Morgunblaðið - 21.08.2002, Qupperneq 30
UMRÆÐAN
30 MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
E
inhvern tíma sagði
lítil stúlka við mig:
„Af hverju á ég
engan stjúp-
pabba?“ Ég varð
undrandi á þessari spurningu og
gekk á stúlkuna, sem bjó hjá
báðum foreldrum sínum, og
spurði hana á móti af hverju
hún vildi eignast stjúppabba. Þá
svaraði hún: „Það eiga allir
stjúppabba nema ég.“ Þar með
hitti litla stúlkan sennilega nagl-
ann á höfuðið. Hún tilheyrði
ekki lengur hinni „venjulegu“
fjölskyldugerð, heldur hinni, þ.e.
þeirri gerð sem er sett saman af
svonefndu „stjúpfólki.“ Í sífellt
fleiri fjölskyldum fyrirfinnast
nefnilega ekki bara stjúppabbar,
heldur líka stjúpmömmur og
stjúpsystkini. Og þá er ekki allt
upp talið. Því
þar finnast
líka stjúp-
ömmur og
stjúpafar.
Einnig stjúp-
frændur og
stjúpfrænkur. Og eitthvert
fleira „stjúpfólk“. Svokallaðar
stjúpfjölskyldur, ef hægt er að
kalla þær það, eru með öðrum
orðum farnar að vera „normið“
en aðrar fjölskyldur, þar sem
enginn hefur skilið og allir búa
hjá (eða alast upp hjá) sínum
raunverulegu foreldrum, eru
farnar að verða frávikið frá
„norminu“. Það er því kannski
ekki nema von að litlu stúlkunni
fyndist óréttlátt að hún skyldi
ekki falla inn í „normið“ og eiga
stjúppabba.
Það er kunnara en frá þurfi
að segja að stjúpfjölskyldur
verða til við skilnað hjóna sem
eiga saman börn. Við skilnað
skilja leiðir; hjónin halda í sitt-
hvora áttina og taka oftar en
ekki upp samband við nýja
maka. Nýjar fjölskyldur eru
myndaðar; til verða ný börn, ný
stjúpbörn og ný stjúpsystkini.
Fjölskyldumynstrið verður
flóknara. Og með tímanum, eftir
því sem skilnaðir verða algeng-
ari, verður til nýtt en flóknara
„norm“ – svokallaðar stjúp-
fjölskyldur.
Ég velti því hins vegar fyrir
mér hvort við séum farin að
taka við þessu nýja „normi“ sem
of sjálfsögðum hlut. Eru skiln-
aðir farnir að verða sjálfsagður
endir á hjónabandi? Er gert ráð
fyrir því að fólk giftist a.m.k.
tvisvar ef ekki þrisvar? Satt
best að segja óttast ég að svo
sé; að allt þyki þetta, þ.e. hjóna-
skilnaðir og „brostnar“ fjöl-
skyldur, hið sjálfsagðasta og
jafnvel hið besta mál. Auðvitað
eru margar ástæður fyrir því að
hjón taka þá ákvörðun að skilja.
Og ekki er ætlunin hér að leggja
mat á það hverjar eru „góðar og
gildar“ ástæður í þeim efnum og
hverjar ekki, ef þá á annað borð
hægt er að tala um „góðar og
gildar ástæður“. Á hinn bóginn
spyr ég mig að því hvort skiln-
aður sé kannski í huga sumra
sjálfsögð lausn, ekki síst vegna
þess að „normið“ felist í stjúp-
fjölskyldum. Um leið og upp
komi vandamál í hjónabandi sé
litið til algengustu lausnarinnar
– að skilja. Fjölskyldunni er
sundrað, eins og öðrum fjöl-
skyldum í sömu stöðu, og meiri
líkur en minni eru á að börnin
eignist, áður en langt um líður,
stjúppabba og stjúpmömmu,
sem og annað stjúp-fólk.
