Morgunblaðið - 21.08.2002, Page 32
MINNINGAR
32 MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ SteingrímurHarry Thor-
steinson fæddist í
Pittsfield í
Massachusetts í
Bandaríkjunum
15.10. 1920. Hann
lést á hjúkrunar-
heimilinu Skógarbæ
11. ágúst síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Axel Thorstein-
son, rithöfundur,
blaðamaður og
fréttaritari í Reykja-
vík, f. 5.3. 1895, d.
3.12. 1984, og fyrri
kona hans Jeanne Barthelemy
Thorsteinson, f. 21.5. 1901, d. 29.6.
1984. Jeanne var dóttir Julien
Lambert Fafin, málarameistara í
Liège í Belgíu, og konu hans, Jo-
séphine Marie Barthelemy kjóla-
meistara. Axel var sonur Stein-
gríms Thorsteinson, skálds og
rektors Menntaskólans í Reykja-
vík, og seinni konu hans, Birgittu
Guðríðar Eiríksdóttur úr Stöðla-
koti í Reykjavík. Steingrímur var
bróðir Árna Thorsteinson landfóg-
eta, sonur Bjarna Thorsteinson,
amtmanns á Arnarstapa. Axel og
Jeanne giftust í New York 25.10.
1919. Albræður Steingríms eru
Axel, f. í Winnipeg í Kanada 13.9.
1922, síðar bóndi á Álftárósi í
Mýrasýslu og Halldór, f. í Reykja-
þrjú börn og fjögur barnabörn, 4)
Anna Björg leikskólakennari, gift
f. 11.3. 1954, Sigursteini Sævari
Einarssyni deildarstjóra og eiga
þau fjögur börn og fjögur barna-
börn, 5) Birgitta grunnskólakenn-
ari, f. 25.8. 1957, gift Magnúsi G.
Benediktssyni, viðskiptafræðingi
og löggiltum endurskoðanda, og
eiga þau tvö börn, 6) Steingrímur
Árni, rennismiður og vélvirki, f.
29.7. 1966, sambýliskona Ásta
Kristín Svavarsdóttir leikskóla-
kennari og eiga þau tvær dætur.
Steingrímur fluttist með fjöl-
skyldu sinni til Íslands 1923. Hann
stundaði nám við Héraðsskólann í
Reykholti 1935–36, lauk búfræði-
prófi frá Bændaskólanum á
Hvanneyri 1939 og sveinsprófi í
prentun frá Félagsprentsmiðjunni
í Reykjavík 1949. Á hernámsárun-
um starfaði Steingrímur Harry
sem túlkur, en vann seinna við iðn
sína bæði sjálfstætt og í ýmsum
prentsmiðjum í Reykjavík. Hann
starfaði í Félagsprentsmiðjunni
1945–1957, stofnaði ásamt fleirum
prentsmiðjuna Stórholtsprent
1957, vann seinna í Kassagerð
Reykjavíkur, prentsmiðjunni
Odda og víðar. Síðast starfaði
hann í Gutenberg og lauk þar
starfsferli sínum 1987.
Útför Steingríms verður gerð
frá Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
vík 4.2. 1930, einnig
bóndi á Álftárósi. Síð-
ar störfuðu þeir hjá
Pósti og síma í
Reykjavík. Hálfsystk-
in Steingríms sam-
feðra eru: Sigríður
Breiðfjörð, f. 30.8.
1928, gift Kjartani
Guðjónssyni listmál-
ara, Birgir, garð-
yrkjubóndi á Brún á
Flúðum, f. 24.8. 1941,
kvæntur Margréti
Böðvarsdóttur, og
Gunnar, bílstjóri í
Reykjavík, f. 27. 4.
1944. Steingrímur kvæntist 15.10.
1942 eftirlifandi eiginkonu sinni,
Ingveldi V. Óskarsdóttur Thor-
steinson, húsmóður og síðar
starfsmanni Ríkisútvarpsins, f.
4.7. 1923. Hún er dóttir Óskars
Jónassonar, kafara hjá Landhelg-
isgæslunni, f. 11.1. 1898, d. 23.1.
1971, og konu hans Margrétar
Björnsdóttur húsmóður, f. 12.1.
