Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA 4 B ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Bæði lið blésu til sóknar í þess-um leik, enda stigin þrjú sem í boði voru mikilvæg í baráttu lið- anna við að fylgja Valsmönnum upp í Símadeildina. Jafn- ræði var með liðun- um í fyrri hálfleik. Kristófer Sigurgeirsson kom Breiðabliki yfir á 25. mínútu með gulli af marki þegar hann hamraði fyrirgjöf frá Kristjáni Óla Sigurðs- syni með viðstöðulausu skoti í mark Víkinga. En Víkingar leyfðu Blikunum ekki að njóta forystunn- ar því í næstu sókn renndi Har- aldur Ómarsson boltanum framhjá Gísla Einarssyni í marki Breiða- bliks eftir mjög laglega sókn. Steinþór Þorsteinsson kom Breiða- bliki yfir á ný á 32. mínútu með skalla úr markteig eftir fyrirgjöf Kristófers. En enn á ný jöfnuðu Víkingar og aftur var það Haraldur Ómarsson á ferðinni á 39. mínútu. Víkingar áttu hornspyrnu frá hægri, Blikar fengu tvö tækifæri til að hreinsa frá marki en Haraldur hafði betur og liðin fóru til leikhlés með skiptan hlut. Seinni hálfleikur var kaflaskipt- ur. Víkingar voru mun sterkari fyrstu 8 mínútur hálfleiksins en þá tóku Blikar öll völd og Þorsteinn Sveinsson skoraði þriðja mark þeirra með skalla eftir eitt af fim- leikainnköstum Steinþórs Þor- steinssonar. En Víkingar voru á því að láta draum þjálfara síns um sigur rætast því á 68. mínútu jafn- aði Sumarliði Árnason leikinn enn á ný fyrir Víkinga og eftir það var aðeins eitt lið á vellinum. Það var síðan Stefán Örn Arnarson sem tryggði Víkingum öll stigin þrjú á 73. mínútu og gerði allt að því út um vonir Breiðabliks um að flytjast upp um deild. „Við lögðum upp með það að láta þá sækja og beita síðan skyndi- sóknum. En þegar við lentum und- ir í tvígang í fyrri hálfleiknum setti ég meiri kraft í sóknarleikinn og við uppskárum sigur,“ sagði Lukas Kostic. Hann varð efins á svip þeg- ar hann var spurður um hvort það væri ekki sælt að eiga ennþá möguleika á að flytjast upp um deild. „Auðvitað vilja allir fara upp um deild, en það er spurning um hvort menn verðskuldi það eða séu tilbúnir til þess,“ sagði Lúkas. Blikarnir munu sjálfsagt naga sig í handarbökin næstu daga fyrir að hafa ekki náð meiru út úr þess- um leik en raun bar vitni. Kristófer Sigurgeirsson, Steinþór Þorsteins- son og Ásgeir Baldurs léku þeirra best en hjá Víkingum voru þeir Haraldur Ómarsson, Ólafur Adolfsson og Jón Grétar Ólafsson bestir. Maður leiksins: Haraldur Óm- arsson, Víkingi. Leiknum í heild má einmitt lýsaþannig í stuttu máli. Grindvík- ingar voru með boltann, spiluðu vel sín á milli á miðjum vellinum en fengu engan frið til að at- hafna sig við víta- teig KA. Þeir voru hinsvegar yfirleitt fljótir að vinna boltann af gestunum á ný, og þann- ig hélt þetta endalaust áfram. Úr varð tilþrifalítill leikur, eitt og eitt marktækifæri, en annars ekki mik- ið fyrir augað. Grindvíkingar fengu öll bestu færin, nema eitt – þegar Steingrímur Eiðsson, KA-maður, var aleinn á markteig þeirra á 57. mínútu en skallaði framhjá mark- inu. Albert Sævarsson í marki Grindavíkur þurfti aðeins að verja einn þokkalegan skalla, frá Hreini Hringssyni rétt á undan, en átti að öðru leyti náðugan dag. Þórður Þórðarson hafði öllu meira að gera í marki KA og varði þrívegis virkilega vel, skalla frá Michael Jónssyni og Óla Stefáni Flóventssyni og hörkuskot frá Grétari Hjartarsyni. Að auki skaut Eysteinn Hauksson í stöng úr aukaspyrnu undir lokin og þeir Al- freð Jóhannsson og Óli Stefán fóru illa með dauðafæri á fyrstu 15 mín- útum leiksins. Slobodan Milisic hjá KA fékk rauða spjaldið undir lokin en það var of seint til að breyta frekar gangi leiksins. Færin hefðu átt að duga okkur til sigurs Ólafur Örn Bjarnason, fyrirliði Grindavíkur, var ekki sáttur við úrslitin, og ekki heldur við leik sinna manna. „Það er erfitt að spila á móti svona liði. KA-menn voru mjög grimmir, spiluðu þéttan varnarleik og voru afar skipulagð- ir. Við spiluðum of hægt, sem gerði þeim auðveldara fyrir, og stað- reyndin er sú að við erum ekki með sömu sköpunargáfu frammi og þegar Kekic og Ramsey voru þar báðir. Grétar var með þrjá menn á sér allan leikinn og það vantaði að menn gerðu meira upp á eigin spýtur. Samt fengum við góð færi sem hefðu átt að duga okkur til sigur,“ sagði Ólafur Örn við Morg- unblaðið. Ramsey tók út leikbann í þessum leik og Kekic er