Morgunblaðið - 21.08.2002, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 21.08.2002, Qupperneq 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2002 35 ✝ Jóna VigdísHaraldsdóttir fæddist á Ísafirði 10. mars 1951. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík hinn 1. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Haraldur Valdimarsson, f. 26.6. 1916, d. 15.11. 1963, og Brynhildur Ingibjörg Jónasdótt- ir, f. 8.5. 1920, d. 27.5. 1993. Systkini Jónu eru Árni, f. 29.6. 1944; Þórunn, f. 8.3. 1946; og Elsa, f. 27.3. 1948. Dætur Jónu eru Brynhidur Ingibjörg Hauks- dóttir, f. 2.7. 1973, maki Guðmundur Ingvar Sveinsson, f. 8.7. 1972, sonur Sveinn Þráinn Guð- mundsson, f. 10.12. 1997; Selma Björk Hauksdóttir, f. 26.2. 1981, maki Jóhann- es Högnason, f. 13.5. 1968; og Val- dís Hrund Hauks- dóttir, f. 30.7. 1982, maki Kristinn Óm- arsson, f. 20.9. 1977. Útför Jónu Vigdísar fór fram í kyrrþey. Elsku mamma mín, mín hinsta kveðja til þín: Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tveggja tárin stríð. (V. Briem) Þín dóttir Brynhildur (Binna). Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera besta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur en dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið logaskæra sem skamma stund oss gladdi sem kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifsson) „Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, en þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég tek þátt í gleði ykkar.“ (Höf ók.) Elsku Binna, Selma, Valdís, Þór- unn, Elsa og fjölskyldur, við vottum ykkar dýpstu samúð okkar. Ykkar Katrín (Katý) og Elísabet. JÓNA VIGDÍS HARALDSDÓTTIR Elsku Maggi, við kveðjum þig í dag með söknuði og góðum minningum í hjarta. Það var alltaf með gleði og tilhlökk- un að við systurnar fórum til ömmu og Magga í Gnoðarvoginn. Þar dekr- aði Maggi við okkur barnabörnin hennar ömmu. Mér er það minnis- stætt þegar ég fékk að gista hjá þeim ömmu og Magga, þá var Maggi vanur að hlaupa með mig upp alla stigana í blokkinni frá fyrstu hæð og upp á fjórðu og voru ferðirnar orðnar ansi margar enda var suðað „Maggi, berðu mig upp á loft“ æði oft. Þetta var rifjað upp með mikillri kátínu og MAGNÚS ÞORLEIFSSON ✝ Magnús Þorleifs-son fæddist í Arnardal í Norður- Ísafjarðarsýslu 14. september 1931. Hann lést á Hrafn- istu 5. ágúst síðast- liðinn. Magnús kvæntist 1971 Krist- ínu Hansdóttur, f. 1. september 1922. Magnús og Kristín bjuggu í Gnoðarvogi 26 í Reykjavík til árs- ins 1999 þegar þau fluttu á Hrafnistu. Útför Magnúsar verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 15. hlýju seinni ár þegar ég var löngu orðin of stór til að láta bera mig upp á fjórðu hæð, en Maggi hafði jafn gaman af þessu og ég. Maggi var alltaf þol- inmóður og góður við öll börn og laumaði að okk- ur krökkunum sælgæti og stakk smápeningum í vasana hjá okkur. Í veislum og mannfögn- uðum var Maggi yfir- leitt að skemmta og leika við okkur krakk- ana. Þegar við systurnar áttum svo sjálfar börn ljómaði Maggi þegar við komum með þau í heimsókn og dekr- aði þau í bak og fyrir eins og hann gerði við okkur. Að leiðarlokum vil ég þakka fyrir öll góðu árin og alla umhyggju og kærleik, sem hann sýndi okkur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Þórdís Ómarsdóttir. Við