1897, d. 27.5. 1988. Börn þeirra
eru: 1) Margrét rannsóknarmaður,
f. 23.2. 1943, gift Páli Svavarssyni
kerfisfræðingi og eiga þau þrjár
dætur og sex barnabörn, 2) Stein-
unn ljósmóðir, f. 12.1. 1950, gift
Magnúsi Á. Torfasyni rafvéla-
virkja og eiga þau tvö börn, 3) Jó-
hanna, grunnskólakennari og leik-
skólastjóri, f. 15.11. 1952, og á hún
Elsku afi minn. Það er með mikl-
um söknuði sem ég kveð þig í síðasta
sinn. Það var alltaf eitthvað sérstakt
sem tengdi okkur þessum nánu
böndum sem sátu föst um hjarta
okkar beggja. Þrátt fyrir að eiga
bestu fáanlegu foreldra sem völ er á
átti ég líka alltaf aukaforeldra í ykk-
ur ömmu því þið hafið alla tíð staðið
mér nær en ömmur og afar gera.
Sennilega byrjaði þetta allt saman
þegar ég fæddist því fyrstu æviárin
mín átti ég heima með mömmu hjá
ykkur í Skipholtinu. Þar átti ég líka
stóra bróðurinn Árna frænda og
unglingasysturina Birgittu frænku
og það var nú ekki lítið að eignast
strax svona stóra og góða fjölskyldu.
Jafnvel þó að ég væri flutt með
mömmu og pabba úr Skipholtinu
virtist ekkert geta komið á milli okk-
ar. Ég naut þeirra forréttinda, eitt
barnabarna ykkar ömmu, að fá að
búa hjá ykkur og þar með bindast
þessum órjúfanlegu böndum. Oftar
en ekki vældi ég út úr foreldrum
mínum að fá að gista hjá ykkur. Þeg-
ar ég kom þá hafðir þú alltaf tíma
fyrir mig og sennilega miklu meiri
tíma heldur en þegar þín börn voru
ung því þú vannst minna og áttir þér
dýrmætt áhugamál sem var sælu-
reiturinn okkar á Laugarvatni. Mín-
ar bestu æskuminningar tengjast
óneitanlega öllum ferðunum okkar í
sumarbústaðinn á Laugarvatni sem
í gegnum tíðina hefur verið mitt
annað heimili og þrátt fyrir að hafa
ferðast um víðan völl þá verður ekk-
ert sem jafnast á við þetta rauða og
hvíta hús í Miðdalnum. Ég held ég
hafi nánast eytt flest öllum mínum
sumrum fram á unglingsár með ým-
ist ykkur ömmu eða foreldrum mín-
um í sveitinni. Ég beið alltaf spennt
með töskuna mína – tilbúin að hoppa
út í bíl þegar þið komuð að sækja
mig – og svo var brunað af stað – allt
ómalbikað frá Ártúnsbrekku enda
tók ferðin rúma tvo tíma. En það
stoppaði þig ekki frá því að stoppa
oft á leiðinni t.d. þegar ég þurfti að
pissa og var þá látin spræna út í veg-
kantinn eða ef mig langaði í ís þá
stoppuðum við í Hveragerði eða
Þrastarlundi. Amma var alltaf búin
að nesta okkur vel með Síríus
rjómasúkkulaði, bismark-brjóstsyk-
ur og Nóa pakka. Svo sat ég ham-
ingjusöm í aftursætinu með nýja
litabók og liti og söng alla leiðina
milli þess sem þú og amma frædduð
mig um alla steina, hóla og fjöll sem
við fundum á leiðinni. Þið kennduð
mér svo margt, margt fleira í sveit-
inni og sem dæmi þekkti ég orðið öll
blóm og tré og jafnvel hinar mis-
munandi tegundir illgresis sem vex í
Miðdalnum.
En, elsku afi minn, efstar eru í
minningu minni ferðirnar sem ég fór
ein með þér á Laugarvatn. Þá tók ég
með bláu svuntuna mína sem amma
hafði bróderað í og gefið mér. Þú
fórst öðru hverju í eins til tveggja
daga ferðir í bústaðinn að ditta að
honum og þá kom ég með og sá um
að leggja á borð og ganga frá o.fl. Að
sjálfsögðu varð ég að vera með
svuntuna eins og allar húsfrúr voru
með á þeim tíma. En í einhverri af
þessum ferðum hófst smíðin á
dúkkuhúsinu sem þú byggðir fyrir
okkur Önnu Fanneyju frænku. Það
var sennilega besta veraldlega gjöf-
in sem þú hefur gefið okkur því
þarna eyddum við mörgum sumrum
í litla kofanum okkar sem þú hafðir
byggt sólpall við. Við saumuðum
gardínur, settum upp hillur og gáf-
um öllum skörðóttum bollum og
brotnum diskum nýtt líf í þessu fal-
lega dúkkuhúsi okkar. Í dag er Árni
frændi búinn að gera húsið okkar al-
veg upp og nú bíður það eftir því að
börnin okkar fái að njóta þess á
sama hátt og við fengum á meðan
við pössuðum enn inn í það.