nú lyk- ilmaður í vörn Grindavíkur. Hann sagði að úr því að von um titilinn væri endanlega úr sögunni væri ekki annað markmið eftir en að verja þriðja sætið. „Við förum ekki ofar, en stefnum á að fara yfir 30 stigin í fyrsta sinn og svo er bara að vona að KR verði meistari og Fylkir bikarmeistari,“ sagði Ólafur Örn. Með því kæmist Grindavík í UEFA-bikarinn, en að öðrum kosti fer liðið í þriðja sæti í Intertoto-keppnina. Engum markmiðum náð ennþá „Við getum verið sáttir, það er erfitt að sækja stig til Grindavíkur, en við fengum reyndar besta færið í leiknum þegar Steingrímur skall- aði framhjá. En við virðumst vera að ná jafnvægi í þessari deild, gegn liðum sem eiga að vera betri en við,“ sagði Þorvaldur Makan Sig- björnsson, fyrirliði KA. Hann sagði að þótt KA-menn væru þægilega settir í fjórða sæt- inu væri engum markmiðum náð ennþá, þeir hefðu alltaf ætlað sér meira en að hanga í deildinni. „Við erum keppnismenn og sættum okkur einungis við að vera á toppn- um, hvort sem það er raunhæft eða ekki. Það er í raun bara markmið fyrir aumingja að stefna ekki á annað en að halda sér í 10 liða deild. Menn fara af stað, tína til öll þau stig sem hægt er að fá og vona að það skili sem bestri stöðu. Við munum gefa allt í lokaleikina, við eigum möguleika á bikarmeistara- titli og Evrópusæti, sem yrði frá- bært á fyrsta tímabili í efstu deild í langan tíma,“ sagði Þorvaldur Makan. Klæddu sig á Akureyri Leiknum seinkaði um 38 mín- útur, hann hófst ekki fyrr en kl. 6.38 þar sem seinkun varð á flugi frá Akureyri. „Við lentum 5.15 í Reykjavík og áttum þá eftir að fá töskurnar og komast til Grindavíkur. Sem betur fer vorum við skynsamir og fórum í búningana fyrir norðan, þannig að við náðum stuttri upphitun. KSÍ skipaði okkur að koma suður, þótt það lægi fyrir að við yrðum mjög seinir fyrir, annars myndum við tapa leiknum. Þetta var fullknappt, en það er gott að vera búnir með þennan leik, við spiluðum í góðu veðri og náðum í stig,“ sagði fyr- irliði KA. Morgunblaðið/Jim Smart KA-maðurinn Ásgeir Már Ásgeirsson og Grindvíkingurinn Óli Stefán Flóventsson í harðri baráttu. Grindavík nýtti ekki yfirburðina VON Grindvíkinga um Íslandsmeistaratitilinn slokknaði endanlega þegar þeir gerðu 0:0 jafntefli við KA í tilþrifalitlum leik suður með sjó í gærkvöld. Þeir stigu þó skrefi nær því að tryggja sér þriðja sætið en miðað við gang leiksins mega þeir vera óánægðir með nið- urstöðuna. Ef leiktími með bolta hefði verið mældur, hefðu þeir ef- laust reynst vera með hann yfir 80 prósent af leiktímanum en Grindvíkingum gekk ekki nógu vel að opna sterka vörn norð- anmanna þrátt fyrir yfirburði úti á vellinum. Víðir Sigurðsson skrifar       D;  C7>=  ) I7  7  2 I  4 " '3  +  +# 4  4 8  74* 0 =  /#    8 + 4 ! -  <& I  8 !8 0 + .  <& +A 3   9  . ,  # 7,.    :;< .4 +  =, =  $ #  % &%''%  > :& &   1   ; ( 4   F+'' ?.  8$$   & / &1   . :    9  /   7 *.    #      ;D <     D1 5 5  " 2  2 3* 7  7 B+  7 C    I 7 ,. / 5 =   7 C3 5 =  " # ( *(  !8  %@& ?   / . ? 7 F !  ;$& :# $ G&3%%5 :  G&/ # 3C%5       /  /  &/ # 3*75 +  3   3  :# $ G&34+5 !@&  E !& Njarðvík í 1. deildina NJARÐVÍKINGAR tryggðu sér sæti í 1. deild karla í knatt- spyrnu á laugardaginn þegar þeir sigruðu Leikni úr Reykja- vík, 2:1, í 17. og næstsíðustu umferð 2. deildar. Sextán ár eru síðan Njarðvík lék síðast í næstefstu deild en félagið átti þar sæti á árunum 1982 til 1986. Njarðvíkingar komu upp úr 3. deildinni í mars síðastliðnum en þá losnaði sæti í 2. deild þeg- ar 1. deildarlið Leifturs og Dalvíkur voru sameinuð. HK, sem einnig lék í 3. deild í fyrra, tryggði sér meist- aratitil 2. deildar á laugardaginn með því að sigra Létti, 3:2. Leiknir R. og Léttir mætast í hreinum úrslitaleik í loka- umferðinni um hvort liðið heldur sæti sínu í 2. deild. Víkingur á enn von Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar LÆRISVEINAR Lúkas Kostic hjá Víkingi halda enn í vonina um að fylgja Val eftir upp í efstu deild eftir að þeir lögðu Breiðablik, 4:3, á Kópavogsvelli. Að sama skapi minnkuðu vonir Breiðabliks verulega um að færast upp um deild, liðið er nú í 6. sæti með 23 stig og verð- ur að vinna báða leikina sem eftir eru og treysta um leið á hagstæð úrslit hjá andstæðingunum til þess að draumurinn um sæti í efstu deild verði að veruleika.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.