Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 1
2002 ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER BLAÐ B
BÍLDSHÖFÐI 510 8020 SMÁRALIND 510 8030
SELFOSS 480 7000 WWW.INTERSPORT.IS
fa
s
t
la
n
d
-
8
2
6
6
B
A
N
G
!
100% VEIÐI
STÓRAUKIÐ
ÚRVAL Í STÆRRI
OG ENDURBÆTTRI
SKOTVEIÐIDEILD
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
KR VARÐ BIKARMEISTARI Í KNATTSPYRNU KVENNA / B6
Í grein í The Sentinel, sem Morg-unblaðið vitnaði á föstudaginn,
var sagt að forvígismenn Stoke teldu
að þeim bæri ekki að greiða Guðjóni
sérstaka uppbót fyrir að fara með lið
Stoke upp í 1. deild, ekkert slíkt hefði
verið í samningi hans við félagið.
Lögfræðingurinn, Robert Ashton,
segir að málið snúist um þrjú atriði,
en hann hefur krafist 100 þúsund
punda, 13 milljóna króna, fyrir hönd
Guðjóns vegna uppsagnarinnar.
Í fyrsta lagi eigi Stoke eftir að
greiða þann bónus sem samið hafi
verið um að Guðjón fengi fyrir að
leiða liðið upp um deild. Í öðru lagi
eigi hann rétt á bótum vegna upp-
sagnarinnar og í þriðja lagi þurfi að
ganga frá lokagreiðslu til Guðjóns,
en ágreiningur sé um þann tíma sem
eftir var af samningnum þegar hon-
um var sagt upp.
Guðjón sagði við Morgunblaðið í
gær að málið væri alfarið í höndum
lögfræðings síns og hann vonaðist til
þess að það yrði leitt til lykta innan
skamms.
Ákvæði um uppbót
í samningi Guðjóns
SAMKVÆMT upplýsingum frá lögfræðingi Guðjóns Þórðarsonar,
fyrrverandi knattspyrnustjóra Stoke, fóru forráðamenn enska fé-
lagsins ekki með rétt mál í umfjöllun dagblaðsins The Sentinel um
samningaviðræður hans við Stoke vegna uppsagnar Guðjóns síð-
asta vor.
Morgunblaðið/Kristján
Fylkismenn komust í gær í efsta sæti efstu deildar karla er þeir lögðu Þórsara, 1:0, á Akureyr-
arvelli á sama tíma og þeirra aðalkeppinautur um meistaratitilinn, KR, gerði jafntefli við ÍBV.
Mark Fylkis skoraði Theódór Óskarsson. Á myndinni er það hins vegar Kjartan Sturluson, mark-
vörður Fylkis, sem var öryggið uppmálað, sem hirðir fyrirgjöf Þórsara einu sinni sem oftar.
RÓBERT Sighvatsson lands-
liðsmaður í handknattleik
mun ekki leika með Val á
komandi leiktíð. Valsmenn
vildu fá hann til að fylla skarð
línumannsins Sigfúsar Sig-
urðssonar, sem eins og kunn-
ugt er gekk í raðir þýska úr-
valsdeildarliðsins Magdeburg
í sumar. Róbert fékk tilboð frá
Hlíðarendaliðinu sem hann
hafnaði og þar með er óljóst
hvar hann mun leika í vetur.
FH-ingar áttu fund með Ró-
berti í síðustu viku en að sögn
forráðamanna Hafnarfjarð-
arliðsins stendur ekki til að
bjóða honum samning. „Við
ræddum við Róbert en það
var mest fyrir kurteisissakir
og það er alveg á hreinu að
hann er ekki á leið til okkar.
Við höfum styrkt okkar lið í
sumar og það stendur ekki til
að bæta fleirum við hópinn,“
sagði Jóhann Jónsson, for-
maður handknattleiksdeildar
FH, við Morgunblaðið.
Róbert fer
ekki í Val