Morgunblaðið - 25.08.2002, Side 15

Morgunblaðið - 25.08.2002, Side 15
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 2002 C 15 „ÞAÐ er góður gangur í þessu hjá okkur í Breiðdalsá, hún byrjaði vel en svo dofnaði veiðin talsvert og júlí var slakari en í fyrra. Síðustu tíu dagarnir eða svo hafa hins veg- ar verið prýðilegir og að koma þetta fjórir til tíu laxar á land á dag. Það komu sjö í gær og það er alltaf að bætast við fiskur í ána. Það eru komnir um 150 laxar á land núna, en allt síðasta sumar veiddust 233 laxar. Breiðdalsá er það drjúg á haustin að ég sé ekki annað en við förum hátt í 300 laxa í sumar, sem er alveg viðunandi,“ sagði Þröstur Elliðason, leigutaki Breiðdalsár, í gær. Hann bætti við að hlutfall stórlaxa í aflanum hefði aldrei verið meira í Breiðdalsá svo hann vissi til. Sá stærsti í sumar var 20 punda, dreginn í Einarshyl. Fréttir úr ýmsum áttum Þröstur Elliðason er einnig með Hrútafjarðará á leigu og sagði hann að tæplega 100 laxar væru komnir á land úr ánni og það væri að kroppast bærilega upp úr henni. „Það er talsvert af laxi í ánni, en dagarnir eru misgóðir eins og gengur. Allt síðasta sumar veidd- ust 130 laxar í ánni en það er ekk- ert því til fyrirstöðu að heildarveið- in í sumar verði mun meiri. Ef ekki verða endalausir þurrkar og önnur óáran gæti áin hæglega náð 200 laxa heildarveiði. Enn eru Rangárnar langt á eftir tölum síðasta árs, en það er úr háum söðli að detta, því veiðin í án- um í fyrra var með eindæmum. Í vikulok voru komnir um 760 laxar á land úr Eystri-Rangá og um 450 úr Ytri-Rangá. Aflabresturinn í ánum liggur aðallega í smálaxinum úr sleppingunni sumarið 2001. Meðal- þungi veiddra laxa í ánum er sam- kvæmt því mun meiri en í fyrra. Í gærdag voru alls komnir um 180 laxar á land af svæðum SVFR í Soginu, Bíldsfellið drýgst með 71 lax og Alviðra með 50 stykki. Það hefur verið að glæðast síðustu daga og menn eru að sjá mikið af fiski þessa dagana. Korpa var komin með 159 laxa í gærdag, sjö laxar veiddust þar á fimmtudagskvöldið. Talsverður lax er í ánni, en hún er viðkvæm vegna vatnsleysis og veiðimöguleikar því mjög háðir aðstæðum. Silungaslóðir Enn eru menn að draga vænar bleikjur á Þingvöllum, m.a. voru menn í þjóðgarðinum um síðustu helgi að fá ’ann, m.a. nokkrar 2–3 punda bleikjur. Hins vegar dregur úr sókn bleikjunnar í flugur veiði- manna á þessum tíma vegna hrygningar, sem byrjar síðla í ágúst á þessum slóðum. Fáir dagar eru síðan fréttist af mönnum sem fóru í vötn og spræn- ur á Skagaheiði og fengu rífandi veiði, t.d. fengu þrír félagar alls um 70 bleikjur, flestar á þurrflugur. Þetta voru mest 2 til 3 punda bleikjur og voru menn gríðarlega saddir í lok veiðidags. Mjög hefur dregið úr sókn manna í vötn á Arnarvatnsheiði, en stöku veiðimaður kann betur við að fara á þær slóðir síðsumars og sleppa við mývarginn. Einn var þar nýlega, veiddi á Úlfsvatnssvæðinu og fór heim eftir tvo daga með rúmlega 40 væna fiska, mest 1 til 2,5 punda bleikjur, en í hrúgunni voru einnig fjórir urriðar, 2 til 3 punda. Notaðar voru bæði púpur og þurrflugur við þessar veiðar, ut- an að urriðarnir veiddust á spón í Úlfsvatni er húmaði. Ekki að spyrja að ljósaskiptunum. Veiðin í Breiðdalsá stefnir í góða tölu Morgunblaðið/LAE Guðjón Ó. Davíðsson með lax úr Koteyrarbroti í Langá. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? LANDSMÓT í skógarhöggi var á dögunum haldið í fyrsta sinn á Ís- landi. Það fór eðli málsins sam- kvæmt fram í Hallormsstaðarskógi og var haldið á vegum Skógræktar ríkisins. Mótið var liður í hátíðinni Ormsteiti 2002, sem nú stendur yfir á Fljótsdalshéraði. Íslandsmeistari í skógarhöggi 2002 varð heimamaður- inn Eiríkur Sigfússon. Skömmu eftir hádegi mættu kepp- endur til leiks í lerkiþyrpingu í svo- kölluðum Atlavíkurstekk. Þátttak- endur voru átta talsins og komu allir af Fljótsdalshéraði. Keppni þeirra var fólgin í að fella tré með keðjusög og láta það falla nákvæmlega á til- tekinn pinna á jörðinni, 10 m frá rót. Þá átti að afkvista tréð upp í topp og hluta toppinn frá á 4 sm. Endað var á því að höggva sundur sykurmola með öxi á fjalhöggi úr höfuðhæð. Keppnin var mæld í sekúndum, sem þýddi að sá sem var með fæstar sek- úndur bar sigur úr býtum. Þá var metið til bónus- eða refsistiga ástand á búnaði skógarhöggsmanna og handbragð þeirra við verkið. Eiríkur Sigfússon varð sem fyrr segir hlutskarpastur í skógarhögg- inu og hlaut að launum veglegan far- andbikar. Í öðru sæti varð Þorsteinn Þórarinsson og því þriðja Jón Björg- vin Vernharðsson. Við verðlaunaaf- hendinguna var spilað á ástralska blásturshljóðfærið didgeridoo, sem Vilhjálmur R. Vilhjálmsson smíðaði úr Hallormsstaðarbirki, og drukkið sérlegt skógarhöggsmannakaffi við varðeld fyrir heimferð. Skógarhögg er ný keppnisgrein á Íslandi, en á Norðurlöndunum eru víða haldin slík mót, og þá einnig Norðurlanda- og heimsmeistaramót. Stefnt er að því að landsmótið hér verði framvegis haldið á hverju hausti og keppendur komi af landinu öllu. Fyrsta Íslandsmót- ið í skóg- arhöggi Egilsstaðir Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Íslandsmeistarinn í skógarhöggi 2002, Eiríkur Sigfússon, á milli Jóns Björgvins Vernharðssonar í 3. sæti, og Þorsteins Þórarinssonar, 2. sæti. Að höggva sundur sykurmola með öxi á fjalhöggi úr höfuðhæð TUTTUGU dýr kepptu í þriðju feg- urðarsamkeppni gæludýra, sem haldin var á Egilsstöðum fyrir nokkrum dögum. Var keppnin hluti af héraðs- og uppskeruhátíð- inni Ormsteiti 2002, sem fram fer í tíunda sinn á Fljótsdalshéraði um þessar mundir. Keppnin hefur frá byrjun notið mikillar hylli, enda einstök á heimsmælikvarða. Keppt var í katta- og hunda- flokkum og þriðji keppnisflokk- urinn var fyrir dýr af ýmsu tagi, svo sem kanínur, finkur, fiðrildi og hunangsflugur. Yfirdómari var Björn Steinólfsson dýralæknir og gaumgæfði hann hvert dýr hauk- fránum augum og gaf þeim verð- ugar einkunnir. Þannig máttu nokkrar kisur þola aðfinnslur um flösu og skrítið vaxtarlag og hundar yfirlýsingar um snúna fæt- ur og óhlýðni. Í kattaflokki sigraði kettling- urinn Dúlla, í eign Þorvaldar Ragn- arssonar. Dómari sagði yfirburði Dúllu felast í mjög fallegri og sjald- gæfri litasamsetningu og einkar góðu hárafari. Í hundaflokki reyndist ómögulegt að gera upp á milli tíkanna Týru og Snoppu og deila þær verðlaunasætinu. Týra þótti áberandi hlýðin og báðar þóttu þær einkar fallegar, vel byggðar