systkinin viljum minnast hans Magga með örfáum hlýjum orðum. Maggi var maðurinn hennar ömmu í Gnoðó og fylgdist með uppvexti okk- ar allra frá fæðingu. Hann var ein- staklega barngóður og hlýr og sýndi okkur alltaf sannan og einlægan áhuga og sóttum við mikið í hans fé- lagsskap, enda hafði Maggi alltaf tíma fyrir okkur og var óþreytandi við að leika við okkur. Hann leyfði okkur ýmislegt sem aðrir fullorðnir voru ekki jafn spenntir fyrir og meðal annars fengum við að greiða Magga, blása á honum hárið og setja í hann rúllur, hann fór með okkur niður í Glæsibæ og leyfði okkur að fara á Plútó, keypti handa okkur bland í poka í sjoppunni í Hagkaupum og var til í að fara í „Fagur er fiskur í sjón- um“ endalaust. Seinna meir þegar okkar eigin börn fæddust, sýndi hann þeim jafn mikinn áhuga og okkur þegar við vorum lítil og nú ekki fyrir löngu spurði einn lítill fimm ára drengur eftir honum Magga, enda fannst honum ansi langt liðið síðan þeir félagarnir hittust síðast. Maggi var ekki bara maðurinn hennar ömmu í okkar augum, hann var Maggi okkar, hluti af tilverunni og kær fjölskyldumeðlimur. Það er því með hryggð í hjarta sem við fylgjum honum til grafar, en minningin um góðan vin og ástkæran fjölskyldu- meðlim kemur ávallt til með að lifa með okkur. Elsku amma, við vottum þér samúð okkar við fráfall Magga og vonum að þú finnir huggun í því að dauðinn var Magnúsi líkn frá þessu erfiða loka- skeiði í lífi hans og að Maggi dvelst nú á betri stað og bíður endurfundanna við ástvini sína. Kristinn, Steinunn og Franklín Gretarsbörn. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Það var árið 1959 að við hjónaleysin hugð- umst byggja okkur framtíðarhreiður og frumburðurinn á leið- inni. Þá kom sú spurn- ing hvar væri hægt að fá lóð. Þá kom Kiddi okkar að máli við Einar og sagði: „Það er lóð í túninu á Sólbergi við gömlu fjárhúshlöðuna.“ Það var gripið fegins hendi og hafist var handa við að byggja og inn í húsið okkar fluttum við í sept. 1961, sem sagt við hliðina á Kidda, Mundu og börnum þeirra. Það hefur verið far- sælt nábýli, betri nágranna er vart hægt að hugsa sér. Lárus Kristinn var alla tíð mjög virkur í sínu samfélagi en það var undirstaða þess að kauptúnin eins og þau voru og hétu gætu verið sjálf- stæð. Kiddi var launþegi og atvinnu- rekandi, hvort tveggja í senn, ef það er hægt. Hann vann hjá Kaupfélagi Stykkishólms um árabil sem klæð- skeri og síðan rak hann sína sauma- stofu og hafði starfsmenn í vinnu til sauma, en hann var að sníða karl- mannafatnað úr gaberdín“ eða „pipar og salt“ efnum eins og hann minntist oft á. Lengi var Kiddi húsvörður við Barna- og unglingaskólann og naut hann sín vel í því starfi. Þá var hann sjómaður nokkur sumur, því Kiddi var aldrei aðgerðalaus. Hann var fé- lagi í Rotarý, Stúkunni, Verkalýðs- LÁRUS KRISTINN JÓNSSON ✝ Lárus KristinnJónsson fæddist í Stykkishólmi 15. apríl 1913. Hann lést á Sjúkrahúsi Akra- ness föstudaginn 2. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Stykkishólms- kirkju 13. ágúst. félaginu og Sjálfsbjörgu en fyrir þann félagsskap vann hann um áratuga skeið. Sú kynslóð sem til- heyrir Kidda og hans aldurshópi er að hverfa og eftirsjá er að hverj- um. Gaman er að minn- ast Kidda úti á stétt á Sólbergi eftir kvöld- fréttir í útvarpi eða sjónvarpi með tóbaks- pontuna og gefa við- mælanda í nefið og finna að fréttum eða þeim sem þar voru nefndir. Við sem þekkjum Hólminn vitum að Höfða-fréttir voru á annan veg en aðrar fréttir og Kiddi hélt þessum saklausa sið og mættu fleiri taka eftir til að létta lífsins lund eins og hann gerði ávallt. Það er margs að minnast eftir rúm- lega fjörutíu ára samveru, það tekur tíma að átta sig á því að enginn er á Sólbergi sem heilsar glaðlega þegar gengið er hjá. Kiddi minn, við munum sakna þín þegar kartöflurnar verða teknar upp í haust, það var einn af föstu punkt- unum í tilverunni hjá okkur í Sól- bergsbrekkunni að bera saman upp- skeruna og fagna góðum árangri. Það fylgdust allir bæjarbúar með því hve- nær þú settir niður á vorin, þá var okkur hinum óhætt. Elsku Kiddi. Við kveðjum þið með þakklæti fyrir ástúð og umhyggju sem þú sýndir börnum og barnabörn- um okkar alla tíð. Ástarkveðja frá þeim. Við biðjum góðan Guð að gæta Mundu þinnar og alls hópsins ykkar um alla framtíð. Þínir vinir Pálína og Einar Karlsson. 4 $      $   %     &%&     3<0%0 C  0 D"."!&('   &). /  !.&'!&'   &&$   !.  ' *'   '  . &&$ '&!.  &&$ " . &' %  &.  &&$  ; &'  #0.   ' '; !& &$ ()*.  &&$ '& 2.   ' 1.5&&$ $!/.  &&$ 0 .! &'      '  &$ &&$      )$     ). 5      1053.    )3      6  7&  5   2     "   &&$ 6 &'. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Elsku afi. Það er svo sárt að þurfa að kveðja þig svona fljótt. Það eru svo margar minn- ingar sem koma upp í hugann, eins og t.d. öll jólaboðin og þegar þið amma komuð alltaf til okk- ar á aðfangadag þegar við vorum bú- in að opna pakkana. Ég vildi að ég hefði getað heimsótt þig einu sinni BJÖRN JÓNATAN BJÖRNSSON ✝ Björn JónatanBjörnsson fædd- ist á Múla í Sanda- sókn í Dýrafirði 26.1. 1925. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 23. júlí síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Pat- reksfjarðarkirkju 31. júlí. enn á Brunnana, það var svo gaman að koma þangað til þín. Ég man það alltaf þegar ég var lítil og kom alltaf til ykkar ömmu á Brunn- ana. Þá varst þú stund- um sofandi í sófanum í stofunni og amma venjulega að sauma eða prjóna. Það var alltaf svo mikið að gera hjá ykkur, annaðhvort að hjálpa ömmu í garðin- um eða að fara með þér að setja bátinn á flot eftir að búið var að mála hann. Ég man sérstaklega eftir því þegar við Bjössi frændi fengum að fara með ykkur Edda að setja Smárann á flot og þið voruð að leyfa okkur að prufa að stýra bátnum og Bjössi festi bátinn í botni og þið Eddi þurftuð að slá af niðri í vél. Við Bjössi getum hlegið að þessu núna en við gerðum það ekki þá af því að Bjössi varð svo hræddur. Það er svolítið erfitt og sárt að hugsa til þess að ég eigi ekki eftir að sjá þig aftur en ég get huggað mig við það að ég á óteljandi margar fal- legar minningar um þig og ég veit líka að núna líður þér vel hjá ömmu og Ingu. Elsku afi, lengst inni í litla hjart- anu mínu eigið þið stórt pláss. Lát akker falla, ég er í höfn, ég er með frelsara mínum. Far vel, þú æðandi dimma dröfn, vor drottinn bregst eigi sínum. Á meðan akker í æginn falla ég alla vinina heyri kalla, sem fyrri urðu hingað heim. (Valdimar V. Snævarr) Steinunn Björg Gunnarsdóttir. ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minningar- greina

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.