Svo kom sá tími í lífi okkar að
hlutirnir snerust aðeins við og það
varð ég sem fór að fara með ykkur
ömmu í sveitina. Það var ég sem
renndi í hlaðið í Kambaselinu og þá
varst það þú sem beiðst með allan
farangurinn úti við dyrnar, svo
spenntur varstu að komast í sveitina
með okkur ömmu. Við áttum líka
yndislegar stundir í nokkrum ferð-
um á síðastliðnum árum þegar eldri
dóttir mín, hún Jóhanna Björg, var
fædd og þú fékkst að fylgjast með
henni leika sér í dúkkuhúsinu.
Ég eyddi alltaf miklum tíma með
ykkur ömmu þegar ég var yngri og
þið buðuð mér að koma og lesa fyrir
samræmdu prófin hjá ykkur í
Kambaselinu og af góðri reynslu
kom ég aftur og las fyrir stúdents-
prófin hjá ykkur. Það var mikill
styrkur í því að eiga ykkur að enda
hef ég alltaf elskað ykkur ömmu
jafnmikið og mína eigin foreldra.
Ég minnist þess sérstaklega þeg-
ar ég fór sjálf að búa á Reynimeln-
um og eitt af því fyrsta sem við
Tommi gerðum var að bjóða ykkur
ömmu í mat. Ég var frekar stressuð
því ég var óreyndur kokkur og þið
veraldarvön. Ég leitaði eftir leið-
beiningum frá tengdafjölskyldu
minni og á borð var borin nautasteik
með heimalagaðri bernaissósu
ásamt meðlæti. Ekki leið á löngu þar
til þú sagðir mér að þú hefðir borðað
á fínustu veitingahúsum víðs vegar
um heiminn en aldrei fengið jafn-
góðan mat og þann sem ég hafði eld-
að þetta kvöld. Unga húsmóðirin
fylltist mikilli hamingju og öryggi og
stress tengt matargerð ekki látið
ljós sitt skína eftir þetta kvöld.
Þegar ég hef lagst í rúmið und-
anfarna viku hef ég rifjað upp þær
stundir sem við höfum notið saman á
þessum árum sem við höfum átt og
án undantekninga hef ég sofnað með
tárin í augunum og með hamingju-
bros á vör – ég á endalausar ómet-
anlegar minningar um þig. Ég er
betri manneskja fyrir það að hafa
átt þig sem afa. Já, elsku afi minn,
þú ert sá sem alltaf hefur trúað á
mig og treyst. Þú ert sá sem sagðir í
bæði skiptin sem þú sást dætur mín-
ar nýfæddar að þær væru alveg eins
og ég, eins ólíkar mér og þær gátu
verið. Já, þú ert sá sem kallaði mig –
litla með rauðleitt hárið í tíkarspena
og með freknurnar mínar – Ungfrú
Yndisfríð. Er hægt að hugsa sér
betri afa? Elsku besta amma,
mamma mín og móðursystkini mín
þið eigið samúð mína alla. Ég veit að
hann afi minn er kominn á góðan
stað þar sem hann er frískur og líður
vel. Máttur Guðs er hjá okkur og
styrkir okkur í sorginni.
Edda Sveinsdóttir.
Elsku afi er dáinn.
Sunnudagurinn 11. ágúst rann
upp sólríkur og fagur og átti ég
(Hulda) von á ömmu og afa í sunnu-
dagskaffi eins og svo oft áður. Allt
var tilbúið, búið að baka kökur og
leggja á borð en þá hringdi síminn
og móðir mín sagði að afi væri allur.
Fljótt skipast veður í lofti, engin
amma og afi komu í heimsókn þenn-
an sunnudaginn. Systir mín Inga var
stödd erlendis ásamt fjölskyldu
sinni og fékk fréttirnar þangað og er
erfitt að vera svo fjarri ástvinum
þegar slíkir atburðir gerast, en hún
kom heim þremur dögum seinna.
Fögur sál er ávallt ung
undir silfurhærum
(Steingr. Thorsteinsson.)
Þannig orti Steingrímur Thor-
steinson skáld en þessi orð lýsa afa
okkar Steingrími vel en hann var
barnabarn skáldsins.
Afi var einstaklega góður maður
og aldrei heyrðum við hann hall-
mæla neinum eða tala illa um nokk-
urn mann. Hann var snyrtimenni
fram í fingurgóma og allir hlutir í
röð og reglu hvort sem var á heimili
eða í bílskúrnum.