og haldnar og með skín- andi góðan feld. Eigandi Týru er Sigurður Þ. Sigurðsson, en Snoppu á Steinunn Friðriksdóttir. Í flokki ýmissa dýrategunda varð kanínan Stjarna hlutskörpust. Björn dýralæknir og dómari hrós- aði henni á hvert reipi og sagði hana augljóslega fá heilnæmt fæði, því það geislaði af henni lífsþrótt- urinn. Þá væri hún einkar vel hirt og spök. Eigandi Stjörnu er Irma Gná Jakobsdóttir. Allir þátttakendur fengu við- urkenningarskjal, en sigurvegarar í hverjum flokki hlutu veglega út- tekt á gæludýravörum í versluninni Blómabæ á Egilsstöðum. Fegurðarsam- keppni gæludýra Egilsstaðir Morgunblaðið/Steinunn Tuttugu dýr tóku þátt í fegurðar- samkeppni gæludýra á Egilsstöð- um á Ormsteiti 2002. Fjölmenni var á keppninni og dýrin öll kembd og strokin í sínu fínasta pússi. HRAFNSUNGINN sem fréttaritari rakst á sunnanundir Hjör- leifshöfða var óvenjulega spakur. Hann var að snæða hádegis- verðinn sem var dauður fýll og var alls ekki ánægður með að verða fyrir truflun í matartímanum. Hann réðst á fréttaritara og nartaði í skóna hans, en eftir hádegismatinn settist hann upp á spegil á bíl erlends ferðamanns og kíkti í spegilinn. Eins og gefur að skilja vakti þetta óvenjulega háttalag krumma óskipta athygli ferðamanna sem voru þarna og var honum færð ýmiss konar fæða til að borða t.d. SS pylsur sem honum líkaði bara vel. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Farðu eða ég ét þig. Ónæðissamt hádegi hjá krumma Fagridalur ALÞINGISMENN hafa verið áber- andi á götum Stykkishólms síðustu daga. Á tæpri viku hefur meirihluti þingmanna heimsótt bæinn. Eins og fram hefur komið fundaði þingflokk- ur Sjálfstæðisflokksins í Stykkis- hólmi og þingmenn í Vestnorræna ráðinu voru hér um helgina. Svo var röðin komin að umhverfisnefnd Al- þingis. Nefndin er á sínu árlega ferðalagi um landið. Nú var komið að Vesturlandi. Skoðaður var þjóð- garðurinn undir Jökli og gist á Hell- issandi. Daginn eftir, þriðjudag var haldið til Stykkishólms. Þar tók á móti nefndinni starfsfólk Náttúru- stofu Vesturlands sem hefur aðset- ur í Stykkishólmi og fulltrúar Breiðafjarðarnefndar. Róbert Arn- ar Stefánsson, forstöðumaður Nátt- úrustofu, sagði frá starfsemi stof- unnar. Hún hefur verið starfrækt í rúmt ár og er starfsemin að styrkj- ast og aukast. Stöðugildin eru nú 2–3. Friðjón Þórðarson, formaður Breiðafjarðarnefndar, kynnti gest- um lögin um verndun Breiðafjarðar og hvert væri hlutverk Breiðafjarð- arnefnar samkvæmt þeim. Starfs- maður Náttúrustofu Vesturlands starfar fyrir nefndina og sinnir þeim verkefnum sem þarf að leysa á veg- um hennar. Að lokum bauð bæjarstjóri gest- um í mat á Narfeyrarstofu. Vel mettir og fróðari héldu um- hverfisnefndarmenn áleiðis heim og fóru nýja veginn yfir Vatnaheiði sem hefur breytt samgöngumálum Snæfellinga mjög svo til hins betra. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Umhverfisnefnd Alþingis heimsótti Stykkishólm en með henni á mynd- inni eru bæjarstjóri, starfsfólk Náttúrustofu og fulltrúar í Breiðafjarð- arnefnd. Merkilega er bjart yfir hópnum þrátt fyrir ausandi rigningu. Þingmenn sækja til Stykkishólms Stykkishólmur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.