðum fjárfestingartækifærum og samruni Halló við Íslandssíma flokkist undir slíkt. Hann segir þennan möguleika hafa verið lengi í skoðun, líkt og aðra samrunamögu- leika á íslenskum fjarskiptamark- aði. Þarna hafi fyrsta skrefið ein- faldlega verið tekið. „Menn hafa í vaxandi mæli áttað sig á mikilvægi þess að ná saman og styrkja þessi mörgu en of litlu fyrirtæki sem eru í þessum geira. Halló og Íslandssími hafa nú náð saman auk þess sem eigendur þeirra hafa ákveðið að setja tals- vert meira fjármagn inn, vonandi til þess að stuðla að frekari samruna. Það er skýr ásetningur og áhugi á að af því geti orðið,“ segir Bjarni. Hann segir lykilinn að árangri í viðræðum Halló og Íslandssíma hafa verið að átta sig á hver hlut- fallsleg skipting hvors félags um sig ætti að vera fremur en hvert verðmætið væri við samruna. „Við komumst að því að skipt- ingin ætti að vera um 28% Halló og 72% Íslandssími. Svo sveiflast verð- mæti Halló í takt við gengi Íslands- síma. Við erum mjög sáttir við að vera komnir inn í öflugt fyrirtæki og hóp fjárfesta sem eru tilbúnir til þess að fylgja þessu verkefni þungt eftir, til að reyna að fá fram frekari samruna.“ Ekkert tilboð borist í Tal Tal hf. er það fjarskiptafyrirtæki sem einna mest samlegðaráhrif yrðu líklega af með samruna við Ís- landssíma og Halló. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að þreif- ingar hafi átt sér stað á síðustu misserum en ekki náðst saman. Þórólfur Árnason, forstjóri Tals hf., segir áhugavert fyrir samruna- mál á fjarskiptamarkaði að sjá þessi tvö félög draga sig saman. „Það eru ýmis tækifæri sem skapast við þetta. Innkoma Ken- neth Peterson, sem verður með þessu leiðandi aðili í Íslandssíma, er mjög athyglisverð. Ég hef áður vakið athygli á því að erlendir að- ilar fjárfestu í Tali og hafa haft þar fé í uppbyggingu í fimm ár. Það sýnir sig að fjárfesting Kenneth Peterson í Halló á sínum tíma hefur ekki verið tilviljun. Hann ætlar að standa að frekari uppbyggingu í fjarskiptum á Íslandi og það er vel.“ Þórólfur segir enga launung á því að hlutafé í Tali hafi verið til sölu síðan í maí árið 2001. Eigendurnir hafi átt í viðræðum um sölu öðru hverju en ekki fengið viðunandi til- boð í eign sína. „Við erum að gera Tal verðmætara með hverju árinu og eigendurnir eru mjög ánægðir. Þeir ráða því hvort þeir selja eða ekki,“ segir Þórólfur og staðfestir að ekkert kauptilboð hafi borist eigendum Tals frá Íslandssíma og Halló. Engin áhrif á þjónustu Í tilkynningu segir að þjónusta Íslandssíma og Halló verði eftir samrunann veitt undir nafni Ís- landssíma og hann muni ekki hafa nein áhrif á þjónustu við viðskipta- vini félaganna. Hjá Íslandssíma starfa 130 manns og er áætlað að velta ársins verði 2 milljarðar króna. Um 30 manns starfa hjá Halló-Frjálsum fjarskiptum og áætluð velta er tæp- lega 500 milljónir á árinu en rúmur einn milljarður á því næsta. Samrunasamningur Íslandssíma og Halló-Frjálsra fjarskipta er gerður með fyrirvara um kostgæfn- isathugun beggja félaga, sem skal lokið eigi síðar en 30. september nk., auk samþykkis hluthafafunda félaganna, sem boðað verður til þegar kostgæfnisathugun liggur fyrir. Íslandssími og Halló- Frjáls fjarskipti sameinast Stefnt að frekari samruna á fjarskiptamarkaði með hlutafjáraukningu í Íslandssíma Morgunblaðið/Arnaldur Frá undirritun samrunasamnings Íslandssíma og Halló-Frjálsra fjarskipta: Steinþór Baldursson, forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Landsbanka Ís- lands, Óskar Magnússon, forstjóri Íslandssíma, og Bjarni Þorvarðarson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Columbia Ventures Corporation. Góður kaupandi og gott verð GRANDI hf. seldi 265,5 milljóna króna hlut sinn í Þormóði ramma Sæberg hf. í vikunni til Afls Fjár- festingarfélags hf. á genginu 5,10. Um er að ræða 20,24% hlut í félaginu en hlutur Afls í Þormóði ramma er eftir viðskiptin 40,45%. Til samanburðar var síðasta við- skiptagengi bréfa Þormóðs ramma í Kauphöllinni í gær 4,60. Árni Vilhjálmsson, stjórnarfor- maður og starfandi framkvæmda- stjóri Granda, segir að helsta ástæða sölunnar hafi verið gott tilboð frá góðum kaupanda. „Það gaf sig fram góður kaupandi sem er eftirsóknarverður arftaki okkar hlutar og bauð gott verð. Við erum búnir að vera hluthafar í Þor- móði