Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 12
FÓLK  SVEITAKEPPNI karla í golfi fór fram um helgina en kylfingar um allt land urðu að sleppa keppni á sunnudeginum vegna veðurs. Í Eyj- um í 1. deild, í Leirunni í 2. deild og í Neskaupstað í 3. deild, en Bolvík- ingar gátu klárað keppni í 4. deild.  TVÆR sveitir færast á milli deild, úr 1. deild falla Setberg og Oddur en í þeirra stað koma sveitir GS og GA sem urðu hlutskarpastar í 2. deildinni.  SVEIT Sauðárkróks varð hlut- skörpust í 3. deildinni og flyst upp í 2. deild að ári eins og Ólafsfirðingar en úr 2. deild í þá þriðju falla sveitir Húsavíkur og Borgarness.  Í BOLUNGARVÍK varð sveit Hornfirðinga hlutskörpust og leik- ur því í 3. deild að ári eins og heima- menn í Bolungarvík sem urðu þremur höggum á undan sveit Mostra úr Stykkishólmi.  ÞAÐ vakti óneitanlega undrun margra hvernig sveit Keilis stillti upp í þriðju og síðustu umferð riðla- keppninnar, en þar voru Björgvin Sigurbergsson og Ingi Rúnar Gísla- son látnir leika fjórmenninginn. Leikið var við Leyni og tapaðist leikurinn 3:2. Þetta þýddi að GK mætti GKj í undanúrslitum í stað þess að mæta GR eins og raunin hefði orðið ef GK hefði lagt Leyni.  KEILIR vann GKj í undanúrslit- um eins og GR gerði við Leyni en þar sem ekki kom til úrslitaleiks á sunnudeginum vegna veðurs var farið í reglugerðir og vinningar í mótinu taldir. Þar hafði GR betur og er því Íslandsmeistari.  SVEIT GR mun því halda til Ítalíu í nóvember þar sem hún tekur þátt í Evrópukeppni félagsliða í golfi.  ARNAR Gunnlaugsson var í fyrsta skipti í byrjunarliði Dundee United í skosku úrvalsdeildinni á laugardaginn þegar það gerði 0:0 jafntefli við Dundee í nágrannaslag. Dundee United gerði þar sitt þriðja jafntefli í fimm leikjum og er nú á botni deildarinnar með 3 stig.  ARNAR fór af velli á 66. mínútu en varamaður hans, Alan Smart, hafði ekki langa viðdvöl á vellinum. Hann fékk rauða spjaldið fyrir gróft brot aðeins níu mínútum síðar.  ÞÓRÐUR Guðjónsson lék í 72 mínútur með Bochum sem vann 3. deildarlið Aue, 3:1, á útivelli í 1. um- ferð þýsku bikarkeppninnar á laug- ardaginn.  EYJÓLFUR Sverrisson var ekki í liði Herthu Berlín sem var óvænt slegið út af 3. deildarliðinu Holstein Kiel. Leikurinn endaði 1:1 en í víta- spyrnukeppni náðu leikmenn Herthu ekki að skora mark og töp- uðu þar 3:0.  KATRÍN Jónsdóttir og stöllur hennar í Kolbotn töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu, 2:1, á heimavelli gegn meisturum Trond- heims-Örn. Sigurmarkið kom 10 sek. fyrir leikslok en Kolbotn var mun betri aðilinn allan tímann. Katrín spilaði allan leikinn. Kolbotn er með 31 stig, Asker 29 og Trond- heims-Örn 28 þegar sex umferðum er ólokið.  HELGI Valur Daníelsson var tek- inn út úr byrjunarliði Peterborough í fyrsta skipti á tímabilinu á laug- ardag. Hann sat á varamanna- bekknum allan tímann þegar lið hans tapaði, 1:0, fyrir Port Vale í 2. deild ensku knattspyrnunnar.  