Morgunblaðið - 21.08.2002, Page 36
MINNINGAR
36 MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Sekkur sól í haf
mundar máninn staf og
hefur næturför
englar svífa um heim
sofðu nú og geymdu fegurst ljóð í þínu
hjarta
Nóttin á þig nú
máninn rís og þúsund stjörnur birtast
brátt
rökkvar heimi í
sofðu vært því hlýr er svefninn
þeim sem mega sofa
Senn mun dagur nýr
sofðu vært því hlýr er svefninn
þeim sem mega sofa
(Karl Olgeir Olgeirsson.)
Elsku amma mín, um leið og ég
kveð þig með söknuð í hjarta ylja
ég mér við allar þær góðu minn-
ingar sem þú hefur gefið mér.
Þegar ég loka augunum sé ég
ljóslifandi fyrir mér hveitiskúffuna
í eldhúsinu í Bifröst, og gamla
brotna bollann, þar sem ég gat un-
að mér stundunum saman, meðan
þú eldaðir alvöru kálböggla og afi
lagði kapal. Að laumast í mysuost-
inn þinn, sem bragðaðist eins og
besta rjómakaramella, lyfta upp
LAUFEY
ÞÓRÐARDÓTTIR
✝ Laufey Þórðar-dóttir fæddist í
Borgarholti í
Miklaholtshreppi á
Snæfellsnesi 12.
júlí 1907. Hún lést
á Hrafnistu í
Reykjavík 13.
ágúst síðastliðinn
og var útför henn-
ar gerð frá Ás-
kirkju 20. ágúst.
skálinni með heklinu
og dúknum af frysti-
kistunni til þess að
kanna hvort þar
leyndist nokkuð
íspinni. Kúra uppi í
rúmi hjá mömmu
með bestu dúnsæng í
heimi, leika sér í
stóru stólunum, leð-
urstólnum hans afa
og mjúka græna
stólnum hennar
ömmu.
Hjá ömmu og afa
var ég alltaf örugg,
alltaf glöð og ham-
ingjusöm. Þar var alltaf hlýtt og
notalegt, og þar leið öllum vel. Al-
veg eins og mamma var vön að
loka augunum og fara í huganum
upp í Heiðmörk þegar eitthvað
bjátaði á, þá get ég lokað augunum
og heimsótt þig og afa í Bifröst.
Eftir langa og stranga göngu
kveður þú okkur, elsku amma mín,
en minningarnar um þig verða
okkur ævilangt veganesti.
Rakel.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Elsku amma mín er nú látin á
nítugasta og sjötta aldursári. Til-
finningarnar sem bærast innra
með mér eru ljúfsárar. Loksins
fékk hún hvíldina blessunin, lúin á
sál og líkama. Um leið er sorgin
yfirþyrmandi, sorgin yfir að hún
amma mín sem hefur verið svo
stór hluti af lífi mínu alla tíð sé nú
horfin af braut. Ég kynntist þess-
ari merku konu snemma. Sem
barn átti ég ávallt skjól í fangi
hennar, húð hennar var einhvern
veginn svo sérstaklega mjúk og
faðmur hennar traustur. Hjá henni
átti ég einnig skjól sem unglingur
sama hvað á bjátaði. Sem fullorðin
manneskja átti ég vináttu hennar
að auki, vináttu sem var gagn-
kvæm og traust.
Hún amma var einstök kona.
Einstök í raunverulegum skilningi
þessa orðs, hún var nefnilega eng-
um lík. Samt er svo skrítið að ætla
sér að skilgreina þessa merku
konu í orðum. Það er einhvern
veginn ekki hægt. Hún bara var.
Amma hafði til að bera þessa líka
einstöku ró, jafnvægi og hógværð
alla tíð. Eiginleika sem nútíma-
maðurinn fer jafnvel á hin ýmsu
námskeið til að öðlast. Amma var
líka svo óumræðilega góð og hlý,
gerði aldrei kröfur til neinna, var
nægjusöm og sýndi þakklæti í
samskiptum við aðra.
Með fasi sínu og framgöngu allri
kenndi hún manni svo margt,
margt sem ekki verður komið í orð
en vegur samt svo þungt, einhver
hljóðlát innræting, kannski það að
vera manneskja.
Stundum fannst manni kostir
ömmu sem hér hafa verið taldir
fullmiklir af hinu góða og gætu
flokkast sem ókostir á köflum.
Kannski hafa þeir á stundum verið
henni fjötur um fót í lífsgæðakapp-
hlaupi og persónulegum sigrum út
á við. Amma var til að mynda
listamaður af Guðs náð. Hún hekl-
aði óteljandi dúka, gardínur og
rúmteppi, verk sem liggja víða um
heim. Hún hafði meðal annars
fengið viðurkenningu frá Álafossi,
sem þá var og hét, fyrir hönnun og
hekl á þrískiptri dragt. Þá var frú
Vigdísi Finnbogadóttur, í lok for-
setatíðar sinnar, færður forláta
dúkur eftir ömmu sem gjöf frá
heimilisfólki á Hrafnistu í Reykja-
vík. Ömmu var þetta mikill heiður.
