Morgunblaðið - 21.08.2002, Side 26
26 MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
SALMONELLA Á SUÐURLANDI
Það er ófögur mynd sem dreginer upp af frárennslismálum áSuðurlandi í skýrslu starfshóps
landbúnaðarráðherra um salmonellu
og kamfýlóbakter í dýrum og um-
hverfi á Suðurlandi.
Starfshópurinn var skipaður í febr-
úar árið 2000 vegna þrálátra salmon-
ellu- og kamfýlóbaktersýkinga í sunn-
lenskum búvörum. Hrina
salmonellusýkinga á Suður- og Suð-
vesturlandi hófst í september árið
1999 og stóð fram á haustið 2000.
Mest bar á sýkingum í lágsveitum
Rangárvallasýslu. Starfshópurinn
hefur á undanförnum árum kannað
ástandið, t.d. með rannsóknum, sýna-
töku og viðtölum við sérfróða aðila.
Ein af meginniðurstöðum starfs-
hópsins er að frárennslismál á Suður-
landi eru víða í ólestri, svo vægt sé til
orða tekið. Á sumum bæjum er engin
rotþró og skólpi beint í skurði sem
einnig er ætlað að sjá húsdýrum fyrir
drykkjarvatni. Þá kemur fram að
skólpviðtakinn við Hvolsvöll, þar sem
salmonella virtist vera viðvarandi á
sýnatökutímabili rannsóknarinnar, er
of lítill miðað við skólpmagn.
Ástandið á öðrum þéttbýlissvæðum
á Suðurlandi er einnig gagnrýnt, ekki
síst í Hveragerði þar sem allt skólp úr
bænum flæðir í opna en afgirta botn-
felliþró við Varmá.
Einnig er gerð athugasemd við eft-
irlit með hagagöngu dýra og fóðrunar-
máta. Núverandi aðstæður eru sagðar
geta ýtt undir fjöldasmit búfjárins,
t.d. þegar heyrúllum er ekið á bera
jörðina. Segir að á slíkum gjafastöð-
um geti myndast mikið traðk með
þeim afleiðingum að dýrin éta heyið
upp úr forarsvaði. Þá eru dæmi um að
síld sé gefin í opnum tunnum, sem
vargfuglar eiga aðgang að. Einnig
leikur grunur á að hross hafi drepist í
skurði á einum bæ en ekki verið urðuð
fyrr en dauðsföll af völdum salmonellu
komu upp í búfé á næstu bæjum.
Við Íslendingar gerum strangar
kröfur til innfluttra matvæla og hik-
um ekki við að banna innflutning á til-
teknum vörum ef minnsti grunur leik-
ur á að þær kunni að vera sýktar af
salmonellu. Strangar kröfur eru einn-
ig gerðar til innlendra matvælafram-
leiðanda. Ef upp kemur sýking hjá
matvælaframleiðanda er sala á vör-
unni umsvifalaust stöðvuð.
Það er því verulegt áhyggjuefni
hversu útbreidd salmonellusýking
virðist vera hér á landi. Á síðustu
misserum hafa til dæmis reglulega
komið upp sýkingar á kjúklingabúum.
Útbreiðsla salmonellu er síður en svo
bundin við Suðurland. Má minna á ný-
leg salmonellutilfelli í Skagafirði í því
sambandi. Hins vegar er ástandið á
Suðurlandi sérstaklega alvarlegt
vegna þess hversu mikil matvæla-
framleiðsla fer þar fram. Á Suður-
landi er að finna stór og öflug slát-
urhús, mjólkurbú og fiskvinnslu-
stöðvar. Starfshópurinn bendir
réttilega á að framleiðsla sunnlenskra
afurðastöðva, jafnt fyrir innlenda sem
erlenda markaði, geti verið í hættu ef
ekki tekst að halda salmonellu og
kamfýlóbakter í skefjum.
Vandinn virðist hins vegar ekki
liggja hjá fyrirtækjum í matvæla-
framleiðslu fyrst og fremst heldur
hvernig fráveitumálum við þéttbýlis-
staði er háttað. Tillaga nefndarinnar
um stöðuga umhverfisvöktun á yfir-
borðsvatni í lágsveitum Suðurlands
hlýtur að teljast eðlileg krafa. Þá
verður að gera þá kröfu til þeirra
sveitarfélaga er leggja áherslu á mat-
vælaframleiðslu að þau komi skólp-
málum í lag hið snarasta. Annað er
hættulegur leikur.
Íslenskur matvælaútflutningur nýt-
ur góðs af ímynd landsins sem hreinu
og óspilltu. Það fer lítið fyrir hrein-
leikanum í þeim lýsingum sem dregn-
ar eru upp í skýrslu starfshópsins.