Uppáhaldsstaður afa var sumar-
bústaðurinn hans á Laugarvatni og
vorum við systurnar svo heppnar að
fá að dvelja í sveitinni með ömmu og
afa og njóta þess sem þar var, við
fórum t.d. að sækja mjólkina út í læk
þar sem hún var geymd.
Afi smíðaði trérólur í sveitinni og
við systurnar sátum þar oft og lengi
og hlógum mikið og í minningunni
eru þær alveg einstakar, sætin
breiðari en venjulega og handföngin
gulir breiðir kaðlar.
Gott var að heimsækja ömmu og
afa því þau höfðu alltaf tíma til að
spjalla við okkur um allt milli himins
og jarðar yfir kaffibolla og góðu kök-
unum hennar ömmu.
Sú hefð skapaðist í fjölskyldunni
að amma og afi héldu jólaboð á jóla-
dag fyrir börn, barnabörn og barna-
barnabörn og fjölskyldur þeirrra.
Þar var alltaf dansað í kringum jóla-
tréð og sungið og auðvitað kom jóla-
sveininn með glaðning fyrir yngstu
kynslóðina.
Minningarnar eru margar og þær
varðveitum við með okkur. Megi al-
góður Guð styrkja ykkur í sorginni.
Guð geymi elsku afa okkar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Hulda Óskarsdóttir,
Inga Óskarsdóttir.
Þegar þeir, sem hafa verið hluti af
lífi manns nánast alla tíð, hverfa á
vit feðra sinna, koma minningarnar
upp í hugann.
Ég var mjög ung þegar Harry og
Inga systir mín giftu sig og hófu bú-
skap í húsi foreldra okkar á Brekku-
stíg 3A.
Ungu hjónin áttu von á barni og
litu björtum augum til framtíðarinn-
ar. Harry var bæði duglegur og
reglusamur og kom sér vel í vinnu.
Erfiðleikar voru þó á næsta leiti.
Harry fékk lömunarveiki sem lék
hann grátt. Ég man eftir honum
liggjandi í rúminu og fátt var til að
dreifa huganum. Dagarnir hafa ver-
ið lengi að líða. Með óbilandi elju
náði hann bata, en líklegt má telja að
þessi veikindi hafi verið undirrót
þess sem síðar kom, Parkinsonveik-
in.
Af dugnaði og bjartsýni festu
ungu hjónin kaup á 2ja herbergja
íbúð í Eskihlíð árið 1946 og fluttu
þangað. Ekki gátu þau samt tekið
alla íbúðina fyrir sig, heldur urðu að
leigja með sér. Seinna fluttu þau svo
í Skipholt, þar sem börnin sex uxu
úr grasi.
Inga og Harry áttu barnaláni að
fagna og er ættboginn orðinn stór.
Þó Harry hafi þurft að vinna langan
vinnudag til að sjá stórri fjölskyldu
farborða fann hann samt tíma til að
byggja fjölskyldunni sælureit við
Laugarvatn. Þaðan eiga börnin góð-
ar minningar.
Þegar Harry kom inn í fjölskyld-
una fylgdi honum framandi blær.
Hann var dökkhærður og mjög
glæsilegur ungur maður. Jeanne,
móðir hans, var frönskumælandi
Belgi, en hafði farið ung með móður
sinni til Bandaríkjanna á árum fyrri
heimsstyrjaldarinnar. Axel, faðir
Harrys, og Jeanne giftust í Banda-
ríkjunum og þar fæddist Harry. Síð-
ar bjuggu þau í Kanada og eign-
uðust tvo aðra syni, Axel yngri og
Halldór. Margir fullorðnir Íslend-
ingar muna eftir morgunfréttum
Axels Thorsteinsson í Ríkisútvarp-
inu. Hann hafði frábæra rödd, sem
Harry fékk í arf.
Veikindi Harrys, Parkinsonveik-
in, fóru að herja á hann eftir miðjan
aldur. Inga reyndi lengi vel að
styðja hann í þessu stríði, en svo fór
að hún sjálf greindist með Alzheim-
er-veiki. Þegar Skógarbær tók til
starfa fyrir fimm árum fengu þau
bæði þar inni og nutu góðrar að-
hlynningar.
Fjölskyldan heimsótti þau oft og
tók þau reglulega með heim. Ég
minnist sunnudags fyrir tveimur
vikum þegar við sátum saman úti í
sólinni og er þakklát fyrir að hafa átt
með þeim yndislegan dag. Að leið-
arlokum finnur maður fyrir söknuði.
Ég held að hvíldin hafi verið
Harry kærkomin. Ég óska honum
góðrar heimkomu og bið Guð að
geyma hann.