En talandi um börnin. Ég
velti því nefnilega líka fyrir mér
hvort börnin gleymist í þessu
öllu saman. Hvort stjúp-
fjölskyldur séu orðnar það mikið
„norm“ að það þyki t.d. sjálfsagt
mál, eftir skilnað hjóna, að
henda börnunum inn í glænýtt
„stjúpsamband“. Hvort það
gleymist kannski að börnin hafa
tilfinningar og þykir, þegar allt
kemur til alls, ekkert auðvelt að
venjast stjúppabba eða stjúp-
mömmu (með fullri virðingu þó
fyrir öllum stjúpfeðrum og
stjúpmæðrum) og öllum þeim
nýju reglum og venjum sem
fylgja slíkum stjúpforeldrum.
Litla stúlkan, sem ég vitnaði
til hér í upphafi, átti sér reyndar
þá ósk að eignast stjúppabba.
En hvers vegna? Jú, vegna þess
að „normið“ gerði ráð fyrir því
að hún ætti stjúpforeldri. Ég er
þó ekki viss um að hún hafi átt-
að sig á því hvað í því raunveru-
lega fælist. Ég er heldur ekki
viss um að það sem er að verða
eða er orðið „norm“, þ.e. stjúp-
fjölskyldur, sé æskilegt „norm“.
Ég held reyndar að það viðmið
geti leitt til flóknari samskipta
og meira rótleysis og agaleysis
hjá börnunum og þar með í sam-
félaginu.
Því má þó ekki gleyma að
hjónaskilnaður er ekkert nýtt
fyrirbæri, ef marka má upplýs-
ingar frá Hagstofunni, sem birt-
ar voru fyrr í sumar. Samkvæmt
þeim upplýsingum er skiln-
aðartíðni á Íslandi, um þessar
mundir, 1,9 af 1.000 íbúum.
Skilnaðartíðni hefur samkvæmt
upplýsingum Hagstofunnar
staðið í stað í nær aldarfjórðung
en örust var fjölgun skilnaða á
árabilinu 1960 til 1975. Mín kyn-
slóð, sem er fædd á sjöunda ára-
tugnum, ólst þannig upp við æ
fleiri skilnaði foreldra og sú
kynslóð sem nú er að vaxa elst
ekki bara upp við fráskilda for-
eldra heldur líka við fráskildar
ömmur og afa. Fjölskyldutengsl-
in verða æ flóknari og sífellt erf-
iðara verður að útskýra tengsl
sín við hina og þessa „stjúpætt-
ingja“. Þannig sagði dóttir mín
við mig um daginn að hún hefði
hitt dóttur stjúpömmu sinnar en
sú kona er einmitt fyrrverandi
stjúptengdamóðir mín.
En kannski er þetta stjúp-
samfélag, hvað sem umkvört-
unum mínum líður, komið til að
vera. Og kannski er það ekki
svo slæmt. Hver veit? Eða
kannski eiga þau börn, sem nú
eru að alast upp, eftir að hafna
þessu samfélagi, breyta þróun-
inni frá stjúpfjölskyldum yfir í
það sem hingað til hefur verið
kallað „venjulegar fjölskyldur“.
Þangað til er þetta „norm“
sennilega sjálfsagt mál í augum
yngstu borgaranna; hvort sem
það kemur þeim vel eða ekki.
Þegar ég spurði unga frænku
mína um daginn hvort henni
þætti ekkert skrítið að eiga
ömmu og afa sem væru skilin,
sem og mömmu og pabba, sagði
hún, stutt og laggott: „ … Ja,
svona er þetta bara.“
… Svona er
þetta bara!
