Morgunblaðið - 21.08.2002, Qupperneq 41
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2002 41
ÖKUMENN
Gerum fimmtudaginn 22. ágúst
að slysalausum degi
í umferðinni
Lögreglustjórinn í Reykjavík
Reykjavíkurborg
Seltjarnarnesbær
Dómkirkjan: Hádegisbænir kl. 12:10.
Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka
við fyrirbænum í síma 520-9700.
Háteigskirkja: Kvöldbænir kl. 18:00.
Neskirkja: Bænamessa kl. 18:00. Sr. Örn
Bárður Jónsson.
Seltjarnarneskirkja: Hádegistíð kl.
12:00. Tíðagjörð þar sem textar Biblíunn-
ar eru sungnir og íhugaðir í bæn og lof-
gjörð til Drottins. Helstu þættir þessa
helgihalds kynntir og æfðir í upphafi
stundarinnar, sem tekur u.þ.b. 20 mínút-
ur. Verið hjartanlega velkomin.
Breiðholtskirkja: Kyrrðarstund í dag
kl.12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir.
Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir
stundina.
Seljakirkja: Kyrrðar- og bænastund í dag
kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir hjartanlega
velkomnir. Tekið á móti fyrirbænaefnun í
kirkjunni í síma 567 0110.
Vídalínskirkja. Foreldramorgnar verða í
sumar í safnaðarheimili Kirkjuhvoli kl. 10–
12. Við hittumst og spjöllum. Heitt á könn-
unni og djús fyrir börnin. Öll foreldri vel-
komin með eða án barnanna.
Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj-
unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyrir-
bænir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljós-
broti Strandbergs.
Víðistaðakirkja. Foreldramorgnar á
fimmtudögum kl. 10–12.
Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgnar í
dag kl. 10–12.
Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 11.00.
Helgistund á Hraunbúðum. Allir velkomnir.
Sr. Kristján Björnsson.
Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30
Bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar í
síma 565 3987.
Kefas. Vatnsendabletti 601: Samveru-
stund unga fólksins kl. 20.30. Mikil lof-
gjörð og Orð Guðs rætt. Allt ungt fólk vel-
komið.
Morgunblaðið/Arnaldur
Kópavogskirkja.
Safnaðarstarf
KIRKJUSTARF
PRÝÐISVEIÐI er í Þistilfirðinum
um þessar mundir, þannig er komið
vel á þriðja hundrað laxa á land úr
Hafralónsá og hefur verið sérlega líf-
leg veiði síðan um verslunarmanna-
helgina þegar stór ganga kom í ána.
Þá var holl að hætta veiðum í Sval-
barðsá með 24 laxa eftir þrjá daga og
fimm daga holl í Sandá fyrir skömmu
var með á fimmta tug laxa. Líflegt er
einnig í Hölkná.
Það er sammerkt með
Þistilfjarðaránum í sumar að þær eru
allar að fara yfir tölur síðasta árs og
aflinn byggist að langmestu leyti upp
á smálaxi. Lítið er um tveggja ára lax
og það rétt sést til fáeinna boltafiska.
Hópurinn í Svalbarðsá sem um ræðir
sá þó þrjá 20 punda plús og setti veiði-
maður í hópnum í einn þeirra í Stóra-
fossi. Var með hann lengi vel og var
kominn með hann hálfan á land er lín-
an hrökk í sundur rétt við kjaft laxins.
Tók hann þá mikinn kipp, rétti sig við
og þeysti á vit frelsisins á ný.
Í Svalbarðsá er allmikill lax, en nær
allur í tiltölulega fáum hyljum í ofan-
verðri ánni. Svipað er uppi á teningn-
um í Sandá, lítið af laxi neðarlega en
þeim mun meira ofarlega.
Fréttir úr ýmsum áttum
Um 140 laxar eru sagðir komnir úr
Svartá og þar hefur verið þokkalegur
reytingur. Mjög góður veiðitími í ánni
er enn eftir þannig að menn eiga allt
eins von á góðri lokatölu úr ánni.
Um 160 laxar hafa veiðst í Lang-
holtinu í Hvítá og ekki ósvipuð tala í
Ölfusá við Selfoss. Þetta eru góðar
tölur miðað við síðustu sumur og t.d.
besta tala í Langholtinu í mörg ár.
Þar er mikill lax, m.a. talsvert af nýj-
um fiski, að sögn veiðimanna sem
renndu þar á sunnudaginn.
Enn er sjóbleikjuveiðin róleg í Víði-
dalsá, að sögn Ragnars á Bakka. Ný-
lega voru þar menn með 14 fiska á
báðar stangir eftir daginn en bót í
máli að yfirleitt veiðist stór bleikja.
„Það hafa alltaf verið miklar sveiflur í
bleikjuveiðinni og því minna sem
veiðist því meiri er meðalþyngdin,“
sagði Ragnar og bætti við að hann
vonaði að smærri bleikja færi að
ganga úr þessu til að hleypa lífi í veiði-
skapinn.