Myndum við sætta okkur við að inn-
flutt matvæli væru framleidd við skil-
yrði á borð við þau sem þar er lýst?
OPINN SKÓGUR
Samstarfsverkefninu „opinn skóg-ur“ var hleypt af stokkunum í
Daníelslundi í Borgarfirði um síðast-
liðna helgi, í tengslum við aðalfund
Skógræktarfélags Íslands. Markmið
verkefnisins, sem Alcan á Íslandi og
Olíuverzlun Íslands standa að með
Skógræktarfélaginu, er að opna skóga
fyrir almenning og auðvelda aðkomu
að þeim, auk þess sem það á að stuðla
að fræðslu um skógrækt og merkingu
skógræktarsvæða.
Í setningarávarpi sínu á aðalfundi
Skógræktarfélagsins vék Magnús Jó-
hannesson formaður að útivistargildi
skógræktarsvæðanna og þeirri stað-
reynd að æ fleiri landsmenn leita
„slökunar frá amstri hversdagsins og
andlegrar uppörvunar í skógarreit-
um“.
„Skógarreitir skógræktarfélaganna
eru því vaxandi auðlind fyrir afþrey-
ingu og útivist. Greiður aðgangur að
þessari auðlind er hins vegar ekki alls
staðar fyrir hendi og augljóst er að í
mörgum tilvikum er það einstökum
skógræktarfélögum fjárhagslega of-
viða að fara út í aðgerðir eins og grisj-
un, stígagerð og aðrar nauðsynlegar
aðgerðir til að veita almenningi góðan
aðgang. Þess vegna hefur stjórn fé-
lagsins undanfarið ár lagt vinnu í að
skilgreina verkefni sem gengur undir
nafninu Opinn skógur og felst í því að
auðvelda aðgengi almennings að skóg-
arreitum félaganna og gefa sem flest-
um kost á að nýta þessa auðlind til
andlegrar og líkamlegrar uppbygg-
ingar,“ sagði Magnús Jóhannesson.
Þetta er afar þarft verkefni hjá
Skógræktarfélagi Íslands og sam-
starfsfyrirtækjum þess. Víða um land
eru gamlir skógreitir, sem hafa upp á
margt að bjóða en aðstöðu vantar til að
hægt sé að nýta þá til útivistar, t.d. að
gerð séu rjóður, stígar, hreinlætisað-
staða og bílastæði. Eitt af markmiðum
verkefnisins er að opna skógarreiti í
öllum landshlutum. Þegar hefur verið
tekin ákvörðun um fyrstu sex svæðin,
sem tekin verða fyrir, en gert er ráð
fyrir að um verði að ræða a.m.k. 15–20
svæði á næstu þremur árum.
Skógarnir, sem nú eru gerðir að-
gengilegir almenningi, eru ófáir orðn-
ir til vegna framtaks frumkvöðla á síð-
ustu öld. Við njótum nú ávaxtanna af
verkum þeirra. Ekki ætti bætt að-
gengi og aðstaða einasta að auðvelda
fólki að njóta skóganna, heldur að efla
með almenningi áhuga á skógrækt í
þágu komandi kynslóða.
SVEITARSTJÓRAR áSuðurlandi segja að veriðsé að taka fráveitumálsveitarfélaganna í gegn
en frárennsli á Suðurlandi er víða
í ólestri.
Var þar vitnað til skýrslu starfs-
hóps landbúnaðarráðherra, Guðna
Ágústssonar, um salmonellu og
kamfýlóbakter á Suðurlandi. Þar
segir m.a. að það sé óviðunandi að
lítt eða óhreinsað skólp renni frá
býlum og stórum þéttbýliskjörn-
um beint út í umhverfið og bland-
ist þar með yfirborðsvatni sem sé
gjarnan drykkjarvatn dýra. Að
skýrslunni unnu Halldór Runólfs-
son yfirdýralæknir, Guðni A. Al-
freðsson prófessor, Níels Árni
Lund deildarstjóri og Sveinn Sig-
urmundsson ráðunautur.
Ágúst Ingi Ólafsson, sveitar-
stjóri í Rangárþingi eystra, við-
urkennir að á Hvolsvelli vanti
nokkuð upp á að frárennslismál
séu í viðunandi horfi. Ágúst bendir
þó á að byggð hafi verið rotþró
fyrir Hvolsvöll árið 1995 og að nú
sé verið að vinna að hönnun nýrr-
ar skólphreinsistöðvar. Stefnt sé
að því að hún verði tekin í notkun
fyrir árið 2005.