Ingu minni og börnunum sendi ég
samúðarkveðjur.
Hulda Ó. Perry.
Látinn er í Reykjavík Steingrím-
ur Harry Thorsteinson, prentari og
fyrrverandi prentsmiðjustjóri, vinur
undirritaðs og félagi í hálfa öld. Um
árið 1952 hóf ég störf í Félagsprent-
smiðjunni í Reykjavík. Á fyrsta
starfsdegi mínum þar vakti fljótlega
athygli mína svipsterkur samstarfs-
maður, myndarlegur á velli, Stein-
grímur Thorsteinson að nafni. Með
okkur tókust fljótlega góð kynni,
sem breyttist í vináttu, er stóð til
hans dánardægurs.
Við Steingrímur urðum snemma
sammála um að hag okkar yrði sem
best borgið ef við gerðumst sjálfir
prentsmiðjurekendur og því réð-
umst við í að stofna prentsmiðjuna
Sögu og skömmu síðar Stórholts-
prent ásamt tveim vinum okkar. Sú
prentsmiðja var síðan rekin af krafti
í nokkur ár undir öruggri stjórn
Steingríms. En dugnaður hans og
áreiðanleiki var óbilandi, enda sam-
starfið með ágætum.
Á þessum árum ákváðum við
Steingrímur að reisa okkur sum-
arbústaði og staðurinn valinn í
skógivöxnum brekkum Miðdals,
skammt frá Laugarvatni, en það
landsvæði var í eigu Hins íslenska
prentarafélags. Mjög er mér minn-
isstæður dagurinn þegar við Stein-
grímur héldum inn með hlíðum
Laugardals í átt að Miðdal til að fá
lóðirnar mældar út. En á þessum ár-
um var ekki algengt að einstaklingar
reistu sumarhús þetta langt frá höf-
uðborginni. En Steingrímur sýndi
nú enn einu sinni hve atorkusamur
hann var. Upp frá þessu dvöldum
við ásamt fjölskyldum á þessum in-
dæla stað á hverju sumri frá því um
miðjan júní til ágústloka.
Mig langar að gera að mínum orð-
um og hans eitt erindi úr ljóðinu
Laugardalur eftir nafna Steingríms
og afa, skáldjöfurinn Steingrím
Thorsteinsson, en erindið hljóðar
svo:
Svo kættist eg það sinn við Laugardals
lönd,
er ljómuðu’ í sumardýrð skærri
hin glitrandi skóghlíð og grasflæmi þönd
og glampandi, silfurskær vatnanna bönd,
og bláfellin blómvöllum nærri.
Og hendi það síðan, að hugur minn snýr
að hásumarstöðvum svo fríðum,
þá líður um hann eins og laufvindur hlýr
frá Laugardals angandi hlíðum.
Steingrímur Thorsteinson giftist
16. október 1942 Ingveldi Óskars-
dóttur, mætri konu sem varð vinur
okkar hjónanna frá fyrstu stundu og
er okkur afar kær og eins börn
þeirra öll. Fríður hópur og atorku-
samur. Vinátta þessara fjölskyldu
hefur okkur hjónum verið ómetan-
leg.
Steingrímur Thorsteinson var
maður dulur í lund og ekki allra,
eins og stundum er að orði komist.
Hann var sanngjarn í öllum grein-
um, átti enda auðvelt með að setja
sig í annarra spor – bar ávallt svip
hefðarmannsins.
Síðustu árin átti Steingrímur við
veikindi að stríða og varð að lokum
undan að láta. Jarðlífið kvaddi hann
í örmum konu sinnar. – Að lokum
get ég ekki stillt mig um að láta
fylgja hér með þrjú síðustu erindin
úr ágætu ljóði afa hans, Horfin
æska:
Sem ör flýr af álmi, sem elding við skein.
Fyrr en augað og hugurinn nemur,
í hyldýpi Ránar sem hent væri stein’
þú hvarfst mér og aftur ei kemur.
Þá halla fer vegi, þess hraða hann vinst.
Frá hádegi skuggarnir stækka.
Og eftir því skjótari æfin oss finst
sem augnabliks glaðværðir smækka.
Skjótt hverfur und áranna fallandi fönn
vort fjörbragð og lífsblóminn rauði.
Frá vöggu til grafar er vart meira’ en
spönn,
nú vertu minn kennari, dauði.
Fjölskylda mín öll vottar eigin-
konu og afkomendum innilega sam-
úð og guðsblessun.
Heimir Brynjúlfur Jóhannsson.
STEINGRÍMUR HARRY
THORSTEINSON