Það eru ákveðin forréttindi að fá
að alast upp með ömmu og afa.
Það eru líka forréttindi að fá að
verða fullorðin og eiga enn ömmu
og afa. Með ömmu Lúllu er kyn-
slóð af því aldna fólki sem að mér
hefur staðið horfin. Eftir stendur
óumræðilegt þakklæti.
Guð blessi minningu ömmu
minnar. Kveðja frá langömmu-
stúlkunum,
Elva Jóhanna.
Örlögum sínum ræður enginn og
ævilok verða ekki umflúin. Þó er
það oftar en ekki svo að dauðinn
birtist okkur að óvörum, harður,
óskiljanlegur og miskunnarlaus
þegar hans er síst von og kemur
þeim ástvinum sem eftir lifa í opna
skjöldu.
En dauðinn á sér líka aðra birt-
ingarmynd, bjarta og líknandi. Það
er þegar hann kemur sem lang-
þráð hvíld og lausn frá líkamlegum
vanmætti og þjáningum. Þannig
trúi ég að hann hafi sótt að móð-
urömmu minni þegar hún kvaddi
þennan heim hinn 13. ágúst sl. 95
ára, södd lífdaga.
Amma í Ólafsvík var gædd tign
látleysis, hún var sönn fyrirmynd
um óeigingirni og gjafmildi, ein
þeirra sem gefa alla ævina af heil-
um hug skilyrðis- og tilgerðarlaust
og ætlast aldrei til launa. Hún átti
svo sannarlega innri frið sem
margur gæti öfundað hana af.
Amma og afi í Ólafsvík. Þau
voru svo sjálfsagður hluti tilveru
minnar. Það er ekki fyrr en nú
þegar ég er sjálf orðin fullorðin að
ég geri mér æ betur grein fyrir
hversu mjög þau hafa mótað upp-
vaxtarár mín og hversu dýrmætt
það er að hafa borið gæfu til að
njóta umhyggjunnar í samvistum
við þau.
Í huga mér eru þau sem tvær
hliðar á sama peningnum, ólík en
samt svo lík. Hjónaband þeirra
einkenndist af ást og einlægri
virðingu hvors fyrir öðru, á þeirra
heimili ríkti jafnvægi, þar sem hið
gamla hefðbundna fjölskyldu-
munstur og verkaskipting
kynjanna var í hávegum höfð, allt
fylgdi föstum reglum og bæði
undu glöð og sátt við sín hlutverk.
Í hjónabandi þeirra endurspegl-
aðist það jafnvægi og sú ró sem
einkenndi öll þeirra samskipti
gagnvart hvort öðru og okkur hin-
um sem umgengumst þau.
Minningarnar um þau eru svo
óendanlega margar og þau voru
ófá skiptin sem ég dvaldi hjá
ömmu og afa. Hvort sem um helg-
ardvöl eða heilt sumar var að ræða
stóð heimili þeirra mér alltaf opið.
Bernskan; hlýr og opinn faðmur
ömmu og bænirnar hans afa fyrir
svefninn. Viðkvæm unglingsárin
þegar Reykjavíkurbarnið í leit að
sjálfsmynd fann ró og stöðugleika
hjá ömmu sinni og afa í Ólafsvík.
Þær eru svo margar ógleymanlegu
stundirnar sem ég á og geymi í
minningunni.
Amma og afi í Ólafsvík voru al-
veg einstakar manneskjur. Stoðir
sem veittu skjól á hverju sem
gekk. Umvefjandi kærleikur
þeirra mun halda áfram að fylgja
mér um ókomna tíð þó að nú skilji
leiðir. Ég fæ aldrei að fullu þakkað
þá ómetanlegu menntun sem þau
veittu mér í lífsins skóla, á sinn
látlausa og yfirvegaða hátt.
Blessuð sé minning ömmu og
afa í Ólafsvík.
Ruth Gylfadóttir.
Elsku hjartans
Ragna Dóra, það er
litla systir sem kveður
að sinni. Ég sit hér og
reyni að pára eitthvað
niður á blað en öll orð
virðast innantóm og
merkingarlaus. Þú varst einstök
kona, framúrskarandi í þínum
störfum, ótrúleg móðir, sannur og
traustur vinur, góð dóttir og síðast
en ekki síst uppáhalds systir mín.