HARALDUR Ingólfsson skoraði eitt marka Raufoss þegar liðið sigr- aði Hönefoss, 3:2, í norsku 1. deild- inni í knattspyrnu á sunnudaginn. Þetta var 12. mark Haraldar í deild- inni í ár en hann hefur leikið alla leiki Raufoss. Raufoss er í fjórða sæti, fjórum stigum á eftir topp- liðinu Sandefjord, og á ágæta möguleika á að vinna sér sæti í úr- valsdeildinni. Leikmenn norska knattspyrnu-félagsins Start lýstu yfir fullum stuðningi við þjálfara sinn, Guðjón Þórðarson, í bréfi sem birtist norska blaðinu Fædrelandsvennen og á heimasíðu félagsins um helgina. Þar gagnrýna þeir mjög vinnubrögð blaðsins sem þeir segja að gefi ranga mynd af liðinu og félaginu í heild. Um Guðjón segja leikmennirnir eftirfarandi í bréfi sínu: „Við viljum koma því á framfæri við lesendur að við leikmennirnir styðjum 100 prósent við bakið á þjálfara okkar, sem er gífurlega metnaðarfullur. Flestir vita að Guð- jón gerir geysilega miklar kröfur til sinna leikmanna. En hann er einnig mjög heiðarlegur og gerir sömu kröfur til sjálfs sín. Hann er hefur svo mikla stjórnunarhæfileika að hann ætti að fara í framboð í forseta- kosningum á Íslandi. Þegar á móti hefur blásið hefur honum tekist að halda uppi andanum og stemmning- unni í liðinu með kímnigáfunni.“ Nokkuð hefur verið gert úr því í norskum fjölmðlum að þrír leik- menn hafa yfirgefið Start eftir að Guðjón tók við liðinu. Í bréfinu segir að þeirra sé vissulega saknað sem góðra félaga. „Þeir vildu ekki vera í hópnum þegar í ljós kom að þeir myndu ekki spila eins mikið og áður. En við viljum upplýsa að þeir þurftu að sitja á sama varamannabekk og margir okkar hafa einnig gert lang- tímum saman. Eina ráðið við slíku er að æfa betur og sýna að maður sé of góður til að sitja þar,“ segja leik- menn Start. Leikmenn Start styðja Guðjón Þórðarson Keppt var í tveimur riðlum íkeppninni og eftir tvo leiki af þremur var staða Golfklúbbs Reykjavíkur og Keilis vænlegust, bæði lið höfðu sigr- að sínar viðureignir nokkuð örugglega, GR gegn Golfklúbbnum Oddi og Keilir sveit Golfklúbbs Garðabæjar og Kópavogs. Í fyrstu umferð vakti það athygli að sveit Golfklúbbs Vestmannaeyja sigraði Leyni eftir skemmtilega og spennandi keppni þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu braut. Þar þurfti atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson að lúta í lægra haldi fyrir gamla brýninu Björgvini Þorsteinssyni sem nú leikur fyrir GV. Þá sigraði Kjölur Golfklúbbinn Setberg 4:1. Í annarri umferð hélt sveit GR uppteknum hætti og sigraði Kjal- armenn örugglega og Keilir sömu- leiðis heimamenn í GV. Þá sigruðu Leynismenn sveit GKG bæði í tví- menningi sem og fjórmenningi og Golfklúbburinn Setberg lagði Odd. Fjórða umferðin fór fram á öðr- um degi mótsins á laugardag og fóru leikar þannig að GKJ sigraði Odd 4:1, GKJ lagði GV 3:2, GR vann GSE 3:2 og Leynismenn höfðu sig- ur gegn Kili 3:2. Í undanúrslitum sigraði Keilir síðan Golfklúbbinn Kjöl 5:0 og GR lagði Leyni 4:1. Sveitir Golfklúbbs Reykjavíkur og Golfklúbbsins Keil- is hefðu síðan átt að keppa til úr- slita um fyrsta sætið en sveit GR var dæmdur sigur í mótinu þar sem hún fékk fleiri vinninga í riðla- keppninni. Þá hefðu sveitir GKj og Leynis átt að spila um 3.