Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 8
KNATTSPYRNA 8 B ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK  SVEN Göran Eriksson, landsliðs- einvaldur Englendinga, valdi í gær 20 manna landsliðshóp fyrir vináttu- leik gegn Portúgölum um næstu helgi. Það sem mesta athygli vakti í vali Svíans var að David Seaman, markvörður Arsenal, var ekki valinn í hópinn og þá voru Leeds-leikmenn- irnir Lee Bowyer og Jonathan Woodgate valdir í hópinn í fyrsta sinn frá því réttarhöldunum yfir þeim lauk fyrr á þessu ári.  DAVID James, West Ham, og Paul Robinson, Leeds, skipa markvarðar- stöðurnar og varnarmenn í hópnum eru: Danny Mills, Leeds, Rio Ferdin- and, Man.Utd., Ashley Cole, Arsenal, Gareth Southgate, Middlesbr., Jon- athan Woodgate, Leeds og Wayne Bridges, Southampton.  MIÐJUMENN í liðinu eru: Owen Hargreaves, B. München, David Beckham, Man.Utd., Steven Gerr- ard, Liverpool, Danny Murphy, Liv- erpool, Trevor Sinclair, West Ham, Nicky Butt, Man.Utd., Kieron Dyer, Newcastle og Joe Cole, West Ham.  FRAMHERJARNIR eru aðeins þrír en þeir eru Emile Heskey og Michael Owen, Liverpool, og Alan Smith, Leeds.  LEEDS fékk sænska varnarmann- inn Teddy Lucic lánaðan frá AIK í Svíþjóð á laugardaginn og verður hann hjá enska félaginu út tímabilið. Lucic er 29 ára miðvörður og lék alla leiki Svía í heimsmeistarakeppninni í sumar. Hann á 47 landsleiki að baki og hefur leikið með Gautaborg og Bologna.  LUCIC lék með AIK gegn ÍBV í UEFA-bikarnum á Hásteinsvelli á fimmtudaginn og var firnasterkur í vörn liðsins. Það reyndist kveðjuleik- ur hans með sænska félaginu að sinni.  TOTTENHAM keypti írska lands- liðsmanninn Robbie Keane frá Leeds fyrir rúmar 900 milljónir króna á laugardaginn. Keane, sem er 22 ára sóknarmaður, samdi við Tottenham til fjögurra ára en hann var ósáttur við að hefja tímabilið á varamanna- bekknum hjá Leeds. ÍVAR Ingimarsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Wolves í 1. deild ensku knattspyrn- unnar á laugardaginn. Hann gerði þá fyrra mark liðsins þegar það tapaði, 3:2, fyrir Wimbledon á útivelli, með skalla eftir hornspyrnu. Ívar var tvívegis í viðbót nálægt því að skora með firnaföstum langskotum. Dave Jones, knatt- spyrnustjóri Wolves, var fox- illur í garð sinna manna eftir tapið og sagði að þeir hefðu leikið illa, allir sem einn, nema varamarkvörðurinn sem spil- aði sinn fyrsta leik. Stoke var yfirspilað af Derby og tapaði 2:0, en hélt þó í horfinu þar til 8 mínútur voru eftir. Þá skoraði Mal- colm Christie tvö mörk á þremur mínútum fyrir Derby. Brynjar Björn Gunnarsson lék allan leikinn með Stoke og Bjarni Guðjónsson síðustu 6 mínúturnar en Pétur Mar- teinsson sat á varamannabekk liðsins allan leikinn. Hermann Hreiðarsson var í vörn Ipswich sem gerði jafn- tefli, 0:0, við Preston á útivelli. Heiðar Helguson er enn frá vegna meiðsla og lék ekki með Watford sem tapaði fyrir Norwich, 4:0. Ívar skoraði en Wolves tapaði Fyrsta markið hjá Helga fyrir Kärnten HELGI Kolviðsson skoraði sitt fyrsta deildarmark fyr- ir austurríska félagið Kärnten á sunnudaginn þegar það beið lægri hlut fyrir Bregenz í úrvalsdeild- inni, 2:1. Helgi jafnaði met- in með föstu skoti úr víta- teig Bregenz í upphafi síðari hálfleiks en heimalið- ið knúði fram sigur með marki um miðjan síðari hálfleik. Helgi lék allan leikinn með Kärnten sem er í sjötta sæti deildarinnar með 9 stig eftir 8 umferðir. Stefán Gíslason var ekki í leikmannahópi