Morgunblaðið - 21.08.2002, Síða 23
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2002 23
FLÓÐIN við Magdeburg í austur-
hluta Þýskalands náðu hámarki í
fyrrinótt þegar Saxelfur náði 6,7
metra hæð. Vatnsborðið var um
þrjátíu sentímetrum lægra en bú-
ist hafði verið við og kom því ekki
til brottflutnings 20.000 borgar-
búa sem áformaður hafði verið.
Segja borgaryfirvöld að stíflu-
garðar frá nítjándu öld, sem beina
hluta árinnar austur fyrir Magde-
burg, hafi bjargað borginni frá
frekari skemmdum. Vatnsborð í
Saxelfi fór lækkandi við Magde-
burg í gær og tilkynnti Klaus
Jeziorski, innanríkisráðherra
sambandslandsins Sachsen-
Anhalt, að bygging frekari varn-
argarða væri í burðarliðnum.
Flóðin í Saxlandi eru nú í rénun
og fengu íbúar borganna Mühl-
berg og Dresden að snúa aftur
heim í gær.
Óttast klórleka
Lögreglan í Tékklandi hóf í
gær rannsókn á hugsanlegum
klórleka úr Spolana-verksmiðj-
unni í einu úthverfa Prag. Óttast
yfirvöld að hugsanlegt sé að klór,
sem geymdur var í verksmiðjunni,
hafi lekið út í Saxelfi á fimmtu-
dag. Verksmiðjunni var lokað ár-
ið 1968 eftir að í ljós kom að átta-
tíu verkamenn urðu fyrir klór-
eitrun, en töluvert magn efnisins
var samt geymt í verksmiðju-
byggingunum. Á laugardaginn
eyðilögðu stjórnendur verksmiðj-
unnar það sem eftir var af klór-
birgðunum, en ekki er ljóst hve
mikið, ef nokkurt, magn lak út í
ána. Umhverfisráðherrar Tékk-
lands og Þýskalands heimsóttu
verksmiðjuna í gær til að skoða
aðstæður, en hún hefur lengi sætt
gagnrýni umhverfisverndar-
samtaka vegna óöruggrar
geymslu eiturefna.
Forsætisráðherra Ungverja-
lands, Peter Medgyessy, hvatti í
gær Evrópuríki til að vinna sam-
an að flóðavörnum í álfunni. „Við
þurfum langtímaáætlanir til að
takast á við aðstæður af þessu
tagi í framtíðinni, auk samvinnu
við önnur ríki sem fengu að
kenna á flóðunum,“ sagði Medgy-
essi eftir að hafa skoðað stíflur í
suðurhluta landsins þar sem
vatnsborð er enn mjög hátt.
Íbúar Mið-Evrópu geta nú varp-
að öndinni léttar þar sem spáð er
þurrkum næstu daga, en mikið
uppbyggingarstarf bíður þeirra.
Alls hafa 111 manns farist í flóð-
unum í Mið- og Austur-Evrópu og
er tjónið talið nema hundruðum,
ef ekki þúsundum, milljarða ís-
lenskra króna.
Spáð
þurrkum
í Mið-
Evrópu
Reuters
Hundruð hjartardýra standa hér í vatni upp að hnjám í Dónár-Drava þjóðgarðinum í Ungverjalandi. Flóðin í Dóná náðu sögulegu hámarki á mánudag,
en tjón af þeirra völdum hefur verið tiltölulega lítið í Ungverjalandi miðað við hremmingar nágrannaríkjanna.
Magdeburg, Prag. AP, AFP.
GEORGE Pell, erkibiskup kaþ-
ólsku kirkjunnar í Sydney í Ástr-
alíu, lýsti því yfir í gær að hann
myndi víkja tímabundið úr emb-
ætti meðan fulltrúar
kirkjunnar rannsök-
uðu ásakanir á hendur
honum um kynferðis-
legt ofbeldi gagnvart
12 ára dreng fyrir um
40 árum. Pell vísaði
ásökununum harðlega
á bug og sagðist viss
um að nafn sitt yrði
hreinsað. „Umrædd
atvik gerðust aldrei.