„Við stefnum að því að þessi
mál verði komin í viðunandi horf
fyrir árslok 2005,“ útskýrir hann
en samkvæmt lögum nr. 53 frá
árinu 1995 er stefnt að því að
koma fráveitumálum sveitarfé-
laga í viðunandi horf fyrir lok árs-
ins 2005. Aðspurður segir Ágúst
að sveitarfélagið hafi unnið að því
að bæta fráveitumálin í nokkur
ár.
Bendir hann í því sambandi á
rotþróna, sem áður var getið um
og var tekin í notkun árið 1995.
Hann segir þó að fjárskortur hafi
hamlað því að hægt hafi verið að
fara hraðar í uppbyggingu við-
unandi fráveitu fyrir Hvolsvöll.
Ágúst segir að rotþróin hafi kost-
að sveitarfélagið tugi milljóna kr.
og að búast megi við að kostnaður
við skólphreinsistöð verði ekki
minni.
Á grundvelli laga nr. 53 frá
árinu 1995, sem vitnað var til hér
að ofan, starfar svokölluð fráveitu-
nefnd, sem hefur það að markmiði
að styðja fjárhagslega við fram-
kvæmdir sveitarfélaga í fráveitu-
málum. Nefndin gerir tillögu til
umhverfisráðherra um úthlutun
slíkra styrkja til sveitarfélaga en
miðað er við að styrkurinn sé um
20% af þeim heildarraunkostnaði
sem viðkomandi framkvæmdir
kosta sveitarfélagið og eru styrk-
hæfar samkvæmt lögum.
Þegar Ágúst er spurður um álit
sitt á þessum styrkveitingum seg-
ir hann að sér finnist ekki óeðli-
legt að ríkið taki meiri þátt í
kostnaði vegna fráveitufram-
kvæmda en sem fyrrgreindri pró-
sentu nemur, sérstaklega hjá þeim
sveitarfélögum sem eru langt inni
í landi. „Hjá þeim sveitarfélögum
sem eru langt inni í landi, eins og
Hvolsvelli, þarf t.d. að leggja lang-
ar lagnir. Það gæti orð
sveitarfélögum ofviða,“ se
Ágúst Ingi bendir ein
fráveitunefndin veiti ekk
vegna hönnunarkostnaðar
is þess kostnaðar sem fyl
kvæmdunum sjálfum. „
ekki að gera lítið úr
styrk,“ segir hann, „en í
segja að hann sé endurg
virðisaukaskattinum. Ef
reiknar virðisaukaskattinn
er hann 19,86% og styr
veitunefndarinnar er 20%
Ekki vilji íbúa a
menga umhverfi
Guðmundur Ingi Gunnl
sveitarstjóri í Rangárþin
segir eins og Ágúst Ing
langflestum bæjum og s
stöðum í sveitarfélaginu
þrær eins og reglugerðir
fyrir. Hins vegar sé verið
að því að bæta fráveitum
Hellu. Sú vinna hafi byrj
unum 1995 til 1996.
Stefnt er að því, segir
koma fráveitumálum bæ
viðunandi horf, í áföngu
árið 2005. Þá verði tekin
skólphreinsistöð sem ve
neðan byggðina á Hellu.
að því hvers vegna það m
þetta langan tíma segir
Sveitarstjórar segja víða unnið að frá
Fráveitumá
unandi ho
DAGSKRÁIN varuð á fyrsta dberrar heimsókíðs Oddssonar
ráðherra til Litháens í gæ
var haldið í forsætisráðune
nius þar sem Davíð fundaði
irdas Brazauskas, forsætis
landsins. Að fundinum lokn
uðu ráðherrarnir undir sam
eflingu og gagnkvæma ve
festinga milli landanna tveg
„Ég held að hér séu mik
leikar fyrir okkur, bæði fyr
inngöngu [Litháens í ESB]
ur þegar við verðum á sam
aðssvæðinu. Ég held að m
fulla ástæðu til þess að le
færa hér, það hafa reynda
gert með ágætum árangri
Það virðist vera gott að star
vaxandi jákvætt umhverf
Davíð í samtali við Morgunb
Sjávarútvegsráðherr
leita lausnar í karfad
Þá var ákveðið að Árni M
sen sjávarútvegsráðherra
fundar við litháíska star
sinn í Litháen í september
freista þess að ná lausn í
karfaveiðar Litháa á Re
hrygg. Málið snýst um það
Þéttskipuð dagskrá var á fyrsta degi opin
Sam
ingu
ver
Pyntingakle
þess sem Da
inberri heims
minnisvarða
fundaði með
dóttir
Davíð Oddsson forsætisráðherra og Valdas Adamkus, forseti Lithá-
ens, ræddust við á fundi sem haldinn var í forsetahöllinni.