Þú sagðir gjarnan í seinni tíð að ég
væri afritið, það er ekki leiðum að
líkjast. Ég hefði gjarnan kosið að
hafa fyrirmyndina hjá mér um
stund lengur, til að segja mér til
og gera góðlátlegt grín að mér. En
einhvern veginn held ég nú samt
RAGNA DÓRA
RAGNARSDÓTTIR
✝ Ragna DóraRagnarsdóttir
fæddist á Akureyri
15. janúar 1959. Hún
lést á heimili sínu 2.
ágúst og var útför
hennar gerð frá Ak-
ureyrarkirkju 9.
ágúst.
að þú eigir eftir að
skipta þér af svo lengi
sem ég dreg andann.
Þú hafðir einstakt lag
á því að láta mig gera
þá hluti sem ég vissi
ekki að væru á mínu
færi. Einhvern tím-
ann, fyrir margt
löngu, baðst þú um
fasta fléttu og sagðir
mér að flétta og fyrir
þín orð var það gert.
Þú hafðir alltaf óbil-
andi trú á mér og oft
hefði ég átt að hlusta
betur, en hey! ég væri
nú léleg litla systir ef ég hefði allt-
af hlýtt. Það verður skrítið og erf-
itt að halda áfram án þín, en sú trú
að þú sért að fylgjast með okkur
hinum gerir skrefin sem framund-
an eru ögn léttari. Þú varst borin
til grafar á föstudaginn í 11 stiga
hita og smá súld, Eyjafjörðurinn
grét með mér og okkur hinum. Ég
elska þig í frumeindir og takk fyrir
að vera til. Í guðs friði systir góð,
Sóley.
Árið var 1982 og ég þá í þeirri
aðstöðu að liggja veik á geðdeild
Landspítalans, deild 33C. Dag einn
birtust tveir hjúkrunarnemar að
norðan, en Ragna Dóra var annar
þeirra. Á þessum tíma voru mun
meiri fordómar gagnvart geðveiki
en nú er og var starfsfólkið því
miður ekki undanskilið. Einnig
létu „vinirnir“ sig hverfa einn af
öðrum. En Ragna var ekki þannig.
Ég samþykkti þar að þær Ragna
og Jóhanna fengju að skrifa rit-
gerð um veikindi mín, minnug þess
hvað það gat verið leiðinlegt í
menntaskóla að skrifa ritgerð ef
maður hafði ekki almennilegar
heimildir. Mér líkaði svo vel við
þessar tvær stelpur að ég ætlaði
svo sannarlega að verða þeim úti
um almennilegar heimildir með því
að segja þeim sögu mína.
Ég á aldrei eftir að gleyma því
þegar Ragna bauð mér í heimsókn
heim til sín (geðsjúklingnum sjálf-
um). En þar var drukkið kaffi og
spjallað fram á rauða nótt. Það
sýnir best að hún var meiri mann-
eskja en margur annar.
Leiðir okkar lágu því miður ekki
saman aftur, en ég á aldrei eftir að
gleyma viðkynnum okkar.
Algóður guð sé með ástvinum
hennar, vinum og kunningjum.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Margrét Gunnarsdóttir.
Þá er komið að kveðjustundinni.
Ég kynntist Rögnu Dóru fyrir
réttum fjórum árum þegar við hóf-
um saman störf hjá Krabbameins-
félagi Akureyrar og nágrennis. Við
höfðum vitað hvor af annarri í
mörg ár, m.a. vegna þess að báðar
höfðum við unnið á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri um langt
skeið.
Ég held að hvorug okkar hafi
haft nákvæma hugmynd um það
starf eða þau verkefni sem við vor-
um um það bil að fara að takast á
við, og svona eftir á að hyggja, var
það kannski eins gott.
Við komumst þó strax að því að
þær hugmyndir sem við höfðum
um starfsemi Krabbameinsfélags-
ins fóru mjög vel saman.
Við vorum alveg hjartanlega
sammála um það að húsnæði fé-
lagsins skyldi vera þannig að þeg-
ar einstaklingur kæmi þar inn tæki
á móti honum hlýlegt og notalegt
umhverfi.
Við skyldum gera allt sem við
gætum til að veita það sem við
kölluðum okkar í milli „andlega að-
hlynningu“. En fyrst og fremst
reyndum við að hafa í huga þá
gullvægu reglu að til að geta sinnt
því, yrðum við fyrst og fremst að
hafa „stór eyru og lítinn munn“.
Á skrifstofunni okkar hangir
uppi eftirfarandi:
Dagurinn í dag er dagurinn þinn,
Þú getur gert við hann hvað sem þú vilt.
Gærdaginn áttir þú, honum getur þú
ekki breytt.
Um morgundaginn veist þú ekki neitt.