ramma í 8 ár og höfum notið góðrar ávöxtunar af fjárfestingunni og átt góð samskipti við fyrirtækið. Þessi fjárfesting var hætt að gegna því hlutverki sem hún gegndi áður, en við fórum út í þetta á sínum tíma til að fjölþætta rekstur okkar.Við vorum ekki í rækju fyrir en komum þarna með óbeinum hætti inn í rækjuútgerð. Síðan höfum við eign- ast hluti í öðrum fyrirtækjum í rækjuvinnslu,“ sagði Árni. Undanfari frekari samþjöppunar Í Morgunpunktum greiningar- deildar Íslandsbanka er fjallað um viðskiptin og sagt að freistandi sé að setja kaup Afls í samhengi við aðrar fjárfestingarfélagsins að undanförnu í sjávarútvegi og spár um frekari samþjöppun en orðið hefur í grein- inni. „Nýverið festi Afl kaup á 20% hlut í Þorbirni Fiskanesi hf. en auk þess er félagið stór hluthafi í Guðmundi Runólfssyni hf. og Hraðfrystihúsinu – Gunnvöru hf. Að mati Greiningar ÍSB verður að teljast líklegt að með svo stórri fjárfestingu í nokkrum sjávarútvegsfyrirtækjum búi fleira að baki en að selja hlutinn síðar. Lík- legra verður að telja að stefnt sé að nánu samstarfi eða sameiningu fé- laganna og er þá fyrst og fremst horft til Þormóðs ramma - Sæbergs og Þorbjarnar Fiskaness. Þá er það mat Greiningar ÍSB að með sölu á hlutabréfum í Þormóði ramma - Sæ- bergi sé nú líklegra en áður að Grandi leitist eftir sameiningu við annað stórt sjávarútvegsfyrirtæki,“ segir í Morgunpunktunum. Kaup Afls á hlut í Þormóði Ramma HLUTHAFAFUNDI sem halda átti í Fjárfestingarfélaginu Straumi í gær var aflýst rúmum klukkutíma áður en halda átti fundinn. Til fundarins var boðað að ósk tveggja hluthafa, Fjárfars og Dúks, en þeir drógu beiðni sína til baka. Ástæðan fyrir því að eigendur Fjárfars og Dúks, sem samanlagt eiga um 11% hlut, óskuðu eftir hluthafafundi var kosning nýrrar stjórnar í Straumi en í stjórn sitja Ólafur B. Thors, Kristín Guð- mundsdóttir og Jón Ásgeir Jó- hannesson. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins náðist samkomu- lag um óbreytta stjórn fyrir fund- inn og því var honum aflýst. Nýverið hafa tveir hluthafar í Straumi selt hlut sinn í félaginu, Ker sem átti 3,4% hlut og Hlut- deild, vinnudeilusjóður Samtaka atvinnulífsins, sem átti innan við 1% hlut. Sjóvá-Almennar keyptu í liðinni viku 5,38% hlut í Straumi og eru nú fjórði stærsti hluthafinn. Hluthafafundi aflýst                  ! " !  #$%        ! "&'( )"   !"# " $ % !! " &'" " '()*+,-   " !!%  "   !"# ./ " &'"!- " 01!!! " 2 ( " 3$ " +415,!(--  6' 5!& 7-8!!1 " 09- :2,%1 + ; #-<!(--  !!%  " +   - + =+:  > > > >  > > >  > > > > > > > >   >  > >  > >  >  >  > > >  > > > > > > > > > Óbreytt stjórn Fjárfestingarfélagsins Straums hf. FYRIRTÆKÐ Bonus Stores í Bandaríkjunum, sem er í meirihluta- eigu Baugs, hefur höfðað mál gegn fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins, Jim Schafer, sem var nýlega sagt upp störfum. Tilkynning þessa efnis var birt á fréttavef Kauphallar Íslands í gær. Þar kemur fram, eins og áður hefur verið greint frá í fréttum, að brottvikning Schafers hafi verið vegna viðskipta sem fyrirtæki sem Schafer á hlut í hafi átt við Bonus Sto- res. Í tilkynningunni segir ennfremur að stjórn fyrirtækisins hafi á síðustu vikum orðið þessi viðskipti ljós og að könnun á þeim og öðrum málum standi yfir. Stjórnarformaður Bonus Stores, Tryggvi Jónsson, forstjóri Baugs, vildi í gær ekki tjá sig um málshöfð- unina og sagðist aðspurður ekki vita hversu langan tíma hún gæti tekið. Ekki náðist í Jim Schafer vegna málsins. Jim Schafer og annar fyrr- verandi yfirmaður Bonus Stores hafa, eins og sagt var frá í fréttum í síðasta mánuði, þegar stefnt Bonus Stores og krafist 10 milljóna dala skaðabóta, sem er jafnvirði yfir 850 milljóna króna. Skammt í að nýr forstjóri verði ráðinn Stjórn Bonus Stores vinnur nú að ráðningu nýs forstjóra, en til bráða- birgða hefur rekstur fyrirtækisins verið í höndum annarra yfirmanna fé- lagsins, stjórnarformannsins og stjórnarmannsins Williams Fields, sem er fyrrverandi forstjóri Wal- mart. Þegar hann var spurður hvern- ig gengi að ráða nýjan forstjóra sagði Tryggvi að það væri langt komið. Bú- ið væri að ræða við nokkra vegna stöðunnar og væntanlega yrði ráðið í starfið innan skamms. Bonus Stores stefna fyrrverandi forstjóra sínum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.