Leiðrétting...
Í veiðipistli Morgunblaðsins í gær
var aðeins missagt, kom fram að í lok
veiðidags sl. föstudag hefði heildar-
veiði í Langá verið komin í 1.015 laxa.
Rétt er að sú tala átti við Hofsá sem
einnig var nefnd í pistlinum og hefur
gefið magnaða veiði síðastliðnar vik-
ur. Langá hins vegar náði áfanganum
á mánudagsmorgninum.
Í samtali við Ingva Hrafn, leigu-
taka Langár, sagði hann afar gleði-
legt að sjá marga 6 til 7 punda eins árs
laxa í aflanum en þeir styngju mjög í
stúf við hefðbundnari Langárlax á
fyrsta ári úr sjó, sem yfirleitt væri
þrjú til fimm pund og mjósleginn.
„Aflestur hreistursýna sýnir okkur
að 16% veiðinnar skila sér úr vel
heppnuðum gönguseiðasleppingum.
Seiðin eru séralin fyrir okkur hjá
Óðni Sigþórssyni á Laxeyri, þau eru
55 grömm þegar þau koma til mín og
ganga út þremur vikum seinna 80
grömm að þyngd. Þetta eru því stór
og flott seiði sem skila sér síðan svona
líka væn að ári liðnu,“ sagði Ingvi.
Mikið af smálaxi
í Þistilfirðinum
Morgunblaðið/Einar Falur
Kristinn Á. Ingólfsson með 7
punda hæng sem veiddist við
Langholt í Hvítá.
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?
Draugaganga
um Elliðaárdal
HALDIÐ verður á slóðir drauga,
álfa, skrímsla og afbrotamanna í
Elliðaárdal fimmtudaginn 22. ágúst,
segir í fréttatilkynningu.
Lagt verður upp frá miðasölu Ár-
bæjarsafns kl. 21 og tekur gangan
rúmlega klukkustund. Þátttaka er
ókeypis. Leiðsögumaður er Helgi M.
Sigurðsson, sagnfræðingur og deild-
arstjóri á Árbæjarsafni.
Fyrirlestur
um lýðheilsu
barna
MIÐSTÖÐ heilsuverndar barna hef-
ur boðið sænska barnalækninum
Sven Bremberg til Íslands til þess að
ræða lýðheilsu barna. Hann starfar
við sænsku Lýðheilsustöðina og
Karolinska institutet í Stokkhólmi.
Núverandi rannsóknir hans varða
heilsueflingu og fyrirbyggjandi að-
gerðir fyrir börn og unglinga með
sérstaka áherslu á efnahagslega
áhrifaþætti á heilsu þeirra og slysa-
tíðni og á hvern hátt sveitarfélög
bregðast við til forvarna, segir í
fréttatilkynningu.
Bremberg heldur fyrirlestur um
lýðheilsu barna og á hvern hátt sveit-
arfélög geta haft áhrif á hana með
markvissum aðgerðum, t.d. í leik- og
grunnskólum. Fyrirlesturinn verður
haldinn í fræðslusal Heilsuverndar-
stöðvar Reykjavíkur föstudaginn 23.
ágúst nk. kl. 15–16 og er opinn öllu
áhugafólki um málefnið. Fyrirlestur-
inn verður fluttur á ensku.
Djass- og
blúshátíð á
Selfossi
HIN ÁRLEGA Djass- og blúshátíð á
Selfossi verður að þessu sinni haldin í
veitingahúsinu Inghóli á Selfossi dag-
ana 23. og 24. ágúst. Dagskrá verður
vegleg og er hátíðin tvískipt, segir í
fréttatilkynningu.
Föstudaginn 23. ágúst verða
Djasstónleikar. Fram koma Sextett
Kristjönu Stefánsdóttur en hann
skipa ásamt söngkonunni þeir Agnar
Már Magnússon á píanó, Valdimar
Kolbeinn Sigurjónsson á bassa, Erik
Qvick á trommur, Ólafur Jónsson á
tenórsaxófón og Birkir Freyr Matt-
híasson á trompet og flygilhorn.
Einnig koma fram Borgardætur
ásamt Eyþóri Gunnarssyni á píanó
og Þórði Högnasyni á bassa.
Laugardaginn 24. ágúst eru svo
blústónleikar. Fram koma Blúsmenn
Andreu og Vinir Dóra. Með þeim
Andreu og Halldóri leika eftirfarandi
listamenn; Einar Rúnarsson á ham-
mondorgel, Guðmundur Pétursson á
gítar, Haraldur Þorsteinsson á bassa
og Ásgeir Óskarsson á trommur.
Tónleikar hefjast klukkan 21 bæði
kvöldin en húsið verður opnað klukk-
an 20. Miðaverð er 1.500 krónur á
hvora tónleika fyrir sig. Kynnir er
Jón Bjarnason og hljóðmeistari er
Ari Daníelsson.