En daginn í dag átt þú, gefðu honum
allt sem þú megnar
Svo að einhver finni í kvöld að það er
gott að þú ert til
Ragna Dóra hafði sjálf upplifað
það að greinast með krabbamein,
þá 36 ára gömul, hafði farið í gegn-
um hefðbundið ferli skurðaðgerðar
og lyfjameðferðar og gat því svo
vel miðlað af reynslu sinni og
þekkingu bæði til mín að annarra
sem til okkar leituðu. Í hennar
huga var þörfin fyrir stuðning við
þann sem greinist og fjölskyldu
viðkomandi einstaklings mjög
brýn, og sú aðstoð þarf að koma
strax í upphafi. Ef ég vitna í orð
hennar sjálfrar, þá segir hún á ein-
um stað í fyrirlestri sem hún hélt
um þessi mál:
„Er maður einhverntíma tilbúinn eða
undirbúinn til að takast á við þá erfiðu
staðreynd að maður sé með lífshættu-
legan sjúkdóm? Ég var það alla vega
ekki. Þessi ótíðindi komu eins og kjarn-
orkusprengja inn í líf mitt og umturnaði
því á þann hátt að líf mitt og strákanna
minna verður aldrei aftur eins. Við segj-
umst gjarnan vera í skóla lífsins þegar
við tökumst á við hin ýmsu verkefni sem
lífið úthlutar okkur, en ég segi að þetta
veikindatímabil var Háskóli lífs mín og
fjölskyldu minnar og mér fannst við öll
fullung fyrir þetta háskólanám.“
Annað var það sem þú lagðir
mikla áherslu á, og það var endur-
hæfing fyrir einstaklinga sem
greinst hafa með krabbamein. Þú
sagðir stundum að sú endurhæfing
ætti að hefjast daginn sem grein-
ingin kæmi, og þá sem andlegur
stuðningur, síðan tekur við mis-
langt ferli inn og út af sjúkrastofn-
unum þar sem mjög vel er hugsað
um þig af fagfólki sem þar vinnur,
en þegar því ferli lýkur þá tekur
ekkert við, ekkert kerfi sem segir,
jæja nú er erfiðri mðeferð lokið og
nú tekur við endurhæfing. Endur-
hæfing sem hjálpar þér til að
verða þátttakandi í lífinu á ný.
Í stórum dráttum má segja að
þetta voru okkar baráttumál.
Stundum fannst okkur hindranirn-
ar á veginum óyfirstíganlegar, en
þá sagði Ragna Dóra alltaf „þetta
verður ekkert mál, ef við leggjum
saman þá gengur þetta“.
Trúin skipti mjög miklu máli í
öllu okkar starfi og trúin á kær-
leikann og handleiðslu var nokkuð
sem við vorum vissar um að væri
til staðar. Ég minnist þess þegar
við stóðum frammi fyrir verkefni
sem virtist ætla að verða óleys-
anlegt, þá opnuðum við „Góðu bók-
ina okkar“ og þar stóð:
„Þegar þú stendur frammi fyrir þrek-
raun, hverri sem er, minnstu þá Krists
Nærverunnar, vegna þess að hún yfir-
gefur þig aldrei, en færir frið og hug-
rekki. Sjá ég er alltaf með þér.“
Það var ótrúlega margt sem þú
lagðir til í baráttumálum einstak-
linga sem greinst hafa með
krabbamein og fjölskyldna þeirra.
Ég vil þakka þér þann stuðning
sem þú veittir mér þegar móðir
mín greindist með krabbamein fyr-
ir ári og lést fyrr á þessu ári, eða
rétt um það leyti sem sú skelfilega
staðreynd lá fyrir, að þitt krabba-
mein hafði tekið sig upp aftur. Það
má segja að þú hafi verið í
vinnunni fram á síðustu stundu,
því hugurinn þinn var ótrúlega
virkur og hugmyndirnar frjóar,
þannig að mín bíður það erfiða
verkefni að hrinda þeim í fram-
kvæmd, þótt ekki verði nema broti
af því sem hugur okkar stóð til að
gera.
Nú hefur þú útskrifast úr Há-
skóla lífsins og í mínum huga var
það með láði.
Ég er hins vegar enn að læra.
Þegar þú hafðir kvatt þennan
heim opnaði ég „Góðu bókina okk-
ar“ og þar stóðu þessi orð:
„Látið huggast, látið huggast kæru vin-
ir. Allar sálir sem elska Guð sem er
kærleikur eiga sér eilíft líf. Þar sem
kærleikur er getur ekki orðið neinn að-
skilnaður. Ástvinur þinn er við hlið þér.
Dauðinn getur ekki aðskilið ykkur. Látið
huggast og lifið í friði.“
Megi ljós og kærleikur umvefja
ástvini Rögnu Dóru.
Þorbjörg Ingvadóttir.
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um.
Formáli
minning-
argreina