„Og með tímanum, eftir því sem
skilnaðir verða algengari, verður
til nýtt en flóknara „norm“
– svokallaðar stjúpfjölskyldur.“
VIÐHORF
Eftir Örnu
Schram
arna@mbl.is
UNNT á að vera að
framleiða um 60 TWh/a
(teravattstundir á ári)
af raforku úr fallvötn-
um og jarðvarma, sem
jafngildir raforku frá
um 14 milljónum tonna
af olíu eða nærri 20-
földum heildarinnflutn-
ingi olíuvara. Þó að
mikið virðist, nemur
þetta þó aðeins þriðj-
ungi frumorkunotkun-
ar frænda vorra, Norð-
manna. Verðmæti
þessara orkulinda Ís-
lands, mæld á mæli-
stiku innfluttrar olíu á
ári, eru um 4 milljarðar Bandaríkja-
dala eða um 340 milljarðar kr/a. Ótal-
in eru þá verðmæti virkjaðs jarðhita
til hitunar 86% húsnæðis í landinu og
fyrir hitakræfa iðnaðarferla, alls að
andvirði um 13 milljarðar kr/a. Allt
þetta jafngildir tæplega helmingi af
verðmæti landsframleiðslu Íslend-
inga um þessar mundir.
Heildarorkunotkun landsmanna
skiptist þannig árið 2000, að 54%
komu frá jarðvarma, 17% frá fall-
vötnum og 29% frá eldsneyti. Þannig
hefur náðst sá einstæði árangur, að
rúmlega 70% frumorkunotkunarinn-
ar kemur frá innlendum og umhverf-
isvænum orkulindum. Af heildar-
orkunotkun mannkyns má hins vegar
rekja 90% til mengandi eldsneytis.
Hlutur innlendra orkugjafa mun á
fyrsta fjórðungi nýrrar aldar enn
aukast, t.d. vegna stóriðjunnar, sem
um 2015 mun standa undir 40% af
vöruútflutningstekjum landsmanna,
og mun hlutur hennar þannig tvöfald-
ast frá aldamótum. Áður en 21. öldin
verður hálfnuð, mun væntanlega öll
orkunotkun Íslendinga eiga upptök
sín í innlendum og umhverfisvænum
orkulindum.
Af þessu má ráða, að
Íslendingar standa í
fremstu röð í orku- og
umhverfismálum.
Markmiðið, að leysa
mengandi orkugjafa al-
farið af hólmi, næst hins
vegar ekki án þess að
virkja fallvötn og jarð-
varma. Sannast þar hið
fornkveðna, að allt ork-
ar tvímælis, þá gert er.
Nýting
orkulindanna
Þar eð erfitt er að
flytja gufu meira en fá-
eina km, er nýtingu jarðgufu til iðn-
aðarframleiðslu fremur þröngur
stakkur skorinn, og sá hængur er á
framleiðslu rafmagns með jarðgufu,
að orkunýtnin er aðeins rúmlega
10%. Samt eru jarðgufuvirkjanir í
sumum tilvikum hagkvæmasti kost-
urinn, en í öðrum tilvikum standast
þær ekki vatnsaflsvirkjunum snún-
ing, eins og rakið verður.
Virkjunarhraðinn í landinu
ákvarðast af orkumarkaðinum.
Keppikefli er að haga virkjunarhrað-
anum þannig, að hagvöxtur verði jafn
og nægilega öflugur til að tryggja
fulla atvinnu og næga gjaldeyrisöfl-
un. Til að svo megi verða þarf hag-
vöxtur hérlendis alla jafna að verða á
bilinu 3%–5%. Þetta gæti útheimt
virkjunarhraðann 80–100 MW/a
(megavött á ári). Þar sem almennur
raforkumarkaður eykst aðeins um 10
MW/a, þarf afl til annarra nota að
aukast um 80 MW/a til að viðhalda
nauðsynlegum hagvexti.
Jarðhitavirkjanir
Fyrir framleiðslukostnað jarðhita-
virkjana skiptir mestu, að sem stytzt-
ur tími líði frá upphafi borana til
gangsetningar framleiðslu. Ef virkja
á stórt í einu á tilteknu jarðhitasvæði,
þarf að bora og reynslureka margar
holur tiltölulega lengi áður en óhætt
er að taka slíka stórvirkjun í gagnið.