Ég endurtek, þessar
ásakanir eru falskar,“
sagði hann og sagði að
um væri að ræða
„rógburð af and-
styggilegasta tagi“.
Erkibiskupinn er 61 árs, hann er
æðsti maður kaþólsku kirkjunnar í
landinu en um 26% Ástrala eru
kaþólskir. Hann er jafnframt einn
æðsti kirkjuhöfðingi sem lent hefur
í máli af þessu tagi eftir að ásök-
unum um kynferðislega misnotkun
á börnum af hálfu kaþólskra presta
fór að fjölga mjög fyrir nokkrum
árum um allan heim, ekki síst í
Bandaríkjunum og á Írlandi.
Hæstaréttardómari stýrir
rannsókn á málinu
John Howard, forsætisráðherra
Ástralíu, tók upp hanskann fyrir
Pell í gær og sagðist trúa á sak-
leysi hans. Jafnframt hrósaði How-
ard honum fyrir að víkja úr emb-
ætti og kirkjunni fyrir að láta
sjálfstæða aðila annast rannsókn á
málinu. Alec Southwell, dómari í
hæstarétti Ástralíu, mun stýra
rannsókninni.
Meint fórnarlamb er nú mið-
aldra karlmaður. Hann segir að
Pell hafi verið í þjálf-
un sem prestur í
Melbourne er afbrotið
átti sér stað. Maður-
inn hefur ekki orðið
við áskorun talsmanna
kirkjunnar um að
leggja fram ákæru hjá
lögreglunni á hendur
Pell og ekki hefur
verið sagt frá því
hvaða ár atvikið á að
hafa gerst.
Deilt var hart á Pell
fyrr á þessu ári er
hann viðurkenndi að
hafa boðið fjölskyldu
þúsundir dollara fyrir
að heita því að fara ekki í mál
vegna ásakana um að tvær dætur
umræddra hjóna hefðu orðið fyrir
kynferðislegri misbeitingu af hálfu
prests fyrir sex árum. Pell vísaði
því síðar á bug að hann hefði ætlað
að reyna þannig að kaupa þögn
foreldranna og vísaði einnig á bug
kröfum samtaka fórnarlamba kyn-
ferðisofbeldis um afsögn. Umrædd-
ur prestur var seinna dæmdur í 15
ára fangelsi fyrir brot gegn 21
barni.
Enn komst Pell í fréttir í júlí sl.
er fullyrt var að hann hefði á fundi
með fulltrúum á heimsþingi æsku-
lýðssamtaka í Kanada sagt að kyn-
ferðisglæpir presta gegn börnum
væru ekki jafn slæm afbrot og
fóstureyðingar. Hann sagði síðar
að ummæli sín hefðu verið tekin úr
réttu samhengi.
Erkibiskup vík-
ur tímabundið
Sydney. AP, AFP.
George Pell
Ásakanir um kynferðisglæp í Sydney
TALIÐ er líklegt, að arabískir
hryðjuverkamenn með tengsl
við al-Qaeda, samtök Osama bin
Ladens, hafi gert tilraunir með
efna- og lífefnavopn í lítilli
bækistöð í Norður-Írak. Er það
haft eftir bandarískum embætt-
ismönnum, sem segja, að stöðin
hafi verið undir eftirliti og rætt
hafi verið um að ráðast á hana.
Bandarískir leyniþjónustu-
menn töldu ástæðu til að ætla,
að stöðin, sem er ekki á svæði,
sem Saddam Hussein Íraksfor-
seti ræður, hafi verið tilrauna-
stöð fyrir efna- og lífefnavopn.
Þar hafi þau verið reynd á bú-
fénaði og að minnsta kosti á ein-
um manni. Talið er, að hryðju-
verkamennirnir hafi gert
tilraunir með eiturefni, sem
kallast ricin og unnið er úr
kristpálma.
