Morgunblaðið - 25.08.2002, Side 14

Morgunblaðið - 25.08.2002, Side 14
14 C SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞJÓNUSTA Byggingaverktakar — húsfélög — einstaklingar athugið! ● Tökum að okkur alla alhliða málningarþjónustu úti og inni. ● Getum bætt við okkur verkum. ● Gerum föst verðtilboð. Vönduð vinna. Símar 693 0660 og 693 0666. Rauði kross Íslands Rauði kross Íslands Námsstyrkir Félag einstæðra foreldra auglýsir eftir umsókn- um um námsstyrki úr námssjóði Félags ein- stæðra foreldra. Námssjóðurinn var stofnaður með framlagi frá Rauða krossi Íslands árið 1995 og úthlutanir fara fram tvisvar á ári á vor- og haustönn. Styrkirnir eru ætlaðir einstæðum foreldrum, sem stunda bóknám, verknám eða nám í list- greinum. Markmið styrkjanna er að bæta stöðu ein- stæðra foreldra á vinnumarkaði. Styrkurinn er fyrst og fremst ætlaður þeim, sem ekki njóta námslána hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna eða annarra styrkja. Allir félagsmenn í Félagi einstæðra foreldra geta sótt um styrk. Fjár- hagsstaða, félagslegar aðstæður og vottorð frá skóla er lögð til grundvallar styrkveitingum. Umsóknareyðublöð liggja fyrir á skrifstofu Félags einstæðra foreldra. Þeir félagsmenn, sem búa á Reykjavíkursvæði, komi á skrifstofu og fái þar umsóknareyðublöð, en þeir, sem búa úti á landi, er bent á að þeir geta sent fax (562-8270) til skrifstofu félagsins og beðið um að fá send umsóknareyðublöðin eða haft sam- band gegnum netfang félagsins. Umsóknarfrestur er til 15. september 2002. F.E.F F.E.F. TILKYNNINGAR Barna- og unglingakór Dómkirkjunnar Barna- og unglingakór Dómkirkjunnar getur bætt við sig áhugasömu og glöðu söngfólki í báða hópa. Æft er á þriðjudögum og fimmtudögum í Dómkirkjunni: Yngri hópur 7—10 ára kl. 16.30—17.00. Eldri hópur 10—16 ára kl. 17.30—19.00. Skráning í kórana fer fram fimmtudaginn 29. ágúst og föstudaginn 30. ágúst kl.16.30 —18.00 í Dómkirkjunni. Frekari upplýsingar veitir kórstjóri, Kristín Valsdóttir, í símum 552 0967/696 0967 eða netfang: kristinvals@islandia.is . Reykjavíkurborg Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Dómnefnd um Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar hefur lokið störfum og munu úrslit verða tilkynnt í október nk. Haft hefur verið samband við verðlaunahafa, en aðrir, sem áttu handrit í keppninni, eru beðnir að vitja þeirra á skrifstofu menningar- mála Reykjavíkurborgar sem fyrst eða fyrir 1. október nk. Gefa þarf upp dulnefni. Aðeins var opnað umslag með nafni vinningshafa. Reykjavík, 25. ágúst 2002. Menningarmálastjóri Reykjavíkurborgar, skrifstofu menningarmála, Pósthússtræti 7, 4. hæð, sími 563 6615. ÝMISLEGT Frímerki - seðlar - mynt Thomas Höiland Auktioner A/S í Kaupmannahöfn er stærsta fyrirtækið á Norðurlöndum með uppboð á frímerkj- um og mynt og heldur tvö stór uppboð á hverju ári auk minni uppboða. Dagana 1. og 2. september nk. munu sérfróðir menn frá fyrirtækinu verða á Íslandi í leit að efni á næsta uppboð sem verður í nóvember. Leitað er eftir frímerkjum, gömlum um- slögum og póstkortum, heilum söfnum og lagerum svo og gömlum seðlum og mynt. Þeir verða til viðtals á Hótel Esju sunnu- daginn 1. og mánudaginn 2. september kl. 10.00—12.00 og eftir nánara samkomulagi á öðrum tímum. Það er kjörið tækifæri til að fá sérfræðilegt mat á frímerkjaefni þínu, og til að koma slíku efni svo og gömlum seðlum og mynt á uppboð. Nánari upplýsingar veitir Össur Kristins- son í síma 555 4991 eða 698 4991 eftir kl. 17.00 á daginn. Thomas Höiland Auktioner A/S, Frydendalsvej 27, DK-1809, Frederiksberg C. Tel: 45 33862424 - Fax: 45 33862425. S M Á A U G L Ý S I N G A RI DULSPEKI Huglækningar/ Sjálfs- uppbygging. Samhæfing líkama og sálar. Áran. Fræðslumiðlun. Halla Sigurgeirsdóttir, andlegur læknir. Uppl. í síma 553 8260 milli kl. 17.00 og 18.00. TILKYNNINGAR Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur, Síðumúla 31, s. 588 6060. Miðlarnir, spámiðlarnir og hug- læknarnir Þórhallur Guð- mundsson, Ólafur Hraundal Thorarensen, Bíbí Ólafsdóttir, Ingibjörg Þengilsdóttir, Erla Alexandersdóttir, og Garðar Björgvinsson michael-miðill starfa hjá félaginu og bjóða fé- lagsmönnum og öðrum uppá einkatíma. Upplýsingar um félagið, einka- tíma og tímapantanir eru alla virka daga ársins frá kl. 13—18. Utan þess tíma er einnig hægt að skilja eftir skilaboð á sím- svara félagsins. Netfang: mhs@vortex.is . Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur starfar í nánum tengslum við Sál- arrannsóknarskólann á sama stað. SRFR. Sálarrannsóknarfélag Íslands, stofnað 1918, Garðastræti 8, Reykjavík Miðlarnir og huglæknarnir: Birgitta Hreiðarsdóttir, Bjarni Kristjánsson, Guðrún Hjörleifs- dóttir, Hafsteinn Guðbjörnsson, Kristín Karlsdóttir, Laufey Héð- insdóttir, María Sigurðardóttir, Oddbjörg Sigfúsdóttir, Rósa Ólafsdóttir, Skúli Lórenzson og Þórunn Maggý Guðmundsdóttir starfa hjá félaginu og bjóða upp á einkatíma. Einnig dulspeking- urinn Amy Engilberts. Frið- björg Óskarsdóttir heldur utan um mannræktar-, bæna- og þróunarhringi. Tekið er á móti fyrirbænum. ATH! Orðsending frá Frið- björgu!! Vetrarstarfið hefst 2. september, nemendur mæti á sömu dögum og sama tíma og sl. vetur. Gönguferð mánudag- inn 26. fer Friðbjörg í gönguferð og leggur af stað frá Olís, Mos- fellsbæ kl. 20.00. (Mæting á bak við Olís). Allir velkomnir. Upplýsingar og bókanir eru í síma 551 8130. Einnig er hægt að senda fax s. 561 8130 eða e-mail srfi@isholf.is. Opnunar- tími skrifstofu í Garðastræti 8 er 9—15 alla virka daga. SRFÍ. FÉLAGSLÍF Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í dag kl. 14.00. Í kvöld kl. 19.30: Bænastund. Kl. 20.00: Hjálpræðissamkoma í umsjón Elsabetar Daníelsdóttur. Allir hjartanlega velkomnir. Sunnud. Samkoma kl. 16.30. Donnie Swaggart predikar og Roy Chagon spilar á saxafón. Þriðjud. Samkoma kl. 20.30. Miðvikud. Bænastund kl. 20.30. Fimmtud. Unglingarnir kl. 20.00. Laugard. Samkoma kl. 20.30. Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Bænastund kl. 16.00. Almenn samkoma kl. 16.30. Högni Valsson predikar. Lof- gjörð, fyrirbænir og mjög skemmtilegt aldursskipt barna- starf á sama tíma. Allir hjartanlega velkomnir. Athugið breyttan samkomutíma. Dagana 30. og 31. ágúst verður Åke Carlsson gestur okkar. Báða dagana verður samkoma kl. 20.00 og kennsla þann 31. frá kl. 10 til 16. Allir velkomnir. „Mikill er Drottinn og mjög veg- samlegur, mikilleikur hans er órannsakanlegur.“ mbl.is mbl.is FRÉTTIRVEÐUR Á DÖGUNUM var brúardekkið á brúnni yfir Lónsós í Keldu- hverfi steypt en brúin hefur ver- ið í smíðum frá því á vordögum. Trésmiðjan Vík ehf. á Húsavík er verktaki við brúarsmíðina og það var um fjörutíu manna vinnuflokkur frá henni og Stein- steypi ehf. úr Aðaldal ásamt fjórum múrurum sem vann verkið. Verkið var unnið sleitulaust á vöktum og gekk vel enda veð- urguðirnir afar hliðhollir brúar- smiðunum á meðan á þessu stóð. Tók rúmar fjörutíu klukku- stundir að steypa þetta 100 metra langa dekk og í það fóru um 640 rúmmetrar af steypu. Framkvæmdastjórarnir Að- alsteinn J. Skarphéðinsson hjá Vík ehf. og Trausti Haraldsson hjá Steinsteypi ehf. tjáðu frétta- ritara að þetta verk væri það langstærsta sem þeir hefðu komið nálægt að steypa í einu. Trausti sagði til viðmiðunar að stærsta verk þeirra fram að þessu hefði verið að steypa um hundrað rúmmetra í einu. Aðalsteinn sagði næsta verk vera að spenna dekkið upp eins og það á að vera og við það myndu steypumótin falla frá. Að því loknu væri eftir að koma upp handriðum og klára annan frágang og taldi hann að þetta gæti tekið um tvær vikur. 100 metra langt brúardekk steypt á brúnni yfir Lónsós Húsavík Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Aðalsteinn ánægður með gang mála. VEGURINN milli Árneshrepps og Stein- grímsfjarðar er mjög illa farinn og er gífurleg- um þungaflutningum frá Norðurfirði kennt um en fjöldi aðkomubáta hefur landað þar í sumar vegna nálægðar við fiskimiðin. Öllum fiski er ekið þaðan á fiskmarkaði í Reykjavík eða vest- ur á Ísafjörð. Fyrir stuttu var vegurinn á Bjarnfjarðar- hálsi lagaður eftir að hann datt niður að hluta og nú er byrjað að bera ofan í veginn norður með Reykjarfirði, sem var mjög illa farinn, og svo víða smá kafla frá Gjögri og norður í Tré- kyllisvík. Menn velta því nú mikið fyrir sér hvort það hafi verið rétt ákvörðun að leggja niður strand- flutninga og færa alla flutninga yfir á vegina, því þeir standi ekki undir slíku og það sé ef- laust dýrara í alla staði. Vegurinn þoldi ekki þunga- flutningana Árneshreppur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.