Morgunblaðið - 21.08.2002, Page 21
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2002 21
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
B
N
B
18
51
0
0
8/
20
02
Skoðaðu úrvalið á Nýbýlavegi 4, hjá
umboðsmönnum okkar í Reykjanesbæ,
Selfossi og á Akureyri eða hringdu í
síma 570 5070. www.toyota.is
Bílabíó á fimmtudagskvöld
kl. 21.30 hjá Toyota við Nýbýlaveginn:
Sódóma Reykjavík Íslensk bíóperla sem nýtur sín hvergi
betur en úti undir berum himni á rökkvuðu ágústkvöldi.
Daihatsu Charade CX
Skráður: Jan. 1998
Ekinn: 46.000
Vél: 1300cc 5g.
Verð: 640.000,- kr.
VW Polo
Skráður: Sept. 1997
Ekinn: 36.000
Vél: 1400cc 5g
Verð. 700.000,- kr.
Renault Clio RN
Skráður: Sept. 1999
Ekinn: 56.000
Vél. 1400cc 5g.
Verð: 790.000,- kr.
Toyota Yaris Luna
Skráður: Júl. 2001
Ekinn: 12.100
Vél: 1300cc 5g.
Verð: 1.150.000,- kr.
Opel Astra
Skráður: Sept. 1998
Ekinn: 52.000
Vél: 1600cc 5g.
Verð: 1.080.000,- kr.
Tilboð: 890.000,- kr.
Mitsubishi Galant W/G
Skráður: Júl. 1997
Ekinn: 70.000
Vél: 2000cc ssk.
Verð: 1.260.000,- kr.
Tilboð: 990.000,- kr.
Þrumugott úrval af bíóbílum
frá 600 -1200 þúsund krónur
bíódagar
FLÓÐ í Kína ógna nú allt að tíu millj-
ónum manna í landinu miðju og er
hættan tilkomin af því að allt of mikið
vatn er nú í stöðuvatni sem tengist
Yangtze-ánni. Þar sem spáð er rign-
ingu á næstu dögum þykir mikil
hætta á að stöðuvatnið, Dongting,
flæði yfir bakka sína með skelfilegum
afleiðingum.
Íbúar í nágrenni Dongting hafa
undanfarna daga hlaðið varnargarða
umhverfis vatnið en það er um 2.800
ferkílómetrar á stærð. Talin er hætta
á mikilli neyð ef vatnið flæðir yfir
bakka sína, jafnvel meiri en árið 1998
þegar um fjögur þúsund manns fór-
ust í miklum vatnavöxtum.
Nú þegar hafa um 900 manns farist
í flóðum í Kína í sumar en miklir
vatnavextir hafa verið í Yangtze og
öðrum fljótum, sem renna í Dong-
ting-vatn. Flæði Dongting yfir bakka
sína eru 667 þúsund hektarar af rækt-
arlandi í Hunan-héraði í bráðri hættu
en á svæðinu búa um tíu milljónir
manna.
Kínversk dagblöð sögðu embættis-
menn svartsýna á stöðuna. Kom fram
að um 40 þúsund embættismanna og
verkafólks hefðu verið send á staðinn
til að styrkja enn varnargarða um-
hverfis vatnið.
Eykur það mjög á ótta manna að
hitabeltisstormurinn Vongfong stefn-
ir nú hratt að Hunan og þykir ljóst að
honum fylgja miklar rigningar.
Flóð í Kína ógna
10 milljónum manna
Peking. AFP.
KIM Jong-il, leiðtogi Norður-
Kóreu, kom með járnbrautarlest
frá höfuðborginni Pyongyang yfir
rússnesku landamærin í gærmorg-
un og hóf þar með fjögurra daga
opinbera heimsókn til Rússlands.
Hann mun í þetta sinn ekki ferðast
alla leið til Moskvu eins og hann
gerði í þriggja vikna langri Rúss-
landsheimsókn sinni í fyrrasumar.
Á landamærastöðinni Khasan
tóku Konstantín Púlíkovskí, sendi-
fulltrúi Vladimírs Pútíns Rúss-
landsforseta, Sergei Darkín hér-
aðsstjóri og fleiri opinberir
erindrekar á móti Kim, sem hér
sést veifa til viðstaddra.
Næsti áfangi heimsóknar Kims
er Komsomolsk við Amur-fljót, þar
sem þess er vænzt að hann skoði
hergagnaverksmiðjur. Áformað er
að hann hitti Pútín forseta í Vladi-
vostok á heimleiðinni á föstudag.
Reuters
Kim Jong-il
í Rússlandi
IAN HUNTLEY var í gær ákærður
fyrir morðin á Holly Wells og Jessicu
Chapman, sem hurfu fyrir tveimur
vikum frá heimilum sínum í bænum
Soham í Cambridge-skíri á Englandi.
Huntley, sem var húsvörður í skóla
stúlknanna, og unnusta hans, Maxine
Carr, hafa setið í gæsluvarðhaldi frá
því á laugardag, en ekki hefur verið
gefin út ákæra á hendur Carr.
Rannsóknarlögreglumaðurinn
Andy Hebb, sem fer með rannsókn
málsins, sagði Huntley hafa gengist
undir margvíslegar læknisrannsóknir
og hefði hann verið fluttur á réttar-
geðdeild að ráði geðlæknis. Sagði
Hebb að málið gegn Huntley kæmi
líklega fyrir rétt í dag, miðvikudag.
Lögreglan segist þess fullviss að
tvö lík, sem fundust í skóglendi um
ellefu kílómetra frá Soham, séu af
stúlkunum en krufning hafi enn ekki
leitt í ljós dánarorsakir og sé því frek-
ari rannsókna þörf. Búast menn við
því að þær geti tekið nokkrar vikur.
Í gær stóð enn yfir mikil leit að
frekari sönnunargögnum á heimili
þeirra Huntleys og Carr, í skóla
stúlknanna og í skóginum þar sem lík
stúlknanna fundust. Þá var líka leitað
með hundum á heimili föður Huntleys
í næsta bæ þótt hann sé ekki form-
lega grunaður um aðild að ódæðinu.
Kirkja heilags Andrésar í Soham,
heimabæ stúlknanna, er yfirfull af
blómum, sem þangað hafa verið send,
og á Netinu hafa aðstandendum
stúlknanna borist þúsundir samúðar-
skeyta víðs vegar að úr heimi.
Reuters
Syrgjendur leggja blóm nærri staðnum þar sem lík þeirra Holly og Jessicu fundust.
Huntley ákærður
London. AP.