Stjórn Bush fannst skot-
markið of lítilvægt
Haft er eftir bandarískum
embættismanni, að varnarmála-
ráðuneytið hafi velt fyrir sér
árás á stöðina, sem er á svæði,
sem Kúrdar ráða, en í fréttum
ABC-sjónvarpsstöðvarinnar var
fullyrt í fyrradag, að George W.
Bush forseti hefði verið því and-
vígur. Hafði ABC það eftir
heimildum innan leyniþjónust-
unnar, að Bush og stjórn hans
hefði talið skotmarkið of lítil-
vægt til að það tæki því að
hætta lífi og limum bandarískra
hermanna og vekja um leið
óánægju bandamanna Banda-
ríkjanna með einhliða hernaðar-
aðgerðum.
Talsmaður bandaríska
Þjóðaröryggisráðsins vildi ekk-
ert um þetta mál segja og benti
á, að ekki væri venjan að skýra
frá því hvað forsetanum væri
sagt og hvað ekki.
Hryðjuverkasamtök
tengd al-Qaeda
Embættismaðurinn, sem
veitti upplýsingarnar, sagði, að í
stöðinni hefðu verið menn, sem
tengdust hryðjuverkasamtökun-
um Ansar al-Islam en þau hefðu
aftur haft samstarf við al-
Qaeda. Kvaðst hann ekki vita
hvort einhver starfsemi væri í
stöðinni nú og bætti við, að eng-
ar sannanir væru fyrir því, að
Saddam Hussein hefði haft hönd
í bagga með hryðjuverkamönn-
unum.
Sagt er, að Bush hafi verið í
dálítið erfiðri stöðu í þessu mál
því að hann þreytist ekki á að
lofa því, að hryðjuverkamenn
verði eltir uppi hvar sem þeir
finnast.
Efna- og líf-
efnavopn
reynd í Írak
Menn tengdir al-Qaeda sagðir
hafa staðið að tilraununum
Crawford. AP.
ENN er margt óljóst um örlög pal-
estínska hryðjuverkamannsins Abu
Nidals, sem sagður er hafa fundist
látinn á heimili sínu í Bagdad um
helgina. Háttsettur íraskur embætt-
ismaður staðfesti í gær í viðtali við
bandarísku sjónvarpsstöðina CNN
að hryðjuverkamaðurinn hefði fram-
ið sjálfsmorð, en talsmaður samtaka
Nidals, Byltingarráðs Fatah, segir
fréttir af dauða hans úr lausu lofti
gripnar. Dagblaðið Asharq al-Awsat,
sem gefið er út í London, segir Abu
Nidal hins vegar hafa verið myrtan
af íröskum yfirvöldum.
Sagður hafa framið sjálfsmorð
Talsmaður byltingarráðsins, sem
ekki vildi láta nafns síns getið, sagði
hinn 65 ára gamla leiðtoga sinn „við
hestaheilsu“ og að hann héldi áfram
starfi sínu. „Fréttirnar eru tilbún-
ingur erlendra leyniþjónustustofn-
ana,“ sagði hann. „Þetta er ekki í
fyrsta skipti sem þessar stofnanir
óvina okkar reyna að koma slíkum
orðrómi af stað til að klekkja á Pal-
estínumönnum.“ Sagði hann að bylt-
ingarráðið myndi seinna gefa út yf-
irlýsingu vegna málsins.
Í frétt CNN er haft eftir háttsett-
um íröskum embættismanni að Abu
Nidal hafi framið sjálfsmorð eftir að
honum voru sýnd sönnunargögn um
samsæri hans gegn íröskum stjórn-
völdum. Segir embættismaðurinn
Nidal hafa verið í stofufangelsi í
Bagdad þegar hann svipti sig lífi.
„Írösk stjórnvöld komust að því að
Abu Nidal væri, ásamt and-íröskum
öflum erlendis, hluti af samsæri til
að steypa stjórninni.“ sagði frétta-
stjóri CNN, Easton Jordan. „Þegar
írösk yfirvöld báru á hann sakir og
sýndu honum sönnunargögn, ákvað
hann að fremja sjálfsmorð.“
Örlög Abu
Nidals
ráðgáta
Beirút. AFP.