Að ætla að reisa stóra jarðhitavirkjun
í aðeins einum áfanga, sem ætlað sé
að fullnýta vinnslugetu jarðhitasvæð-
is strax, er ósamrýmanlegt forða-
fræðilegum eiginleikum jarðhitans.
Annaðhvort er að hafa vaðið fyrir
neðan sig við fjárfestingu í jarðgufu-
virkjun og virkja í tiltölulega smáum
áföngum, 15–30 MWe (megavött raf-
magns), eða að taka mikla fjárhags-
lega áhættu. Dæmi eru um það er-
lendis frá, að of stórar
jarðgufuvirkjanir fyrir vinnslugetu
viðkomandi háhitasvæða hafi verið
reistar, þannig að ekki reyndist þar
unnt að fullnýta uppsettan virkjunar-
búnað. Reynslan er sú, að engin tvö
jarðhitakerfi haga sér eins. Niður-
staða ýmissa jarðhitaþjóða, t.d. Ítala
og Filippseyinga, er, að 20 MWe ein-
ingar séu heppilegastar. Virkjunar-
hraðinn 20 MWe á tveimur árum fell-
ur einkar vel að vexti almenna
markaðarins á Íslandi. Miðað við
heildarfjárfestingarkostnað 2,5
MUSD/MW (milljónir Bandaríkja-
dala á megavatt) í slíkri virkjun má
Samþætting jarðgufu-
og vatnsaflsvirkjana
Bjarni Jónsson
Orka
Öll rök hníga til þess,
segir Bjarni Jónsson,
að íslenzkar orkulindir
séu hagkvæmur fjár-
festingarkostur til
langs tíma litið.
VIÐBRÖGÐ við
grein minni um STEF
hinn 28. júní sl. hafa
ekki látið á sér standa.
Fjölmargir hafa þakk-
að fyrir orð í tíma rituð
og aðrir hrósað manni
fyrir að þora að bjóða
þessum mönnum birg-
inn, enda margir sem
farið hafa halloka fyrir
þessum samtökum í
gegn um tíðina. STEF
hefur á undanförnum
árum bakað sér óvild
almennings með álög-
um á ýmsan varning
s.s. cd rom-diska og
myndbönd. Hvaða rétt
þessir matarholumenn hafa til slíkr-
ar sjálftöku er með ólíkindum þar
sem cd rom og myndbandsspólur
koma tónlist varla við. Höfundar-
réttargjald er frá 100–500 krónur á
hvert óátekið myndband, sem renna
til STEFS. Prósentur af öllum inn-
fluttum hljómtækjasamstæðum
renna til þeirra vegna reglugerð-
arákvæða við tollafgreiðslu til
landsins, útvarpsstöðvar greiða
þeim hátt gjald, sama hver er að
hlusta og hvar, kaupmenn og versl-
unarfólk greiða einnig fyrir tóninn
pr. fermetra, þannig að margborgað
er fyrir þá tóna er heyrast í við-
tækjum landsmanna. Hvað skyldu
heildartekjur þeirra vera á ári fyrir
þessar óþörfu skatttekjur?
Hér er rétt að staldra við og
reyna að skilja hvaða tilgangi STEF
telur sig þjóna. Þeir innheimta gjöld
fyrir opinberan fluting á tónlist fyr-
ir aðila sem þeim tengjast. Þeir eru
einskonar milliinnheimtustig, sem
nýtur þó ekki við þegar gerður er
samningur beint við höfund um
flutning á verki hans opinberlega.
Dæmi: Þegar gerður er samningur
um sýningarrétt á þætti, kvikmynd
eða öðru sjónvarpsefni
er greitt fyrir flutn-
ingsrétt á fullbúnu
myndefni. Þessir
samningar fela í sér
rétt til flutnings á
verkinu í heild sinni,
þ.m.t. allri tónlist sem
þar kemur fram.