- 4. sætið. En lokastaðan í keppninni varð þannig að Golfklúbbur Reykjavíkur sigraði og Golfklúbburinn Keilir varð í öðru sæti, Golfklúbburinn Kjölur varð í þriðja sæti og Leynir í því fjórða, heimamenn í GV í því fimmta og GKG og Oddur í neðstu tveimur sætunum og leika því í ann- arri deild að ári. Gaman að koma heim Þorsteinn Hallgrímsson, GR, var að vonum ánægður þegar blaða- maður Morgunblaðsins hafði tal af honum að afloknu móti. „Ég er mjög ánægður með að við skyldum hafa sigrað í sveitakeppninni en þetta er í fjórða skiptið á sex árum sem við sigrum í keppninni og ég get því ekki verið annað en sáttur,“ sagði Þorsteinn. Aðspurður um hvernig væri að leika á sínum gamla heimavelli sagði Þorsteinn að völl- urinn væri besti golfvöllur landsins. „Það var mjög gaman að koma heim um helgina og spila á þessum velli sem ég tel vera besta golfvöll lands- ins. Völlurinn er frábær frá teig að gríni en þar sem landsmótið fer fram hér í Eyjum á næsta ári mætti bæta við meiri hindrunum á völlinn. Hvað veðrið varðar var náttúrlega ekkert annað í stöðunni en að blása mótið af en við hjá GR hefðum vilj- að spila þennan úrslitaleik,“ sagði Þorsteinn kampakátur með Ís- landsmeistaratitilinn. Hinrik Gunnar Hinriksson, al- þjóðadómari og dómari sveita- keppninnar, stóð í ströngu í Eyjum um helgina og kom að þeirri ákvörðun ásamt mótsnefnd að af- lýsa keppninni. „Mér fannst mótið hér í Eyjum alveg frábært en því miður þurftum við að fella niður úr- slitaviðureignina vegna veðurs. En áður en riðlakeppninni var lokið var búið að ákveða hvernig færi ef af- lýsa þyrfti úrslitaviðureigninni vegna veðurs. Reglurnar eru skýr- ar hvað þetta varðar og eins og í ár þá sigrar GR þar sem þeir hlutu flesta sigra í riðlakeppninni. Hvað reglurnar varða sem við gáfum út á laugardag er fyrst farið eftir vinn- ingum í riðlakeppni, síðan fjöldi unninna leikja í öllum fjórum um- ferðum, þá unnir leikir í fjórðu um- ferð og síðan hlutkesti. Það er auð- vitað fúlt að þurfa að hafa hætt keppni en í þessu tilviki var bara ekki um annað að ræða,“ sagði Hin- rik Gunnar. GR vann í Eyjum Morgunblaðið/Sigfús G. Guðmundsson Sigursælir GR-ingar. Frá vinstri Derric Moore, golfkennari hjá GR, Birgir Már Vigfússon, Haraldur H. Heimisson, Björn Þór Hilmarsson, Tryggvi Pétursson, Stefán Gunnarsson, liðsstjóri sveit- arinnar, Sturla Ómarsson, Jón Pétur Jónsson, stjórnarmaður hjá GR, Sigurður Pétursson, Þor- steinn Hallgrímsson og Pétur Ó. Sigurðsson. SVEITAKEPPNI GSÍ í 1. deild karla fór fram í Eyjum um ný- liðna helgi. Veðurguðirnir voru ekki hliðhollir kylfingum því hætta þurfti keppni á sunnudag vegna veðurs, sem bauð meðal annars upp á rok, rigningu og brim sem gekk yfir nokkrar brautir á vellinum. Aldrei áður hefur það átt sér stað að aflýsa hafi þurft sveitakeppni GSÍ áð- ur. Sveitir Golfklúbbs Reykjavík- ur og Golfklúbbsins Keilis áttu að keppa til úrslita um fyrsta sætið en sveit GR var dæmdur sigur í mótinu þar sem hún fékk fleiri vinninga í riðlakeppninni. Skapti Örn Ólafsson skrifar Hlynur til Snæfells HLYNUR Bæringsson, körfuknattleiksmaðurinn efnilegi úr Borgarnesi, er genginn til liðs við Snæfell úr Stykkishólmi, nýliðana í úr- valsdeildinni. Hlynur, sem er tvítugur að aldri og á að baki leiki með öllum aldurs- flokkum í landsliðum Íslands, hefur verið lykilmaður í liði Skallagríms síðustu árin en hann hefur spilað með því í úrvalsdeildinni frá 15 ára aldri. Á síðasta tímabili skor- aði Hlynur að meðaltali 19,2 stig og tók 7,8 fráköst í leik en hann hefur mest skorað 34 stig og tekið 26 fráköst í ein- um leik með Borgnesingum. Snæfell hefur fengið tvo aðra leikmenn til liðs við sig í sumar, Lýð Vignisson frá Haukum og Jón Ólaf Jónsson frá Stjörnunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.