Grazer AK sem tapaði, 1:0, fyrir Ried og er næstneðst í deildinni. Jeremy Peace, stjórnarformaðurWBA, segir á heimasíðu félags- ins að allt hafi verið lagt undir til að krækja í Hermann, sem hefði orðið dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins. „Umboðsmaður Hermanns sagði við mig á fimmtudagsmorguninn að ekkert yrði af samningum, en síðdeg- is hafði hann samband og sagði að Hermann hefði áhuga á að koma. Samningaviðræður stóðu yfir alla nóttina og fram á föstudag, en um kvöldið sagði umboðsmaðurinn að Hermann kæmi ekki. Við reyndum aftur á laugardagsmorgni, en allt kom fyrir ekki. Þetta eru gífurleg vonbrigði, við gerðum allt sem í okk- ar valdi stóð. Hermann hefði ekki tapað á þessum skiptum og hefði ver- ið í úrvalsdeildinni á ný,“ segir Peace. WBA hafði samþykkt að greiða rúmar 400 milljónir króna fyrir Her- mann en þetta var önnur tilraun fé- lagsins til að fá Eyjamanninn til sín. Hann hafnaði fyrra boði félagsins fyrir þremur vikum. Blaðið Express & Star segir að Gary Megson, knattspyrnustjóri WBA, hafi haft augastað á Hermanni í marga mánuði og ekki gefist upp þó hann fengi Íslendinginn ekki til sín í fyrstu tilraun. „Hjá mér er allt óbreytt. Það er mikill heiður að Megson skuli hafa svona mikið álit á mér en ég vil leika áfram með Ipswich. Ég tel að við get- um unnið okkur aftur upp í úrvals- deildina og vil taka þátt í því. Stuðn- ingsmenn félagsins hafa reynst mér frábærlega, sem er mér mikils virði. Fjölskyldan hefur komið sér þægi- lega fyrir og við erum ánægð með líf- ið í Suffolk,“ er haft eftir Hermanni í Express & Star. Hermann var hvíldur í Evrópuleik Ipswich gegn Avenir Beggen frá Lúxemborg á fimmtudagskvöldið, vegna viðræðnanna við WBA, en hann var á nýjan leik í byrjunarliði Ipswich á sunnudaginn. Lið hans gerði þá markalaust jafntefli við Preston á útivelli. WBA lagði allt undir til að fá Hermann FORRÁÐAMENN enska knattspyrnufélagsins West Bromwich Alb- ion eru í sárum eftir að hafa misst af því að fá Hermann Hreiðarsson til liðs við sig fyrir helgina. WBA gerði Hermanni nýtt tilboð sem hann hafnaði á föstudagskvöldið og leikur því áfram með Ipswich í 1. deildinni, til áramóta í það minnsta, því félagaskiptamarkaðurinn á Englandi er lokaður frá og með síðasta laugardegi. Bobby Robson, knattspyrnustjóriNewcastle, skipti þremur leik- mönnum inná er hálftími var eftir af leiknum gegn Liverpool og heppnað- ist herbragðið vel hjá hinum aldna Robson. Laurent Robert, Craig Bell- amy og Jermaine Jenas hresstu uppá liðið og undir lokin fengu bæði lið tækifæri til þess að bæta við mörkum. í stöðunni 2:2. Eiður Smári Guðjohnsen lék allan leikinn þegar Chelsea tók á móti Englandsmeisturum Arsenal. Eiður átti fínan leik í fyrri hálfleik en minna fór fyrir honum eftir hlé. Þegar Zola skoraði mark heimamanna úr auka- spyrnu af vinstri vængnum stökk Eiður upp á markteignum til að skalla og Seaman virtist búast við að Eiður næði til knattarins, sem hann gerði ekki. Þess í stað fór boltinn í hornið hjá meisturunum. Mistök hjá Seaman, sem verður 39 ára síðar í mánuðinum, en vel gert hjá leik- mönnum Chelsea. Arsenal varð að halda uppi merk- inu og þrátt fyrir að Vieira væri rek- inn af velli snemma í síðari hálfleik tókst þeim að jafna og fá eitt stig, enda hefur liðið ekki tapað á „Brúnni“ síðan í september 1995. Það var hinn 21 árs gamli piltur frá Fílabeins- ströndinni, Kolo Toure, sem skoraði. Rauða spjaldið