Greitt er fyrir flutn-
ingsréttindi beint til
framleiðanda. Hvergi
er tilgreint í slíkum
samningum að semja
beri svo sérstaklega
við einhver hagsmuna-
samtök varðandi ein-
hvern þátt sem skal
dreginn úr heildar-
verkinu, eins og t.d. tónlist. Þar með
hefur framleiðandi og eða umboðs-
maður hans, með samningi sann-
anlega heimilað opinberan flutning
á verkinu í heild sinni og fengið
greitt fyrir. Fullnaðargreiðsla á sér
þarna stað. Samningur er byggður
á ákveðnum forsendum, einmitt til
að koma í veg fyrir að einhverjir
sjálftökumenn komi svo að málinu
síðar og heimti pening fyrir sömu
hluti og þegar hefur verið greitt fyr-
ir. Þetta væri eins og ef félag kvik-
myndaleikstjóra heimtaði aur, eða
ljósamenn og smiðir. Tónlist, ein,
sjálf og sér, er ekki sér samnings-
atriði, þegar samið er um heildar-
verk eins og sjónvarpsþátt eða kvik-
mynd.
Og ekki nóg með það heldur
heimta þeir prósentur af veltu ljós-
vakamiðla. Og allt án þess að hafa
gjaldskrá sem ráðuneytið sem veitti
þeim löggildingu hefur samþykkt.
Þó það sé skýrt í lögum um höfund-
arrétt, að gjaldskrá skuli samþykkt
af ráðuneytinu, þá er hún það ekki,
fyrir tónlist í útvarpi og sjónvarpi.
Að skrifa undir samning um pró-
sentur af veltu sjónvarpsstöðvarinn-
ar fyrir rétt sem ég hef þegar borg-
að fyrir er algerlega óraunhæft. Og
hvernig reikna þeir þetta út? Engin
lögbundin gjaldskrá er fyrir hendi,
og engar útskýringar gefnar. Ekki
dugar að rukka pr. fermetra hér, og
því beita þeir þvingunum, hótunum
og lögmönnum fyrir sig miskunn-
arlaust til að knýja mann að samn-
ingaborði og skrifa undir einhliða
kröfur þeirra. Kröfur sem ekki er
hægt að réttlæta með neinu móti.
Hvernig þeim hefur tekist að seilast
með þessum hætti djúpt ofan í vasa
sjónvarpsstöðva er með ólíkindum.
Ég geri ráð fyrir að enginn hafi þor-
að að standa uppréttur gagnvart
þessum mönnum sem hafa einungis
hótanir í farteskinu. Menn hafa ekki
talið það eftir sér að leita réttar
síns, heldur kannski tekið það gott
og gilt að STEF beri að fá þessa
peninga til að halda friðinn. Ég þori
að veðja að forráðamenn sjónvarps-
stöðvanna hafa ekki kynnt sér rétt-
arstöðu sína gagnvart STEFI.
Ég er alla vega að vinna fyrir
kaupinu mínu með því að segja
þeim stríð á hendur og neita að
greiða sjálftökukröfu þeirra gagn-
vart Stöð 1. Einhverjum finnst það
eflaust fyndið að við skulum nenna
að standa í þessu í stað þess bara að
borga og vera góðir strákar. Það er
ekki í eðli mínu að láta hóta mér. Ef
krafa þeirra væri réttmæt þá væri
þetta mál afgreitt, enda eru þarna
vandaðir menn, sbr. Eirík Tómas-
son, en því miður líka óvandaðir í
líki Gunnars Stefánssonar inn-
Enn um STEF
Hólmgeir
Baldursson
Gjöld
Opinber flutningur
er samningsatriði milli
höfundar, segir
Hólmgeir Baldursson,
og þess sem flytur
verkið opinberlega.