sem Vieira fékk er 45. spjaldið sem leikmenn Arsenal fá síðan í september 1996 þegar Wen- ger tók við liðinu. Vieira fær vænt- anlega bara einn leik í bann þar sem rétt rúmt ár er liðið síðan hann var síðast rekinn af velli. „Bæði spjöldin voru nokkuð harka- leg fannst mér,“ sagði Vieira og von- ast til að dómarinn endurskoði af- stöðu sína þegar hann hefur horft á leikinn. Honum varð ekki að ósk sinni því á mánudagsmorgun tilkynni enska knattspyrnusambandið að dómnum yrði ekki breytt, Viera yrði að bíta í það súra epli að sætta sig við spjöldin. Þrátt fyrir að vera manni færri mestallan síðari hálfleikinn voru meistararnir heldur hættulegri upp við mark andstæðinganna. Liðið lék án Thierry Henry sem er meiddur á ökkla og missir líklega af vináttu- landsleik við Kýpur á laugardaginn. Þetta var í áttunda sinn sem Vieira er rekinn af leikvelli, en annar leik- maður var einnig rekinn af velli um helgina og það í tíunda sinn; sá heitir Roy Keane og leikur með Manchest- er United. Keane var rekinn af velli fyrir að gefa félaga sínum í írska landsliðinu, Jason McAteer, olnbogaskot í leik United og Sunderland sem lauk með jafntefli. Keane á jafnvel von á nokk- uð löngu banni vegna umsagna í bók hans um sjálfan sig og ekki hjálpar olnbogaskot helgarinnar honum. Sir Alex Ferguson, stjóri United, varði þó fyrirliða sinn eftir leikinn en á mánudagsmorgunin dró Ferguson í land og sagði það hafa verið mistök hjá sér að taka upp hanskann fyrir Keane. Dómarinn hafi alls ekki átt annars úrskosta í stöðunni en að vísa Keane af leikvelli. Guðni Bergsson stóð vaktina bæri- lega í vörn Bolton sem lagði Aston Villa með marki úr vítaspyrnu. Ann- ars voru það finnsku markverðir lið- anna sem voru í aðalhlutverki, sér- staklega átti Jussi Jaaskelainen í marki Bolton góðan dag. Lárus Orri Sigurðsson var ekki í leikmannahópi WBA þegar liðið vann fulham 1:0, Lárus er meiddur og gat því ekki leikið. Nicolas Anelka gerði þrjú mörk fyrir Manchester City þegar liðið vann Everton 3:1. Anelka skoraði tvö mörk á fyrsta stundarfjórðungnum en gestirnir minnkuðu muninn á 29. mínútu úr vítaspyrnu og heimamenn misstu mann útaf og voru einum færri frá þeirri stundu. Lærisveinar Keegans létu það ekki á sig fá og Anelka fullkomnaði þrennuna fimm mínútum fyrir leikslok. Tottenham menn gerðu öll þrjú mörkin þegar þeir unnu Southamp- ton 2:1. Ferdinand skoraði snemma leiks og Taricco jafnaði með sjálfs- marki í fyrri hálfleik og þar við sat þar til Sheringham gerði sigurmarkið úr vítaspyrnu á síðustu mínútunum. Alan Shearer samur við sig Reuters Michael Owen kom Liverpool í 2:0 gegn Newcastle og fagnar hér marki sínu ásamt félögum sín- um, Steven Gerrard og El Hadji Diouf. Gleði þeirra varð hins vegar skammvinn. ALAN Shearer sá til þess að Liv- erpool komst ekki á topp ensku úrvalsdeildarinnar í gær, en Shearer skoraði annað mark Newcastle á 88. mínútu á An- field og jafnaði þar með leikinn, 2:2. Heimamenn höfðu tveggja marka forskot er stundarfjórð- ungur lifði af leiknum og voru til alls líklegir eftir mörk frá Ham- ann og Owen, sem skoraði úr vítaspyrnu. Tottenham er í efsta sæti deildarinnar og er enn án taps eftir fjóra leiki, með tíu stig. Í kvöld eigast við Man- chester United og Middles- brough á Old Trafford en mikið fjör var á enskum knatt- spyrnuvöllum um helgina þar sem rauð spjöld og falleg mörk litu dagsins ljós.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.